Vísir - 06.12.1967, Blaðsíða 4

Vísir - 06.12.1967, Blaðsíða 4
-K Þessi vakti athygli, þegar hann birtist á dansleik. sem fyrirsætur héldu í New York fyrir nokkru f félagi við Listamannafélaga borgarinnar, en þangað mættu menn í furöulegustu búningum, þótt þetta væri ekki formlegt grímuball. Þessir aðilar hafa á undanfömum árum haldið svona samkomu árlega og einhvern veg- in skapazt sú hefð, að menn mættu afkáralega klæddir. Ýmsir ljósmyndarar mættu til þess að festa á filmu viðburðinn og þar á meðal þessi. Einhverra hluta vegna skáru hans myndir sig úr, eftir á, þegar filmumar voru framkallaðar. Það vom öðruvísi svipbrigði á fyrirsætunum, ein- hvernveginn ekki eins glaðvær, á myndum hans, og þeim, sem hinir ljósmyndararnir tóku. Það kom þó í ljós, að þetta var ósköp venjulegur maður, Klisska að nafni. Alira þokkalegasti ná- ungi, en óneitanlega fannst fyrir- sætunum hann leyna á sér við fyrstu l^ynni. s Skipulagslaus ( hjálparstarfsemi. Meðal okkar er mikið af hjálpfúsu fólki, sem gjarnan f vill leggja á sig nokkurt erfiði og fyrirhöfn til að geta rétt hjálparhönd, þeim sem sjúkir eru, eða orðið hafa fyrir ein- hverjum áföllum í lífsbarátt- unni. Konur taka sig til og vinna ýmsa muni til að setia á basar og fá þannig nokkrar tekj ur, og leita síðan eftir einhverju góðu málefnl til styrktar. Við höfum vetrarhjálp fyrir hver jól, og við höfum Mæðrastyrks- nefnd. Safnað er oft á tíðum fyrir tllstuðlan presta til fjöl- skyldna og ekkna sem orðiö hafa fyrir skyndilegum áföllum, þannig að fólk hefur komizt á vonarvöl einhverra orsaka vegna. Að baki öllu þessu er gott hugarfar og einlægur vilji tíl að láta gott af sér leiða, en það er orðiö nokkuð mikið af öllu þessu hjálparstarfi, svo að þaö stangast hyað á annað. Basarar bera upp á sömu daga, Miragekríli vann á flug- módelasýningu í Hambor; .................. ' ........................ ' ........................................................................................... Módelsmiðurinn, sem bar sigur úr býtum, ásamt Mir agekrílinu sínu og syni sínum, sem einnig hefur áhuga á módelum, þótt kannski annars eðlis sé. ,,Mirage“, stríðsþotumar frönsku, öfluðu sér og verksmiðj um sínum mikils álits í styrj. í júní, milli ísrael og Arabaríkj- anna. en þær voru aðaluppistaö- an í flugflota Israelsmanna. Enn jókst hróður þeirra, þótt með nokkuð öðrum og sakleys islegri hætti, þegar haldin var sýning flugvélamódela í Ham- borg nýlega — sú stærsta, sem haldin hefur verið í Þýzkalandi. Það módelið, sem réyndist hrað- fleygast á sýningunni var af Mirage-þotunni frönsku — nokk- urs konar „Mini“-Mirage (Mirage krííi). Þaö er nokkuö vinsæl íþrótt víða erlendis og jafnvel hér hafa menn fengið áhuga á henni, þótt ekki hafi sá áhugi gripið almennt um sig. íþrótt, því þetta er álitin íþrótt meðal flestra, sem modelsmíði stunda, og oft og tíð- um eru haldin keppnismót, svo módelsmiðir geti reynt það inn- byrðis, hverjum bezt hefur tekizt til við módelsmíðina. Landsmót, Evrópumót. Já, jafn vel heimsmeistaramót eru haldin og það næsta verður væntanlega haldiö sumarið 1969 í Dortsmund i Þýzkalandi og það er einmitt til undirbúnings þessari heims- meistarakeppni, sem sýningin var haldinn í Hamborg. Já, mönn- um þykir ekki veita af tímanum, því tvö ár eru ekki of langur tími til undirbúnings fyrir bar- áttuna um heimsmeistaratitilinn. Þess er vænzt, að