Vísir - 04.01.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 04.01.1968, Blaðsíða 4
Lítil mús ókunn lönd Þar kom að þvl, sem margir voru bútvr að spá að upp úr mundi slitna milli Maurizio Ar- ena og Maríu Beatrice prinsessu, dóttur Umbertos fyrrum Ítalíu- konungs. Umberto hefur að und- anförnu átt við bága heilsu að stríöa, en það leiddi til þess að dóttir hans heimsótti hann. eft- ir að hafa vikum saman verið á flótta undan honum. Hún harðneitaði því fyrir blaðamönnum, að hún hygðist slíta samvistum við Arena, en þeg ar hún kom af síðasta fundi með 'öður sínum tilkvnnti hún, að þeirra tilhugalíf væri á enda. Ætlaði hún að fara í langt ferða lag. Hún kom tii New York í síðustu viku og stuttu á eftir henni Arena sem revndi að fá hana ofan aí ákvörðun sinni. Er óvíst um Arangur af tilraun hans. — Æ, æ! Þessi verald! Hvaö hún er stór! Mínní Mús er gersamlega átta- villt. Líklega er hún búin að fara yfir sama staðinn mörgum sinn- um siðustu tvær mínútumar, en það er langur tími í augum jafn litillar veru og Minni er. Tími, sem annars væri hægt að verja til ostaveiða. Þetta eru þær furðulegustu slóðir, sem hún hefur ferðazt um, og henni gengur erfiðlega að átta sig á umhverfinu. Hvar er hún eiginlega stödd? Ekki er betta gólfteppi? Né held- ur hagi veniulegur eða mosi. — Skyldi hetta vera dauður tré- drumbur? Aha! Nú er hún orðin heit. Iléma kemur svo trébolurinn. Auðvitað — þetta var fíll! — En hver getur svo sem láð lít- illi mús það, þótt hún hafi ekki getað á svipstundu áttað sig á þessum aðstæðum. Það er alveg óvíst, að hún hafi nokkurn tíma séð slíkan fyrr. — En afsakið! Megum við kynna? Þetta er Minní litla mús, brezk að þjóðerni, sém býr í -----------------------------------<8>. CIMilli PRINS VILL FÁ EIGIN BÍL Charles prins hefur nú pantað sér fyrsta bílinn sinn, en hann e'r af gerðinni M.G.C. — nokkurs konar sportbíll. Unnt er að aka bíinum 127 mílur á klukkustund, eða minnsta kosti leyfir kraftur- inn þaö og hraðamælirinn gerir ráð fyrir því^ Charles Bretaprins er nú orð- inn 19 ára gamall, en hann byrj- aði að aka bifreið 10 ára gam- all, eða það fullyrða ensk blöð, sem hafa alla tíð fylgzt vel með honum. Fyrstu reynslu sína öðl- aðist hann á einkavegunum um- hverfis Balmoral, Sandringham og Windsor, Fyrstu kennarar hans voru drottningin og Filippus prins og síðar einkabílstjórar þeirra há- tigna. Hann fullkomnaði lærdóminn í ökuskóla lögregiunnar í Hendon og lauk prófi í apríl s.l. Síðan hefur hann ávallt ekið lánuðum bíl úr bílaflota drottningarinnar, en vill nú fá sinn eigin bíl til afnota. Meö bíipöntuninni fylgdi beiðni um að bíllinn yrði hafður í blá- um lit með teinahjólum og sam- hæfðum gangskiptingum, en slík- ur mundi kosta £ 1,249 og líta út svipað þeim á myndinni hér. gæludýrahorninu í Llannerch Park — dýragarðinum í St. As- aph í Norður-Wales. Úr þessu horni er gestum dýragarðsins seld ýmis gæludýr, kjölturakkar, hvítar mýs, skjaldbökur og sitt- hvað fleira. Þarna eru á boðstól- um eiginlega flestar þær tegund- ir, sem Nói hafði með sér um borð í Örkina foröum daga. Hann? Fíllinn? Hann er Indverji. Heitir Hanni- bal og á heima í hinum hluta dýragarðsins. Forstöðumaður dýragarðsins, herra Douglas Petrie, kom þeim í kynni hvort við annað, ef ske kynni, að þeirra fundur myndi afsanna gamla hjátrú. „í mörg ár hafa ferðamenn, sem heimsótt hafa garðinn, sagt mér, að fílar væru hræddir við mýs“, segir hann. „Það er ekki nokkur fótur fyr- ir því! Því er frekar á hinn veg- inn variö!