Vísir - 04.01.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 04.01.1968, Blaðsíða 5
V Í SIR. Finuntudagur 4. janúar 1968. 5 FLUGFREYJUBÚNING- URINN OG TlZKAN SPJALLAÐ VIÐ YFIRFLUGFREYJUR LOFTLEIÐA OG FLUG- FÉLAGS ISLANDS UM KLÆÐNAÐ FLUGFREYJA Ein af flugfreyjum Loftleiða, Anna Haröardóttir, I hinum nýja bún- ingi Loftleiöa. Eins og við sjáum, er húfan mjög ólík gömlu húf- unni. T^lugfreyjustarfið hefur löng- um verið eftirsótt starf, og dreymir margar stúlkur um að verða flugfreyjur allt frá barns- aldri. Þessi Ijómi sem leikur í kringum flugfreyjustarfið staf ar fyrst og fremst af þeim margvíslegu möguleikum til að sjá sig um, kynnast fólki og fjarlægum löndum sem starfið býður uppá, en ekki sízt er það þó einkennisbúningurinn sem hefur heillað margar stúlk ur. Þessi ljómi sem stafar af flug freyjubúningnum er þó ekki beinlínis vegna búningsins sem sliks .heldur vegna þeirra á- byrgðarmiklu en skemmtilegu starfa sem stúlkur í þessum búningi þurfa að leysa af hendi. Flugfreyjubúningar eru að sjálfsögðu hafðir mjög einfaldir í sniðum og eru yfirleitt litlar breytingar á þeim frá ári til árs, og líða jafnvel fleiri ár án þess að þeim sé nokkuð breytt. Á síðustu.árum hafa oröið mikl ar grundvallarbreytingar á tizk unni og hafa þær að sjálfsögöu haft áhrif á alla einkennisbún- inga, og þá einkum þá sem ætlaðir eru kvenfólki. Þessar grundvallarbreytingar eru fyrst og fremst fólgnar í því, að föt- in eru nú yfirleitt víðari, t.d. jakkar og pils og eru aöskornu jakkarnir sem voru á allflestum flugfreyjubúningum fyrir nokkr um árum nú úr sögunni. Á síðujtu árum hefur tízkan stytzt til mikilla muna og hef- ur það vakið talsverðar um- ræður hjá þeim er hafa yfir pilssíddinr.' á flugfreyjubúning unum að ráða'. Hafa nokkur flug félög látið stytta flugfreyjupils in allmikið, en flest halda þó pilsfaldinum um hnéð, þrátt fyr ir 'öflug -Aótmæli margra flug- freyjanna og — jafnvel — far- þeganna. íslenzku flugfélögin hafa að sjálfsögðu fylgzt með þessum L eytingum sem hafa oröið á einkennisbúningum og hafa bæði Loftlaiðir og Flugfélag ís lands tekið í notkun jakka, sem eru beinir í stað hinna aöskornu og einnig hafa pils íslenzku flugfreyjanna stytzt á síðustu ár um, þó að þau séu hvergi nærri eins stutt og ,!mini“-pilsin svo- nefndu, sem nema rétt um mitt lærið. Við spjölluöum lítilega við yfirflugfreyjur Loftleiða og Flug félags íslands um flugfreyjubún inga, og ýmislegt fleira, en þær hafa umsjón með búningunum. Fyrst töluðum við við yfirflug freyju Loftleiða, Emu Hjaltalín en hún hafði umsjón með þeim breytingum sem urðu á búning um flugfreyjanna hjá Loftleið- Þrir flugfreyjubúningar sem sýna glöggt hinar ólíku tegundir bún- inganna. Vinstra megin er búningur Braniff félagsins, í miöjunni búningur flugfélags í Perú og til hægri búningur LIA í Líbanon, sem er aö miklu leyti gerður meö hliðsjón af þjóöbúningi þar- lendra kvenna. Ema Hjaltalín, yfirflugfreyja Loftleiöa i búningi Loftleiða, eins og hann var, áöur en hon- um var breytt. um nú fyrir nokkrum mánuö- um. „Við höfum haft sömu bún- ingana í mörg ár og fannst tími til kominn að fara að gera ein hverjar breytingar á þeim, bæði í samræmi við breytta tízku og til aukinna þæginda. Víöu jakk amir sem nú hafa verið teknir í notkun eru til muna þægi- legri en þeir þröngu, sem við notuðum áður. Við létum einn- ig stytta pilsin lítillega, taka beltin af frökkunum og breyta húfunum þannig að þær líkjast nú meira höttum", sagði Ema. „Hvernig er með pilssíddina, mega stúlkurnar ráða sjálfar síddinni aö einhverju leyti á búningunum?" „Við fylgjumst vel með því að pilsin séu ekki mjög stutt, eða ekki styttri en rétt um hnén. Við höfum ekki lent I neinum erfiðleikum með pils- síddina. Stúlkurnar skilja vel að þetta er