Vísir - 08.02.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 08.02.1968, Blaðsíða 12
72 V1SIR . Fimmtudagur 8, febrúar 1968. KVIKMVNDASAGA EFTIR A B QOTHRIE 3r- Ég er feginn að þú ■ skulir spyrja að því. Það er heiðarlega spurt og heiðarlegt svar skaltu líka fá. John Sutter höfuösmaður þama í Sacramento-dalnum, reiknaöi dæmið þannig, að kannski yrðu það einhverjir, sem hefðu fengið nóg af erfiðleikunum þegar hingað kæmi og vildu þvi heldur fara til Kaliforníu en halda áfram til Oreg- on. Og hann segir við mig rétt sísvona: „Caleb karlinn ... hérna ■'ru rokkrir aurar í ellistyrk, og •'o finnst'mér að þú ættir að skreppa upp í Hall-virki og vísa bví fólki leiðina hingað, sem hing- að vill fara. Fvrirtaks maöur, John Sutter. og tekur vel á móti land- nemum, það gerir hann“. „Berðu þeim manni' kveðju mina“, mælti Lije Evahs, „én þeir, sem vilia verða mér samferða, halda áfram til Oregon". Hann sá að Patch kinkaði kolli til samþykk- is, Daughtery, Mack, Gorham og séra Weatherby. Honum þótti vænt um það, að þeir skyldu standa stöðugir við fvrri ákvörðun sína, og vænt um að þeir skyldu sýna honum traust. „Og ég geri fast- lega ráð fyrir aö við komumst heilu og höldnu“, bætti hann við. Það var uppgjafarhreimur í rödd Grants höfuðsmanns. „Þið haldið áfram til Oregon, auðvitað" sagöi hann. „Þangað er för ykkar heit- ið . ..“ Summers reis á fætur. Evans sá að Brownie var kominn inn í virkisgarðinn og beið. Það var á- bvggjusvipur á andliti nans, að Evans sýndist, en sennilega var bað rökkrið sem gerði. „Ertu að svipast um eftir mér, drengur?" spurði hann. „Nei“, svaraði Evans. „Það er dálítið, sem mig langar til að ræða við Dick“. Þegar Summers varð gengið framhjá Greenwood gamla, mælti hann glettnislega: „Þú mátt herða betur róðurinn, Caleb, ef duga skal“. Svo hvarf hann út um hlið- ið á eftir Brownie. Tuttugasti og fjórði kafli. „Var einhver aö spyrja eftir mér?“ sagði Dick, þegar þeir voru komnir út fyrir. Brownie svaraði ekki, og enn gengu þeir nokkum spöl. Loks nam pilturinn staðar. „Hefurðu tíma til að tala við mig stundar- korn?“ spurði hann niðurlútur. „Auðvitað, drengur minn . .. nóg an tíma“. „Reyndar býst ég ekki við, að þú hafir áhuga á þessu vandamáli mínu“ mælti pilturinn. „Þú ert dálítið lenpi að komast að efninu. þvkir mér. Láttu það brv-na' Brownie bærði varirnar, ep sagði ekki neitt. „Þetta er ekki sem beztur stað- ur til aö ræða vandamál“ sagði Dick. „Við skulum koma niður að ánni. Það er ekki svo langt und- an . .." Pilturinn kinkaði kolli. „Ég er feginn því að bú skvld- ir koma til mín“, sagði Dick. ..Satt bezt að segia var ég oröinn dauð- ’eiður á úrtölunum og þvaðrinu í Greenwood pamla. Það var eins og hann vildi telia fólki trú um, að enginn kæmist t.il Willamette nema bi"linn fljúgandi!" Brownie spurði annars hugar: „Hélt hann því fram?“ „Því sem næst. Hann vissi hvað hann var að gera, gamli maðurinn. Og ekki er ég frá þvf, að sumir j hafi lagt trúnað á það, sem hann j sagði“ „Það hefur ekkert áhrif á þig, | Dick, eeri ég ráð fyrir. Þú hefur j aldrei áhyggjur af neinu". „Oó-jú, því miður hef ég mínar | áhyggjur. En ekki af því, sem j Greenwood lætur sér um munn i fara. Ég tek það ekki alvarlega." Þeir voru komnir niöur að ánni og tóku sér sæti á bakkanum. — Brownie tók kalgrein og varpaði henni í myrkan strauminn, sem hreif hana óðar á brott með sér. Fiskur stökk unp úr vatninu skammt undan bakkanum, og heyrðist skvetta, þegar hann skall niður aftur. „Það er nóg af fiskinum hérna, allan ársins hring“, sagði Dick. „En það kemur varla fyrir að vís- undar sjáist þegar dregur lengra j vestur. Það er gallinn við Oregon, ' ekki neinir visundar ...