Vísir


Vísir - 04.11.1967, Qupperneq 8

Vísir - 04.11.1967, Qupperneq 8
/ / 8 VtSIR Utxefandi: BlaðaútgáfaD vu>u\ Framkvæmdastiðri: Oagur Jónasson Ritstjðri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axe) Tborsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Olíarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, simar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Ritstjóra: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr 100.00 á mánuði innanlands ( lausasölu tcr. 7.00 eintakið Prentsu.iðit '/ísis — Edda h.f. Endaskipti á staðreyndum j£kki verður annað séð á blöðum stjórnarandstöð- unnar en að forustumenn hennar gleðjist — að minnsta kosti öðrum þræði — yfir þeim erfiðleikum, sem ríkisstjórnin á nú við að etja vegna verðfallsins og aflabrestsins. Þessir sömu menn óg blöð þeirra höfðu, sem kunnugt er, hamrað á því öll árin frá því að viðreisnarstjórnin kom til valda, að stjórnarstefn- an leiddi til ófarnaðar. Allt gekk þó þveröfugt við þessar spár. Upp rann hið mesta velmegunartímabil, sem þjóðarsagan kann frá að greina. Fór þar saman mikil aflabrögð, hagstætt verð á erlendum markaði og viturleg stjórnarstefna. Stjórnarandstæðingum tókst ekki að fá meirihluta þjóðarinnar til að trúa því, að henni mundi vegna bet- ur ef skipt yrði um ríkisstjórn og Framsókn og komm- únistum fengin völdin. Því tilboði þeirra var vísað á bug í þrennum alþingiskosningum. Þjóðin var ánægð með stjórnarfarið og afkomu sína, enda fengu allar stéttir sinn hlut í afrakstri velgengnisáranna. En svo gerist það, sem engin ríkisstjórn fær við ráðið, að mikill aflabrestur verður á vetrarvertíð, stórkostlegt verðfall á helztu útflutningsvörunum dynur yfir og síldveiðin bregzt að nokkru leyti, bæði hvað aflamagn og tilkostnað snertir. Þá reka stjóm- arandstæðingar upp siguróp og segja við þjóðina: Þarna sjáið þið, þetta vorum við búnir að segja ykkur. Þetta er „gjaldþrot stjórnarstefnunnar“. Og bæði Tím- inn og Þjóðviljinn eyða miklu rúmi á hverjum degi til þess að reyna að telja almenningi trú um að afla- bresturinn og verðfallið eigi sáralítinn þátt í erfiðleik- unum. Þannig er öllum staðreyndum snúið við, reynt að blekkja þjóðina og æsa til andspyrnu gegn ráð- stöfunum, sem eru óhjákvæmilegar til þess að koma í veg fyrir enn stærri áföll. Það eru alger endaskipti á sannleikanum, að erfið- leikarnir séu afleiðing stjómarstefnunnar. Við getum þvert á móti þakkað henni að ekki hefur farið verr en raun ber vitni. Hvemig halda menn að komið væri nú, ef stefna vinstri stjórnarinnar hefði ráðið í land- inu undanfarin ár? í tíð þeirrar stjómar urðu engin óviðráðanleg áföll í líkingu við þau, sem nú hefur borið að höndum, en samt var svo komið þegar hún hrökklaðist frá, að við borð lá, að landið gæti ekki staðið við umsamdar skuldbindingar sínar erlendis, m. ö. o. að það kæmist í greiðsluþrot. Og þetta ástand hafði skapazt í góðu árferði innanlands og við hagstæð verzlunarkjör á erlendum mörkuðum. Er líklegt að þeir menn, sem þannig fórst landstjómin úr hendi þá, hafi breytzt svo mikið síðan, að þeim sé betur trú- andi til að vita, hvað gera þurfi en þeim, sem farið hafa með völdin s.l. átta ár og þjóðin vottaði áfram- haldandi traust í síðustu kosningum. V I S I R . Laugardagur 4. nóvember 1957. Uppþotin fyrir framan PENTAGON. — Þá „rann yfir barma bikarsins“ og stuðningsmenn forsetans sameinuðust með Douglas, Truman og Eisenhower í broddi fylkingar. i Barátta fyrir þjóðarein- ingu í Bandaríkj unum — „til þess oð styrjöldinni í Bandaríkjunum hefir verið stofnað til samtaka til þess að efla þjóðareiningu, — samfylkja þjóðinni að baki Johnson for- seta, til stuðnings stefnu hans og stjómar hans í Vietnam, og forystumenn þessara samtaka eru Poul Douglas, fyrrverandi öldungardeildarþingmaður, og tveir fyrrverandi rikisforsetar, Harry S. Truman og Dwight