Vísir - 04.11.1967, Side 1
VISIR
57. árg. — Laújjfardagur 4. nóvember J967. ,.254-tbl.
„Engin hætta á að trommuleikarinn detti í þaö“
„Róbot-trommari" í
reykvískri hljómsveit
Tóna-tríóið í Reykjavik hefur
nú fengið allnýstárlegan hljóm-
sveitarmeðlim, en það er raf-
magnstrommari einn amerískur,
sem ekki þarf annað en að stilla
á þann takt, sem á að leika og
síðan snilar tilskilinn takt, þar
til slökkt er á honum. Hann er
mjög fjölhæfur þessi trommari,
spilar ekki færri en 16 mismun-
andi takta, allt frá vinarvölsum
upp í Bossa-Nova og trommu-
tegundimar sem hann leikur á
em tiu talsins.
Við brugðum okkur á leik og
skoðuðum þennan náunga, sem
reyndist vera kassalagaður og
ótrúlega fyrirferðarlítill, og upp
lýsti hljómsveitarstjóri Tóna-trí-
ósins (sem er nú raunar ekki
tríó lengur) Amþór Jónsson, að
trommarinn væri tengdur við
magnara, og væri hægt að stilla
tónstyrkinn og hraða taktsins
••••••••«•••••••••••••
Enska kennd
eftir vild. Aörir meðlimir hljóm-
sveitarinnar en trommarinn og
Framh. á bls. 10.
Tónatríóið á æfingu með nýja trommuleikaranum, sem er kassinn til hægri á myndinni.
Áætlun Efnahagsstofnunarinnar um ibúðabörf 1967 -1971:
Byggja þarf wn 1700 íbúiir á árí
Efnahagsstofnunin hefur gert
áætlun um íbúðaþörf íslendinga
á næstu árum og gerir ráð fyrir,
að byggja þurfi 1615—1725 í-
búðir að meðaltali á ári tímabil-
ið 1967-1971.
Frá þessu segir í grein eftir
Pétur Eiríksson hagfræðing í ný-
útkomnum Fjármálatíðindum. —
Er þar fjallað um ástandið í íbúða-
málum síðan 1950 og gerð áætlun
um framtíðarþróútÍTna. Er í áætl-
uninni lögö til grundvallar spá um
mannfj. og tíöni nýrra hjónabanda.
Er gert ráð fyrir 1500—1600 full
gerðum íbúðum árið 1967 1600
—1700 íbúðum hvort áranna 1968
og 1969 og 1700-1800 íbúðum
hvort áranna 1970 og 1971.
í greininni segir, að húsnæðis-
ástandið hafi lítið breytzt á tíma-
bilinu 1951 — 1954. Á þeim tíma
hafi hlaðizt upp mikil eftirspurn
eftir íbúðum. Næsta tímabil. 1955
— 1960 batnaði húsnæðisástandið
mikið og einnig á tímabilinu 1961
— 1966. í þjóðhags- og fram-
kvæmdaáætluninni fyrir árin 1963
—1966 var gerð spá um ibúðabygg i verulegar íbúðabyggingar 8% fram
ingar á tímabilinu og fóru raun- úr áætlun.
Vísir í vikulokin kemur út eftir viku
Vegna breytinga á vélakosti
í prentsmiðiu getur „Vísir í
vikulokin“ ekki fylgt blaöinu i
dag. Kemur hann næst út á
laugardaginn kemup OR síðan á
tveggja vikna fresti eins og
venja hefur verið.
