Vísir - 04.01.1968, Blaðsíða 16
VISIR
Fimmtudagiirt4.jíín. 1968.
/I
¥ið erum va
uð fœkso ku§l
ffyrir þuð##
— Ein litil frostsaga
Það lyftist heldur betur brúnin
á einum borgaranum, þar sem
hann var að basla við að koma
bílnum sínum f gang, þegar tveir
ungir og snaggaralegir menn stöðv
uðu jeppa sinn hjá honum og buö-
ust til að draga. Maöurinn var að
vísu búinn að fá kunningja sinn
til að draga fyrir sig í gang, en
sá var á kraftlitlum bíl, sem hefði
átt í erfiðleikum við að draga hinn
gegnumfrosna bíl í gang. — Jeppi
ungu mannanna var hins vegar vel
Framhald á bls. 10.
'
BJARNADÓTTIR HYGGST
GANGA í ÞAÐ HEILAGA
— Dvelst hér í jólaleyfi ásumf unnusfu sínum
□ Guðrún Bjamadóttir,
sem fyrir löngu er oröin
heimsþekkt Ijósmyndafyrir-
sæta, hefur dvalið hér á Is-
landi undanfarna daga í jóla-
leyfi ásamt unnusta sínum,
Jacques de Nointel, en þau
eru nú á föru. utan, til að
ganga í hjónaband.
Blaðið hafði samband við
Guörúnu í gær þar sem hún
dvaldist hjá foreldrum sínum í
Keflavík, en hún kom til lands-
ins 22. desember. Sagðist Guð-
rún nú vera á förum til Banda-
ríkjanna til að ganga frá ýmsum
pappírum og síðan ætla til
Ítalíu og Suöur-Ameríku til að
vinna. Ekki viidi Guðrún full-
yröa hvenær þau Jacques
myndu ganga í hjónaband, en
sagði að þaö yrði gert í kyrrþei
áður en langt um liði.
Jacques er umboðsmaöur fyr-
ir ljósmyndara og er þetta í
fyrsta sinn sem hann dvelst hér
á íslandi.
„Hvernig lízt honum á land-
iö?“
„Mjög vel, og við höfum
mikinn áhuga á að dvelja hér
á landi einhvem tíma, jafnvel
nokkra mánuöi, á hverju ári, en
ennþá er ekki ákveðið hvar við
munum búa að staöaldri. Ég er
búin að kaupa f búð í Frakk-
landi, en eins og ég sagði fer
ég bráðlega í löng ferðalög á
vegum fyrirtækisins sem ég
vinn fyrir.“
„Ertu orðin þreytt á starf-
inu?“
„Ja, veröur máður ekki
þreyttur á öllu? Annars hefi ég
verið heppin og getað séð mig
mikiö um í heiminum. Það er
auðvitað miklu skemmtilegra
Framhald á bls 10.
Leikur jass fyrir
nemendur í M.R.
Hérlendis er nú staddur iassleik-
arinn Clifford Jordan, 36 ára gam-
all blökkumaður, fæddur í Chicago-
borg í Bandaríkiunum. Hann kom
hér við á leið sinni til New York,
eftir að hafa ferðazt um og spllað
á hljóðfæri sitt, tenór-saxófón,
víða á meginlandi Evrópu.
Clifford Jordan er staddur hér á
vegum Jassklúbbs Reykjavíkur,
en hann mun ekki koma fram á
tónleikum fyrir almenning.
í dag fer fram upptaka á þætti
fyrir sjónvarpið, en í honum
munu koma fram auk Jordans, Þór-
arinn Ólafsson, Pétur Östlund, Sig-
urbjörn Ingþórsson, Rúnar Georgs-
son og Gunnar Ormslev.
Að sjónvarpsupptökunni lokinni
mun Clifford Jordan í kvöld leika
jass fyrir meölimi Listafélags
Menntaskólans í Reykjavík, og mun
hann ekki komið fram víðar hér-
lendis að sinni.
Guðrún Bjamadóttir ásamt foreldrum sinum og unnusta, Jacques de Nointel, að drekka síðdegiskaffið á
Nausti í gær.
Lögreglumenn um frúvísun kjurudoms:
„Gæti haft alvarlegar
afleiðiagar"
Bandaríski jassleikarinn Clifford Jordan ásamt Pétri Ostlund
□ Lögreglumenn í Reykjavík
eru mjög óánægðir með dóm
Kjaradóms í máli þeirra gegn
BorgaHsjööi, en kröfu þeirra var
vísað frá og telur fundur Lög-
regiumannafélags Reykjavíkur
að kjaradeilí þeirra sé óleyst
eftir sem áður. — I fréttatil-
kynningu um fundinn segir:
Á fjölmennum fundi i Lögreglu-
félagi Reykjavíkur, höldnum 28.
des. ’67 var samþykkt eftirfarandi.
