Vísir - 08.02.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 08.02.1968, Blaðsíða 7
7 V1S IR . Fimmtudagur 8. febrúar 1968. morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun u iJ-uuu Blffl ■B Myndin er af flóttafólki í bæ í S.-V. Lengst til vinstri er sandpokabyrgi bandarískra Iandgönguliða, sem skiptast á skotum við Víetcong-hermenn. En ganga flóttafólksins heldur áfram, dauði eða limlesting kann að vera á næsta leiti, en kannski eitthvert skýli. Á meðan líf er, er vðn... Flóttamenn í S-Vietnam orðnir V2 milljón — sennilega miklu fleiri Norski læknirinn Sverre Kilde, sem er aðalfulltrúi AlþjóOa Rauða ■ krossins í S uður-Vfetn am, telur flóttafólk í Saigon nú vera um 100.000. Hann sagði við fréttamann Afp- i fréfctastofunnar, að aðstreymið til miðstööva, sem hann bæri á, væri svo mikið, að menn . njundu brátt enga hugmynd hafa ' um hvað hægt væri aö gera fyrir ‘ þetta fólk. Á meðan Kilde iæknir var að tala Viðræðurnar í Panmunjom Bandaríkjastjóm fullvissaöi stjóm Suður-Kóreu um, að í Panmunjom j sé ekki rætt eingöngu um Pueblo- •nnlið, heldur og um það að Norður- Kórea hætti að lauma flugumönn- um inn í Suður-Kóreu til hermdar- verka. Suður-Kóreustjórn hafði sent i Bandaríkjastjórn mótmæli út af þvi, að það væri eingöngu rætt um Pueblomálið í Panmunjom og; sð vanrækt væri af fuiltrúum' Bandaríkjastjórnar aö ræöa hitt' málið. Suður-Kóreustjórn mótmælti líka, að henni hefir veriö meinað að hafa fulltrúa á viðræðufundun-1 um í Panmunjom. við fréttamanninn í aöalstöð Rauða krossins i Saígon var þangað stöð- ugur straumur flóttafólks, sem tyllti sér á tröppur eða eiphvers staðar ' í húsagaröinum, þar sem pláss var að hafa. Yfirvöldin í borginni ætla, að í Saigon einni séu nú 80.000 manns, serh ekki hafa þak yfir höfuðið, en Kilde læknir heidur því fram, að þeir séu miklu fleiri. Þannig hefðu sjálfsagt margir verið strikaðir út af nafnalistum í miðstöðvunum, og ekki taldir með, en þetta fólk hefði haldið eitthvað áfram upp á von og óvon — og væri áfram flóttafólk. I fréttastofufregn frá Reuter seg- ir, að 50 bandarískar konur, sem starfað hafa sem trúboðar í S.-V., verði sendar heim vegna .þess að styrjaldarhorfur hafa versnað. Eins og fyrr hefur verið getið í fréttum voru 6 trúboðar myrtir af skærulið-! um í Ben Me Thout í fyrri- viku. Með trúboðunum fara börn undir skólaskyldualdri. — Fólkið verður fiutt í flugvélum hersins. Um 2000 bórgaraiegra btétta menn voru drepnir í fyrri viku að því er seinustu skýrslur herma. Endanlegar tölur fyrir vikuna eru ekki fyrir hendi og geta hækkað mikið, en 7000 almennra borgara hafa særzt í seinustu bardögum. Um 35.000 mannabústaðir hafa ver- ið eyðilagðir, þar af 10.000 í Saígon einni. Taismaður hins opinbera segir flóttafólk nú vera Iangt yfir háifa milljón. Samkvæmt bráðabirgða- skýrshim eru flótlame.nn 289.864. Lang Vei fallin 18 sfúdentar farast Átján mexikanskir stúdentar hafa farizt í hríöarbyl, sem skall á þá í fjallgöngu um 65 km. frá j Mexíkö-borg. Þyriur hafa þegar flutt 7 lík tilj borgarinnar. Norður-Víetnamar hafa tekið varnarstöðina Lang Vei, nálægt Khe Sahn, en hún var varin af bandarísku liði, sérþiálfuðu. flokki fjallabúa og -.erflokki frá Lagos, sem flýði yfir landamærin undan kommúnistum. Fjallastöð þessi féll eftir 7 klukku stunda skothríg úr fallbyssum og sprengjuvörpum. — Nokkur hluti vamarliðsins komst undan. í frétt- um í gærkvöldi var sagt, að verj- endur hefðu eyöilagt 5 af 9 skrið- drekum sem Norður-Víetnamar tefldu fram. Er nú búizt við megináhlaupi á Khe Sahn. Sagt er frá bardögum í Hue og Saígon. Fréttamenn segja að flótta- mönnum háfi fjölgað um fjórðung úr milljón í vikunni sem leið og gizkað sé á, að þeir séu 2 milljónir í landinu og hafj því einn af hverj- um 8 landsmanna ekki þak yfir höfuðið. Wilson kominn til Washington Harold Wilson, forsætisráðherra Bretlands, er kominn til Bandaríkj- j anna til viðræðna við Johnson for- j .1 Alsírháskóla lokað í Algeirsborg hafa stúdentar við Alsírháskóla neitaö að sækja tíma undangengna 4 daga. Er þaö gert í mótmælaskyni vegna þess, að þjóðfrelsisráðiö hefir samþykkt aö hafa eftirlit meö kosningum innan vébanda samtaka stúdenta. í fyrrad. kom til átaka milli stúd- enta og lögreglunngiyog vo.ru 50 stúrtentar handteknir. Síðari fréttir herrna, að háskól-1 anum hafi verið lokað. Frakklandsheimsókn