Vísir - 04.01.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 04.01.1968, Blaðsíða 8
8 VIS IR . Fimmtudagur 4. janúar 1968. VISIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Sameiningartákniö |>rjú íslenzk dagblöö með ákaflega andstæðar stjórn- málaskoðanir hafa nú sameinazt í einu hugsjónamáli, sem er svo mikið, að það skyggir á allt pólitískt dæg- urþras. Hið sameinandi band er hneykslunin út af því, að Hilmar Kristjánsson skuli hafa verið skipaður ræð- ismaður íslands í Jóhannesarborg í Suður-Afríku, þrátt fyrir ummæli hans í Vísi um Island. Viðtalið við Hilmar birtist í Vísi 12. desember. Þar segir Hilmar á hreinskilinn hátt frá orsökum þess, að hann hvarf af landi brott og gerðist kaupsýslumaður í Suður-Afríku. Einnig lýsti hann á hressilegan hátt skoðunum sínum á efnahagskerfi íslands og aðstöðu frjáls framtaks. Um ástæður þess, að hann hóf ekki aftur atvinnu- rekstur á íslandi, sagði Hilmar: „Ég var kominn út úr viðskiptalífinu hér, og þurfti að komast inn í það aftur, en það var erfitt. ísland er gott land fyrir sósíal- ista en síðasti staður á jarðríki fyrir kapítalista. Hér verða allir að vera jafnlitlir og aumir, allt andrúms- loftið er á móti þvf hér, að menn græði peninga“. Síðar var hann spurður um hvort hann vildi ekki hefja atvinnurekstur á íslandi, og svaraði hann þá: „Nei, í framtíðinni ætla ég að forðast ísland eins og heitan eldinn“. Þessi ummæli hafa hneykslað mest, en sú hneykslun stafar af misskilningi á ummælunum. Hilmar á við að hann ætli að forðast að hefja atvinnu- rekstur hér á landi. Menn eru vitanlega mjög ósammála um fullyrðing- ar Hilmars. Hins vegar er sjálfsagt, að skoðanir hans komist á framfæri eins og aðrar skoðanir. Þjóðin verð- ur að kunna að taka því, að henni sé sagt til syndanna. Gagnrýni getur bæði verið réttmæt og óréttmæt. En þegar menn eru hættir að þola hana, eru þeir hættir að þola lýðræðið. Allir vita, að íslendingar gagnrýna allt og alla, þeg- ar þeir eru heima, en mega ekkert ljótt um landið heyra, þegar þeir eru erlendis. Þetta er eins og í góðum fjölskyldum. Þær deila innbyrðis, en bera deilumál sín ekki á torg. Að Hilmar skuli lesa yfir okkur gagn- rýnina, jafngildir því ekki, að hann geti ekki verið góður fulltrúi þjóðarinnar út á við, — nema síður sé. Eitt dagblaðanna er svo rætið, að það dylgjar um, að ekki sé allt með felldu í atvinnurekstri Hilmars í Suður-Afríku. Sá pistill er einkar fróðlegur minnis- varði um baráttuaðferðir, sem enn tíðkast hér á landi. Hvergi eru rök, aðeins dylgjur og Austra-„reisn“. Hilmari mistókst á sínum tíma að verða „blaða- kóngur“ á Islandi. Skemmtileg tilviljun er, að hann skuíl löngu síðar geta orðið sameiningartákn þriggja dagblaða, sem áður áttu fátt sameiginlegt. Svo geta menn dæmt um, hvort frammistaða blaðanna f lokkast fremur sem skoðanakúgun, sem sérstætt áramóta- gaman eða eitthvað þar ó millL Verða Kambodía og Laos brátt styrjaldarvettvangur? í fréttmn þeim, sem borizt hafa 1 að undanfömu um ýmis op- inber ummæli Sihanouks prins, þjóðhöfðingja Kambódíu (Cam- bodia) kennir talsverðs ósam- ræmis, hverjar sem orsakimar eru, aö ummæli hans em rang- túlkug eða misskilin, eöa hann hefir tekið nokkuð breytilega aí stöðu frá degi til dags. En um mæli prinsins vekja að sjálf- sögðu