Vísir - 15.02.1968, Page 12
72
[
V1SIR . Fimmtudagur 15. febrúar 1968.
KVIKHYNDASAGA EFTIR
A-3-SOTHR1E 3r-
Þaö var hráslagalegt, svona und-
ir morguninn. Evans gekk hrööum
skrefum yfir eyna, niður að fljót-
inu hinum megin. Þaö haföi geng-
ið slysalaust að komast yfir í hana,
eins og Dick gamli spáði, og allt
gengið eins og bezt varð á kosið.
En Evans vissi það, að þetta vað
mundi verra yfirferðar, ef vað
skyldi kalla. Það var mun straum-
harðara og auk þess dýpra á kafla.
Sennilega á sund. En Dick virtist
viss um að ailt færi vel og enn
hafði þeim ekki brugöizt leiðsögn
hans.
Nú tók að bjarma af nýjum degi.
Evans var því feginn. Þegar nokkur
áhætta var framundan, var biðin
alltaf verst, að honum fannst. illu
bezt af lokið, þegar ekki varð hjá
því komizt. Árbítur, þvo upp matar
ílátin, fella tjöldin og koma þeim
fyrir á vagnana. það gat ekki tek-
ið meira en eina klukkustund.
Kvöidið áður hafði Dick látið
nokkra af leiðangursmönnum
höggva tré og kvista stofnana, en
það urðu ekki neinir viðir, þvi að
þama f eynni var ekki um nema
kjarr að ræöa. Sæmilegur eldivið-
ur og ekki meir.
„Ekki er þetta neinn viöur til að
fleyta vögnum yfir“, varð Evans
þá að orði.
„Það er ekki heldur ætlunin",
sagði Dick. „Fljótið er allt of
straumþungt til þess ....“
„Hvað þá?“
„Við notum þennan við til að
þyngja vagnana, svo aö hjólin
veröi stöðugri á botni“, svaraði
Summers. „Leggjum lurkana ofan
á vagnkassana og hlöðum svo far-
angrinum þar ofan á, þá vinnum
við tvennt — vagninn þyngist og
það verður síður hætta á að far-
angurinn blotni“.
Gallinn var bara sá, að þaö
fannst ekki nægur viður til þess,
en þó var það betra en ekki neitt,
hugsaði Evans, þegar hann gekk
heim að tjöldunum. Leiðangurs-
menn voru þegar farnir aö gánga
frá lurkunum á vögnunum, undir
stjóm Dicks Summers. 1
„Hvemig svafstu í nótt, Lije,“
spurði Dick.
„Ég svaf vel. Sagði við sjálf-
an mig, þegar ég var að fésta
svefninn, að allt hefði gengiö vel
hingað til og engin ástæöa til að
ætla aö framhaldið yrði ekki eins.“
Dick brosti. „Ekki er ég svo viss
um það. Slysin vofa yfir okkur
eins og öðrum, en fari svo, að
eitthvað komi fyrir, þá er víst að
engum kemur til hugar að ásaka
þig, Lije, nema sjálfum þér“.
„Ég veit það“, svaraöi Evans
lágt. „En ég mundi ásaka mig
engu að síður ...'
„Ég veit það, ég er farinn að
þekkja þig. Þessi ábyrgðartilfinn-
ing er ekkert spaug, þött sjálfur
hafi ég ekki liðið neinar þjáningar
hennar vegna um ævina. Án henn
ar værir þú ekki sá leiöangursfor-
ingi, sem þú ert, Lije, en um leið
er það hún, sem ætlar að ríða
þig á slig. Ég hefði svarið fyrir
það heima í Missouri, að ég ætti
það eftir að sjá þig haga þér eins
og hæna með ungahóp, Lije ...“
„Það kemur sjálfum mér ekki
síður á óvart, Dick. En svona er
það“, varð Lije Evans að orði.
„Hvað um það. Beittu tvöföldu
nautaeyki fyrir vagninn þinn. Ekki
mun af veita ..."
„Það þýðir að við verðum að
fara tvær ferðir yfir með eykin?“
Summers kinkaði kolli. „Þýðir
líka það, að annað eykið hefur
fótfestu á botni, þótt hitt syndi,
þegar viö förum þann spöl, sem
4ýpst er“, sagði hann.
„Ég skil. .
„Svo tel ég vissara að tveir
menn fari ríðandi með hverjum
vagni, annar ástrevmis, hinn und-
an straumi...“
„Hvort verður erfiðara, ef í harð
bakkann slær?“
„Undan straumi, því að vagninn
hrekur á hann, ef illa fer. Sá sem
ríður ástreymis, hefur hins vegar
línu bundna við forystueykið, og
heldur við, ef með þarf. Þú vel-
ur þá til starfans, sem syndir
eru“.
„Þá ríð ég sjálfur með vögnun-
um undan straum“, sagði Evans.
„Ég veit að þú ert syndur eins
og lax. Þú ættir að láta Higg-
ins ríða ástreymis. Ég sá það til
hans í ánni í Bjarnardal, að hann
gefur þér og laxinum lítið eftir.
