Vísir - 20.02.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 20.02.1968, Blaðsíða 9
V í S IR . Þriðjudagur 20. febrúar 1968. 9 • VIÐTAL DAGSINS er við Geirharð Pólsson á Hótei Sögu fannst mér borgin ekki óviö- kunnanleg. Sérstaka athygli mína vakt: þaö, hve götumar voru breiðar. Varð mér strax hugsaö til þess hve mjög þetta mundi auðvelda alla umferö. Viö stigum af lestinni i út- jaðri borgarinnar og vorum látnir ganga niöurlægingar- göngu hins sigraða um göturn- ar. Fólkið — hinir almennu borgarar, sýndi okkur enga ó- vild. Sumir jafnvel réttu okkur brauöhleif, virtust álíta að við værum svangir. Her- r '.nimir. sem stóðu beggja vegna. bægðu fólkinu frá. — Það var beirra skylda. Haturs- hug gagnvart hinum sigruðu fundum við ekki. lokinni fangavist fór ég heim og vann á búi for- eldra minna í eitt ár. Þá hafði ég eignazt kærustu. Hann var fjörugur hann Ger- hard, þrátt fyrir ógnir stríðs- ins. — Þær gleymdust í örm- um ásthýrrar konu. — Hver er ástæðan til þess að þú ert nú orðinn íslenzkur ríkisborgari? — Þegar ég kom úr fanga- búðunum haföi ég mikinn hug á að komast i eitthvert land, sem væri laust við stríðsáróð- ur og ég ætti ekki sífellt yfir höfði mér að vera kallaður til mannvfga. Þá las ég um ís- Iand í Ltlbecker Morgenbladt, og varð hrifinn af þvi, sem þar var skrifaf Sneri ég mér þá til sendiráðsins í Liibeck og leitaði upplýsinga. Þetta varð fil þess, aö ég ásamt systur minni flutti til íslands. Við réðum okkur fyrst til vinnu á sveitabæ i Árnessýslu. Aðalerfiðleikarnir vom i sam- bandi viö málið. f sveit vann ég f fimm "r og gerði allt sem fyrir hendur bar — „und ein Mann der alles konnte". Að loknum þessum fimm ár- um fór ég á Keflavíkurflugvöll og var þar í fjögur ár. — Gamlír sveitamenn sögðu við „NÚ TEK ÉG í NEFIÐ OG ER ÍSLENDINGUR" Tjað er oft á oröi haft að Hótel Saga sé stolt íslenzkr- ar bændastéttar og að þeir' telji, aö sú framkvæmd sýni svo ekki verði um villzt hina kynlægu eigind að vilja vera um það fær að greiða fyrir gest og gangandi. Vel má vera að hér til liggi gamlar erfðir svo sem til flestra hluta er nokkurs er um vert og er vel ef það almennt væri skilið og viðurkennt, enda víst, að þá mundi mörgu annan veg háttað og betri en nú er. Eins og að likum lætur krefst stofnun sem Hótel Saga margra starfsmanna með fjölbreytta hæfni til ýmissa verka. Meðal annarra þeirra er sjá skulu um inngang og útgang gesta, sem hótelið gista. Ég hef brugðið mér heim til eins er við það vinnur, en í kvöld hefur hann frf og má því gefa sér tíma til að svala ögn for- vitni minni, sem að vísu byggist ekki fyrst og fremst á áhuga fyrir starfi hans á hinni miklu veitingástöð ,<hændastéttarinnar, heldur öllu fremur því, sem hann kann að vilja segja mér frá lífi sínu, áður enn hann gerð- ist landi vor og yfirgaf ættland sitt, Þýzkaland. — Gerhard Paulsen, sem nú heitir sam- kvæmt íslenzkum lögum, Geir- harður Pálsson. Hann er fæddur í Líibeck 1. júní 1925, og var faðir hans ættaður frá þorpi skammt frá borginni. Eftir að hann stofnaði heimili hafði hann atvinnu af þvi að stunda naut- gripaverzlun. — Móðir Ger- hards var prússnesk. Hún var skapmikil og ákveöin. Lét hún ekki piltinn komast upp með neinn óvanda og hikaði ekki við að