Vísir - 08.02.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 08.02.1968, Blaðsíða 1
58. árg. — Fimmtudagur 8. febrúar 1968. — 33. tbl. Fréttamenn í stimpingum á Kefiavíkurflugvelli — SIÁ BAKSÍÐU SKIPULAGÐRI LEIT AÐ HEIÐRÚNU II. ER HÆTT — 3 piltar innan y/ð tvitugt fórust með bátnum — og þrir febgar Öll von er nú talin úti um að skipverjar af vélbátnum Heiðrúnu II frá Bolungavík hafi komizt lífs af. Leitað var í allan gærdag, úr lofti og á sjó. Leit hefur einnig verið gerð hér á fjörum, en ekkert hefur fundizt. — Skipulagðri ieit er nú hætt. Aðeins einn þeirra, sem fóru út með skipið úr höfninni í Bol- ungavík þessa óveðursnótt, var skipverji á bátnum, en hinir fóru með til þess að hjálpa tii við að bjarga skipinu, sem var ekki vært þar í höfninni. Flestir af skipshöfninni voru hins vegar inni á ísafirði, veðurtepptir. Eini skipverjinn af Heiðrúnu II, sení var um borð, þegar hún fórst, var Rögnvaldur Sigurjóns- son, 52 ára gamall. Hann hefur skipstjómarréttindi og var því skipstjóri á bátnum í þessari ferð. Með honum voru tveir ung- ir synir hans, Sigurjón og ^tagn- ar, 17 og 18 ára gamlir. Auk þeirra fóru með í ferð- ina Páll ísleifur Vilhjálmsson, 31 árs kvæntur og faðir eins barns.Kjartan Halldór Kjartans- son, 23 ára, kvæntur og lætur eftir sig tvö börn og Sigurður Sigurðsson, 18 ára. ÉG ÉR HÁLFHRÆDD, ÞÉTFA VERDUR ÉINS OG AD SJÁ VOFU — sagbi Rita Eddom i einkaviðtali við Visi i morgun, áður en hún lagði af stað til Isafjarðar fyrir hádegi 9 Ég er sérstaklega þakklát íslendingum fyrir að bjarga lífi mannsins míns. Ég vií biðja þig að taka þetta sérstaklega fram, því að þetta skiptir höf- uðmáli, sagði Rita Eddom, eiginkona Harrys Eddom, í einkaviðtali við Vísi á Hótel Sögu í morgun, skömmu áður en hún lagði upp til ísafjarðar kl. 11.45 með flugvél F.í. í fylgd með blaðamönnumbrezkablaðsins „Sun“, semhefur kostað ferð hennar hingað og ættingja hennar. — Sérstaklega vil ég biðja þig að þakka smalanum, sem fann Harry, og foreldrum hans, sem hlúðu svo vel að honum. — Ég er eiginlega hálfhrædd við að hitta Harry, þetta verður eins og að sjá vofu, sagði Rita Eddom, þegar tíðindamaður Vís- is spurði hvernig henni liði við að sjá mann sinn eftir aðeins örfáar glukkustundir. — Ég var orðin alveg viss um að hann væri látinn, þegar tilkynning barst um að skipið hefði farizt með allri áhöfn. Þess vegna hélt ég, aö það væri aðeins napurlegt grín illgjamra manna, þegar mér var sagt að hann væri lifandi. Meira aö segja, þegar ég talaði við hann, ætlaði ég varla að trúa þessu. Þetta var svo ótrúlegt. Ég ætla að reyna aö fá Harry til aö hætta siómennsku, en ég ætla ekki að banna honum aö halda áfram á siónum. Ég vissi, þegar ég giftist honum að hann var sjómaður að eðlisfari og ég var búinn að sætta mig viö hið dapurlega hlutskipti sjómanns- konunnar. Harry hefur verið til sjós síðan hann var 15 ára, svo það verður erfitt fyrir hann að söðla um. Honum hefur einnig vegnað vel og komizt til for- ráða. Ef Harrv fer aftur til sjós, vil ég, að brezku togarnir verði látnir hætta að veiða við ís- landsstrendur þrjá verstu mán- uði vetrarins. — Ég hef ekki sjálf tekið þáttsí hreyfipgu „Big Lilli Bilocca", en mér finnst hún hafa unnið athyglisvert starf. Þó veit ég ekki hvort ég fer að taka þátt í hreyfingunni. — Ég