Vísir - 08.02.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 08.02.1968, Blaðsíða 10
V1SIR . Fimmtudagur 8. febrúar 1968. Veðrib • dag Hægviðri létt- skýjað, frost 5-10 stig. HEIMSÚKNARTÍMI Á SJÚKRAHÚSUM EUiheimilið Grund.. Alla daga kl. 2-4 og 6.30-7 Fæðingardeild Landsspítalans. Alla daga kl. 3—4 og 7.30 — 8 Fæðingarheimili Reykjavíkur .lla daga kl 3.30—4.30 og fyrir feður kl 8—8.30 Kópavogshælið Eftir hádegi daglega. Hvítabandið. Alla daga frá kl 3—4 og 7-7.30. Farsóttahúsið. Alla daga kl 3.30-5 og 6.30-7. Kleppsspítalinn. Alla daga kl 3-4 og 6.30—7 Æfingatafla knattspyrnudeildar K R. 5 flokkur Sunnudaga kl 1.00 Mánudaga kl 655 Föstudaga kl 6 55 4. flokkur Sunnudaga kl 1 50 c'immtudaga kl. 745 3 flokkur Sunnudaga kl 2 40 rimmtudaga kl 8 35 2 flokkur Mánudaga kl 9 25 Fimmtudaga kl 10 15 Meistara- og 1 flokkur Mánudaga kl 8 35 'hmmtudaga kl 9.25 „Harðjaxlar“ Mánudaga kl 7 45 Flugvélm komin á Reykjavíkurflugvöll. Úlpu og korti — til piltsins sem varð eftir uppi á Esju Eins og sagt var frá í fréttum f blaðinu i gær, var lítilli flug vél lent uppi á Æsj u í fyrradag og sþrakk annað dekk vélafinn ar við lendinguna og varð flug maðurinn Þórólfur Magnússon að skilja farþega sinn, sem einn- ig er flugmaður, eftir uppi á Esju, og komst hann niður til byggða eftir talsverða hrakn- inga, en mjög hált var og bratt að komast niður fjaliö. Blaðið hafði samband við pilt- inn sem eftir varð uppi á Esju, en hann heitir Kolbeinn Sigurðs son og er flugmaður. Sagöi hann að þeir hefðu verið í æfinga flugi og í stöðugu sam- bandi við flugturninn, og hefðu þeir tilkynnt að þeir myndu fara út úr vallarsvæði. Sagði Kolbeinn að vél þessi væri sérstaklega gerð til að lenda á mjög stuttum flugbrautum og tryggð til aö geta lent hvar sem væri. „Veðrið var einstaklega fall- egt“, sagði Kolbeinn, „og við tókum nokkrar ljósmyndir og könnuðum ýmsa staöi þar sem hugsanlega væri hægt að lenda. Við ákváðum svo að lenda uppi á Kistufelli, en þar er mjög góður lendingarstaður en vorum svo óheppnir að rekast á hvassa K.F.U.M. K.F.U. M. - A. D. Aðaldeildarfundur í húsi félags- ins við Amtmannsstíg kl. 8.30 í kvöld. Séra Magnús Guðmundsson, fyrrv. prófastur flytur erindi um Pál Jónsson biskup. Allir karl- menn velkomnir steinnibbu sem stóð upp úr kla&unun, meö þeim gfleiðing- úm að dekkið sprakk. Það var allt of mikil áhætta að reýna að komast í loftiö með okkur báða innanborðs, og ég ákvað að verða eftir og reyna aö kom- ast niður fjallið, en ég þekki talsvert til á þessum slóðum. Helgi Jónsson, flugmaður var á flugi þarna um þetta leyti og hafði einhvérn pata af hvað gerzt hafði og eftir að Þórólfur var kominn I loftið, varpaði Helgi niður til mín korti með leiðinni niður fjallið og úlpu, en ég var fremur létt klæddur. Ég lagöi svo af staö niður Bleiksdal, þar sem ég vissi að mjög erfitt yrði að komast niður Gunn-' laugsskaröiö. Það var mjög hált alla leiðina og ég varð að höggva mig áfram niður klakabeltin og var ekki kominn niður á þjóðveginn fyrr en und- ir kvöld, en þá var orðið mjög kalt í veðri. Þar náði ég mér í bíl og komst í bæinn.