Vísir - 06.12.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 06.12.1967, Blaðsíða 8
8 VISIR Utgefandi: Blaðaútgðian visut Kramkvæmdastjúri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoóarritstjóri: Axe) Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingan Þingholtsstræti 1, slmar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Ritstjórn: Laugavegi 178. Siml 11660 (5 Unur) Áskriftargjald kr 100.00 ð mðnuðl innanlands I lausasölu Kr. 7.00 eintakið Prentsudðjr Visis — Edda hi, Bezta kjarabótaleiðin. Launþegasamtök eiga margra kosta völ í aðferðum til að ná kjarabótum. Þessar aðferðir ná mjög mis- jöfnum árangri. Leiðir 19. aldairinnar henta t.d. ekki á síðari hluta 20. aldarinnar. Ef íslenzkir verkalýðs- leiðtogar stæðu í stöðu sinni, mundu þeir hugsa þetta mál til hlítar. Þeir mundu afla sér nákvæmra upplýs- inga um ájrangur ýmissa leiða í ýmsum löndum á ýms- um tímum. Þeir mundu nota þessar upplýsingar til að breyta úreltum baráttuaðferðum sínum. Á síðustu 15 árum hafa launþegar eins lands skarað fram úr öðrum í kjarabótum. Meðal iðnaðar- þjóðanna eru á þessum árum ekki dæmi um, að laun- þegar hafi náð öirari og meiri kjarabótum en í Vestur- Þýzkalandi. Mjög fróðlegt væri fyrir íslenzka verka- lýðsleiðtoga að kynna sér, hvemig stendur á því. Eftir styrjöldina völdust mjög greindir og hófsamir menn til forustu í þýzkri verkalýðshreyfingu, og hef- ur hún síðan notið slíkra starfskrafta. Verkalýðurinn skipaði sér í aðeins 37 verkalýðsfélög, eitt í hverri starfsgrein, bæði fyrir faglæirða og ófaglærða. Hver vinnuveitandi semur því aðeins við eitt verkalýðs- félag. Þau urðu skjótlega mjög öflug vegna stærðar sinnar. ' En verkalýðsleiðtogamir beittu áhrifum sínum ekki til að reyna að koma atvinnuvegunum á kaldan klaka, eins og svo víða annars staðar hefur verið gert. Þeir beittu áhrifum sínum til að efla atvinnufyrirtækin, svo að þau gætu borgað hærri laun. Þegar uppbyggingin hófst í Vestur-Þýzkalandi eftiir stríðið voru verkalýðsleiðtogamir ekki komnir um- svifalaust á vettvang með hótaniir og stríðsyfirlýsing- ar. Þeir hugsuðu sem svo: Við getum e.t.v. fengið stærri hluta af kökunni, en hún er bara svo lítil, að það er ekkert varið í hlutann. Við skulum heldur stækka kökuna, svo að við fáum hluta, sem varið er í. Atvinnurekenduir áttuðu sig fljótlega á einlægni forustumanna verkalýðsins. í stórum dráttum tókst gott samstarf með þessum aðilum. Verkföll hafa æ síðan verið mjög fátíð í Þýzkalandi. Kröfugerð verka- lýðsfélaganna hefur verið mjög hófsöm, ef miðað eir við önnur lönd. Og hvað hafa þau svo borið úr býtum? Þýzkir verka- og iðnaðarmenn búa nú við betri kjör en flestir aðrir. Þessi kjairabylting hefur gerzt á síðustu 15 árum. Hófsemi verkalýðsfélaganna í byrj- un leiddi til þess, að atvinnufyrirtækin söfnuðu fé, sem notað var til að auka framleiðsluna, efla tækja- kost, auka hagræðingu og sjálfvirkni. Þessa viðleitni studdu verkalýðsfélögin. Þetta leiddi fljótlega til þess, að fyrirtækin urðu auðug og framleiðin. Þau gátu þá greitt miklu hærra kaup en hliðstæð fyrirtæki í ná- grannalöndunum, og veitt betri aðstæður og meira öryggi á vinnustað. Hvernig væri nú, að íslenzkir verkalýðsforingjar^ kynntu sér verkalýðsmál í Vestuir-Þýzkalandi. V í SIR. Miðvikudagur 6. desember 1967. Fagnað hálfrar a stæði um gervailt t dag fagnar finnska þjóðin yfir hálfrar aldar afmœli sjálf- stæðis lands sins. Þegar í fyrra- dag fóru oplnberir erlendir gest- ir að streyma til Helsinki. 1 gær færOu fulltrúar þjóða og ríkis- stjóma Uhro Kekkonen ríkisfor- seta ámaðarósldr, þeirra á með- al fremstir I flokki forseti Sovét ríkjanna Nikolaj Podgomij og forsætisráðherrar Norðurlanda Per Borten forsætisráðherra Noregs, Tage Erlander forsætis ráðherra Svíþjóðar, Jens Ottó Krag forsætisráðherra Damerk- ur og forsætisráðherra íslands Bjami Benediktsson, utanríkis- ráðherra Emil Jónsson, íslandi, Hans Tabor Danmörku og fleiri Á fund forseta gekk einnig til að bera fram ámaðaróskir sér- legur fulltrúi Svfakonungs, Bert- il prins. Það var hinn vitri lagamaður og stjómmálamaður P.E. Svin- hufvud, sem myndaöi fyrstu stjórn hins sjálfstæða Finnlands en það nafn sem ber hæst í sjálfstæöissögunni er nafn Carls