Vísir - 04.01.1968, Blaðsíða 13

Vísir - 04.01.1968, Blaðsíða 13
/3 MARIA! SfcjömarBdí: ■: XiOuis MaHe, Handcit: Louis MaMe og Jean- Claude Camere. Kvikmyndun: Henri Decae. Tónlist: Georges Deienie. Aðalhlutverk: Brigitte Bardot, Jeanne Moreau, George Ham- ilton,. Clandio Brook, Carlos írfKpesi Montezuma, Francisco Keiguera o. £L Frönsk, enskt tai, felenzkur texti. Tónabíó. Efni þessarar myndar hefur nú allvíöa veriö rakið, enda fólk venjulega áhugasamt um það, sem þær taka sér fyrir hendur leikkonumar Bardot og Moreau. 1 þessari mynd leika þær tvær söngkonur, sem gerast braut- ryðjendur á sviöi strípidanslist- ar, vegna þess hversu takmark- aðir sönghæfileikar þeirra ern. Þær hljóta gífurlegar vinsæld ir og klykkja út með því að gera byltingu í suður-amerisku smáríki. Sem hæfileikalitlar fatafellur eru þær báðar prýði- lega sannfærandi, en þegar þær gamna sér við skothrið og sprengjuregn er skörin farin að færast upp í bekkinn. Stjórnandi myndarinnar, Louis Malle, er athyglisverður léikstjóri fyrir margra hluta sak ir. Hann er þekktastur hér á landi fyrir mynd sína „Meö lyftu á höggstokkinn“, sem sýnd var í sjónvarpinu. Það ber vott um talsvert af heil- brigðri skynsemi, að hann skuli hafa sagt skilið við „hátíðleika, hræsni og listsnobb", eins og stendur I prógrammi myndarinn ar, því að mörgum bíógestum finnst þeir vera búnir að fá ríflega skammtinn sinn af franskri kvikmyndastjórasál- feæöi. Þó hefur Malle ekki alveg treyst sér til að ganga í algert bindindi á táknsæið (symból- ismann), því að hann lætur hafa eftir sér, að byltinguna í mynd- inni beri að skoða, sem< upp- reisn gegn listsnobbinu. En allt um það, Louis Malle hefur ótvíræða hæfileika sem kvikmyndastjóri, og á eflaust eftir að gera merkilegri kvik- myndir en „Viva Maria!“, en hann er nú aðeins 35 ára gam- all. Kvikmyndatöku annaðist Henri Decae, gamalreyndur myndatökumaður, enda leysir hann verk sitt mjög vel af hendi. Þegar öllu er á botninn hvolft er ,,Viva Maria!!“ í flokki skárri gamanmynda, en litið meira. Bardot og Moreau njóta mikilla vinsælda hérlendis sem erlendis, enda þótt þær fari nú brátt að gerast gamlaðar (Bardot er 33 ára, Moreau um fertugt). Þráinn. kvik,. myiiair BÖLVAÐUR KÖTTURINN (That Dam Cat). Stjómandi: Robert Stevenson. Kvikmyndun: Edward Colman. Aðalhlutverk: Hayley Mills, Dean Jones, Dorothy Provine, Roddy McDowall, Neville Brand Frank Gorshin. Amerísk frá Walt Disney, ís- lenzkur texti. Gamla Bíó. Walt Disney hafði það fyrir meginreglu í kvikmyndafram- leiðslu sinni að framleiða enga mynd, sem hann teldi ekki til þess fallna, að öll fjölskyldan gæti séð hana saman. Þessi gull- væga regla kann að hafa eitt og annað til síns ágætis, en árang- urinn varð nú samt sá, að Disn- ey framleiddi fáar myndir, sem eru einhvers virði (auðvitað að teiknimyndunum undanskild- um), því að kvikmyndir hans voru venjulega fremur sniðnar fyrir böm en fullorðna. „Böivaður kötturinn" er hugguleg og gamansöm mynd um bankarán og mannrán og sfamskött, sem hefur meira vit f kollinum en alrfkislögreglan bandaríska (FBI). Hayley Mills og Dorothy Provine leika tvær systur, eig- endur kattarins en þær ásamt lögreglunni og kettinum stuðla að handtöku glæpamannanna. Roddy