Eisenhower. Og í fyrrakvöld hvatti John son forseti enn til þjóöareining ar, á fundi meö fréttamönnum, — því að undir þjóöareiningu væri þaö komið, að hægt yrði að binda endi á Vietnamstyrjöld ina innan langs tíma. Og forsetinn boðaði að hald- ið yrði áfram sprengjuárásum þar til stjóm Norður-Vietnam féllist á að setjast að samninga boröi til árangursríkrar með- ferðar og úrlausnar málum — en sprengjuárásunum yrði hald ið áfram þangað tíí. Og Johnson endurtók, að þegar er Norður- Vietnamstjórn tæki nýja stefnu, væru Bandaríkin reiðubúin. Hann neitaöi því afdráttarlaust, að gerðar væru árásir á byggð ból að yfirlögðu ráöi — það væri allt gert. sem unnt er til þess að forðast að varpa sprengjum á slíka staði. Það er alkunnugt, að enn hef ir ekki heyrzt orð um það frá Ho Chi Minh, að hann slaki til, en það eru auknar sannanir fyrir því, að sprengjuárásimar valda auknum áhyggjum og erfiðleikum i N.V., og kemur það niður á minnkandi útflutn- ingi, erfiðleikum á að koma birgðum til hersveita, svo að þær verða að „lifa á landinu" eins og Vietcong. En það bend ir ekkert til, að baráttukjarkur N.-Vietnammanna hafi bilað eða aö þeir breyti um stefnu — enn sem komið er a.m.k., þótt afleiðingar sprengjuárásanna valdi vaxandi erfiðleikum. Sundrungin í Bandaríkjunum, hraða úrslitum i i Vietnam" uppþot og æsingár vegna Viet- namstyrjaldarinnar uröu til þess, að til ofangreindra sam- taka var stofnað, og framar öðru, „herferð" Vietnamand- stæöinga til Washington, til skipulagslausra andmæla og æsinga, fyrir utan Pentagon í Washinghon, þar sem land- vamaráðuneytiö er til húsa. Þá þótti stuöningsmönnum forset- ans meðal þjóðarinnar nóg kom ið, er kveöja þurfti þúsundir hermanna 'til Washington, til þess aö halda þessum andmæl ingalýð í skefjum. „í Washing- tr . þann dag féll sá dropi í bikarinn, að það fór að renna yfir barma hans" var sagt í blaði nokkru. Ekki verður fullyrt meira en það á þessu stigi, að samtökin Eitt er Ný bók um islands sögu, EITT ER LANDIÐ, er komin út hjá Rikisútgáfu námsbóka. Höf- undur bókarinnar er hinn góð- kunni rithöfundur og skólamað- ur Stefán Jónsson. Bókin er eitt siðasta ' verk Stefáns, og hafði hann nýlokið við hana, er hann lézt. f bók þessari er fjallað um sögu landsins frá upphafi fs- landsbyggðar og fram um 1120. Bókin er einkum ætluð nemend- um barnaskóla, 10—12 ára, til viöbótar íslands sögu skólanna, og er aðalmarkmið höfundar að örva nemendur til sjálf- stæöra athugana og vinnubóka- gerðar, og styöja þá við þau störf. Er i bókinni mikinn fróð- leik. að finna, aðgengilegan nemendum á þessu reki, og auk þess fjölda verkefna. Eitt er landið er sérstæð bók við forustu ofannefndra manna, veröa forsetanum og stefnu hans áreiðanlega mikill styrk- ur, vegna þess að þau munu sameina alla þá, sem styöja for setann. Hitt er svo annað mál hvort og þá hve marglr and- stæðingar stefnunnar hænast að hinum nýju samtökum. Og vit- anlega er til í dæminu, að fylgi þeirra haldi áfram að vaxa, ekki sízt vegna þess, að því hefur of oft verið spáð, að aukinn hernaöur nái tilgangi sínum, en það hefur dregizt, að þær spár rættust. landið meðal skólabóka hér, en er- lendis eru slíkar bækur algeng- ar, ætlaðar til viðbótar og upp- fyílingar hinu tiltekna náms- efni skóianna. Stefán Jónsson hefur- lengi verið dáður af æsku landsins sem skáldsagnahöfundur. Auk þess þótti hann afburðagóöur kennari, en vitanlega voru þeir unglingar tiltölulega fáir er áttu þess kost að njóta þeirra hæfi- leika hans, í bókinni Eitt er landið birtast þeir báðir í senn, rithöfundurinn og kennarinn, með þeim hætti, að vekja mun sérstaka athygli. Um útgáfuna hefur séð Gunn ar Guðmundsson skólastjóri' Laugarnesskóla. í bökinni eru um 80 teikning ar eftir Halldór Pétursson list- málara. — Prentsmiðja Jóns Helgasonar prentaði. \

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.