Vísir - 20.02.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 20.02.1968, Blaðsíða 1
\W\ // Strauk" vegabréfslaus til Suður-Afríku Annar forstjórinn á sk'ómmum tima, sem strýkur til S-Afriku eftir gjaldþrot skipta. Hann er þar með annar íslenzkur forstjóri, sem hefur „strokið“ til S-Afríku á skömmum tíma að því er talið er. Maðurinn hafði ekki veriö kyrrsettur, þó að vegabréfið hefði verið tekið af honum. Kröfuhafar á manninn höfðu að vísu æskt þéss að hann yrði kyrr settur og að kyrrsetningarrétt- argerð yrði gerð við bæjarfó- M-+ 10. síða. FYRSTA SÍLDIN TIL NORÐURSTJÖRNUNNAR □ Nýlega gerðist það, að forstjóri og eigandi fyrir- tækis hér í borg „strauk“ til S-Afríku að talið er, eftir að vegabréf hans hafði verið tekið af honum. Þetta gerðist eftir að fyrirtæki hans hafði verið tekið til gjaldþrota- — 800 tunnur teknar til fl'ókunar Sex skin fengu síld í gær úti af Jökli, en bar hefur verið sæmileg síldveiöi seinustu daga og telja sjómenn þar um talsvert magn að ræða. Síldin er mjög misjöfn, allt frá smákræðu upp í vinnsluhæfa síld. Fitumagn hennar er frá 8 — 14%. Noröurstjarnan, niðurlagning- arverksmiðjan í Hafnarfirði tók á móti 800 tunnum af Reykjaborgu nú um helgina og er það fyrsta síldin, sem verksmiðjan tekur á móti nú um langt skeið. Verður þessi síld flökuð og fyrst geymd lager, bar til farið verður að leggja niður. Verksmiðjan mun safna sér nokkrum birgðum áður en vinnsla hefst þar. Veður var óhagstætt á síldarmið unum i gær, afla: Gullver en sex skip fengu 70 tonn, Gigja 30, Harpa tæp 30, Vonin 35, Þorsteinn 50 og Fylkir 40 tonn. Megnið af síldinni, sem vinnslu- hæf er, fer í frystingu. Sement hækkar um 20°]o Visitala byggingarkostnaðar kemur til með að stórhækka Verð á sementi hækkaði nú fyrir helgina um 20%. Kostar þá pokinn 89,25 krónur en var áður 74 krón- ur, með sölusk. Án söluskatts kostar pokinn nú 83 krónur f stað 69 áöur. Það er atvinnumálaráðuneytið, sem tekur ákvaðanir um sements- verð og að þvi er Jón Vestdal, verksmiðjustjóri, sagði í viðtali við Vísi f morgun munu afleiðingamar af gengisfallinu vera helzta orsök verðhækkunarinnar. Sagði Jón að lán verksmiðjunnar hefðu hækkað um 50 milljónir XH>- 10. síða. Slegizf í handbolta Sjaldan eða aldrei hefur verið barizt af eins mikilli hörku og i gærkvöldi í handknattleiksmóti hér eins og gerðist í tveim leikjum í gærkvöldi. Það gerðist jafnvel að menn ruku saman i áflog. Hér gengur Birgir Björnsson, fyrirliöi FH á milli tveggja leikmanna sem létu hendur skipta. Siá nánar um leikina á iþróttasíðu, — bls. 2 í. dag. Loðnan komin Fyrstu fréttir af loðnunni berast nú að austan. Hafþór fann dreifða lóðningu úti á Papagrunni, á laug- ardaginn og vélbáturinn Ólafur Tryggvason tilkynnti í gær um tvær torfur 19 míiur úti af Stokks- nesi. Vísir hafði tal af skipstjóranum á Hafþóri í morgun og sagði hann að bátarnir væru á leið austur til þess að athuga þetta, en varia mætti búast við mikilli veiði fyrr en næstu daga. UM 250 ÞÚSUND FERMETRAR MALBIKAÐIRISUMAR Nýmalbikun 125 jbús. fermetrar en slitlag sett á 120 jbús. fermetra Alika mikið málbikað i sumar og i fyrrasumar, sem var mefár Miklar malbikunarfram- kvæmdir eru fyrirhugaðar á sumri komanda í borginni og hefur borgarráð Reykjavíkur nýlega samþykkt malbikun- aráætlun gatnamálastjóra, Inga Ú. Magnússonar. Mai- bikunaráætlunin gerir ráð fyr ir að malbikaðir verði um 125 þús. fermetrar, en ennfrem- ur verði Iögð slitlög á eidri götur borgarinnar svipað og gert var í fyrra og verða þau um 120 þús. fermetrar að flat armáli. Malbikunin í sumar verður því álíka mikil og í fyrrasumar, en þá var siegið met í malbikunarframkvæmd um á vegum borgarinnar. — Nýjar götur, sem malbikaðar verða í sumar, eru: Grensáshverfi: Breiðagerði (yfirlag) Grensásvegur (Hvammsg.-Bú- staðavegur) Heiðargerði A, B, C og D Hvammsgeröi. Skálageröi Brekkugerði (austan Stórag.) Sogavegur (Réttarholtsv. Tungu- vegur) Hólmgarður Hæðargarður Rauðagerði (Sogav Miklubr.) Árbæjarhverfi. Hraunbær (Rofabær Bæjarháls) Sundin: Holtav. (Langholtsv. Skipasund) Skipasund Njörvasund Efstasund Hólsvegur (Langhv. Skipasund) Vogar: Skeiðarvogur (Langhv Njörvas) Hlunnavogur Drekavogur (Langhv. Njörvas.) Sigluvogur. Laugarneshv. og Heimar: Ónefnd gata við Laugalæk Langholtsvegur breikkun og yf- irlag. Sólheimar A og B Skeiðarvogur, lokalgata n/Sól- heima. Suðurlandsbr. (Grensásvegur Álfh.) breikkun. Háaleiti: Fellsmúii C Háaleitisbraut A og B. Háaleitisbraut (Kringlumýrarbr. Ármúli) yfirlag Háaleitisbraut (Kringlumýrarbr. Ármúli.) Vestan Kringlumýrarbrautar: Brautarholt Ónefnd gata inn á flugvöll. Brunnstígur Bakkastígur Miðbær: Lækjargata framh. til norðurs. Þjóðvegir í þéttbýli: Kringlumýrarbr. sunnan Hamra hlíðar. ••••■••••••••••••••••••••• Þprfasti bjónninn Eiginlega vantar tkkert nema hest á niyndina til' þess að hún sýni þróun „þarfasta þjónsins" á Islandi síðustu áratugina. — '•'róttaritari Vísis á Akureyri tók hessa skemmtilegu mynd á Ak- ureyrarflugvelli á döcunum þeg 'ir hota F.I. lenti þar vegna veð urs syðra. Fokker Friendship var þá einnig á vellinum og fremst á myndinni er bill frá félaginu, en milli bíls og flug- vélar má segja aö keppnin standi um ..barfasta þjóns“-hlut verkið i dag. ••••••••••■••■•••••••••<

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.