Og nú er bezt að ég skreppi yfir
og kanni leiðina ...“
Evans htóð og horfði á eftir
honum, þegar hann reið út í. —
Straumurinn skall brátt á lendum
hestsins, en dýpkaði, og loks greip
hann sundið, en Dick reis til hálfs
upp í fstöðunum til þess að blotna
ekki meira en nauðsyn krafði.
Innan skamms krakaði hesturinn
niðri aftur og óð rösklega til lands
hinum megin, enda grynnkaöi þá
óðum.
Evans gekk aftur heim að tjöld-
unum. Enn var ýmsu ólokið. Hann
setti sinn eigin vagn fremstan f
röðina og beitti fjórum nautum
fyrir. Hugsaði sem svo,. að það
væri bezt að hann legði sína eigin
eign í hættu við fyrstu tilraunina.
Brownie settist ótilkvaddur i ekils-
sætið og Mercy við hlið honum
og óku niður að vatninu:
Lije Evans reið fram með vagn-
inum. „Það er bezt að þú látir
mér eftir sætið“,. sagði hann við
Brownie. „Mér lízt bannig á, að
þetta geti orðið svaöilför, og það
er næst mér að taka áhættuna , ..“
„Við skulum ekki deila neitt um
hað, pabbi', sagöi Brownie og leit
fast á föður sinn. „Við Mercy er-
um hvergi hrædd. Og einhvern
tíma verðum við að fara yfir hvort
eð er“.
„Það verður öruggara á eftir ..
„Ættu allir að bíða eftir þvf,
yrði seint farið vfir,“, svaraði
Brownie og lét sig hvergi.
Evans þagði og hugsaði málið,
enda þótt hann vissi að þetta væri
þegar ráðið. Ungir menn óttuðust
ekki neitt, þeir voru að eigin dómi
undanskildir allri feigð. ÖIl hætta
var þeim freisting. Það þurfti ekki
annað en virða fyrir sér svip
þeirra unglinganna í ekilssætinu,
til að sjá það. Eftirvæntingin skein
af andlitum þeirra þegar þau sáu
hættuna fram undan. Honum varð
litið þangaö, sem Rebecca sat í
aftari vagninum, róleg á svipinn;
það var á henni að sjá, að þetta
væri eins og hvað annað, sem ekki
yrði um flúið.
„Ég hef aldrei haft betur f orða-
sennu á ævi minni“, mælti Evans
og brosti. „Þið gætið þess að fara
nákvæmlega sömu leið og Dick“.
Hann reið að aftari vagninum.
„Við höfum þetta, Rebecca“. sagði
hann. „Við komumst alla leiö til
Oregon .. .*
Hún leit á hann með alvöru í
svip. „Farðu gætilega, Lije. Ég er
hrædd; við erum það öll og þú
líka".
Hann veifaði svipunni um leið og
hann sneri hesti sínum. Það var
beðið eftir honum, Higgins var kom
inn á bak hesti sínum og hélt
öryggislínunni, sem bundin var
við forystunautin traustu taki eins
og hans var von og vísa. Og Dick
var reiðubúinn ao ríða á undan.
„Þá er allt undirbúið", sagði
Evans, en í sömu svifum bar
Byrd að.
„Evans“, sagði hann. „Ég er
hræddur um börnin . ..“
„Þeim verður óhætt“.
„Ég veit það. En værir þá fáan-
’egur til að taka þau f vagninn
Þ;nn?“ spurði hann.
„Fvrstu ferðina?'
„Þínir vagnar eru sterkari en
mínir, og akneytin traustari".
. RYÐVÖRN k iSFRHÐINA ,
J Þér veljiö efnin, vönduð vinna. \
\ Gufuþvottur á mótor kostar kr. 250.00 t
* Gufuþvottut, albotnþvottur.undirvagn kr. 600.00 \
> Ryðvörr. undirvagn og botn. Dinetro) kr. 900.00 J
\ Ryðvörn undirvagn og botn, Tectyi kr. 900.00 *
J Ryðvörn undirvagn og botn Encis fluid kr. 600.00 \
» Ryðvörn undirvagn og botn Olíukvoðun kr. 450.00 *
\ Alryðvöm. Tectyi utan og innan kr 3500.00 >
\ Ryðvarnarsfóðin Spitalastig 6
J FLJÓT OG GÓÐ ÞJÓNUSTA. \
ÓDÝR 0G GÓÐ ÞJÓNUSTA -
íy Edgar Rice Burroughs xANA CALLS FDR A
MEETING OF THE
WHAT HAPPEMS OUT- Y ~ AN...
SIDE, CHIEF NYALA? J He„WILi- 5TART
„Hvað er að gergst hér fyrir utan, Ny-
ala foringi?*
„Zana er að boða fund, Tarzan. Hann
á eftir að koma af stað’einhverjum vand-
íwðom*4.
„Þú bíður hér ásamt syni mínum“.
„Sagðirðu foringjanum frá grun þín-
um?“
„Nei Beth, það geri ég ekki fyrr en ég
er viss.“
„Á meðan veit gamli galdralæknirinn
að við grunum hann, svo hann skal verða
fyrri til.
fráHsJdn
Eldhúsið, sem allar
húsmœður dreymir um
Hagkvœmni. stílfegurð
og vönduð vinna á öllu.
T1 11111
| j |i |-H | ! >
kAUBAVEQl 133 almlWSB