er ekki þannig manneskja. Vísir óskaði frú Eddom að lokum gæfu o^ gengis og sagði henni hversu glaðir Islendingar hefðu orðið við fréttina um björgun eiginmanns hennar. — Einkaviðtal Vísis. Þess vegna fyrst og fremst hefðu íslenzku fréttastofnanirn- ar verið svo ákafar í að ræða við hana í gærkvöldi. . Framhald á bls. 10. - Auðvitað hlakka ég til að hitta Harry, en ég er hálfhrædd. Þetta yerður eins og að hitta vofu. Farþegaafgreiðslan eins og fréttastofa — Stöðugur straumur fréttamanna frá Bretlandi — Myndasimsendi komið upp á Isafirði Þetta hefur verið eins og á frétta stofu, sagði einn starfsmanna far- þegaafgreiðslunnar á Keflavíkur- flugvelli, þegar Vísir hringdi þang- að í morgun. Hér hefur verið stöð- ugur straumur fréttamanna, stöð- ugar sfmhringingar — og allar okk > ar ritvélar verið í láni. Enskar fréttastofnanir hafa sent hingað tugi manna til þess að ná fréttum af togaraslysunum og þær hafa ekki horft í kostnaðinn. — I-'ota af gerðinni Bac 111, sem er svipuð Boeing 727 að stærð kom hingað til lands á vegum Associ- ated Press í gærdag og með henni 16 fréttamenn. Einkaflugvélar hafa verið í stöðugum ferðum vestur á Isafjörð með blaðamenn og ljós- myndara. Þar vestra hefur veriö komið upp tæki til þess að sím- senda fréttamyndir. en hér á landi voru aðeins tvö tæki slík fyrir, annað hiá Landssimanum, hitt hjá Sjónvarpinu. Gífurlegt álag hefur verið á sím anum til Isafjarðar. þessa dagana og hefur Landssíminn beint þeim tilmælum til ísafjarðarbúa að láta ekki börn liggja í símanum né nota hann að öðru leyti að óþörfu. Milli 3Ó og 40 fréttamenn og Ijósmyndarar sóttu að frú Ritu Eddom konu skipsbrotsmannsins, sem bjargaðist af togaranum Ross Cleveland, þegar hún kom hingað til lands í gærdag, en brezka dag- blaðið „The Sun“ hafði boðið henni hingað til lands og aö auki álitlega fjárupphæð (200 þús.), gegn því að hún talaði ekki við aðra blaða- menn en þess. — Varð mikill fyrirgangur i fréttamönnum út af þessu vegna komu frúarinnar. að ekki sé meira sagt, en fréttamenn 'frá „The Sun“ vernduðu frúna fyr- ir allri ágengni. Á Hótel SögU var alveg troðið hús, að því er afgreiðslan tjáði Vísi í morgun. en þar gistu þá minnst 30 blaðamenn. Sjö fréttamenn gistu að Hótel Borg og enn aðrir hafa aðra samastaöi. Yfir fimmtíu fféttamenn hafa lagt leiö sína hér um vegna þessara atburða og Isafjörður er allt í einu orðinn vettvangur heirr^sfrétta. — Blöð og fréttastofnanir^ um alla Evrópu hafa birt fregnir af skip- töpunum og giftusamlegri björgun skipbrotsmanna og þá ekki slzt F.ddoms, hins eina. sem af komst af áhöfn Ross Cleveland. Komust ekki í tal- stöðina fyrir eldinum Vélbáturinn Ver frá Akranesi var dreginn brennandi til hafnar i gær, en eldur kom upp í -bátnum, begar hann var kominn um 7 mílur út frá Akranesi. Skipverjarnir komust ekki að talstöðinni til þess að senda út neyðarkall, þar eð eld- urinn var magnaður í brúnni og settu þeir þá út gúmmíbát og skutu upp neyðarblysi. Margir bátar voru þar á næstu grösum og kom Keii- ir frá Akranesi skipverjum til hjálpar. Dró hann Ver inn til Akra- ness, en skipveriar byrgðu eldinn, og var hann fljótslökktur þegar til Akamess kom, en gúmmíbáturinn siitnaði aftan úr á leiðinni og tap- aðist.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.