Vísir


Vísir - 17.11.1967, Qupperneq 10

Vísir - 17.11.1967, Qupperneq 10
10 V í SIR . Föstudagur 17. nóvember 1067. Efri deild Björn Fr. Bjömss. (F) mælti í gær fyrir frumvarpi sínu um breyt ingu á lögum um stýrimannaskóla í Vestmannaeyjum, sem gerir ráð fyrir, að kostnaður skólans greið- ist úr ríkissjóði og kennarar verði opinberir starfsmenn. Frumvarpinu var vísað til 2. umræðu og sjávar- útvegsnefndar. Neðri deild Áfram var haldið 2. umræöu efnahagsaðgerðafrumvarps ríkis- stjórnarinnar. Ræðumenn: Vilhjálm ur Hjálmarss.(F), Halldór E. Sig- urðss.(F), Magnús Kjartanss. (Ab), Lúðvík Jósefss. (Ab). Lúðvík Jósefs son lagði fram breytingartillögu við frumvarpið, sem gerði ráð fyrir heimild til ráðherra, til þess að greiða verðbætur á frystar síldar- afuröir, en Lúðvík dró svo tillög-" una til baka við atkvæðagreiðslu. FIutBiingabilcir — Framhald af bls. 1. ekki hafi endanlega tekizt að mæla burðarþol þeirra og sé um ágizkun að ræða. Við höfum rætt við ráða- menn og þingmenn á Austurlandi vegna stöðvunarinnar, en vitum ekki ennþá hvaö verður gert. Fjall- vegir fyrir austan eru færir núna, til dæmis Lónsheiði, Fjarðarheiði og Oddsskarð og má nærri geta hversu bagalegt það er að vera strandaður hér. Þess má geta að vigtarmaðurinn hjá Vegagerðinni hefur sjálfur ekið um fyrrgreindar brýr með álíka hlass og við erum með, þegar hann hefur verið að aka efni til Vegagerðarinnar vegna brúarsmíða o. fl, Þeir halda strang an vörð um okkur og sváfu til dæmis ekkert í nótt af ótta viö að við mundum stinga af austur á bóginn. Blaðið ræddi næst við Þorstein Kristjánsson frá Egilsstöðum, en : Þorsteinn sagði m. a.: — Þessi ! kafli sem um er að ræða er sá eini á landinu sem ekki hefur ver- ið veitt undanþága að aka með 16 tonna heildarþunga. Vegna þrýstings frá íbúum viðkomandi. staða var leyft að aka til ísafjarð- ! ar o'g Hornafjaröar frá Reykjavík, með 16 tonna hSildarþunga, * en bessi kafli frá Klaustri að Núps- i stað skilinn eftir af þeirri einföldu ástæðu að svo til engir vöruflutn- ! ingar fóru um hann. Ég talaði við.l Vegagerðina tii þess aö vita hvað j mætti bjóða þessum brúm sem um | er að ræða, og fékk það svar að þeir vissu ekki hvað þær þyldu og væri um ágizkun að ræða. Nú t vantar alls staðar vörur fyrir aust- an, verkstæöi eru að stöðvast, skipasmíðastöðvar og búast má við aö flotinn stöðvist ef varastykki og annað efni kemst ekki á áfanga- stað. Þess má geta, að það er ó- framkvæmanlegt aö flytja minna hlass en við gerum, vegna þess. að það hreinlega borgar sig ekki. Aö lokum vil ég taka það fram að hingað til hafa brýrnar, sem um er að ræða, verið notaðar eins og hverjum hefur hentað, en það var ekki fyrr en ferðir okkar fóru að vekja athvgli, að ráðstafanir voru gerðar. Viö munum dvelja hér þar til við fáum undanþáguna, enda fer prýðilega um okkur hér á Klaustri. Að lokum hafði blaðið samband við vegamálastjóra og sagði hon- um frá afstöðu bifreiðastjóranna. Vegamálastjóri sagði m. a.: — Síð- astliðið sumar voru takmarkanir á vegum hérlendis auglýstar í Lög- birtingablaðinu og ennfremur lét Vegageröin útbúa sérstök upplýs- ingakort sem bifreiðastjórum var bent á að hafa í skráningarvottorð- um bifreiða sinna. Rætt hefur verig við marga þess- ara bifreiðastjóra sem um ræðir og vöruafgreiðslur hafa verið aövarað- ar I þessu sambandi. Austur aö Kirkjubæjarklaustri er leyfður 10 tonna öxulþungi, en frá Klaustri að Núpsstað er aðeins 7 tonna öx- ulþungi leyfður, miöag við aftur- öxul. Þess má ennfremur geta, að við eina brúna er merki sem gefur til kynna að 6 tonna öxulþungi er leyfilegur yfir hana. Að lokum má geta þess, aö viöast hvar í Evrópu og í Bandarikjunum er aðeins 10 tonna öxulþungi leyföur. Fróðlegt veröur að fylgjast með framgangi þessa máls og alvarlegt verður það að teljast, þar eð brýn nauðsyn er á að vörur þær sem bif- reiðarnar flytja komist á áfanga- stað, en meðal þeirra eru lyfjavör- ur og matvörur auk annarra nauð- synja. Neyðarblys — Framhald af bls. 1. ir, var ekig inn í Laugarnes og nugaö út á Sundin. Ekkert sást þar óvenjulegt og var þá ekk- ert Irekar gert. Mikill kostnaður og fyrirhöfn , vegn... slíkra „neyðar“merkja, sem hafa svo enga merkingu haft, hefur orðið til þess, að menn eru ekki lengur neitt upp- vægir, þótt blys sjáist á lofti. Að vísu er brugðið við í hvert sinn, en menn veigra sér orðið við að kalla út heila