Vísir - 15.02.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 15.02.1968, Blaðsíða 3
VlSIR. Fimmtudagur 15. febrúar 1968. 3 \ MYNDSJ Séð yfir salinn, TyTikiO annrlki hefur verið hjá skákmönnum undanfama daga, enda skal til mikils vinna. Skákþing ReykjaVíkur, sem nú stendur yfir gefur tveimur mönnum rétt til þátttöku í stór- móti, sem halda á hér í vor, en þar mæta erlendir meistarar ásamt hinum sterkustu hér- lendra skákmanna. Talsverð sþenna hefur veriö í þessu móti, sem telft er í nýjum húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur og Skáksambands íslands við Grensásveg. íslandsmeistarinn, Björn Þor- steinsson er efstur í b-riðli meistaraflokks, en hefur þó orð- ið að þola óvænt skakkaföll i þings Reykjavíkur verður hald- ið sjö umferða Monrad skák- mót með þátttöku ungs skák- manns frá Færeyjum, Rubek Rubeksen. Verður væntanlega reynt að fá nol kra af hinum reyndari skákmönnum til þátt- töku í því móti. Myndirnar voru teknar í næstsíöustu umferð undanúrslit- anna, sem tefld var á sunnu- daginn. Seinasta umferðin veröur tefld í kvöld. mótinu, tapaði meðal annars fyrir nýliöa i meistaraflokki. Bragi Kristjánsson sækir fast á eftir Birni og eru þeir tveir ásamt Jóni Kristinssyni öruggir um að komast í úrslitakeppnina, en fjórir efstu menn úr hvorum riðli tefla til úrslita um titilinn „Skákmeistari Reykjavíkur 1968“. I a-riðli ‘er Guðmundur Sigúr- jónsson sigurstranglegastur. — Gunnar Gunnarsson hefur einn- ig tryggt sér þátttökuJ. úrslita- keppninni, um þriðja sæti bítast þeir Björgvin Víglundsson og Benóný Benediktsson, sá kunni bragðarefur í skáklistinni. Jafnframt úrslitakeppni Skák Guðmuniur Sigurjónsson hefur staðið sig með afbrigðum ve • í þessu móti, engri skák tapað og aðeins gert eitt jafntefji - í þessari umferð vann hann Stíg Herlufsen, sem situr á móti honum við borðið. Á borðinu nær eigast þeir við Hermann Ragnarsson, sem stýrir hvítum niónnum og Jón ÞorvaidSson, sem hefur svart. Svartur vann þessa skák. Fjær kljást þeir Björn Jóhannsson og Jón Kristinsson. Jón Pálsson fór vel út úr þessari umferð, vann Björgvin Víg- lundsson, einn af þrem efstu mönnum í A-riðli, enda er hann íbygginn á svipinn yfir skákinni... * baksýn sér á einkennis- stafi Taflfélags Reykjavíkur. Benóný Benediktsson glottir við tönn yfir skákinni. Hann á þama í höggi við Stíg Her' lufsen ... Kannski hefur hann séð fram á tapað tafl, alla vega varð endirinn sá í betta sinn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.