Vísir - 17.11.1967, Síða 2
V í SIR . Föstudagur 17. nóvember 1967.
Verða svertingjamir ekki með í
OL-liði Bandaríkjanna í Mexíkó?
SVARTUR og HVÍTUR hliö viö hlið — félagar og keppinautar á hlaupabrautinni — óvinir strax og komiö er í búningsklefann?
Q Bandaríkjamenn standa nú frammi fyrir miklu
- vandamáli, — svo getur farið, að svertingjarn-
ir í Olympíuliðum þeirra neiti að vera með á næstu
Olympíuleikjum, en þeir hafa einmitt oftast fært
Bandaríkjamönnum fjölmarga verðlaunapeninga
eins og kunnugt er, ekki sízt í frjálsum íþróttum.
$ Bezti spretthlaupari í heimi um þessar mundir,
Tommie Smith, sem á 9 heimsmet, og félagi
hans Lee Evans, sem báðir stunda nám við San Jesé
háskólann í Kaliforníu, hafa báðir verið hvattir af
svörtum leiðtogum stjórnmálasamtaka til að taka
ekki þátt í Mexíkóleikunum.
Smlth segir hreint út um
þetta:
Þaö er til að draga úr manrri
kjarklnn og áhugann að véra í
Iiöi með þeim hvítu. Á hlaupa-
brautinni er maður, Tommy
Smith, fljótasti hlaupari heims-
ins, en þegar inn í búningsherb-
ergið er komið, er maður litiö
ann'ð en „skitinn negri“.
Færi svo, að hinir svörtu
spretthlauparar Bandaríkjanna
hættu viö þátttöku, mundl
keppni lcikanna sannarlega
verða farsakennd, svo ekki sé
meira sagt. Gullverðlaun færu
til manna, ^em alls ekki hefðu
roð við svörtu hlaupurunum,
sem væru þá ef til vill heima
hjá sér, eða jafnvel í hópi á-
horfenda.
Ralph Boston, heimsmethaf-
inn og gullverðlaunamaðurinn
frá Tokyo, hefur reynt að fá
kynbræður sina til að vera ekld
meC i ýmsum mótum innan
Bandarikjanna.
Þegar „Ólympíuleikar“ stúd-
enta fóru fram í Tókyo var
Tommy Smith spurður spjörun-
um úr af japönskum blaðamönn
um, m. a. um kynþáttamálin í
Bandaríkjunum. Svariö var, að
þau væru „lousy“.
Síöan hefur Smith látið hafa
eftir sér, að hann sé ekki tals-
maður fyrir þvi, að negramir
taki ekki þátt í Olympíuleikun-
um. Hins vegar sagði fyrirliði
OL-liðs Bandaríkianna á Stúd-
entamótinu í Tokyo, að „mögu-
leikinn væri sannarlega fyrir
hendi“.
Hin 19 ára Madeline Mann-
ing, ein af beztu 800 metra
hlaupurum heimsins í kvenna-
flokki, sagöi:
— Það verður erfitt að skor-
ast undan, ef okkar fólk fer
fram á að við verðum ekki meö.
Æft fyrir OL
i Grenoble
■Ar Norskur þjálfari hefur að
undanfömu verið að æfa
þýzka skautamenn undir Vetr-
ar-ólympíuleikana í Grenoble.
; þjálfunin hefur fariö fram í
Inzell og þar hafa allir beztu
skautamenn og konur v.-Þjóð-
verja æft af kappi. Á þessari
m-nd eru Gerhard Zimmer-
mann, Herbert Höfl, Giinter
Traub og Jiirgen Traub í við-
bragði og eru léttklæddir, enda
sumarhiti þar syðra, en svellið
er vélfryst. Fran-ka ólympíu-
liðið hefur einnig verið á æf-
ingum í Inzell nýlega.
/