Vísir - 04.11.1967, Síða 9
V í SI R . Laugardagur 4. nóvember 1967.
Q
VK „
Unga fólkið þarf a
meiri þátt í störfum kirkjunnar
jjinn almenni kirkjufundur, sem haldinn er annað hvert ár
í Reykjavík, var haldinn dagana 29. október til 1. nóv-
ember sl., og sóttu hann um 70 manns, kariar og konur víðs
vegar af landinu. Allir fundir voru opnir, og mörg mál tekin
til umræðu, en aðalmál fundarins voru: A. Ábyrgö þjóðar-
innar á æsku, trú og tungu. B. Minning siðbótarinnar. - Tíð-
indamaður blaðsins hitti nokkra fundarmenn og ræddi við
þá um fundinn og ýmis önnur málefni, er varða kirkju og trú-
mál.
HJÖRTUR E.
GUÐMUNDSSON
'l/'ið byrjuðum á því að fá
nokkrar upplýsingar um
fundinn hjá Hirti E. Guðmunds-
syni, en hann hefur unnið mik-
ið að undirbúningi þessa fundar.
Sagði hann okkur aö 7 manna
nefnd ynni aö undirbúningi fyr-
ir hvem fund, en fundirnir eru
haldnir annað hvert ár, eins og
fyrr segir. Þessi fundur er
hinn 16. f röðinni.
Próf. JÓHANN
HANNESSON
Prófessor Jóhann Hannesson
er einn nefndarmannanna og
spurðum viö hann um tilgang
þessa funda og áhrif þeirra:
„Skipulag kirkjufundarins
hefur jafnan verið í nokkuð
lausu formi, en aöaltilgangur
fundarins er sá, að fá sem
flesta' lelkmenn til að koma og
ræða þau málefni, sem ofarlega
eru á döfinni hverju sinni. Um
áhrif fundarins er auðvitað
erfitt að dæma, en ég get þó
nefnt eitt mál, sem kirkjufund-
inum tókst að koma í veg fyrir
að kæmi til framkvæmda, en
það var þegar átti að fækka
prestum í landinu.“
„Finnst ykkur ungt fólk sýna
nægan áhuga á málefnum kirkj-
unnar?“
„Við viljum mjög gjárna fá
fleira ungt fólk til að sækja
þessa fundi, og raunar fer ungu
fólki mjög fjölgandi í himnn
ýmsu störfum innan kirkjunn-
ar. Má þar nefna ýmis æsku-
lýðsstörf og sumarbúðastörf,
sem þekktust ekki áður fyrr.“
„Svo að við víkjum að öðru,
hver er skoðun yöar á aðskiln-
aði kirkju og ríkis og teljið þér
að slíkur aðskilnaður sé tíma-
bær á íslandi?"
„Ég tel aöskilnað ekki tíma-
bæran eins og stendur, en
þaö getur orðið síðar. Slíkt
tekur áratuga undirbúning, og
það getur vissulega orðið nauð-
synlegt þegar fram líöa stund-
ir.“
Sr. GÍSLI H.
KOLBEINS
Við þökkuðum nú próf. Jó-
hanni fyrir spjallið og hittum
því næst séra Gísla H. Kol-
beins, sóknarprest aö Melstað
í Húnavatnssýslu og spuröum
hann frétta úr sinni heimasveit.
„Ég starfa meðal mjög góös
fólks. Ég hefi nú verið prestur
að Melstað í 13 ár frá síðustu
fardögum, og á þessu tímabili
hafa tvær nýjar kirkjur verið
vígðar í sókninni."
„Teljið þér að vandamál
HÓLMFRÍÐUR
PÉTURSDÓTTIR
Næst hittum við unga stúlku,
Hólmfríöi Pétursdóttur, en hún
er nýskipaður skólastjóri hús-
mæðraskóla kirkjunnar að
Löngumýri í Skagafirði. Það
bar raunar til tíðinda á þessum
kirkjufundi að í fyrsta sinn
voru kosnar konur í undirbún-
ingsnefnd og var Hólmfríöur
önnur þeirra. Hólmfríður er
eini íslendingurinn sem hefur
hlotið sérstaka menntun í
æskulýðsstörfum.
„Álítiö þér að konur hafi
næg afskipti af starfsemi kirkj-
unnar, t.d. í sambandi við trú-
arbragðafræðslu barna?“
„Mér finnst konur ekki hafa
sýnt þessum málum nægan á-
huga, og þá sérstaklega hvaö
snertir uppeldisskyldu kirkj-
unnar gagnvart börnum og
unglingum. Þetta mál ætti þó
að standa konum mjög nærri
Jóhann Hannesson
prófessor
Sr. Gísli H. Kolbeins
unglinga séu þau sömu til
sveita og í borgunum?"