“ Brownie svaraði honum ekki, en Dick hélt , áfram að skrafa engu að síður. Hugsaði sem svo, að orð leiddi af orði, og spurði sjálfan sig hvað það gæti eiginlega verið, sem drengurinn hafði slíkar áhyggjur af. Sennilega var það eitthvað smá- vægilegt, unglingum á þessum aldri var gjamt að gera úlfalda úr mý- flugu. „Nú eigum við yfir fjöll að fara, hærri fjöll en þú hefur nokkum tíma augum litið, piltur minn. Snjór á tindum, beljandi ár í djúpum gljúfrum, stórbrotið lands lag, dálítið erfitt yfirferðar, en ekki svo aö neinn þurfi að hafa áhyggj- ur af því.. .“ „Ég er ekki heldur að hugsa um það ...“ „Ekki það? Jæja, hvað er það þá, sem veldur þér á'hyggjum?" „Hjónabandið ...“ sagði hann. Hreytti orðunum út úr sér. „Ég er að hugsa um að gifta mig“. „Ekki er neitt rangt við það, piltur rninn". „Ég á svo erfitt með að taka fasta ákvörðun. Og þú ert eini maðurinn. sem mér finnst ég geta leitað ráða hjá", mælti Brownie lágt. Summers sleit upp strá og brá þvf í munn sér. Það var strax komið haustbragð af þvf. „Það er kannski ekki rétt að vera að tala um þetta við þig“, sagði Brownie „En ég varð að tala við big,... en ég kem ekki orðum að því. ..“ ,*Það fer ekki lengra, góði. Ég er orðirm svo glevminn, að ég man ekki orð af orði“. ,,Ég hefði heldur ekki leitað til þín, ef ég hefði ekki álitið að þú gætir ráðið mér heilt". „Er nema um tvennt að velja, piltur minn — hrökkva eða stökkva?" „Það er svo margt, sem þarf athugunar við ...“ Svör... fólk vildi alltaf fá ó- yggjandi svör við hverri spurningu, hugsgði Dick Summers. Endanleg svör. Gerði sér ekki ljóst, að ekk- ert svar gat verið rétt, nema á þeirri stundu, sem það var gefið — þegar bezt lét. Það, sem virtist satt og rétt í dag, var allt annað á morgun. Þar kom svo margt til greina. Allt var breytingum háð, ekki hvað sizt sá, sem spurði og hinn, sem svaraði. „Setjum sem svo, Dick .. „Já, setjum sem svo .. „Setjum sem svo, að það sé stúlka . .. og ungur maður, sem er staðráðinn f að kvænast henni, ef hún segir já“. „Ekki er það víst neitt óal- gengt", mælti Dick Summers. „Og setjum sem svo, að hann kæmist að einhverju, í sambandi við hana?“ Brownie starði ofan í myrkan strauminn við bakkann. „Þá er betra fyrr en seinna", sagði Dick. „Að verið gæti að hún gengi með bami?" „Fer nokkuð eftir þvf hvaðan hann hefði þá vitneskju, piltur minn. „Frá henni sjálfri", mælti Brownie enn. „Og setjum sem svo, að hún væri ekki viss um hvort henni þætti vænt um manninn, sem vildi kvænast henni, en þætti vænt um hann samt, og væri nauð- bevgð til að giftast einhverjum?" Nú fyrst skildi Dick hvemig í öllu lá. Skildi hvílíkur sársauki bað var. sem knúði piltinn til að leita ráða, hve rfka þörf hann hafði •b’rir samúð og holl ráð. „Hvað um hinn, Brownie? Mann- inn. sem leiddi hana afvega?" „Ég sver það, Dick, að ég skal myrða hann fyrr eða sfðar. Fjand- inn hafi það!“ „Svona nú.,, stilltu þig gæö- ingur...“ RYDVÖRN Á BIFREIÐINA Þér veljið efnin, vönduð vinna. Gufuþvottur á mótor kostar kr. 250.00 Gufuþvottui, albotnþvottur.undirvagn kr. 600.00 Ryðvörr. undirvagn og botn. Dinetrol kr. 900.00 Ryðvöm undirvagn og botn, Tectyl kr. 900.00 Ryðvörn undirvagn og botn Encis fluid kr. 600.00 Ryðvöm undirvagn og botn Oliukvoðun kr. 450.00 Alryðwöm. Tectyl utan og innan kr 3500.00 Ryðwarnarstöðin Spitalasfig 6 FLJÓT OG GOÐ ÞJONUSTA. ÓDÝR 0G GÓD ÞJÓNUSTA nokkrum þeirra." og 6vopnaður.“ ÞVOTTAÞJÖNUSTA BIFREIÐAEIGENDA I REYKJAVIK SlMI: 36529 ÞV0IÐ OG BÖNIÐ ■BlLINN YÐAR sjalfir. aldrei les auglýsingar tx54 Eldhúsið, sem allar húsmœður dreymir um Hagkvœmni, stílfegurð Skipuleggjum og gerum yður fast verðtilboð. Leitið upplysinga. og vönduð vinna á öllu t f 1 1 1 1 LAUQAVEQI 133 slrql 11785 ?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.