Vísir - 08.02.1968, Blaðsíða 9
V í S IR . Fimmtudagur 8. febrúar 1968.
VIÐ ERUM SLEGNIR OHUG - HOFUMMISST
MARGA VINI OG ÆTTINGJA
— sögbu tveir togaraskipstjórar i viðtali v/ð Visi — Verðum oð bæta öryggisbúnaðinn
Það afrek sem skipverjar íslenzka varðskipsins Óðins unnu,
er þeir björguðu 18 mannslífum á Notts County, er glæsilegt,
sagði Whur, skipstjóri á brezka togaranum Kingston
Andalusite, þegar fréttamaður Vísis ræddi við hann og
nokkra aðra brezka togarasjómenn um borð I togara í Isa-
fjarðarhöfn. — Við stöndum allir í þakkarskuld við Óðins-
menn. Það er samdóma álit okkar allra. — Þessi sjóslys
við íslandsstrendur eru orðin óhugnanleg, sagði Whur, en
til hans var leitað til að ræða um slysin og öryggisút-
búnað togaranna. Þaö sem við óskum fyrst og fremst eftir,
er að fá hingað á íslandsmið björgunar- og hjúkrunarskip.
Lee, skipstjóri á Kingston Gamet.
niður.
— Við vomm næstum farnir
jgruö þið óánægöir með örygg
isútbúnað brezku togar-
anna?
Já. Það væri allt í lagi aö
sigla á Islandsmiö allt árið, ef
öryggið væri í lagi. Þetta er
raunar versta veður, sem viö
höfum hreppt, en öryggið verð-
ur að miðast við það versta. —
Við viljum að togararnir séu
undantekningarlaust útbúnir
• tveimur ratsjám, fleiri siglinga
Ijósum ög að allur tækjaútbún-
aður sé meiri. Á mörgum tog-
urunum voru ekki einu sinni til
ísaxir og urðu áhafnirnar að
notast við ófullkomin áhöld til
að brjóta af ísinn.
Brezka heimsveldinu ætti svo
ekki að vera skotaskuld úr því,
að senda hingað fullkomið björg
unarskip. Það gera Þjóðverjar
og brezk yfirvöld ættu að taka
þá sér til fyrirmyndar. Við er-
um ekki eingpngu að hugsa um
sjálfa okkur. heldur einnig fjöl
skyldur okkar heima. Við vilj-
um að þær búi við me(ira ör-
yggí.
Hver haldið þið aö sé aðalá-
stæðan fyrir því að Ross Cleve
land sökk?
Togveiðar á fjarlægum miðum þrisvar
sinnum hættulegri en námugröftur
Togaravinna á fjarlægum
miðum er hættulegasta starf
í Bretlandi i dag. — Þrír tog
arar frá Hull hafa farizt síð
an á jólum með um 60
sjómönnum frá Huil. Af
þessum togurum hafa tveir
farizt við íslandsstrendur,
með 38 mönnum.
Þetta er mikill tollur, sem
tekinn er af sjómannastétt
Hull á skömmum tírna, en
um 2000 sjómenn frá Hull
eru á togurum á fjarlægum
miðum. Þessir skipsskaðar
minna óþægilega á þá stað-
reynd, að það er talið nær
þrisvar sinnum hættulegra
að stunda togveiðar á fjar-
iægum miðum, en að vinna
í kolanámum, sem alltaf hef
ur verið talið hættulegt
starf.
Sú staðreynd að tveir
togararnir hafa farizt við ís-
land, minnir einnig á það,
aö brezkir sjómenn telja
hafsvæðið frá Vestfjörðum á
Islandi og út af Norðurlandi,
hættulegustu hafsvæði í
heimi. — Á þessum slóðum
hefur mikill hluti hinna tæp
lega 800 brezku sjómanna
farizt, sem fórust á tímabil
inu 1948 til 1964. - Síðan
þá hefur talan hækkað mik
ið.
Öryggisbúnaður brezku
togaranna hefur veriö mikið
deilumál að undanförnu í
Bretlandi — Það er víst
ekki ofmælt að segja, að
mælirinn sé nú orðinn full-
ur. — Sjómannsekkjur og
fleiri í Hull, ráðgera nú að
f ara i mótmælagöngu til Lond
on. Eitt brezku blaðanna
segir, að rúmlega 40% af sjó
slysunum hefði hæglega
rnátt komast hjá.
Whur, skipstjóri á Kingston
Andalusite. — Við stöndum
allir í þakkarskuld við Óðins-
menn.
Sennilega jafnvægisleysi. Tog
arinn var galtómur. enginn fisk
ur og lítil sem engin olía. Þegar
ísinn hlóðst .svona hratt á skip
ið, hefur ekk'i verið við neitt
ráðið, og það hefur oltið án
nokkurs vafa.
Þetta kom einnig fyrir okkur
skaut Lee, skipstjóri á Kingston
Garnet, hér inn í. Hann er við-
feldinn maður um fertugt og
hefur verið 19 ár í siglingum
við íslandsstrendur, sem Bretar
álíta ein haéttulegustu hafsvæði
í heiminum. — Við vorum næst
um farnir niður segir hann.
Skipið'lagðist á stjórnboröshlið
og virtist um tíma ekki ætla
að hafa sig upp aftur. Radarinn
var bilaður og Við sáum ekki
fram á annað en dauöann.
Voruð þið hræddir?
VIÐTAL
DAGSINS
Yfirmennimir á Notts County, George Burkes, skipstjóri og Barry David Stokes, 1. stýrimaður, vom illa haldnir, þegar þeim var
bjargað, enda höfðu þeir verið mikið uppi við aðfaranótt mánudagsins. — Þeir liggja nú á sjúkrahúsinu á isafirði. (Ljósm. I. M.
Daiiy Express).
Auðvitað var geigur í öllum,
en við máttum ekki hafa tíma
til að láta óttann yfirtaka okk-
ur. Allir höfðu nóg að vinna.
Allir kepptust við að höggva
ís af rám og stögum. Við höfð
um ekki tíma til að vera hrædd
ir.
Sáuð þið Notts County
stranda?
Já. Við fylgdumst hver með
öðrum eftir beztu getu, en við
höfðum ekki tima til að sinna
öðrum en siálfum okkur. Það
verður hver sjálfum sér næstur,
þegar svona stendur á. Það er
ekki af mannvonzku, heldur
knýjandi nauðsvn,
Þið eruð slegnir óhug?
Já, svaraði Lee. Við höfum
misst vini og ættingia. Bróðir
minn fórst t. d með Kingston
Peridot. sem fórst hér við Norð
urlandið einhverntíma eftir 27.
ianúar. Við erum eins og stór
fjölskylda. sem þekkjumst
meira og minna innbvrðis —
Brian Liley, stýrimaður á
Kinoqton Peridot. var nákunnug
ur Gay skipstjóra á Ross Cléve
land. Þeir bjuggu við sömu götu
og mikill samgangur á milli.
Brian hefur sagt mér að, hann
teldi Gay einstaklega reyndan
og hæfan skipstjóra.
Eruð þið að hugsa um að
hætta veiðum við íslandsstrend
ur?
Nei, því fer fiarri. Það eina
sem við förum fram á. er meira
öryggi um borð og björgunar-
skip á miðin yfir vetrartimann.