Arefs Iraksforseta hafin Vill kaupa af Frökkum Mirage-t>otur og ónnur hergógn seta. i Þeir munu ræða Víetnamstyrjöld ! ina, áformin um burtflutning brezks ! herliðs frá stöðvum austan Súez, jviðskiptj og viðleitni beggja land- í'anna til þess ag draga úr óhag- ; stæðum greiðslujöfnuði og fleira. Wilson vildi lítið láta eftir sér I hafa, er hann ræddi við frétta- ■ menn í New York við komuna j þangað, nema að hann vonaði að ; viðræðumar reyndust gagnlegar ibáðum löndunum. Frá Washington fer Wilson til New York og Ott- , awa. Abdul Rahman Aref, forseti Ir- aks, kom í gær í opinbera heimsókn til Frakkiands. De Gaulle ríkisfor- setj bauð hann velkominn, og Pompidou forsætisráðherra, Couvé de Murville utanríkisráðherra og Pierre Messmer landvamaráðherra. Með Aref forseta voru nokkrir helztu ráðherrar. Mikið er rætt um, að írak óski að kaupa frönsk hergögn og Mir- age herþotur, sem reyndust vel sem kunnugt er í júnístyrjöldinni í fyrra og-er yfirleitt búizt við, að af samn- ingum verði — og ag de Gaulle af- létti þá um leiö eða skömmu síðar banninu frá í fyrra á sölu her- gagna til fsraels og Arabalandanna. Skattur á bandaríska ferðamenn Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Fowler, hefir lagt til, að Iagður verði sérstakur skattur á banda- ríska ferðamenn sem eyða yfir 7 dollurum erlendis. . Þingið yröi að samþykkja tillög- una, sem þegar veldur deilum. □ Pierre Harmel, utanríkisráð- herra Belgíu, sagði í gær, að hann væri sannfæröur um, að samkomu- lag mundi nást milii Efnahagsbanda lagsins (EBE) og landanna, sem sótt hafa um aðild að því, en það gæti tekið nokkra mánuöi að ná samkomulaginu. Öll sex EBE- löndin væru einhuga um að halda áfram að leita hinnar réttu leiðar til þess að „hnýta saman þræðina". □ Heiibrigðisyfirvöldin á Sikil- ey geröu ráðstafanir til þess í gær, að ná sem skjótast í lyf, sem mikil þörf væri fyrir í baráttunni gegn heilahimnabólgu, sem 73 börn á landskiálftasvæðinu hafa veikzt af. Seinustu 4 daga komu til sögunnar 13 ný tilfelli. Alls er um 58 tilfelli aö ræða í Palermo og er þar aöai- lega um börn að ræða, sem flúið höfðu frá bæjum sem hrundu í landskjálftunum. □ Áreiðanlegar heimildir eru sagðar fyrir því í Moskvu, að 50 sovézkir menntamenn hafi í lok janúar skrifað ríkissaksóknara- og hæstarétti og farið fram á, að efnt yrði til nýrra réttarhalda gegn Juri Galanskov, Alexander Gins- burg, Veru Lasjkovu og Alexei Dobrovolski. í bréfinu var sagt að fyrri réttarhöld hefðu verið „uppgjörj,1 yfirvaldanna viö fólk,, sem þeim haföi mislíkað við, og ver ið með þeim hætti, aö almenningur hafi aldrei getað gert sér grein fyr- ir málinu og aðstæðum öllum. □ Frétt frá Aþenu hermir. að 16 liðsforingjar — þar af 6 hershöföingjar — verið settir á eftirlaun. Er þannig haldið áfram aö flæma úr hernum alla liösfor- ingja vinveitta Konstantin konungi. Vikið hefir verið frá alls 79 liösfor- ingjum í landher og flugher eftir hina misheppnuðu byltingartilraun konungs, □ Bandaríska landvarnaráöu- neytiö hefir vísaö á bug allri gagn- rýni á tölur bess um mannt'ón Vietcong í sókninni, sem í fyrrádag var taliö vera komið yfir 21.000. Ráöuneytið segir nákvæmar taln- ingar liggja til grundvallar öllum tilkynningum um manntjón. □ Quang Quang Minh ambassa- dor Vietcong í Moskvu segir, aö sókn Vietcong gegn Bandaríkja- mönnum veröi hert æ meira. Hann hafnaði alh: samvinnu Vietcong við stjórnina um myndun sam- steypustjórnar. Hann kvað það róg einn, að Noröur-Vietnamar hefðu barizt með Víetcong í sókninni. □ 1 fyrradag var felld í belgiska þjóðþinginu tillaga frá jafnaðar- mönnum um vantraust á ríkis- stjórnina, 78 greiddu atkvæði með vantrausti og 118 á móti. Flæmskir stúdentar mótmæltu í fyrradag, að fluttir væru fyrirlestrar á frönsku í Louvain (Löwen)-háskóla. Deilan um þetta hafði teflt stjórninni í hættu, sem hefir nú verið afstýrt — að minnsta kolti í biii. □ Fulltrúi Rúmeníu á afvopnun arráðstefnunni i Genf hefir gagn- rýnt uppkast Bandaríkjanna op Sovétríkjanna að kjarorkusáttmálr (bann við dreifingu kjarnorkn vopna) og krafðist tryggingar fyrir að kjarnorkuvopnum yrði ekki beitt gegn þjóðum, sem ekki eiga kjarn- orkuvopn. Rúmenía fer hér sínar eigin götur eins og áður í seinni tið, en hin kommúnistalöndin fylgja Moskvulínunni í málinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.