Gustavs Mannerheim marskálks sem í lok ársins 1917 kom heim en þá wra liðin 30 ár liðin frá burtför hans þaöan. Þegar bylt- ingin brauzt út í Rússlandi var hann hershöfðingi í her keisar- ans og Nikuilás keisari hafði á honum miklar mætur, Manner- . heim var í sjúkraleyfi suður í Odessa er oktober-byltingin braust út, og hafði einmitt þá fengið fyrirskipun um að hverfa aftur til Pétursborgar og taka við starfi í vara-liðinu. Hann ætlaði þangað klæddur hershöfð ingjabúningi en félagar hans vöruðu hann við því, bolsjevik- ar kynnu aö drepa hann, en hann fór eigi að síður í „fullum skrúöa“, og er sagt, að einurð hans og skapfesta hafi bjargaö honum, er hann lenti í þeirri hættú, sem hann hafði verið var aður við. Hlutskipti hans varö að stjórna hinum „finnska bænda her“, illa þjálfuðum og illa bún- um vopnum, og það átti fyrir honum að liggja aö veröa þjóð- hetja sem hemaöarlegur leið- togi — þjóðhetja, sem þjóðin á öðrum fremur sjálfstæði sitt að þakka, en oftar en einu sinni hafði syrt svo í álinn, að ekki virtist annað sjáanlegt en algert hrun og tortíming Finiia sém sjálfstæðrar þjóðar væri fram- undan. í tilefni afmælisins veröur fangelsistíma 6700 fanga styttur og þeim veitt borgaraleg rétt- indi á ný. Á 50 ára afmælinu nýtur finnzka þjóðin virðingar allra annarra þjóða, í austri og vestri Sambúðin við aðrar þjóðir hin ágætasta og það talar sínu máli að Kekkonen var eini þjóðar- leiðtoginn sem ekki er kommún- isti sem boðinn var til hátíða- haldanna í Moskvu á byltingar- hátíðinni. Um sjálfstæðisbaráttuna og sambúöina við aðrar þjóðir seg ir svo í yfirlitsgrein: Þrjár styrjaldir hefir Finn- land orðið að heyja frá 1917 — oft hefir syrt í álinn, deilur hafa verið við hið volduga ná- rannaríki, Sovétríkin, en sjálf- æðið var varðveitt, þvf aö á- Mannerheim marskálkur. vállt' var öll þjóðin, karlar og konur, reiðubúin að leggja allt í sölurnar. Og ávallt var hægt að treysta þessari þjóð, orð- heldni og skilvísi hennar. Finn- ar hafa ávallt verið til fyrir- myndar meðal aMra þjóða, að því er varöaði greiðslu á styrj- aldarlánum. Og sigramir í þágu sjálfstæðisins vora unnir þótt við ofurefli væri að etja. Finnland laut sem kunnugt er sænskri stjórn frá 1154—1809, er það varð hertogadæmi í hinu rússneska keisaraveldi, en 1917 — er byltingin var gerð í Rúss- landi — á næstsíöasta ári fyrri heimsstyrjaldarinnar, tóku Finn- ar örlög sín í eigin hendur og lýstu yfir sjálfstæði sínu. Og saga Finnlands, finnsku þjóðarinnar, til þess ag varð- veita sjálfstæði sitt er saga mik- illar ættjarðarástar, mikilla fóma og trúar, en þess má og minnast að fyrir Mannerheim, þjóöhetjunni, var það ávallt efst á blaði, að hafna ölu, sem ekki var heiðri Finnlands samboöið. Rússland undir hamri og sigð SOVÉTRIKIN 1917-1967 Sti T_Tt er komið hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar á Akur- eyri rit sem tileinkað er fimmtíu ára afmæli rússnesku byltingar- innar, „Rússland undir hamri og sigð“. Bók þessi er gefin út í mörgum löndum samtímis, en framútgáfan er þýzk. Er þetta mikið rit, skreytt mörgum mynd um af sögulegum atburöum, bar áttu og starfi sovézku þjóðar- innar allt frá hruni keisaraveldis ins til geimferðanna. Bókin hefst á ritsmíö um söigu og nútíð Sovétríkjanna eftir þýzka rithöfundinn og blaða- manninn Hermann Pörzgen. Hann sat í haldi í Sovétríkjun- um langa hríð á stríðsáranum og eftir stríðið, en gerðist síðan fréttaritari þýzka' blaðsins — „Frankfurter Allgemeine Zeit- ung“ i Moskvu. Rakið er tímatal merkustu stjómmálaviðburöa Sovétríkj- anna allt frá valdatímum Alex- anders II til viðræðna Sovét- manna við Bandaríkjamenn um afnám atomvopna í janúar í vet- ur. Myndir, sem eru allmargar i bókinni hafa fæstar birzt áður en þær era meginefni bókarinn- ar og fylgir stutt skýring hverri mynd. Er á þann hátt brugðið upp svipmyndum úr sögu og þjóðlífi Sovétríkjanna, stjórn- málum, hugmyndafræði, atvinnu vegum, landslagi, landsháttum vísindum og menningu. í bók inni era einnig tölfræðilegar upplýsingar um lýðveldi Sovét- ríkjanna, borgir, fólksfjölgun og fólksfjölda eftir þjóðemum. Islenzka þýöingu önnuðust Kristján Karlsson og Magnús Sigurðsson. f

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.