Vísir - 08.02.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 08.02.1968, Blaðsíða 4
 Nútímamaðurinn Maurice Chevalier ☆ Rokksöngvarinn frægi, EIvis Presley, er nú loksins orðinn fað- ir, en fyrsta febrúar sl. ól kona hans, Ann Beaulieu, honum dótt- ur. Elvis er af léttasta skeiöi rokk- söngvara, þar sem hann er orö- inn 32 ára gamall, en þrátt fyrir það viröast vinsældir hans ekki dvína og hann hefur um árabil verið einn vinsælasti skemmti- kraftur Bandaríkjanna og sungiö inn á fleiri plötur og leikiö í fleiri myndum en flestir aðrir. Maurice, sem ennþá er tölu- vert upp á kvenhöndina, ásamt Shirley MacLaine og Geraldine Ghaplin. Núna er komin á markaðinn LP piata meö Maurice Chevalier sem nefnist ,,a 80 berges“, sem mundi þýöa ,,80 ára.“ Mauricé hefur nú aö undanförnu skemmt í Tívolí í Kaupmannahöfn og ekki látið á sér sjá nein ellimörk. ,T.d. sagði hann þar á sviöinu: ,,Ég kýs að lifa og hrærast í nútíöinni." ý '--..W r . átti að fara í bankann — fór í staðinn til Himalaya ☆ Bob Dylan kom fram og skemmti í Camigie Hall fyrir stuttu, í fyrsta sinn síðan i ágúst 1966. Á dagskrá auk hans voru 7 aðrir frægir þjóðlagasöngvarar, en til þessarar söngsamkomu var efnt til fjáröflunar, sem varið skyldi til heilbrigöisþarfa, eöa til þess að ráða bug á sjúkdómi, sem varð Woody Gutrie að bana, þeim fræga ameríska söngvara, en hann lézt á siöasta ári: Bob Dylan hefur farið sér hægt, síð- an hann lenti í slysi á mótorhljóli fyrir 17 mánuðum siðan og hvergi komið fram fyrr en þarna. Það er vart einleikiö, hversu mik- il áhrif blaðaskrif geta haft — af því hafa blaðamennirnir á „B. T.“ fengið bitra reynslu. Blaöiö sendi mann til Katmandú í Himalaya- fjöllum til aö skrifa greinaflokk um hippía frá Evrópu og Ame- ríku, sem lifa barna mest á loft- inu og eiturlyfjum, sem eru mjög ódýr. Þessar greinar hafa vakið mikla athygli í Danmörku, og 21 árs gamall sendill á „Billet-Blad- et“ sagði við félaga sína: „Ef ég eignast einhvern tíma 2000 kr. d„ sjáið þiö mig ekki framar því að þá er ég farinn til Himalaya." Fimmtán mínútum síðar var hann sendur í banka til að sækja láun fyrir einn af starfsmönnum blaðsins, rúmar 2000 kr. Síðan hefur enginn séð hann. Nú er hann eftirlýstur i Himalaya. Sendillinn haföi starfað á „Bill- et-Bladet“ í fjóra mánuði, og get- ið sér gott orð sem ungur mað- ur Hann hafði mikinn áhuga á að fylgjast með hinum stóra greinaflokki í „B. T.“ um eitur- Ivfja-paradísina uppi undir snævi þöktum fjallatindum Himalaya, þar sem hippíar hvaðanæva úr heiminum leita sælunnar. I frístundunum ræddi hann um það við vinnufélagana, hversu indælt væri að vakna á morgn- ana á hörðu fleti með einfalda hluti eins og hash-pípuna innan seilingar, og enginn af sendlun- um á „BilIet-BIadet“ efast um, að nú hafi draumar hans rætzt og hann sé nú að finna í Katmandú. ☆ Van Gogh, málarinn frægi, skar af sér eyrað. Annar frægur list- málari, Pietro Annigoni, varð fyrir skemmstu fyrir því óláni aö missa annað eyrað í bílslysi — en til allrar hamingju tókst að græða það á hann aftur, en svo langt voru læknavísindin ekki komin á dögum Van Goghs. Annigoni segist vilja sleppa út af sjúkrahúsinu við fyrsta tækifæri og auk þess hefur hann heitiö því, að stíga aldrei framar upp í bifreið. Mia Farrow finnur ekki sæluna í Indlandi Varð hann hræddur? Varð Louis Armstrong skelkað hann allt í einu á kinnina. Þetta ur? Hann leit út fyrir að vera gerðist í San Remo, þar sem næstum óttasleginn, þegar ítalska þau taka þátt í alþjóðlegu tón- söngkonan Lara Saint Paul kyssti listarmóti. Svo virðist sem heimsókn Miu Farrow til Indlands, en þangað fór hún með bítla-heimspekingn um, Maharishi Mahesh hinum indverska, sé ekki alltof vel heppnuð. Þessi indverski heim- spekingur tók aö sér um tíma að dytta að sálarró fjórmenninganna frægu og um tíma voru þeir fimm svo samrýmdir, að þar komst ekki hnífurinn á milli, en svo spillti þar um óljós grunur Bítlanna aö hann notaði sér þeirra góða nafn um of sjálfum sér til framdráttar viö fjölgun ' lærisveinahóps síns. Hváð um þaö. Mia Farrow fékk á honum traust og tók sér ferð á hendur til heimalands hans, en byrjaði heimsókn sina frekar ó- heppilega, þegar hún danglaði í indverskan blaðaljósmyndara, sem ætlaði að smella af henni einni mynd, þar sem hún var að skoða sig um í