Vísir - 06.12.1967, Blaðsíða 5

Vísir - 06.12.1967, Blaðsíða 5
V Í S I R. Mlðvikudagur 6. desember 1967. 5 I—Listir-Bækur-Menningarmál- Eiríkur Hreinn Finnbogason skrifar bókmenntagagnrýni: Þormóður Sveinsson: MINNINGAR ÚR • • GOÐDOLUM og mislitir þættir I Bókaforlag Odds Bjöms- sonar. Akureyri Prent- verk Odds Bjömssonar hf., 1967. 228 bls. oödalir eru 1 fornt nafn á ^ Skagafjaröardölum þremur, Austurdal, Vesturdal og Svart- árdal. Höfundur bókarinnar ólst upp á þessum slóðum, fyrst á Skatastööum í Austurdal hjá foreldrum sínum og síðan á Þor- ljótsstöðum, fremst bæ í Vestur dal, hjá Hjálmari Þorlákssyni, sfðar bórida í Villingadal í Eyja firði, og fyrri konu hans, Krist- ínu Þorstéinsdóttur. Síðan var hann í vinnumennsku á tveim- ur bæjum Tungusveit í Skaga- firöi, þá einn vetur í unglinga- skóla á Sauöárkróki var þá litla hríð á Austurlandi, m.a. í Möðru dal hjá Stefáni bónda, og að lokiím flyzt hann til Akureyr- ar og hefur veriö þar síðan. Fjalla minningamar um þetta tímabil ævi háns, frá því fyrir aldamót fram að 1914. Síöan koma nokkrir þættir um sagn- fræðileg efni, og er ætlunin, aö önnur bók komi síðar með slík- um þáttum. Meginkafli þessarar bókar eru því minningar. Þær eru nokkuð á annan veg en minningar ís- lenzkra manna yfirleitt. Það ein kenni þeirra, sem ég býst við aö lesandinn taki fyrst eftir, er hve^su höfundurinn er dulur um sjálfan sig og varkár i dómum um aðra. Hann er augsýnilega mjög gætinn í öllum staðhæf- ingum og eins fáorður og fram- ast er unnt. Árangurinn verður sá, að viö fáum mjög lítiö að vita um þær persónur, sem sam tíða honum eru á bæjunum, og sjálfari hann þekkjum viö eng- an veginn náið að loknum lestri nema sem venjulegan sveita- dreng, hlédrægan, einrænan og einförulan. Aftur á móti eru minningar hans því ríkari að þjóðlífslýs- mgum. Við þær leggur hann ai- i3, og í þejm er megingildi minninganna fólgið. Við fáum góða hugmynd um líf barna i þefesum einkennilegu dölum, fræöumst vel um það, hvemig er að vera bam á Skatastöðum, sem standa svo afskekkt, að sjaldan komu þar gestir og ekki sá til annarra bæja og bömin að heita má í algerri einangmn. Helzt lifnaði yfir á sumrin, þeg ar selferðir hófust frá Merkigiii að Miðhúsum, beitarhúsum aust an Jökulsárinnar, — ekki þó þannig, aö Skatastaöafólkið hitti selfólkið, því að áin á milli var ófær yfirferðar, en það sá til þess. Einangrunin var miklu minni á Þorljótsstöðum, en þó var eins og hálfs tima gangur til næsta bæjar. Það eru með öðrum oröum lífsskilyrðin og lífshættimir, sém viö kynnumst af þessum minningum, bemska sveita- drengs lengst inn til dala, smala líf hans, selferðir frá stærri býl um, ferðir bænda með sláturfé til Sauðárkróks o. s. frv. Og frá þesu er sagt á þann hátt, aö við vitum, að þetta er það, sem höfundur veit sannast og rétt- ast. Fyllri lýsinga saknar þó les andinn oft. Gott hefði t.a.m. ver iö að fá meira um, hvernig bændumir þarna í dölunum snerust við stjórnmálunum um og eftir aldam., því að ekki virð ist stjómmálaáhugann hafa skort þar, en í stað þess hefði höf. gjaman mátt spara sér aö rekja almenna sögu stjórnmál anna þá, því að hana er víða að finna, m.a. £ kennslubókum. Að skaðlausu hefði hann gjarn an getað lýst dálítið nánar líf- inu í unglingaskólanum á Sauð árkróki og áhrifum þess á sig, sem eflaust hafa verið mikil. Á einum stað segist hann hafa tek ið eftir því, strax og hann kom til Austurlands, að meiri stór- mennskubragur hafi verið þar á ýmsu en í Skagafirði, bændur betur efnum búnir, opinskárri og minna bil milli verzlunar- stjóranna á Vopnafirði og aust- firzkra bænda heldur en milli verzlunarstjóranna á Sauðár- króki og skagfirzkra bænda. Er þetta merkilegt