Vísir - 01.11.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 01.11.1967, Blaðsíða 8
V1S IR . Miðvikudagur 1. nóvember 1967. VISIR UtKefandi: Blaðaútgatan viau> Framkvæmdastjöri: Dagur Jönasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson AOstoðarritstjóri: AxeJ Tborsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar Þingboitsstræti 1, simar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 Hnur) Áskriftargjald kr. 100.00 ö mánuði innanlands t lausasölu kt. 7.00 eintakið Prentsu.iðj£ Visis — Edda hi. Geymda leiöin Drjúgur þáttur í íslenzkum alþýðubókmenntum eru sagnir um dularfull fyrirbæri. Eitt sagnaefni af slíku tagi hefur bætzt við, nokkuð sérstæðs eðlis. ,3in leiðin“, sem formaður Framsóknarflokksins fann fyr- ir nokkrum árum, er orðin þjóðsagnaefni. Þessi fræga leið hafði þá eiginleika, að hún týndist og fannst á víxl og raunar vissi enginn hver hún var. Þetta dularfulla fyrirbæri hafði tilhneigingu til að koma í Ijós um áramót í stjómmálagreinum formanns- ins. Brátt fór leiðin að ganga víðar Ijósum logum og gekk þá undir ýmsum nöfnum, svo sem „nýja leiðin“. Ákaft var auglýst eftir því, hvað fælist í þessari dul- arfullu leið, en skýringar hafa aldrei fengizt, utan nokkrar almennar hugléiðingar, sem geta táknað hvað sem vera skal, eins og hjá véfréttinni í Delfí. Ékki báru nema fáir virðingu fyrir þessu fyrirbæri og^varð það mjög fyrir barðinu á gárungum. Fékk leittin í meðferð þeirra ýmis ný nöfn. Eitt þeirra var „týnda leiðin“, vegna þess eiginleika hennar að finn- ast ekki, þegar eftir henni var spurt. Nú hefur verið hljótt um „hina leiðina“ í allmarga mánuði og hafa flestir talið hana af. Svo gerðist það í Tímanum á föstudaginn, að gefið var í skyn, að „hin leiðin“ væri í geymslu einhvers staðar á góðum stað. Var í blaðinu sagt um stjórnarandstöðuna: „það er hvorki heppilegt né eðlilegt, að hún segi öðrum, hvað þeir eigi að gera“. Þetta var afsökun á því, að Fram- sóknarflokkurinn skuli ekkert hafa til málanna að leggja í efnahagsmálaumræðum þeim, sem nú standa yfir. Með þessu var blaðið að segja, að flokkurinn hefði þrátt fyrir allt einhver ráð í pokahominu, þau væru bara of merkileg til þess að menn mættu fá að sjá þau, og allra sízt mætti ríkisstjómin sjá þau, því að hún mundi þá framkvæma þau! Þama er auðvitað „hin leiðin“ aftur komin á stjá eftir langa hvfld. Að sjálfsögðu væri fullkominn bamaskapur að vekja upp draug „hinnar leiðarinnar", ef ekki lægi neitt annað að baki. Það kom síðan í ljós í Tímanum á sunnudaginn, þar sem sagt var : „mynduð verði al- ger þjóðarsamstaða um aðgerðir“. Framsóknarflokk- urinn er enn á ný að bjóða sig fram til þátttöku í rík- isstjórn og reynir að gylla það boð með óræðum yfir- lýsingum um myndarlegan heimanmund í formi hinna leynilegu efnahagsúrræða Framsóknar. Allt þetta brölt er í broslegasta lagi og gefur eink- um tvennt til kynna. I fyrsta lagi, að Framsókn hefur raunar ekkert til málanna að leggja og í öðm lagi, að hún er orðin viðþolslaus af nærri áratugs setu utan ríkisstjómar. Þau vandamál em einkamál Framsókn- ar og koma öðram ekki við, nema sem vetrarkvölda- gaman, þegar rætt er um dularfull fyrirbæri. JSRAEL - SÉÐ MEÐ ARABÍSKUM AUGUM Norsk fréttakona, Jorunn Johnsen, hefir veriS í ísrael og nálægum Arabalöndum, og hef- ir sent biaði sínu pistil, sem birt nr er undir fyrirsögninni: Israel — séö með arabiskum augum. Jorunn segir í upphafi greinar sinnar: — Horfur á friði ? — Nei, hér verður engan frið að fá. Fimm- tíu milljónir Araba finna til sárrar auðmýkingar af því, að smáþjóð eins og ísraelsmenn sigraði þá. Fyrir bára þeir í brjósti gremju, sem á sér djúp- ar rætur — yfir að tekið var frá þeim land, sem þeir höfðu erft og töldu sig hafa rétt til og enga aðra. Og flóttamannafjöld- inn innan iandamæra Arabaland anna minnir þá stöðugt á órétt- in, rangindin og smánina. — Lítið á landabréfið, segir arab- ískur prestur við mig, arablskur prestur, sem hefir tekið kristna trú: Tvær miiljónir Israels- manna, umkringdar 50 milljón- um Araba — hver er svo ein- faldur, að hann trúi því, að þeir fái að vera I friöi? Éini Arabinn, sem boðinn var á kirkjuhátíðina („kirkjudag- ana“) í Hannover í haust, spáði