“ Þess má geta að Þórólfur Magnússon er miög vanur flug- maður. en vél þessari hefur m.a. verið lent í Surtsey og á fleiri stöðum þar sem flestar aðrar vélar gætu alls ekki lent. Harry Eddom — Hann beið £ morgun á sjúkrahúsinu á ísa- firði eftir konu sinni frá Reykja- vík. IHÖBÐIIR E1\.4RS80\ HÉRAÐSDÓMSLÖGMAÐUR n< ti'un i sskhiisi oiw Túngötu 5. - Sími 10033. Wegeggerðin — Framhaid af bls. 1G. í meðferð af svona stórvirkum tækjum ag vera, en þau munu vera 17—20 tonn með öllum snjómoksturstækjum. Eylands kvað veghefilinn, sem fer í Borgarnes, múndu veröa kominn þangað um helgina, og verða reyndan á norðurleiðinni á þriðjudag, en á. þriðjudögum og föstudcgum er b'lum hjálpað yfir heiðina. Þá mun verða kom inn hingað til nokkurra daga dvalar og leiðbeiningúr norskur maður, sérfræöingur í. notkun slíkra tækja við snjómokstur. AæfSun um skólu- ufvinnu oy snm- göngumúl Norður- Innds lokið á þessu ári Lokið er nú víðtækri gagnasöfn un og undirbúningi Noröurlandsá- ætlunar og standa vonir til , að hún verði fullgerð á þessu ári. Fyrst verður lokið áætlun um þróun samgöngumála á Norður- landi, síðan áætlun um þróun skóla mála og í þriðja lagi verður svo lögð áherzla á athugun á at- vinnumálum Norðurlands. Þessar upplýsingar komu fram í svari Magnúsar Jónssonar, fjár- málaráðherra, við fyrirspum nokk- urra þingmanna á fundi sameinaðs Alþingis í gær. Hann sagði, að ljúka hefði átt áætlunargerðinni fyrir síðustu ára mót og hefði Efnahagsstofn. haf- iö starf sitt í marz 1968. Um sum- arið það ár hefðu starfsmennirnir ferðast um Norðurland, skoðað op- inberar stofnanir, flest atvinnufyr- irtæki, og framkvæmdir og rætt við sveitarstjórnir, sýslunefndir, forystumenn verkalýðsfélaga og atvinnurekendur. Gengið hefði ver- ið frá bráðabirgðaskýrslum um hvern stað og þær afhentar stjórn Atvinnujöfnunarsjóðs og ríkis- stjórninni. Síðan átti að ljúka heild arskýrslu um Noröurland allt og á grundvelli hennar að vinna að áætlunargerðinni, en á fyrri hluta ársins hefði sá starfsmaður Efna- hagsstofnunarinnar, sem að þess- um málum vann, hætt störfum hiá henni. Hefði það valdið truflun ,á starfinu og töfum. Nú hefur hins vegar verið ráð- inn nýr maður til Efnahagss.tofn- unarinnar, sem starfa mun sérstak- lega að gerð Norðurlandsáætlun- Hún sagði — Framhald af bls. 16. um leið og frúin gekk niöur landganginn, að hún var ákveöin í að ræða ekki við aðra frétta- menn en frá „Sun“, sem gengu þétt með henni og vörðu hana með öllum tiltækum ráðum gegn öðrum. Mikill eltingarleikur hófst þegr ar við flugvélina og þyrptust tugir fréttamanna og ljósmynd- ara aö frúnni, sem fréttamenn ,,Sun“ hálfdrógu og báru inn í flugstöðvarbygginguna. Hersing- in ruddist í gegnum tolleftirlit- ið og sópaðist einstaka farþegi með í gauraganginum og er ekki grunlaust um að nokkrir hafi komizt í gegn án tollskoðunar. Þegar inn í bygginguna var komið hélt eltingarleikurinn á- fram um alla