Vísir - 06.12.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 06.12.1967, Blaðsíða 3
Vt'STR* Miðvikudagur 6. desember 1967. AMnMBnMMnBmmni ,Og nú af fullum krafti“ ,Ekki of sterkt, en skýrt og greinilega og halda tóninum“, Ffytur verkið með Sinfóníuhliómsveitinni bergmáluðu raddirnar um auða gangana. Við örkuðum alla leið upp x efsta loft og þar tók stjórnandinn, Róbert Abraham Ottósson á móti okkur og sagði hann okkur að fjórir einsöngv- arar yrðú með kórnum i flutn- ingi þessa verks og væri þegar ákveðiö að Ruth Little myndi syngja mezzosopraninn, Jön Sigurbjörnss., bassann og Magn ús ,T,'"~son tenórinn. „Requiem er mjög ólíkt yngri verkum Verdis og tvímæla laust eitt það allra merkasta,“ sagði Róbert. Við fengum nú að hlusta á, meðan kórinn æfði upphafið á „Requiem" og eins og á öllum æfingum var endurtekið aftur og aftur þar til stjómandinn var ánægður. „Þetta er eins og aö byggja hús, það er mjög þýðingarmikiö að undirstaðan sé góð“ sagði Róbert við okkur, um leið og hann bað píanóleikarann, sem þarna kemur í staðinn fyrir heila hljómsveit, að endurtaka síðustu nóturnar. Píanóleikarinn heitir Kristinn Gestsson tónlistarfulltrúi hjá Ríkisútvarpinu. f kórnum eru nú sam' ls rúmlega eitt hundrað manns. Fyrsti ffutningsdagur á „Requ iem“ verður 4. apríl, og er gert ráð fyrir að tónleikamir verði endurteknir. nlistarunnendum borgarinn ar til mikillar ánægju hefur verið ákveðið að Sinfóníuhljóm sveit íslands og Fílharmoníu- kórinn flytji eftir áramótin hiö fræga verk Verdis „Requiem", sem löngum hefur þótt meðal mestu stórverka sinnar tegund- ar sem til em. Fílharmoníukórinn hefur fyrir nokkm hafið æfingar á þessu mikla verki og brá Myndsjáin sér upp í Melaskóla, þar sem verig var að æfa karimennina i kómum. Enn sem komið er er kórinn ekki farinn að æfa þetta verk allur saman og æfa þvi karlmenimir sér og kvenfólkið sér, en eftir áramót mun kórinn svo æfa saman, síðar meir á- samt Sinfóníuhljómsveitinni. Þegar við komum í Melaskólann mátti heyra sönginn alla leið út i myrkrið og er inn kom „Hlusta vel á taktinn, einn, tveir, þrir ... ,Nú kemur bassinn inn í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.