Vísir - 08.02.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 08.02.1968, Blaðsíða 3
V í SIR . Fimmtudagur 8. febrúar 1968, 3 . ; Spenna við Menn sitja hugsi yhr spilinu. — Lengst til hægri er Aöalsteinn Snæbjörnsson. borðið Loftið var þrungið spennu — Meistaramir sátu hugsi við spilaborðin og augnaleiftur féllu af spilunum í borðinu á trompin á hendinni. —Það komu margar slemmur upp í þessari umferð, að mlnnsta kosti vom menn æði miskátir yfir sínum hlut. Athyglin beindist að sjálf- sögðu mest að meistaraflokks- borðunum og þá ekki sízt við- ureign þeirra Símonar Símon- arsonar og félaga, sem urðu Reykjavíkurmeistarar í fyrrg, við sveit Benedikts Jóhannsson ar. Áhorfendur röðuðu sér allt I kring um snillingana, grand- skoðuðu spilin, fylltu loftið vindlingareyk — það flóði út úr öskubökkunum af stubbum. Leikamir fóru reyndar þannig í þessari umferð, sem var önnur umferð mótsins, að sveit Bene- dikts vann sveit Símonar með 5 stigum gegn þremur. Önnur úrslit í meistaraflokki urðu þau, að sveit Zonhaníasar Benedikts- sonar vann sveit Ingibjargar Halldórsdóttur 8—0. Hialti Elí- asson og félagar unnu sveit Hilmars Guðmundssonar 6—2. Sveit Dagbjarts Grímssonar vann sveit Bemharðs Guðmunds sonar 7—I. Þegar Reykjavíkurmeistara- mótið var háð í fyrra var barizt af mestu hörku, ekki aðeins um meistaratitilinn, heldur og um hvert sæti í meistaraflokki, en tvær neöstu sveitimar f meist- araflokki falla niður f 1. fiokk og tvær efstu í 1. flokki færast upp í meistaraflokkinn. Sumarið og þessi síðustu hríð arskammdegi nafa menn notað til þess að brýna vopnin og að undanfömu hafa gengið yfir innanfélagsmót í bridgefélögun- um, þar sem baráttan um efstu sætin varð engu lakari en á sjálfu Reykjavfkurmeistaramót- inu. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafnmikil gróska í bridge hér á landi og nú upp á síðkastið að því er kunnugir telja. — Frá- bær frammistaða íslenzku lands liðssveitarinnar í Evrópumeist- aramótinu f Dublin í sumar hef- ur verkaö á bridgeáhugann líkt og vítaminsprauta á daufgeröa mey. — Frægðarferöin til Dubl- in hefur verkað á bridgeáhug- ann líkt og sierar Friðriks Ól- afssonar gerðu á sinum tíma á skáklfflð. Á þessu móti má sjá margt ungra spilamanna sem mæta til mótsins veliesnir f íþróttinni og í góðri æfingu, enda er það vinsæl tilbreyting hiá mörgum að „taka slag“ með góðum fé- lögum á síðkvöldum og hafa verið stofnaðir um bá afþrey- ingu margir klúbbar, smáir og stórir. Til þess áð skilja ekki við sjálft mótið eins og hálfkveðna vísu birtum við hér úrslitin í 1. og 2. flokkl til viðbótar: tJrslit 2. umferðar: 1. fl. — Sveit Páls Jónssonar vann Andrésar Sigurðssonar 8—0.. Jóns Stefáns sonar vann Harðar Blöndal 6—2, Gunnars Sigurjónssonar vann Halldórs 1 Magnússonar 5—3, Magnúsar E'fmundssonar vann Matthiasar Kield 8-0 2. fl. — Sveit Halldórs Ármannssonar vann Gísla Finnssonar 8—0, Ármanns Lárussonar vann Sigtryggs Sig- urðssonar 8—0, Ara Þórðarson- ar vann Ragnars Óskarssonar 8-0. Þarna sitja að spili formaður Tafl- og bridgeklúbbs Reykjavíkur, Björn Benediktsson (neðst til vinstri) og makker hans, Jón Jónsson. Maðurinn til hægri er Sigurhjörtur Pétursson. .111' Úr lokaða salnum. Fremst á myndinni sitja Sigurhjörtur Pétursson (lengst t. v.). Við hlið hans stendur Arnar Hinriksson fulltr. bæjarfógeta í Keflavík. Fyrir miðju: Jón Ásbjörnsson og neðst til hægri situr Ingólfur Isebarn. - í vinstra horni eru Þorgeir Sigurðsson (e. t. v.), Hörður Þórðarson, sparisjóðsstjóri, Jón Araso n, lögfr., Símon Símonarson, standandi er Jak- ob Möller. í hægra horni má sjá Stefán Stefánsson, Torfa Ásgeirsson og Jón Þorleifsson. Og þarna sitja R.víkurmeistararnir frá í fyrra, sveit Símonar Símonarsonar, að spila við sveit Benedikts Jóhannssonar, en hún hefur fórustu í mótinu eins og er. Fyrir miðju er Stef án Guðjohnsen og gegnt honum situr Eggert Benónýsson. Þeir eru að spila vlð Lárus Karlsson (t. v.) og Ólaf Hauk Ólafsson, lækni (t.h.). Áhorfendur fylgjast með af spenningi, e. t. v. óli Már Guðmundsson, fyrir miðju Lárus Hermannsson, þá Gunnar Þorkélss., Stefán Jónss., Öm Amþórss. og Steinunn Snorrad. ,3

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.