bygginguna, en blaðamenn „Sun“ fundu hvergi afdrep fyrir frúna, þar sem hún gæti verið óhult fyrir frétta- mönnum. Barst eltingarleikurinn vítt og breitt um bygginguna, inn ganga, út ganga, upp og nið- ur stiga og í hringi í nokkrum sölum. Það var ekki fyrr en blaðamö.nnum „Sun“ hugkvæmd ist að setja frúna inn á kvenna- salerni, sem hlé varö á þessum ægilega eltingarleik. Upphófst nú mikið laumuspil meðal fréttamanna, þar sem hver hugsaði sitt. Fréttamenn „Daily Express" virtust eiga mestar líkur á því að stela frúnnj frá „Sun“, þar sem þeir höfðu verið svo hugkvæmir að leigja Bjöm Pálsson með sína beztu flugvél, TF-VOR. — Stóð vélin tilbúin á vellinum til að flytja frúna meg hraði til ísa- fjarðar, þar sem eiginmaðurinn liggur á spítalanum. Buðu frétta- menn „Daily Express" frúnni þann greiða að flytja hana vest- ur gegn því að hún gerðj þeim greiða á móti. Við þessa hugsun setti hroll að „Sun“-mönnum, enda voru þeir fljótir til ag snara frúnni út í leigubíl, sem átti að flytja hana með hraði í Hótel Sögu. Björn Pálsson hljóp þá t»l, sagði bílstjóranum að aka stóran hring á flugvellinum til að hrista af sér blaðamenn og koma síð- an með frúna að flugvélinni, þar sem hún stóð tilbúin. Hélt hann þá eins og raunar fleiri, ag það hefðu verið „Sun“-menn, sem hefðu tekið vélina á leigu. „Sun“-mönnum Ieizt illa á þessa hugmjmd, enda hefðu þeir orðið 2000 sterlingspundum fá- tækari ef af þessu hefði orðið Skipuðu þeir bílstjóranum að aka til Reykjavíkur og hlusta ekki á aðra en sig. Frúnni var komið fyrir á Hóti el Sögu og lokuð þar vendilega inni. Eftir sátu aðrir blaðamenn með sárt ennið, sérstaklega þeir erlendu. — fslenzkir blaðamenn tóku þessu flestir rólega, höfðu aðeins gaman af. Einstaka ís- lenzkur blaðamaður sýndi þó. að hann gæti orðið góöur brezk- ur blaðamaður. — Hún sagði eitt orð, sagði einn blaðamaður BBC, — but blasted. I can’t remember what it was. r: -T- wstimuwr* • BELLA Ég er byrjuð í megrun. Mat- seðillinn samanstendur af humar og rækjum í allar máltíðir, hvít- vín með og jarðarber á eftir. Ertu með? Einkaviðtal Vísis Framhald at bls. 1 — Ég vildi einnig gjaman tala vildi einnig gjarnan tala við íslenzku pressuna, en það var ekki hægt að koma því við vegna gauragangs í brezku blaðamönnunum, sagði frú Edd- om. Undir þetta tóku þeir „Sun“ menn. Þeir sögöust aldrei hafa orðiö vitni að öðrum eins gauragangi og eru þeir þó mörgu slæmu vanir í þeim efn- ar og hafa aðsetur á Akureyri. iStæðu því vonir til, að hún yröi fullgerð á þessu ári. Ráðherrann minntist á athugun á atvinnumálum á Norðurlandi og sagði að fullt samráð vrði haft um þá hlið málsins við Atvinnu- jöfnunarsjóð. Hann kvað ekki að- eins mikilvægt að ljúka áætlunar- gerðinni, heldur þyrfti einnig að vera fyrir hendi fjármagn og væri þaö í athugun hjá ríkisstjórninni, hvort unnt yrði að afla fjár til Norðurlandsáætlunar með svip- uðum hætti og til Vestfjarðaráætl- •, en niðurstaða lægi ekki fyrir. BORGIN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.