ókyrrg áfram, ef þær „þjóðir Evrópu, sem eitt sinn ofsóttu og drápu Gyðinga, opna ekki landa- mæri sín og hleypi þeim inn, — svo að Palestínu-Arabar geti endurheimt sitt gamla land“. — Hann segir ennfremur: „Gyðing ar era ekki ánægöir í ísrael. Þeir verða aldrei hamingjusam- ir nema í því landi, sem þeir era fæddir og uppaldir". Maðurinn fór hneykslaður frá Hannover. Honum segist svo frá: Þrjátíu þúsund manns klöppuðu sem óðir væra í hvert skipti, sem nafn ísraels var nefnt. En það fór eins og kliður, sem nepja fylgdi, ef þeir heyrðu orð- ið arabískur, það var eins og menn hefðu bitið það í sig, að gera eitthvað, allt sem þeir gætu — fyrir ísrael, einvöröungu til þess að bæta um fyrir illa fram komu gagnvart þeim fyrr í þeirra eigin landi. En hvenær sagði Kristur, að vig ættum að gera úrbót vegna misgerða okk- ar með þvi að beita aðra rang- indum og láta þá þjást.. ? GYÐINGAVANDAMÁLIÐ ER EVRÓPU-VANDAMÁL. Mannsaldur fram af manns- aidri hafa Evrópumenn núið saman höndum með meðaumk- unarsvip yfir örlögum þeirrar þjóðar, sem dreifðist svo til um allan heim, á eilífri göngu og tíðast ofsótt. En hver nýr sam- an höndum í dag og finnur til meðaumkunar meg tveim millj. Araba, sem urðu að horfa upp á, að land þeirra var frá þeim tekið, og hjarðip þeirra, og búa nú dreifðir í fjórum löndum i ömurlegustu fangabúðum, sem nokkurn tíma hafa sézt á þess- ari jörð. Hvers reiði vekur það nú, að menn reyndu að varpa af sér byrðum samvizku sinnar með því að stofna ísraelskt ríki í ríkinu Palestínu, litlu landi, sem á sér ævafoma sögu. — Hvers reiði vekur það, aö það uröu arabískir menn, sem ofsóknir Evrópumanna á hendur Gyðing- um bitnuðu á? Við Arabar, segir hann, og réttir úr sér, höfum ávallt reynt að þrauka í sambúð við Gyðinga óg búið með þeim I friði og spekt. Og það munum við halda áfram að gera ef þeir kæmu til okkar sem meðborgarar ísraels- ríkis, en ekki sem valdhafar þess. Við sitjum kvöld nokkurt and- spænis tveimur háskólakennur- um. Báðir t fertugsaldri, prýð- isvel menntaðir sem að líkum iætur, og hafa fengið viðurkenn- ingu sem vísindamenn, og starfa. // við bandaríska háskólann í Beir- ut, og er annar lögfræðingur, hinn eölisfræöingur. Þeir tala í fremur háum, ofbeldiskenndum tón um neðanjaröarhreyfinguna arabísku á vesturbökkum Jórdan sem kvaö eflast dag frá degi, og þeir sjá ekki fram á annaö en að mikil styrjöld brjótist út, og þá fái Arabar uppreisn og arabískt ríki verði stofnað á ný í Palestínu. Auömýkingin skildi eftir djúp sár í sálinni og það er ekki nema um tvennt að ræöa, algera uppgjöf og líða undir lok — eöa nýtt líf, framtíð. (Þýtt). — a. FYRRI GREIN 70. sýning á Fjalla-Eyvindi 1 kvöld veróur sjötugasta sýn ing á Fjalla-Eyvindi eftir Jó- hann Sigurjónsson hjá Leikfé- lagi Reykjavikur. Fjalla-Eyvind- ur var frumsýndur 11. janúar og var það jafnframt hátíða- sýning í tilefni 70 ára afmælis Leikfélagsins. Var hann síöan sýndur 54 sinnum á seinasta leikári, ávallt fyrir fullu húsi, enda komust færri en vildu til þess að sjá þessa ágætu sýn- ingu. Leikfélagið byrjaði svo leik- árið í haust með sýningum á Fjalla-Eyvindi og hefur aðsókn verið allgóö. Leikurinn hefur aldrei verið sýndur jafn oft í sömu uppfærslu, en þetta er í fimmta sinn, sem hann er settur á svið I Reykjavík. Leikfélagiö sýndi Hann fyrst 1911 og stjóm aði Jens Waage þeirri sýningu, en Guðrún Indriðadóttir og Helgi Helgason fóru með aðal- hlutverkin. — Næst var leikur- inn færður upp í Iðnó 1930 í tilefni Alþingishátíðarinnar og stjómaði Haraldur Bjömsson þgirri sýningu en Anna Borg og Gestur Pálsson léku Höllu og Kára. Aftur sýndi Leikfélagið Fjalla-Evvind 1939 og loks var hann sýndur við opnun Þjóð- leikhússins 1950. Gísli Halldórsson setti leikinn ' á svið að þessu sinni, en með hlutverk þeirra Höllu og Kárá fara Helga Bachmann og Helgi Skúlason. — Leikur þeirra og sýningin f heild hefur hlotiö einróma iof gagnrýnenda og leikhúsgesta — en þessi hlut- verk eru tvímæialaust með þeim erfiðustu og eftirsóknar- verðustu, sem fyrirfinnast í. ís- lenzkri leikritun. Nú fer að verða hver síðast- ur aö sjá Fjalla-Eyvind, þar eð fáar sýningar eru eftir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.