atriði og gæti verið fróðlegt rannsóknarefni, hvernig sveitabragur og fram- koma fólks var ólík eftir sveit- um. Væri og ómaksins vert að reyna aö leita orsakanna fyrir því. Þormóður Sveinsson hefði gjarnan mátt gera þennan sam anburð ítarlegri, því að hann hefur aöstööu til þess. Engum dylst við lestur minn inganna, aö höfundur hefur átt erfiða æsku, eins og svo mörg önnur sveitabörn fyrrum á Is- landi. Þó lítur hann meö nokkr um söknuöi aftur til þessara ára, ekki til síns eigin lífs, held ur hins gamla dalaþjóðfélags, sem er gjörsamlega horfið. Far- ast honum orð um það á þessa leiö: „Það er sama, úr hvaða átt ég horfi til þessa æskuheim iiis míns, sem nú er komið i auðn og byggist sennilega aldrei framar. Alltaf blasir þar viö hugþekk mynd og hlýleg. Hún er sveipuð litröfi .einkennum og aldarfari síns tíma .áranna, sem aldrei koma til baka. Um þau Jónas Kristjánsson skrifar bókmenntagagnrýni: Þorsteinn Thorarensen: HETJUH • • Saga Adolfs Hitler Uppruni hans, æska og fyrstu baráttuár Bókaútgáfan Fjölvi — 1967 — 463 blaðsiður „'C'yrir framan mig liggur mynd af litlu bami. Þetta er drengur, á aö gizka misseris- gamail í prjónafötum og skín í bera leggi ofan við prjónaskó vöggubarnsins. Hann situr kyrfi Iega á bólstruðum gamaldags plussstól og horfir móti mér spyrjandi, opnum og sakleysis- legum svip“. Upphafið að bók Þorsteins Thorarensen um Adolf Hitler er dæmigert fyrir frásagnarhátt Þorsteins. í honum er kraftur og kynngi. Myndin af Hitler á fyrsta ári gefur Þorsteini tæki / færi til að skapa spennu þegar i upphafi bókar. Völuspárlíking- in gefur leiftursýn inn í fram- tíð þessa barns og heimsins um leið. Þorsteinn lýsir ekki hlutun- um eins og hann lesi um þá af bókum. Hann lýsif þeim eins og hann sé alltaf sjónarvottur, alls staðar nálægur .Með þeim hætti tekst honum að gæða bók sína einstöku lífi og hressileika. Að því leyti ber bókin af flestu öðru, sem skrifað hefur verið um Hitler. Þorsteinn lýsir augnagotum, raddblæ og tilfinningum leik- manna á bjórkjallarafundinum, sem var upphaf hinnar mis- heppnuðu byltingartilraunar Hitlers í Munchen áriö 1923. Hann les hugsanir þeirra manna sem eru þar að’ tvístíga rétt fyrir hina örlagaríku ákvörðun. Ekki er stundum laust við, að þessi frásagnarháttur veki efa- semdir og grun um, að sagnfræð in víki þar fyrir reyfaranum. En þessar nákvæmu lýsingar eru samt trúverðugar. Þorsteinn hefur nægilegt vald á sagnfræði efnisins. Hann skáldar ef til vill £ eyðurnar, en heildarmynd- in er eins sönn og sagnfræði- þekking nútfmans gefur tilefni til. Þorsteinn fellur ekki £ þá gröf, að hugsa f þeim klisjum, sem hafa til skamms tfma ein- kennt dóma manna um Hitier og nazismann. Þorsteinn kennir, að hugsan- leikur minnisþrunginn þjóðlífs- blær, sem þeir einir þekkja nú til hlítar, sem komnir eru til efstu ára. Og líklega er það hann ,sem mildar drættina í myndinni og vekur nokkra sakn aðarkennd, frekar en mín eigin liðna ævi .Og víst átti sú kyn- slóð, sem þá var uppi, holla og þjóðlega heimilismenningu, þrátt fyrir fátæktina .. .“ (bls. 116). Um þættina get ég veriö fá- orður. Þrír þeirra eru um efni í Sturlungasafninu, upplýsingar um ákveðnar persónur og at- burði tfndar saman víðsvegar úr safninu og gerðar úr samfeild ar sögur. Er þar laglega meö farið og ekki á annarra færi en þeirra ,sem vel eru aö sér i sögu þessa erfiða tímabils. Þá Frh. á bls. 13. ir, skoðanir og fordómar Hitl- ers hafi mótazt viö hinar sér- stöku aðstæður í keisararíkinu Austurríki upp úr aldamótunum, einkum f Vfnarborg. Þar hafi Hitler m. a. sogað í sig land- læga óbeit á gyðingum og slavn- eskurn þjóöum. Veröur ekki ann að séö, en Þorsteinn færi hin þungvægustu rök fyrir