Vísir - 08.02.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 08.02.1968, Blaðsíða 2
Vísir á landsliðsæfingu í gærkvéldi: FIMM AF FJÓRTAN MÆTTU [KKI „Síður en svo ónægður,#, segir Birgir Björnsson, lundsliðsþjúlfuri Blaðamenn írá Vísi mættu á landsliðsæfingu í gærkvöldi án þess að gera áður boð á undan sér. Nú er hálfur mán- uður rúmur þar til liðið heldur utan til keppni við tvö af sterkustu handknattleiksliðum í heimi, — og aðeins 8 af 13, sem valdir hafa ver- ið, mættu til æfingarinn- ar, — aðeins 3 boðuðu forföll í þetta sinn. Þeir sem boöuðú forföll voru Hermann Gunnarsson, Stefán Sandholt og Guðjón Jónsson, sem allir hafa maett vel á æfing- amar til þessa, — en þeir bræö- urhir Geir og Öm Hallsteinssyn ir mættu ekki og sendu ekki skilaboð um forföll. Birgir Björnsson, landsliösþjálfari kvaðst síður en svo ánægöur með þessa mætingu, sem von legt var. Hann sagði ennfremur að mætingar hefðu verið léleg ar til þessa en hann sagðist vona að úr rættist nú þegar, enda stuttur tími til stefnu. Æfingin í gær var heluur lét*- að því er landsliösmenn sögöu. í augum ulaðamannsins virtist hún þó nógu enfið t.d. byrjunin sem var fólgin í því að hlaupa upp og niður hin bröttu áhorf- endastæði, sem fullfrískum á- horfendum þykir víst nóg um að klöngrast upp í einu sinni á kvöldi og það í rólegheitum, en þarna var hlaupið í 10 mínútur og ekki slegið af. Á eftir var leikinn léttur æfingarleikur við KR og þar á eftir æfingar í „taktískum" sóknarleik, sem Birgir Björnsson stjómaði af festu og öryggi. Æfingu lauk langt gengin í 12 og þreyttir landsliðsmenn gátu þá loks kom izt í háttinn eftir æfinguna, — en framundan annir morgun- dagsins. Þannig er áhugamennsk an okkar. Fyrr þetta kvöld voru æf- ingar hjá landsliðum unglinga, bæði kvenna og karla, og þ«Ö er áneggjulegt að geta sagt þá sögu að þar var mjög vel mætt. Hjá stúlkunum mættu 20 af 22, sem valdar hafa verið til æfinga og hjá piltunum 13 af 14 sem valdir hafa verið, en 14 leik- menn fara utan, en ekki er end anlega gengiö frá því hvaða 14 það veröa. Þórarinn Eyþórsson úr Val stjórnar æfingum kvennaliðsins en þeir Karl Jóhannson og Hilm ar Björnsson úr KR æfingum unglingalandsliös karla. Verður ekki annað sagt, en að unglinga- landsliðig líti vel út, engar stjörnur, en jafnir og skemmti- legir leikmenn. — klp — ycriu yuu iwup — Óvenju glæsilegt úrval b’ilaúrval ’i RÚMGOÐUM SÝNINGARSAL BÍLAKAUP - BÍLASKIPTI Umbofissala Við tökum vel útlítandi bila í umboðssölu. Höfum bílana tryggða gegn þjófnaði og bruna. SYNINGARSALURINN SVEINN EGILSSON H.F. LAUGAVEG 105 SÍMI 22466 stóran Sundfélaglö Ægir rís óöum upp og stendur hiö unga sundfólk fé- Hrafnhiidur Guðmundsdóttir Hrafnhildur æfir aff fullum krafti g HRAFNHILDUR GUÐMUNDS- DÓTTIR hefur aftur hafið æfingar í sundi af fulium krafti. Blaðamaður Visis hitti Hrafnhildi í gærkvöldi á sundmótinu, sem fram fór í Sund- höll Reykjavíkur og kvaðst Hrafn- hildur ákveöin í að reyna enn að bæta sig og kvaðst hún hafa trú á að hún gæfi enn bætt sig í mörgum sundgreinum. □ UNDANFARIN tvö ár hefur Hrafnhiidur ekki æft sem