enginn stássklæðnaður, heldur vinnuflíkur sem þurfa fyrst og fremst að vera þægileg ar og sígildar, þó að auðvitað sé sjálfsagt að koma til móts við tízkuna hverju sinni." „Tókuð þið ykkur að ein- hverju leyti til fyrirmyndar þær breytingar sem erlend flugfélög hafa gert á búningunum?" ,,Að vissu leyti höfum við ekki gengið nærri eins langt og sum félögin. T.d. er núorðið farið að nota alla hugsanlega liti á þessa búninga. Áður var yfir leitt aðeins notað dökk-blátt, en nú er farið að nota alla liti t.d. grænt, fjólubátt og jafnvel bleikt. Einnig er fariö að nota kjóla með ýmsu sniöi og jakka við þá. Þetta fer auðvitað mikið eftir veðurlagi og öllum aöstæð- um á þeim stöðum sem flogið er til“. „Hvaö með hárgreiöslu, sokka og annað slíkt? Hafið þið strangt eftirlit með því?“ „Ekki myndi ég nú segja það. Stúlkumar vita að þær verða að vera snyrtilegar, þær veröa sjálfar að ráða fram úr því hvemig þær fara að því. Þeim er að vísu bannaö að ganga í lituðum eða mynstruðum sokk- um ,en frjálst að nota þykkari þegar kalt er í veöri, ,t.d. krep- si kka. Við höfum ekki sett nein ar reglur varöandi hárgreiöslu eins og sum félög gera, en stúlk 'unum er leiðbeint um snyrtingu og hárgreiðslu á námskeiðun- um. Við ætumst til þess að flug- freyjur viti aö það á ekki viö að vera með sítt slegið hár við framreiðslu á mat, auk þess er það mjög óklæðilegt við búning ana“, sagði Erna að lokum. Við náðum því næst sam- bandi við yfirflugfreyju Flug- félags ísands, Kristínu Snæhólm en hún hefur sótt alþjóðeg yf- irflugfreyjumót sem haldin eru árlega, og fór hún síðast nú í ■ október á slíkt mót í Beirut. „Voru ekki einkennisbúning- ar flugfreyja mjög til umræðu á mótinu?" „Jú, þeir voru mikið ræddir og komu þar fram ýmsar nýj- ungar. Flugfreyjur hinna ýmsu flugfélaga sem sóttu mótiö voru að sjálfsögðu klæddar ein- kennisbúningum sinna félaga, og vakti langmesta athygli bún- | ingur sá sem flugfreyjur banda- ríska flugfélagsins Braniff Int., nota. Sá búningur samanstend- ur af þröngum nælon-sokkabux um og hálfsíðum kyrtli með belti. Utanyfir þetta er svo pils og blússa, Sem þær fara síðan úr í vélinni. Við þennan bún- ing eru notuð plaststígvél. Lit- irnir eru mjög sterkir og í sam- ræmi við litinn á vélinni. Litir eins og bleikt og ljósblátt eru mjög mikið notaðir á þessa ein- kennisbúnir.ja. Ég verö að segja fyrir mig, að mér fannst þetta ljótt en forsvarsmenn félagsins telja, að þetta hafi aukiö mjög sölu á miöum með félaginu. T.d. vill fólk sem gerir mikiö af þvf að fljúga gjarnan fá einhverja til breytint, og hefur það gaman af þessu. Flugfreyjan sem sótti m/ frá Braniff flugfélaginu sagði mér hins vegar að bún- ingurinn væri ekki mjög þægi- legur ,og oft ákaflega heitur“. „Er ekki algengt að félögin hafi sérstaka sumarbúninga?“ „Jú, langflest hafa þá. Þeir eru yfirleitt syttri en vetrar- búningamir og ljósari og t.d. hafa bæöi Pan Am og SAS kjóla sem sumarbúninga, en mörg önnur félög hafa blússur og pils. Við höfúm nú í athug- un að fá nýjar blússur við okk ar búninga". „Var ekki pilssíddin einnig rædd á flugfreyjumótinu?“ „Jú, að sjálfsögðu var hún mikiö rædd og skiptar skoðan ir um hana. Flestir hafa haldið sig við síddina rétt ofan við eða um hnéð, en þó hafa þau flugfélög sem einkum eða ein- göngu fljúga í mjög heitum löndum haft pilsin aðeins styttri. Við hérna hjá Flugfélaginu höf- um ekki þurft aö hafa miklar Framhald a bls. 13. Hluti af yfirflugfreyjunum, sem sóttu mótið í Líbanon, önnur frá hægri í femstu röð er Kristfn Snæhólpi yfirflugfreyja F. í. Eins og við sjáum eru búningarnir númer tvö og þrjú frá vinstri í fremstu röðinni talsvert líkir þjóðbúningum, en þeir eru frá PIA í Pakistan og CAT í Hong Kong.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.