„Fundurinn vítir harðlega frávís-
un Kjaradóms í kjaradómsmálinu
nr. 4/1967, Lögreglufélag Reykja-
víkur gegn borgarstjóranum í
Revkjavík, fyrir hönd Borgarsjóðs.
Fundurinn telur, að Kjaradómur
hafi notað hæpin rök um mistök á
onur leggja sitt af mörk-
til H-rimferðar
málsmeöferð sem ljóst er aö enga
þýðingu höfðu, til að skjóta- sér
undan að leggja dóm á ágreinings-
atriði málsins, sem báðir málsaðil-
ar óskuðu þó eftir að gert yrði.
Vegna þessarar frávísunar Kjara
dóms telur fundurinn, að kjara-
deilan sé óleyst, og beri því að
halda samningum áfram.
Fundurinn bendir á. að það geti
haft alvarlegar afleiðingar ef ekki
tekst að leysa deilu þessa á viðun-
andi hátt nú á næstunni.
Því telur fundurinn, að samninga
viðræður milli Lögreglufélagsins og
Reykjavíkurborgar eigi að taka
upp að nýju, og reyna til þrautar
aö ná samkomulagi."
Fundur haldinn í Lögreglufé-
lagi Reykjavíkur 28. 12. ’67 sam-
þykkir, að fela stióm L.R. að
kanna möguleika á að losna undan
Kjaradómi, og veröi talinn mögu-
leiki á því, skal hún láta fara fram
allsherjaratkvæðagreiðslu í félag-
inu um það mál, og í síðasta lagi
um leið og næsta stjórn félagsins
verður kjörin.
Nú hafa verið stofnaðar 24 um-
ferðaröryggisnefndir um landið,
frá Hrútafirði austur og suður um
til Öræfa, að sögn Kára Jónassonar,
fulltrúa Upplýsinga og fræðslu-
nefndar H-umferðar. Meðlimir
þessara nefnda eru u.þb. tvö
hundruð. Ætlunin er að nefnd-
irnar verði 50 til 60 á öliu landinu.
Hlutverk þeirra er, eins og nafn-
ið 'gefur til kynna, að vinna að
umferðaröryggismálum, hver í sínu
byggðarlagi.
Slysavarnarfélag íslands hefur
haft forgöngu um stofnun þessara
nefnda og hafa af þeim sökum
meðal annars valizt konur í nefnd-
irnar, en þær eru sem kunnugt er
'ötular í baráttumálum Slysavarna-
félagsins um land allt.
Að sögn Kára Jónassonar er sá
háttur á hafður um stofnun nefnd-
anna, að þau félög sem starfandi
eru í hverju byggðarlagi þar sem
öryggisnefndimar eru stofnaöar og
áhuga hafa á þátttöku í nefndun-
um, látin tilnefna fulltrúa fyrir
sfna hönd og velst þá að sjálfsögðu
kvenfólk í nefndirnar, enda sýna
þær mikinn áhuga fyrir þeim.
Kári Jónasson sagði aö lokum,
að það væri von H-nefndarinnar,
að þær nefndir s -.1 stofnaðar hafa
verið og stofnaðar yrðú, miðuðu
starfsemi sina ekki eingöngu við
H-daginn, heldur héklu þær áfram
starfi eftir að dagurinn er um garö
genginn.
Reiður, ungur Islendingur i Þýzkalandi:
Sinnaðist v/'ð „spiladós" í
veitingastofu og braut hana
Ungur, íslenzkur sjómaður, sem var ásamt skipsfélögum
sínum á knæpu einni í Bremerhaven nýlegu, fékk sér ein-
um of mikið af hinu sterka, þýzka öli. Fór svo, að honum
sinnaðist við glymskratta veitingahússins, braut allt og
bramiaði þar inni cg var fluttur af „polizei“ í næturgistingu
í þeirra „Síðumúla“.
Um morguninn var pilti
hleypt út, en jafnframt var
hundi hleypt út af lögreglu-
stöðinni og reyndist pilti erfitt
að losa sig viö hvutta. Jafnvel,
þegar hann fór inn á veitinga-
hús til aö slökkva mesta þorst-
ann, kom hvutti á eftir honum
og hélt sig ævinlega í nálægð*
hans. Vakti þptta greinilega at-
hygli manna á næstu boröum
sem þegar færöu sig um set,
þegar íslendingurinn og hund-
urinn birtust í nálægð' þeirra.
Hunc.-.rinn hélt áfram, elti
íslendinginn alla leið um borö,
— og þá var unga manninum
nóg boðiö, steypti sér í koiuna
og steinsofnaði. Þegar hann
vaknaði var hundurinn horfinn,
— sennilega kominn aftur á sinn
vinnustað, til lögreglunnar og e.
t. v. búinn að leiðbeina fleiri
framandi útlendingum í hafnar-
borginni.