skyldi, en uú má sem sagt búast við að hún lát! tí! skarar skríöa og verður gaman að fylgjast með henni á sundmótum í vetur, ekki sizt ef hinar yngri sundkonur verða þess megnugar að veita henni keppni. lagsins sannarlega imdir merki þess. í gærkvöldi vann Ægir glæsilegan sigur á unglingameist- aramótl Reykjavikur 1 Sundhöllinnl hlaut 187 stig samtals í keppninni pg átti sigurvegara í 9 greinum af 12. KR hlaut 84 stig, en í KR er mörg góð efni að finna, Ármann hlaut 59 stig og ÍR 12. Það vakti athygli er Ingibjörg Haraldsd. vann Sigrúnu Siggeirsd. í fyrsta sundi kvöldsins, 100 m flugsundinu fyrir stúlkur á 1.24.6, en Sigrún fékk 2/10 lakari tíma. 1 drengjaflokki (drengir fæddir 1952 og síðar), sem er sami aldur og stúlknaflokkur, náði sigurveg arinn, Eiríkur Baldvinsson, Ægi, landsmótin 1968 í knattspyrnu Tilkynningar um þátttöku i lands mótum 1968, svo og bikarkeppni K.S.Í. fyrir 1. og 2. aldursflokk 1968, skulu hafa borizt K.S.Í. fyrir 15. febrúar n.k. Með tilkynningu skal senda þátttökugjald, sem er kr. 50 fyrir hvern flokk, sem til- kynnt er þátttaka fyrir. Þeir sambandsaðilar, sem hyggja á utanferö eða eiga von á erlendum liðum hingað á þessu ári, skulu hafa tilkynnt þaö fyrir sama tíma. FELAGSLIF K.:attspymufélagiö Víkingur. Skíðadeild. Aðalfundur deildarinnar verður haldinn að Café Höll laugardaginn 10. febrúar n. k. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjómin. Í.R.-ingar — skíðafólk. Dvalið verður í skálanum um helgina. Skíðakennsla á sunnudag bæði fyr ir eldri og yngri. — Veitingar í skálanum. Ferðir verða frá Félags heimili Kópavogs kl. 1.30 og Um- feröamiðstöðinni kl. 2 og 6, og sunnudag kl. 10. — Stjórnin. Sigrún Siggeinsdóttir sama tíma og Ingibjörg 1.24.2, en annar maður Gunnar Guðmundsson úr Ármanni fékk 1.26.6. Er það greinilegt að stúlkumar á þessum aldri ná yfirleitt eins góðum og betri afrekum en það er ekki fyrr en síðar aö piltamir sigla fram úr og ná betri afrekum. I 100 metra bringusundi telpna vann Helga Gunnarsdóttir, Æ., á 1.29.5, en í 100 metra skriðsundi sveina vann Björgvin Björgvins- son, Ægi, á 1.09.0 í harðri keppni við efnilegan KR-ing, Ólaf Þ. Gunn laugsson, sem synti á 1.09.5. 1 200 metra fjórsundi stúlkna vann Sigrún Siggeirsdóttir, Ár- manni, synti á 2.54.2 og vann hún mest á baksundinu, sem er henn- ar sterka grein. í fjórsundi drengja vann Ólafur Einarsson, Ægi á 2.45.0 og hafði yfirburði. Efnileg sundkona, Vil- borg Júlíusdóttir, Ægi, vann 100 metra baksund telpna (13 ára og yngri) á 1.27.3 og hafði mikla yfir burði. Hins vegar varð hörð keppni í 100 metra baksundi sveina og vann Ólafur Þ. Gun-arsson, úr KR nauman sigur yfir Björgvin Björg vinssyni úr Ægi, tímarnir 1.24.0 og 1.24.2. Sigrún Siggeirsdóttir vann 100 metra skriðsund stúlkna á 1.15.5 og Ólafur Einarsson, Ægi 100 metra bringusund drengja á 1.20.6. Stúlknamet var sett í 4x100 m. fjórsundi stúlkna og var Ægissveit þar að verki á 5.50.6 og sló met Ármannssveitarinnar um 10 sek. rúmar. 1 drengjasundinu vann einn ig Ægissveit á 5.30.2. - T

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.