„Um það er erfitt að dæma,
en þaö gefur auga leið að að-
stæðurnar eru mjög ólíkar. í
sveitum haldast kynslóðirnar i
hendur, þar sem börnin eru
mjög mikiö meö foreldrum sín-
um við ýmis störf. Þetta upp-
eldishlutverk lendir meira á
skólunum í kaypstööunum og
hlýtur það aö verða noþkuð
annars eðlis.“
Hólmfríöur Pétursdótti^
skólastýra
og þær hafa vissulega betri
aðstöðu en karlmenn í þessum
efnum. Konur ættu að taka
meiri þátt í þessari starfsemi,
jafnt utan kirkju sem innan.“
PÁLL
KOLKA
Páll Kolka, læknir, var einn
af fundarstjórum kirkjufundar-
ins og ræddum við við hann
um stöðu kirkjunnar í nútlma
þjóðfélagi.
„Við viljum leggja áherzlu á
að kirkjan sé ekki rofin úr
teigslum viö þjóðfélagiö,“
sagði Páll. „Það er virðingar-
leysi gagnvart sögu landsins.
Þaö er vafamál hvort nokkur
þjóð á meira að þakka kirkju
sinni. Við getum nefnt Noreg
til samanburðar, sem átti enga
norska biblfuþýðingu og þurfti
að sækja menntun presta sinna
til Danmerkur, enda glötuðu
Norðmenn sinni fomu tungu.
Við íslendingar höfðum snjalla
biblíuþýðingu Guðbrands bisk-
ups, kjarnyrtar predikanir
meistara Jóns og trúarljóð
Hallgríms Péturssonar, sem
voru tungutöm hverju manns-
barni. Kirkjan bjargaði tung-
unni, þegar danskan var orðin
ráðandi í lagamáli og viö-
skiptum."
Páll Kolka
læknir
„Teljið þér að litúrgía kirkj-
unnar, eða kirkjusiöirnir sjálfir
séu staðnaðir í formi og ástæða
tii að taka upp nýtízkulegra
messuform?“
„Ja, þaö fer hver prestur
sinu fram í þessum efnum.
Ekki dettur mér I hug að ráð-
leggja öllum sjúklingum mín-
um sama meðal, og þaö er eins
um prestana, það er ekkj. hægt
að skipa þeim öllum að hafa
sama hátt á messum sínum.
Allir þessir skrautlegu munir
eiga sína symbolik, táknandi
ýmislegt sem stundum er ekki
hægt að tjá í orðum. En sumir
álíta þetta allt ,saman hé-
góma, alveg eins og einstaka
maður telur skáldskap og list-
ir hégóma. Þetta fer eftir geös-
lagi manna og uppeldi.“
„Að lokum, Páll, hver er
skoöun yðar á hinu marg-
Sr. Ingólfur Guðmundsson
umtalaða Baha’i-brúðkaupi,
sem fór fram í Árbæjarkirkju
í sumar?“
„Mér finnst nú að það hafi
verið gert of mikið veöur út af
þessu. Að vísu var þetta dálítið
ósmekklegt, en ég tel enga
ástæðu til að endurvígja kirkj-
Sr. INGÓLFUR
GUÐMUNDSSON
Að sfðustu hittum við ungan
prest, séra Ingólf Guömunds-
son, en hann var prestur í Mos-
fellsprestakalli, en dvaldist í
Þýzkalandi s.l. ár á prestaskóla
lúthersku kirkjunnar i Pullach.
„Teljiö þér æskilegt að prest-
a í sveitum stundi búskap
jafnframt preststörfunum?".
„Nei, þaö tel ég ekki vera
æskilegt. Að vísu getur veriö
um undantekningar aö ræða,
en nú er- svo komið að flestir
prestar vinna mikið að fræöslu-
málum í sveitum sínum, t. d.
við bamakennslu og það eru
oftast gerðar kröfur til að þeir
geti tekið slíka kennslu að sér.“
„Fá verðandi prestar nægan
undirbúning í námi sínu til aö
geta tekið að sér kennslu?“
„Nei, ég tel mjög æskilegt
að guðfræöinemar fái meiri
undirbúning hvað varðar
kennslu barna og'unglinga."
Taka móti úrgangssíld
Blaðinu hefur borizt eftirfar-
andi ályktun:
Á félagsfundi 2. nóvember var
eftirgreind ályktun samþykkt:
„Til þess að firra þá aðila
erfiöleikum, sem þegar hafa haf
ið veiöar og vinnslu Suðvestan-
lands síldar í frystingu og sölt-
un, hafa síldarverksmiðjur Suð-
vestanlands ákveðið að hefja
móttöku úrgangssíldar frá
vinnslustöövum.
Þessi ákvörðun er tekin i
trausti þess, aö Verðlagsráö
sjávarútvegsins verðleggi úr-
gangssíld frá frystingu og sölt-
un á lægra verði til bræðslu en
síld upp til hópa frá veiðiskip-
um, þar sem mun rriinna lýsi
fæst úr úrgangssíldinni.
Það skal tekið fram, aö úr-
gangssíldin er óverðiögð frá 1.
nóvember".
(Félag Síldar- & fiskimjöls-
verksmiöja á Suður- og
Vesturlandi).
/