verzlun einni 1 Nýju Delhí. Þetta fékk þannig á þá ind- versku, að „Tíminn“ þeirra fann sig knúðan til þess að segja, um leið og hann minntist komu henn- ar til landsins (en hún Mia seg- ist vera þar til þess aö læra af heimspekíngnum sínum sjálfsög- un og öölast innri frið): „Fyrsta skilyrði sjálfsögunar, er að hafa hemil á tilfinningum sínum og missa aldrei stjóm á skapi sínu! Hvers konar sjálfsög- un er það. að rjúka upp á nef sér vegna minnsta tilefnis?" Ja þeir ættu nú helzt að vita það þama í landi jóganna. Bréf um skólabúninga i; „Þann 30. ianúar birtiö þér bréf í tíálkum yðar frá konu, sem kallar sig s. p. á. Heldur hún mjög á lofti ágæti hinna um- dcildu skólabúninga. Sem nem- andi í skóla finnst mér ég mega til aö leggja orð f belg. Þessi ágæta kona segir svo í bréfi sínu: .. vegna vanefna foreldranna verður litla fátæka stúlkan að ganga slnn fatnað til húðar og jafnframt horfa upp á skólasyst urnar í nýjum og nýjum fötum.“ Telur s. p. á. að skólabúningar veröi svo miklum mun ódýrari, að litia fátæka stúlkan þyrfti ekki að ganga sinn búning til húðar, og þyrfti ekki aö vera x slitnari kjólum en skólasystirin? Ég leyfi mér aö efast um þetta. En hvað um þau börn, sem ekki eru upp úr því vaxin aö fara út að leika sér jafnt f sól sem regni. Eiga bau aö klæöast sama klæðnaðinum í skólanum og úti á leikvellinum? Varðandi klæönað kvenfólks, þá þótti það í meira lagi skrýt- inn kvenmaður hér áður fyrr, sem lét sjá sig f síðbuxum úti á götu. Taldi fólk hana annaö hvort snarvitlausa eða danska. Sem betur fer eru þessi mál bet- ur stödd nú. Það þykir ekki saga sýna, að þessi drengur gengi i fínni skóla en drengurinn í þriðja húsi við götuna.“ O. B. G. Ég þakka O. B. G. bréfið, en það var mjög skemmtilegt, aö heyra sjónarmið nemanda í þessu meðal skólafólks um aö vera bet ur klætt en skólasystkinin, að í- burði til. Það er ennfremur stað- reynd, að ungt fólk hérlendis er ekki klætt í samraemi við lofts- lag og veðurfar, og unglingsstúlk ur ættu að klæðast síðbuxum til næsta bæjar þótt stúlka komi máli, þó vart sé við að búast að alltaf þegar hitastig fer niður fyr í síðbuxum í skólann í 10 stiga gaddi. En hvemig yröi þessum málum varið, ef skólastúlkur fengju nú sinn skólabúning (aö sjálfsögðu kjól), þegar komið er fram á vetur með allan sinn kulda? Mitt álit er að skólabúningur sé úrelt hugmynd, sem ekki er grundvöllur fyrir lengur. Þetta þótti nauðsynlegt áður fvrr (og jafnvel ennþá erlendis) til að sýna stéttarmun manna og að allir verði á eitt sáttir frekar en meðal fullorðinna. í fyrri skrifum um skólabún- inga var varpað fram þeirri skoð- un, að með notkun skólabúninga ynnist margt, þó þeir verði aldr- ei algóðir frekar en annað. En helztu kostimir yrðu beir, að sams konar flíkur i fjöldafram- leiðslu væri hægt að framleiða mun ódýrari, en einstakar tízku- flíkur. Með notkun skólabúninga væri hægt að sneiða hjá metingi ir frostmark, einungis af heilsu- farsástæðum, því ýmsir kvillar, eins og t. d. blöðrubölga mun al- „cngari en nokkurn grunar, en slíkt mun m. a. stafa af lélegum klæðnaöi. Það dytti því engum í hug að skylda skólabúning fyrir ungar stúlkur á íslandi svo ekki fylgdi þehii búningi síðar buxur. Með bví að koma á skólabúning- um gætu skólayfirvöld bar með reynt að koma á hyggilegri klæða burði meðal ungs fólks, án þess þó að sniðganga almenna tízku á hverium tíma, því auövitað mætti velia snið, sem ungu fólki geðjast að, þó ekki verði eltar öfg.irnar, enda standa þær venju- lega stutt. Hér á landi eru, sem betur fer engir skólar sem teljast „fínni“ en aðrir og því mundi ekki verða um að ræða „fínni“ búning fyrir einn skóla frekar en annan, svo að einmitt með skólabúningum mætti láta alla sitja við sama borð í klæðaburði, og kapphlaupið um að vera „fínni“ en skólasyst kinin myndi ekki eiga sér stað. Annars voru helztu rök okkar í þessu máli, að það ætti að geta sparað barnafjölskyldum nokkur útgjöld, þar eð skólabúninga ætti að vera hægt að framleiða mun ódýrari, heldur en hægt er að kaupa mest af þeim tízkufatnaðl ungs fólks, sem nú er á boðstól um. Ennfremur er það mikill ó- kosrtir við tízkuna, hversu hún er lítt miðuð við okkar veðurfar. Gaman væri að heyra fleiri raddir um skólabúninga. Þrándur i Götu. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.