Vísir - 04.11.1967, Síða 5

Vísir - 04.11.1967, Síða 5
V í SIR. Laugardagur 4. nóvember 1967. 5 Hvernig á að meðhöndla lausa hárlokka? TVTú á dögum þykir eins sjálf- sagt aö konur eigi lausan hárlokk, og hvern þann annan hlut sem þær nota til að lífga upp á útlitið. Á síðasta ári hef- hvernig maður hirðir sitt eigið hár. Nauðsynlegt er að það sé hreint, ef lokkurinn er mikiö notaður, þar sem hann dregur alltaf í sig nokkra fitu úr eigin hári. Við höfum til sölu í verzl- uninni sérstakt hreinsiefni, sem er mjög handhægt og þorn- ar á mjög stuttum tíma, en ef lokkurinn er notaður mánuðum og jafnvel árum saman, þá er ur sala á lausum hárlokkum aukizt geysilega hér í Reykja- vík, en margar konur eru í vafa um hvemig eigi að meðhöndla lokkana, festa þá og hirða. Kvennasíöan spjallaði við Guð- . , ... rúnu Magnúsdóttur, sem rekur / nauðsynlegt að þvo hann i vatm með nokkurra manaða millibili, og þá gjarna að setja venjulega hárnæringu í hann. Viö höfum einnig til sölu brúsa með efni, sem setur gljáa á hárið, ef það er orðið mjög þurrt og gljálaust. Nú um meöferð á lokkunum er það að segja, aö bezt er að geyma þá í plastpokum, þó þannig að lofti í gegnum. Ágætt er að fara í lagningu af og til með lokkinn, en geyma hann þess á milli í pokanum með hárnálum og spennum, og þannig er 'hægt að nota hann nokkrum sinnum án þess að hárið fari úr skorðum." Við höfðum fregnað að karl- Sf- ’ ,<yí» J ' ,* Guðrún Magnúsdóttir í verzl- un sinni. einu sérverzlunina á þessu sviði um meðferð lausra hár- lokka. „Hxað teljið þér aö konum beri fyrst og fremst að athuga, þegar þær kaupa lausan hár- lokk?“ „Það er auðvitað fyrst og fremst liturinn. Að vísu er svo komið að farið er að nota mik- ið lokka í öðrum lit en eigiö hár, en þá þarf að gæta þess að litirnir fari vel saman, og yfirleitt eru þeir valdir í sama litartón. í öðru lagi þurfa kon- ur sem hafa þunnt hár að gæta þess aö kaupa ekki lokk meö grindarbotni, eða mjög stífum botni, þar sem þeir festast ekki eins vel. Nú, í þriðja lagi þarf að athuga vel grófleika lausa hársins. Ef einungis á að nota lokkinn að kvöldi til, þá gerir ekkert til þó að lokkurinn sé nokkuð mikið þykkari en eigið hár, en gæta þarf þess að áferðin á hárinu sé ekki mjög ólík.“ „Hvað með þott og lagningu á lokkunum?" „Ég tel æskilegt að lokkurinn sé hreinsaður mánaðarlega ef hann er notaður mjög oft, en þaö fer þó mikið eftir þvi Rabbað v/ð Guðrúnu Magnúsdóttur, sem rekur G.M. búðina um val á lausum hárlokkum og meðferð þeirra Hinar hrokknu hárgreiðslur veröa sérlega fallecar ef notaðir eru lausir lokkar. Hér eru raunar tveir lokkar, sitt hvonun megin og hárinu ridpt í hnakkanum. Einnig er mikiö í tízku að greiða hárið slétt aftur f hnakka og setja þar hárlokk, sem hefur verið krullaður í stóran brúsk, og hefur sú hár- greiðsla verið nefnd ýmsum nöfnum, t. d. fugishre iðrið eða baldursbráin. Hér sjáum við hvemig rúllurnar eru settar í lausan lokk. menn væru farnir að nota hár- toppa, og spuröum viö Guð- rúnu hvort hún heföi fengið slíka toppa í verzlun sína. „Yfirleitt eru slíkir toppar pantaðir að utan, og þurfa þeir að vera unnir mjög nákvæm- lega eftir höfuðstærö og hár- gerð hvers og eins. Ég hefi selt íslenzkum karlmönnum slíka toppa svo tugum skiptir, og virðist áhugi fyrir þeim fara sívaxandi. Þessir toppar eru aðallega hafðir yfir skalla, en einnig ef menn missa hárið á bletti vegna einhvers sjúk- dóms.“ A lokum rifjum við upp nokkur atriði í sambandi við festingu á lausum hárlokk. 1. Eigið hár er túberað laus- lega og sömuleiðis hárlokkur- inn. Ágætt er aö úða dálitlu hárlakki á þann stað sem lokk- urinn á að festast í hárið, þá tollir hann betur. Ef háriö er mjög stutt og fíngert, er gott að setja sítrónusafa i þaö nokkru áöur en lokkurinn er festur, og túbera hárið síðan vel í hnakkann. 2. Lokkurinn er greiddur og fest með hárnálum aö svo miklu leyti sem hægt er áður en hann er settur upp. 3. Nú er lokkurinn festur með hárnálum í hnakkann eða á hvirfilinn, og fyrstu nálarnar eru festar undir lokkinn (ef hann er meö grindarbotni), og síðan allt í kring eftir því sem nauðsynlegt er. 4. Hárið greitt og nælt með hárnálum, og reynt að hylja spennumar eins mikið og hægt er. Lakki úðað yfir. Óþarfa hár- nálar fjarlægðar. Þegar lokk- urinn er tekinn niöur aftur er byrjaö á því að fjarlægja allar spennur og nálar sem hægt er án þess að hreyfa mikið við sjálfu hárinu. Siðan ei> lokkur- inn tekinn niður í heilu lagi, eg reynt aö láta hann halda sér sem mest þannig sem hann hefur verið greiddur, og er þá hægt að nota hann aftur án þess að greiða hann upp á nýtt. Hárnet sett yfir til að halda lokknum í skoröum og lokk- urinn geyindur í plastpoka. '■/, Þessar skemmtilegu samstæður eru þýzkar og hafa tízkukóngar spáð þeim miklum frama. Hér er um að ræða kjóla, peysiu-, pils, sokka og sokkabuxur, allt úr sams konar efni í mismunandi tízku- tilbrigðum. Möguleikamir eru óteljandi til að nota slíkar sam- stæður, og finnst okkur sú í miðjunni hafa verið snjöllust. Hún notar sokkabuxurnar innan undir mjög stuttum heimakjól, með klaufum, sem ná upp á nijöðmina.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.