þessu. Kringumstæðurnar í Vín móta Hitler, sjálfsagt á svipaðan hátt og marga aðra menn á sama tíma. , , , um? Tökum hagfræöikenningar Endalok fyrri heimsstyrjaldar- innar og ástandið f Þýzkalandi eftir hana gefa Hitler síðan tæki færi til að ryðja skoðunum sín- um braut. Þorsteinn kennir, að þá hafi skapazt hin sálræna kreppa í Þýzkalandi, sem for- dómar nazismans blómguðust í. Bók Þorsteins endar við bylt- ingartilraunina 1923, tíu árum áöur en Hitler komst til valda. Þessi mikli doörantur fjallar þvf ekki að neinu leyti um valda- tfma Hitlers, heldur um mótun hans og upphaf stjórnmálafer- ils. ' i Þorsteinn leitar víða fanga í rökstuðningi sínum. Hann sér jafnan heildarmyndina fyrir sér. Pólitískar, félagslegar, efnahags- legar og sálrænar skýringar hef- ur hann jafnan á reiðum hönd- um. Þannig vinnur hann eins og nútfmasagnfræðingur. Hann viöurkennir, aö mörg öfl eru alltaf að verki f sögunni, og skrifar í samræmi við þaö. Mér finnst bók Þorsteins að mörgu leyti betri ságnfræði um þetta tímabil Hitlers heldur en margar þær bækur, sem fræg- ar hafa orðið erlendis. Þorsteinn er Ifka óvenju hlutlaus. Hann lýsir flestum sögupersónum á hlutlægan hátt. Misbrestur verð ur þó á því og hefur Þorsteinn t. d. fátt gott um Wilson Banda ríkjaforseta að segja. Hann er háðslega sagður * „klæddur skikkju kristilegs siðgæðis“ og leikur „hlutverk hins guödóm- lega refsierigils". Er þetta dæmi um að sums staöar hleypur hiti fráSagnargleðinnar meö Þorstein í ógöngur. Það kemur þó ekki fram í heildarsvip bókarinnar. Málfar bókarinnar er ekki gullaldar. Margt er þar, sem strangir íslenzkumenn mundu fordæma. En bókin er kjam- yrt og málið líkt talmáli. eins og í góðri blaöamennsku. Enda fellur máiiö vel að efni og anda bókarinnar. — Prentvillur eru nokkuð margar ,en samt1 ekki fleiri en gengur og gerist í ís- Ienzkri bókaútgáfu. Frágangur bókarinnar í heild er góður. Mik ill styrkur er að myndasafninu, sem þar er birt, og einnig af tveimur kortum sem Þorsteinn hefur iátið gera. Þorsteinn hef- ur sjálfur ferðazt um sögustaði og tekið margar myndanna. Megingalli á bókinni er, aö hvorki skuli þar vera nafnaskrá né heimildaskrá. Með þvf niður- lægir höfundur verk sitt af sagn fræðistiginu á reyfarastigið, en þaö á bókin ekki skilið. Þetta er ófyrirgefanlegt virðingarleysi höfundar fyrir eigin verki. Það þarf ekki að skipta almenna les- endur neinu máli, en bókin verð ur miklu síöri heimild fyrir bragðið. Bókiti um Hitler gefur mörg tilefni til umhugsunar um, hve mannleg hugsun er ófullkomin og einföid. Sjáum við ekki alls staöar, heima og erlendis, menn með hliðstæðum hugsanatengsl- Þorsteinn Thorarensen. nazistans Feders sem dæmi. Er hliðstæðum firrum ekki haldið fram hér á landi í fúlustu al- vöru ? Hefur t. d. ekki verið stungið upp á því hér, að bank- arnir láni atvinnuvegunum allt það fé, sem þeir þurfa á að halda ? Þvf er bók Þorsteins vel til þess fallin að auka víösýni. Hún fjallar á sannferðugan hátt um orsakir fordóma og þröngsýni. Hún er án efa betri lesning fyr- ir skólafólk, en margt af því torfi, sem þvf er ætlað að lesa. í fyrra vakti bók Þorsteins um íslenzka stjórnmálasögu verðskuldaöa athygli. Enn hef- ur hann sýnt, hvað hann getur. Væri ekki skynsamlegt að leggja* á hilluna fáránlegar hug- myndir um þjóðarhús á Þing- völlum og skrautbókaútgáfu fyr ir alþingisafmælið 1974 og fá í þess stað Þorstein til að skrifa sámfellda sögu íslands á síö- ustu hálfri annarri öld. — Um þetta tímábil hefur tiltölulega fátt verið skrifaö. Lifandi lýs- g ingar Þorsteins mundu áreiöan- lega gera almeriningi kleift að kynnast jsle-izkri nútímasögu, — af áhuga. J. Kr. \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.