óvanalega athygli um þesar mundir, svo mjög sem um það er rætt, að hersveitir Banda ríkjamanna og S-Víetnama fari bráðlega að veita herflokkum Noröur-Vietnama, sem koma til árása frá Kambodiu eftirför þangað. Bandarikjamenn og Suð ur-Vietnamar haida þvi nefni lega fram að herflokkar frá N.V. hafi leymilegar bækistöðvar í Kambódíu, og geri þaðan skyndi árásir sínar. Einhver heiftarleg ustu átök styrjaldarinnar hafa orðið í grennd við landamæri Kambodíu. Ef sú ákvöröun yrði tekin, að veita herflokkum Norður-Viet- nama eftirför inn í Kambodíu hverju sinni, er þeir koma til árása yfir landamærin, gæti það — að margra áliti — leitt til þess, að styrjöldin breiddist út. Og það er vegna þeirrar hættu, sem mest er um þetta rætt og ritað. Seinustu ummæli Sihanouks prins voru á þá leið, að banda- rískum hersveitum yrði ekki veitt viðnám, ef þær færu yfir landamærin, nema þær réðust inn I „byggð ból“. — Sihanouk prins talaði um það, að Kambod ía heföi ekki haft bolmagn til að heyja styrjöld, og mundi reyna að fara diplómatískar leið- ir, og því aöeins að þær bæru ekki árangur leita aðstoöar ann- arra landa, en hann hafði áður sagt, að hann mundi ekki hika við að leita aðstoðar kommún- istarikjanna, ef til innrásar kæmi, og nafngreindi þau ríki, sem hann mundi biðja um að- stoð: Norður-Víetnam, Norður- Kóreu, Kína og Sovétríkin. Fyrir nokkrum dögum virtist sú hætta stórum vaxandi, að styrjöldin breiddist út af ofan- greindum orsökum — þ. e. breiddist út aö minnsta kosti til Kambódiu og Laos, en ýmsar fregnir bentu til að stjornii. i Suður-Víetnam heföi tekið harö- ari afstöðu i málinu en Banda- ríkjastjóm og vildi þrátt fyrir alla áhættu herja á Norður-Víet- nama og Vfetcong innan landa- mæra Kambódíu og Laos. Sihanouk prins. K INA Það var snemma I desember sem Bandaríkjastjóm sendi Si- hanouk prins orðsendingu og lýsti áhyggjum sínum yfir „vax- andi notkun Norður-Víetnama á landsvæðum í Kambódíu til hem aðar“. Boðið var upp á stuðn- ing við landamæraeftirlit undir alþjóðastjóm, en prinsinn svar- aði allhöstuglega, og hótaði þá að leita stuðnings kommúnista- landanna fyrmefndu, ef Banda- rikin áformuöu „innrás í Kam- bódíu“. Og Sovétrfkin hafa varað Bandaríkin við afleiðingum inn- rásar (fyrir rúml. hálfum mán- uð) og töldu Bandarfkin hafa hótað innrás, en Víetcong í Suð- ur-Víetnam hét „bræöraþjóö- inni“ í Kambódxu fullum stuðn- ingi. Kína hefur svo sem að lfkum lætur lofað stuðningi, en eftir því sem áður gerðist veltur á ýmsu um samstarf og vina- hót Kambódíu og Kína. Sannast að segja virðist svo, sem hvorki í Norður-Víetnam eða öörum löndum Suöaustur-Asíu óski menn eftir stuðningi kínverskra hersveita. ' Það dregst sennilega ekki langt fram á árið unz það skýr- ist hvort nokkur innrás verður gerð f Kambódíu. 1 orðsend- ingunni frá f desember var ekki hótað innrás, heldur lagt til; aö eftirlit á landamærum Kambód- íu væri hert, — undir alþjóöa stjóm, — sem fyrr var sagt. Alkunna er, að Norður-Víer- namar hafa flutt birgðir og ner- lið um þessi tvö hlutlausu lönd. Laos og Kambódíu, til Suður- Víetnam og aðalleiðin talin hara verið Ho Chi Minh leiðin svo nefnda um Laos. Punktalínurnar á uppdrættinum sýna. hvar þess ar leiðir liggja. / J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.