Vísir - 04.11.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 04.11.1967, Blaðsíða 3
V í S IR . Laugardagur 4. nóvember 1967. Sendum gegn póstkröfu nvert á land sem er. HJÓLBARÐAÞJÓNUSTAN viö Vitatorg, — sími 14113. Höggvarar aftan á vörubílana? NÝJUNGAR 771 ÞESS AÐ DRAGA ÚR SLYSAHÆTTU HÖFUM FYRIRLIGGJANDI finnsku Hakkapeliitta snjó- dekkin með finnsku snjónöglunum Hálf negling ca. 80 nagiar Fuli negling ca. 160 naglar. IVin tíðu og oft hryllilegu slys, sem orðið hafa í umferð- inni, hafg á undanfömum árum sameinað fleiri og fleiri ein- staklinga og aðila undir vígorð- ið: Meira öryggi i umferðarmál- um! Meira öryggi á vegum! — Vegna þe-ss, hve mjög þeim hefur fjölgað, sem láta sig þessi mál skipta, hefur þeim fjölgað, sem leggja sig fram við að bæta ör- yggisútbúnaði bifreiða. Fleiri vinna nú að uppfinn- ingum á þessu sviði og á síðustu árum hafa komig fram ýmsar nýjungar, sem margar hverjar þykja draga mjög úr slysahættu. Bílaframleiðendur lögðu meiri áherzlu á öryggisútbúnað i bif- reiðum sínum af árgerð 1968 heldur en þeir hafa nokkum tíma gert við framleiðslu fyrri árgerða, og þannig gætir áhrifa þessarar stefnu til aukins ör- yggis á fleiri sviðum í umferðar- málum. 1 þessum anda var gerð at- hyglisverð tilraun á tilrauna- brautum ensku Ford-verksmiðj- anna við Dagenham í Englandi ekki alls fyrir löngu. Sú tilraun var gerö að tilhlutan Fords í Englandi og voru þá hafðar í huga afleiðingar bifreiöa- árekstra, ser> veröa meö þeim hætti, að fólksbifreið lendir aft- an á vörubifreið — undir vöru- pall hennar. Árekstrar, sem verða með slíku móti, hafa oft- ast mjög alvarlegar afleiðingar ' í för með sér, eins og hér á landi finnast dæmi, um. Er þar skemmst að minnast dauðaslyss ins, sem varö á Reykjanesbraut nú í vikunni. Þarna á tilraunabrautum Fords var fólksbifreiöum ekið aftur undir vörubifreið, sem höggvari (stuðari) hafði verið settur á. Höggvaranum var kom ið fyrir undir vörupallinum, en hann náði þó aftur fyrir og skag aði nokkuð aftur úr. Honum var ætlað að vama þvf, að fólksbif- Þegar fólksbifreiðinni var ekið á höggvarann, urðu afleiðingarnar ekki aðrar, en myndin sýnir. Að innan skemmdist hún ekkert. Sjá má, ef myndin prentast vel, hvernig höggvarinn hefur svignað nið- ur á við, en endinn á honum sést framan við framhjói fólksbílsins. reiö, sem æki aftan á vörubfl- inn, rynni undir pallinn. Tveimur bílum af Anglfa-gerö var ekið aftan á vömbílinn. 1 fyrra tilfellinu var höggvarinn hafður á vömbílnum, en í því síðara ekki. Anglía-bflunum var ekið á 48 km hraöa á klukku- stund. Það leyndi sér ekki, að mikill munur var á afleiðingun- um. Höggvarinn varnaði fólks- bílnum algerlega frá því að lenda alveg undir pallinn. — Skemmdirnar, sem urðu á fólks- bílnum, komu allar fram á fram enda hans og framrúðan brotn- aði, án þess þó að hrökkva úr umgjörð sinni. — Vömbíllinn hrökk áfram þrjú fet, þótt hann væri hafður í handbremsu. — Það gegndi öðru máli um afleiðingarnar, þegar hinni fólksbifreið- inni var ekið aftan á vörubílinn, án þess að höggvarinn væri hafður á. Sést vel, hvemig stýri og annað hefur keyrzt aftur og þrýstir að fótum „ökumannsins“. Vömbifreiðin, sem notuð var við tilraunina. Höggvarinn skagar nokkuð aftur undan pallinum, þótt það sjáist ekki svo vel á mynd- inni. Innra skemmdist fólksbíllinn lft- ið, sem ekkert. I hinu tilfellinu, þegar högg varinn var ekki haföur á, lenti fólksbíllinn alveg undir vöru- pallinn með þeim afleiðingum, að yfirbygging fólksbílsins keyrð ist aftur og framendi bílsins einnig. Var auðséð, að ökumað- ur hefði að minnsta kosti meiözt á fótum, en við tilraunirnar voru notaðar brúður í stað lif- andi mannvera. í hvorri brúðu var komið fyrir sérstökum högg mæli, sem gjaman er notaður við tilraunir, þar sem árekstrar eru látnir gerast með vilja. Verkfræðingar Fords í Eng- landi sáu það af þessum til- raunum, að ekki mætti höggvar- inn vera gerður úr of sterku efni. Hann verður að vera eftir- gefanlegur, en samt veita nógu mikið viðnám bflnum, sem ræk- ist aftan á, þannig ag hann eyddi höggkrafti hans. Of sterk- ur höggvari gæti unnið meiri skaða en þegar enginn væri hafður. Þetta var þó aðeins frumtil- raun, sem framkvæmd var þarna á Fordbrautunum, en hún gaf þó. von um, að þarna væri ef til vill að finna öryggisút- búnað, sem gæti dregið úr mestu slysahættunni vegna þess konar árekstra. Fjögur lönd i Evrópu hafa þó fyrir lagaskyldu að vörubflar séu með svona höggvaraútbúnað. Belgía, Hol- land, Luxemburg og Frakkland. En þaö mun þó vera nýtilkom- ig og ekki beinlínis komið vel f ljós, hvernig sá útbúnaður hef- ur gefizt þar. Samgöngumála- ráðuneyti Breta hefur þessa hug mynd nú til athugunar um þess- ar mundir. i*ssm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.