McDowall leikur ná- granna þeirra, vonbiðil annarr- ar systurinnar og hatursmann kisu. McDowall fæddist í Eng- landi árið 1928, en fluttist til Bandaríkjanna 1940 og hefur verið þar síðan og leikið í tölu- verðum fjölda mynda, t. d. „Kleópötru" þar sem hann fór með hlutverk Octavianusar. Glæpamennina tvo, sem verið er að leita að, leika' Neville Brand og Frank Gorshin með miklum ágætum. Þess má geta, að hinn ófélegi Brand var mikil stríðshetja og hlutu aðeins þrír bandarískir hermenn fleiri heið- ursmerki en hann í heimsstyrj- öldinni sfðari. Fleiri þekktir leikarar koma við sögu í myndinni. Áhorfend- ur virtust skemmta sér allvel, enda gera ekki allir háar kröfur til kvikmynda. Kvennasíða — Frh. af bls. 5: áhyggjur af pilssíddinni en fylgj umst þó vel með því sem ger- ist í þeim efnum. Öll okkar pils voru stytt i f'ji ra, en það eru bráðum tvö ár síðan við létum breyta snið inu á búningnum, þ.e. víkka jakkana". „Skiptið þiö ykkur mikið af hárgreiðslu og slíku hjá flug- freyjunum?" „Við ætlumst til þess að hár ið sé ekki það sítt að það nemi við kragann, og stúlkum sem sækja um flugfreyjustarf og þafa mjög sítt hár, segjum við yfirleitt að þær megi gera ráð fyrir að þurfa að klippa það ef til starfsins kemur. Flest flugfélög fyrirskipa stutt hár, eða svo sítt að hægt Sé að ganga með það uppsett". „Aö lokum Kristfn, þær flug- freyjur sem fljúga til Grænlands eða hér innanlands yfir vetur- inn, mega þær klæðast ein- hverjum hlýlegri fötum en pils- inu og jakkanum?" „Já, við leyfum hd. þeim sem, fljúga til Grænlands að vera í síðbuxum við jakkana eða í þykkum dökkum sokkum (jokkabuxum) við kuldastígvél- in“ sagði Kristín. Við þökkuðum fyrir spjallið og birtum við hér á síðunni nokkr ar myndir sem sýna flugfreyju búninga, bæði þá íslenzku og erlendu. VETUR í BÆ Reykvíkingar hafa kvartað um það á umliðnum árum að veður- farið á íslandi sé að verða eins allt árið, aldrei sumar, aldrei vet- ur. — Nú hefur veturinn þó greini lega heimsótt okkur svo um mun- ar og heyrast fáir kvarta um, að hann sé ekki nægilega hressilegur. Nú þurfa rnenn jafnvel að leita alveg aftur til ársins 1918 til að fá kulda, sem jafnast á við þann, sem verið hefur að undanförnu. Þó að menn verði fljótt leiðir á tilbreytingu eins og þessari, m. a. vegna gangsetningarerfiðleika bifreiðanna, getur vetur konungur verið glæsilegur, þegar hann skart- ar sfnu fegursta. Þær eru t. d. fallegar frostrósirnar og togaramir klakabrynjaðir eru líflegri fyrir augað, en kolrvðgaðir eins og tog- arar virðast alltaf vera. Önnur myndin hér á síðunni er I frá togarabryggjunni, tekin í gær, i en hin frá Ægissíðu, þar sem miðs- ( vetrarsólin slær roðagulli á snævi i og klakaþakta ströndina. ) □ Á árinu 1967 fórust 73 af slysförum hér á landi. Flest urðu dauðaslysin í umferðinni, eða 25. 22 drukknuðu, en 26 fórust með öðrum hætti. Áriö á undan fórust 77 manns hér á landi eða fjórum fleiri en í ár. ★ □ Utanríkisráðuneytið hefur á- kveðið, að frá og með 1. janú- ar 1968 skuli sendiráðið í París annast gæzlu hagsmuna íslands hjá Evrópuráðinu. , Samtímis er feíld aiður staða sérstaks fastafull- trúa meö aðsetri í Bonn. 4 I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.