Lesendur eru beðnir að at-
huga, að lokið er kynningar-
tíma „Vísis í vikulokin“ og
fylgir hatuj nú blaðinu ókeypis
aðeins til fastra áskrifenda.
i sionvarpmu
Enskukennsla sjónvarpsins
hefst klukkan sautján, klukkan
fimm í dag (laugardag) og verð
ur framvegis vikulega á þeim
tíma á laugardögum. 1 dag verð-
ur fluttur fyrsti þáttur þessa
enskunámskeiðs, sem er snið-
ið við hæfi byrjenda, eldri og
yngri. Heimir Áskelss. mennta-
skólakennari hefur tekið að sér
að vera leiðbeinandi við kennsl-
una, en notuð verður kennslu-
bókin Enska í sjónvarpi —
Walter og Connie. Til marks
um væntanlega tölu nemenda
má geta þess, að þegar hafa
*selzt nær þrjú þúsund eintök
af þessari enskunámsbók. —
Hún kom nýlega út hjá bóka-
útgáfunni Setbergi, sem hafði
samvinnu við sjónvarpið um út-
gáfuna. Nauðsynlegt er, að hafa
þessa kennslubók við hendina
og kennarinn ráðleggur vænt-
inlegum nemendum að kynna
sér fyrsta kaflann áður en
kennslan hefst í dag.
„Straumur erlendra ferðamanna vai
engu minni í október en í ágúst"
— Segir Emil Guðmundsson, móttökustjóri
hjá Hótel Loftleiðum
Loftleiðir hafa á þessu ári
flutt hingað mikinn fjölda far
þega, sem hafa dvalið hér um
stundarsakir á leið sinni aust
ur eða vestur yfir haf. Eru
gistinæturnar í Loftleiðahót-
elinu orðnar yfir 11.000 tals-
ins hjá þessum hópi farþega..
Þaö furðulegasta er ef til vill
það, að í októbermánuði varð
ekkert lát á farþegastraumnum
á Loftleiðahótelinu, og var þá
engu minna um manninn en í
ágústmánuði, SOP-farþegarnir
reyndust áöeins einum færri í
október en í ágúst!
Emil Guðmundsson, móttöku-
stjóri Hótel Loftleiða sagði blað
inu í gær, að samkvæmt ,,stat-
istik“, sem hann hefur útbúið,
séu Bandaríkjamenn í áberandi
meirihluta gesta, ca. 500 á mán-
uði ,en þar á eftir koma þjóð-
verjar 250 — 300 á mánuöi til
jafnaðar, mikið ber á Svisslend-
ingum, Austurríkismönnum,
fólki frá austantjaldslöndunum,
— og fyrir kemur að þjóðemi^-
lausir menn, vegabréfslausir
menn á leiö til Bandaríkjanna,
komi þar við. Norðurlandamenn
eru fremur sjaldséðir.
I gær voru meðal gesta á hót-
elinu 50 mexíkanskir kennarar
á leið heim til sín eftir Evrópu-
ferð, og fyrir nokkru kom 100
manna hópur hótelmanna frá
heimssýningunni í Montreal, og
voru á leið til Parísar, en höfðu
viðdvöl í Reykjavík áður.
Heimir Áskelsson, fyrsti sjónvarpskennarinn, við töfluna, sem notuö verður í sjónvarpinu.
Sinubruni nálægt bensinstöð
Kallaðir þrisvar
á sama brunastað
Slökkviliðið í Reykjavík
var kallað þrisvar í gær á
sama brunastaðinn, skammt
fyrir innan bensínstöð Skelj-
ungs við Mildubraut. Þar
höfðu börn eða unglingar
gert sér að leik að kveikja f
mjög loðinni sinu, sem reynd
ist hinn ákjósanlegasti eíds-
matur og var í öll skiptin
talsverður eldur og erfitt að
slökkva.
Var liðið kallað út fyrst um
11-leytið í gærmorgun á þenn-
an stað, síðan eftir hádegið og
kl. 8.30 í gærkvöldi sagði varð-
stjóri slökkviliðsins að bílar
hefðu þá nýverið farið á stað-
inn til ag slökkva. Drengirnir,
sem þarna hafa verið að verki
voru alltaf horfnir af staðnum,
þegar þeir heyrðu brunalúðrana
gjalla.
Benda má á, að eldur nálægt
bensínstöð getur auðveldlega
valdlð miklum eldi. í gær var
vindáttin frá bensínstöðinni og
olli eldurinn því ekki hættu.
Slökkviliðið var í gær kallað
tvívegis í Kópavog, en í bæði
skiptin var um lítinn eld að
ræða.