“ Til þess að sanna þetta. lagði Minní land undir föt og hélt í rannsóknarleiðangur um Hanni- bals land. — Hvort Hannibal (sem er 35,846 sinnum stærri en Minní) hafi orðið hræddur? O ekki! Hann veitti því varla eftirtekt, að hún væri í nánd. En Minní hafði auka máltíð upp úr krafsinu, því einhvers staðar í hrukkunum fann hún leif- ar af hveiti frá því Hannibal borðaði' síðast. — Hann fer svo illa með mat, hann Hannibal! Svarið: „Á fílnum, honum Hannibal!“ Undarlegt umhverfi fyrir mús. — Er ég á tunglinu? Eða hvar er ég eiginlega? Vertíðin og grundvöllurinn. Þegar þetta er ritað, er ekki enn ákveðið um fiskverð á kom- andi vertíð, en vonandi mun ekki lengi standa á ákvöröun flskverðs, og kannski hefur það þegar komið i dagsljóslð, þegar þessar línur koma á þrykk, von- andi. Nokkur óvissa og uggur er í mörgum, sem að sjávarútvegi vinna vegna þess, að hinn marg- umtalaöa grundvöll vanti. Grundvöllur er víötækt orð, því bæði sjómenn og útgerðarmenn nota hann í öðru orðinu, þegar um hag þeirra og hlutdeild i afiaverðmætlnu er rætt. En stað reyndin er sú, að verðfall á sjáv arafuröum hefur komið hart nið- ur á útgerðarmönnum og sjó- mönnum, þó að nokkrar líkur séu á, að á því sviði /séu ein- hverjar breytingar að verða, að minnsta kosti að því er varðar sumar tegundir af framleiðslu i vörum okkar í nokkrum lönd- um. Mest óvissan ríkir að því er varðar skreiðina til Nígeríu, en þar er háð blóðug styrjöld, og vafaiaust tekur það langan tíma fyrir hinar frumstæðu og fátæku þjóðir að finna grund- völl sinn eftir að þeirra blóðuga hildarleik lýkur en hætt er við að fjárhagskerfi og kaupgeta, sem tekið hefur hinar svörtu : þjóöir Afríku mörg ár að byggja upp, hafi þarna hrunið á nokkr- um vikum. Nigería hefur veríð eins konar ruslakista hjá okkur, það er að segja þangað höfum viö getaö selt allan fisk af lak- ari gæðaflokki fyrir tiltölulega gott vcrð, .miðað við marga aðra markaði. Það hefur því ekki allt af verið nauðsynlegt að vanda framleiðsluvöruna, því að ef aðr ir markaðjr hafa brugðizt, eöa ef gæöin hafa fallið á fiski sem á land berst þá hefur Nigeríu- markaðurinn verið eins konar flotholt eða þrautalending, sem leyst hefur allan vandann. Nú er þetta ástand breytt og við verðum að leggja áherzluna á vandaðri vöru á markaði sem krefjast mikilla gæða. Þetta hef ur það í för með sér, að það má ekki eingöngu einblína á afla magnið, heldur og á gæði þess fisks, sem á land berst. Þetta þýðir' jafnvel það, að við verð- um að minnka hina gegndar- lausu netaveiði kannski að ein- hverju Ieyti, en leggja meiri á- herzlu á linuveiði, en linufiskur inn er beztur að gæðum, því hann kemur í öllum tilfellum lifandi um borð í fiskiskipin, og þvi er hægt að blóðga feann eftir ströngustu gæðareglum. Ert hitl er alvarlegt mál, aö of margir sjómenn vilja síður fara á þorskveiðar vegna hinnar miklu vinnu, sem þorskveiðam- ar, að vísu bæöi netja- og línu- veiðamar, krefjast um fram það, sem menn verða að leggja aö sér við nótaveiðamar, sem er í rauninni miög létt vinna, þó hinar Iöngu útilegur séu orðnar mörgum hvimleiðar. Vonandi bera framleiðslu- stéttimar við sjávarsíðuna gæfu til að aölaga sig þeim breyting- um, sem nauösynlegar eru til að áfram verði haldið að sjá þjóðarbúinu fyrir nægilegum gjaldeyri. Við getum haldiö á- fram að deila um arðskipting- una fyrir því, í hófi þó, svo að ekki fari svo fyrir okkur, sem hinum svörtu vlðskiptavin- um í Afríku, að við verðum sjálfir þess valdir, að grafa und- an grundvellinum. Það þarf ekki alltaf blóðuga styrjöld til þess. Innanlandsdeilur hafa þeg- ar valdið okkur of miklu tjón! á undanfömum árum, sem aldrei mun vinnast aftur. Þrándur í Götu. .............................. 0

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.