hópa manna frá skyldum sínum annars stað- ar eða úr bólunum, til þess að eltast svo við einhver blekk- ingarljós. Þégar menn senda upp slík ljós, án þess að láta t. d. lög- reglu vita, eru þeir í rauninni að „gabba slökkviliðið", sem hingað til hefur veriö litið alvar- legum augum. Víða liggur blátt bann við að senda upp svona ljós og er þar gengið ríkt eftir því, að því banni sé hlýtt. Uggur — Framhald af bls. 1. mundu skemmast — yrði það milljónatjón. Takmarkaðar birgðir eru nú eftir af olíu á Seyðisfirði eöa um 4 þúsund tonn. Þar liggja nú inni um þrjátíu síldarskip og segir Ottó Magnússon afgreiðslu maður Olíufélags íslands á Seyð isfirði, að hann búist við að þeir taki um 60 þúsund lítra, og fljótt muni saxast á birgðirnar. Fjórir olíubílar eru auk þess í flutningum frá Seyðisfirði með olíu upp á Hérað, þar sem olía er víða þrotin. Velfært er nú á milli fjarða þar eystra, en hins vegar hefur verið þungfært yfir fjallvegi norður. Samgöngur hafa því ver ið góðar á landi og hvergi ber ennþá á verulegri vöruþurrð, en menn kvíða þar löngu farmanna verkfalli, þar sem aöflutningar á vetrum eru einkum um sjóveg. Er sýnt að brátt mun skorta nauðsynjar þar á Austfjörðum og raunar víðar úti á landi, ef verkfall helzt. Vestmannaeyingar fá til dæmis mjólk flutta loftleiðis og aðrar nauðsynjavörur, sem skortir. Vöruflutningar Flugfélagsins út á land hafa stóraukizt síö- ustu daga, að því er Sverrir Jónsson, afgreiðslustjóri félags- ins, tjáði b'aðinu í morgun. — Sagði hann að flutningur heföi aukizt mjög á alla staði úti um land, bæði austur á firði og á Vestfirði, norður og eins til Vest • mannaeyja. Þangað flytur félag-J ið tíu tonn af vörum f dag, í • þremur ferðum, sem er óvenju- • lega mikið. ? Iðnaður — : • Framh at ols. 16. ® anir, tryggingar, fasteignarekstur* o. fi. : I Iandbúnaði starfa 13.7%, en* nokkurrar óvissu gætir hvernig* meta ber þann lið, að hversu miklu • leyti skuli telja vinnu eiginkvenna* bænda. Þessi liður getur því hlaup- ^ ið á bilinu frá 15.8% til 11.6%,; en álitið er nærri lagi að þessi • lður sé 13.7%. ^ í byggingastarfsemi eru um» 11.7%, í samgöngum 9.4% (flutn-: ingastarfsemi og póstur og sími), • í varnarliðsvinnu 1.3% og í raf-« magns-, gas, vatnsveitum, götu- og^ sorphreinsun o. fl. um 0.8%. ; Fjöldi slysatryggðra vinnuvikna • ér tekin saman eftir skattafram-J tölum. Fjöldi vinnuviknanna var» 4.082.124 samtals árið 1965, en varj 3.915.358 áriö áður. VinnuvikumJ hefur samkvæmt þessu fjölgað um« tæplega 4.3% frá árinu áður. Gert: er ráð fvrir að þessi aukning stafi; að einhverju leyti af betri fram- • tölum almennt. Vinnuvikum fjölg-J .aði mest í Reykjavík, eða um • 5.9%, í öðrum kaupstöðum um 5.7% og um 1.2% í sýslum. Ef» litið er á einstaka atvinnuvegi, er^ aukningin mest í viðskiptum; (11.2%), en annars eru ekki mikl-* ar tilfærslur milli atvinnuvega. J BELLA Ég ætla að labba héma fram í herradeildina. Ég skal svo segja ákveðið hvort ég kaupi þau þegar ég kem aftur. BASAR Húnvetningar! Munið basar- inn í félagsheimilinu, Laufás- vegi 25, sunnudaginn 19. nóv. kl. 2. Komið og kaupið jóla- gjafirnar hjá okkur. Veðrið i dag Minnkandi suð- vestan átt og skúr ir fvrst. Vaxandi sunnan átt síðdeg is. Hvass si.fvest an eða sunnan átt og rigning í kvöld og nótt. TIL LEIGU nokkur risherbergi i stóru steinhúsi. Á sama staö er til leigu gott geymsluherbergi. Uppl. á Njálsgötu 49 milli kl. 8 og 10 e. h. F./jL Loftskeytamenn FRAMHALDSAÐALFUNDUR F.Í.L. verður haldinn að Bárugötu 11 kl. 14.00 sunnudaginn 19. þessa mánaðar. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. S t j ó r n i n Okkar blað er Vísir í vikulokin Einstakt tækHæri — Grípið það strax! DAGBLAÐIÐ VÍSIR Nú gefst tækifæri til að fá ókeypis 15 tölublöð, sem út hafa komið af „Vísi í vikulokin“, í fallegri, áletraðri möppu, sem síðan má bæta f nýjum tölublöðum. Þennan myndarlega kaupbæti fá nýir á- skrifendur að dggblaðinu Vísi, ef þeir greiða strax fyrstu tvo áskriftarmánuð- ina. Tilboð þetta stendur meðan endist hið takmarkaða upplag af „Vísi f vikulokin". Hringiö strax i síma 1 16 60 og þér fáið senda heim möppuna með blöðunum i í möppunni með „Vísi i vikulokin" hafið þér mikið safn af skemmtilegum mataruppskrift- um, leiðbeiningum um snyrtingu, tfzku- myndum, ráðleggingum um heimilishald og fleira efni fyrir konur.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.