þátttakendur í heimsmeistarakeppninni 1969 komi frá 20 þjóöum, en til éru alþjóðasamtök flugmódelsmiða, sem nefna sig CIAM, og í eru 53 þjóðir meö meir en fjórar millj- ónir meðlima. Þarna á sýningunni í Hamborg á dögunum voru samankomnir módelsmiðir úr öllum landshlut- um Þýzkalands og allir voru með eftirlíkingar af flugvélum, módel, sem þeir höfðu smíðaci, og. vildu reyna sitt stykki, hvort það stæö ist sámanburð við annarra. Módel smíði er mikil nákvæmnisvinna og þarf talsvert laghenta menn til þeir/ar iðkunar — minnsta kosti ætli hann sér að standast samanburð annarra — og skal það tekið fram, aö þessi módel eru öll fjarstýrð. „Mini-Mirageþotan vó tæp- þrjú kíló og var útbúin 1,2 hest- afla vél, 10 rúmsentimetra aö rúmtaki. Hún þurfti að komast talsvert yfir hestvagnshraða til þess að slá hinum módelunum við, enda var hraði hennar, þegar hún þaut með miklum hvin yfir höfð- um hinna 6.000 áhorfenda, hvorki meiri né minni en 180 km á klukkustund. svo aö konurnar selja ekki ailan varning sinn. Beiönum um að- stoð frá einstaka aðilum, sem telja sig hjálparþurfi, er beint til margra aðila samtimis, svo að fleiri en einn aðili verða stundum til að styrkja sama málefnið eða sömu einstakling- ana, án þess að vita um aöra sem eru að styrkja sama mál- efnið. Hins vegar verða einstaka hjálparþurfa aðilar og málefni útundan vegna hæversku eða hugsunarieysis. Það er þvi orð- in brýn nauðsyn á að mynda eins konar landssamtök um helztu greinar hjálparstarfsemi, svo að betri nýting fáist af mik illi vinnu hinna hjálpfúsu, og svo tll að aðilar viti, hver hjálp ar hverium. Slík samtök gætu einnig oröið til þess, að fyrir- byggja að einstaka aðilar eða málefni væru „ofstyrkt“, eins og dæmi eru til um. Sérstak- lega hefur slíkt átt sér stað, þegar safnaö hefur verið til ekkna vegna meiri háttar sjó- slysa, en sjóslys vekja mikla samúð alls þorra fólks. Þess vegna er mikil nauðsyn á að koma allri hjálparstarfsemi und ir eitt skipulag, sem siúkir og þjáðir gætu átt von á að veittu nokkra sárabót, þegar þreng- ingar steðia að, einhverra or- saka vegna. Basarstarfsemi og hlutavelt- um mætti þá dreifa á lengri tíma, þannig að yfirsýn fengist um hvað hver er að gera, svo að tvö félög beri ekki upp á sama tíma. Fólki dettur ekki alltaf í hug, að ekkja sem misst hefur mann sinn á sóttarsæng getur verið eins illa stödd eins og hver og ein ekkja, sem misst hefur fyrirvinnu sína skyndilega og átakanlega í sjóslysi. Þetta er ekki alltaf haft í huga, þegar rokið er upp til handa og fóta til að safna fé til bág- B staddra. \ Störf Vetrarhjálpar og 8 Mæðrastyrksnefndar má gjaman | sameina, því að þessir hjálpar- t aðilar hafa oft styrkt sömu \ hjálparbeiðenduma, en ýmsir / hafa orðið útundan vegna hæ- | versku og óframfæmi eða óað- I gæzlu, þar eð enginn hefur orð 1 ið til að benda á viðkomandi. Skipulag hjálparstarfseminn- ar er orðin nauðsyn, og gætu heiztu félög og samtök beitt sér fyrir því, að þau kæmust á, ásamt prestum, sem margir , hverjir eru kunnugir þessum ‘ \ málum, og hverjir em raunvem í lega hjálpar þurfi. \ Ef að þessum málum yrði \ unnið með sama áhuga og eln- f beitni og þegar við göngum til 8 prestskosninga, þá ætti ekki í margt að fara úrskeiðis f þess- 1 um efnum, og fáir verða út- % undan í veraldlegri og andlegri k velferð. « Þrándur í Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.