nota vöndinn ef henni sýnd- ist með þurfa. í Þýzkalandi var gott aö lifa frá 1930—1939. Fólkið trúði á framtíðina og var ekki í stríðs- Hug. Það var fyrst eftir að þeir hittust í Miinchen Hitler og Chamberlain, þá yar eins og ein- hver dulin hætta leyndist í loft- inu. Þegar stríðið brauzt út 1939 var faðir Gerhards kallað- ur í flugþjónustuna. í æsku Iifði ég áhyggjulausu lífi og gerði mér ekki neina grein fyrir því að hlutverk mitt yrði nokkurn tíma tengt mann- vígum. Mestan hug hafði ég á að læra læknisfræði og tel ekki ólíklegt að þaö hefði oröið, til styrjaldar hefði ekki dregið. Tgbpra 18 ára fékk ég kvaðn- ingu um að mér bæri að mæta til skráningar i flugherinn, áður hafði ég unnið í flugvélaverk- smiðjum DORNIER. — Auðvitað varð ég að sinna þessu kalli og mæta. Þetta var árið 1943 og þá þegar mjög mikil eyðilegg- ing orðin í landinu. meða! ann- ars á olíustöðvum. Herstyrkur- inn beindist þvi meira að fót- gönguliðssveitum og þar lenti ég. » — Heræfingaskólinn var mjög harður, en þar lærði ég þó mikið, sem hverjum manni kem- ur að gagni, engu síður á frið- artimum, t. d. stranga kurteisi og umgengnishætti. Eftir að hafa dvalizt í skólanum sex vikur var ég sendur til Rússlands. Sú ferð kom mér i skilning um þaö, hvað styrjöld í raun og veru er. Þá stóð ég augliti til auglitis við ógnimar, gapandi fallbyssu- kjafta og sprengjupegn og ég fann vel, að mig skorti þann baráttukjark, sem' hermanni er nauðsynlegur. — Ég var hrædd- ur — skildi heldur ekki tilgang þess sem að baki lá. — TTvernig var lífið í Rúss- AJ- landi? — Ég kom þar aö sumarlagi um regntímann. Landið, sem við fórum yfir var gróðurlaust svað eftir eyðileggingu styrjald- arinnar. Blaðvana trjástofnar voru á vegi okkar og hindruðu ferðina. Átján ára drengur, kominn beint úr foreldrahúsum, átti erfitt með að sætta sig við þessar aðstæður. — Hvernig var með matvæli? — Matartími okkar var ætíö að nóttunni. Þá fengum við heitan mat — brauö, brennivín, sígarettur, súkkulaði o. s. frv. Vöktum var þannig háttað að við fengum fjögurra tíma svefn móti tveggja tíma vöku. Réttara væri kannski að tala um hvíld en svefn, því hann var sjaldan rór. Þó gat maður orðið svo þreyttur að maður því nær bugaðist og valt útaf, en þá varö svefninn óeðlilega þungur, t.d. minnist ég þess að hafa sofið meðan stóð á hörðum bar- daga yfir víglínuna. Svefnstaöir okkar voru holur grafnar I jörð, reft yfir með trjám og mold dreift ofan á, svo var sandpok- um hlaðiö fyrir framan. 1 hverri holu voru 4—5 menn og var hún ekki stærri en það, að fæt- umir stóðu út úr. Þama var svo þröngt að varla voru tök á að hreyfa sig. Eini ylgjafinn sem við höfðum var frá næsta manni, en það náði lítt til fótanna. — Jú, við fengum daglegan brennivíns- skammt — en hvað var það móti þeirri hlýju, sem blóðheit- ar konur veittu óvinum okkar austan víglínunnar. Það var stundum ekki lengra á milli en svo, að viö heyrðum vinmælin, þegar hlé varö á hávaða morð- tólanna — en við — sáum aldrei hvíta konu. — Ég held jafnvel að sumir hefðu látið sig litlu skipta litarháttinn — Gleymt því að þeir voru „ariar“ í bliki stórrar stundar. — T entir þú nokkum tíma í klónum á Rússum? — Hve lengi varst þú i fangabúðum? — Rúm þrjú ár. — Að vera ’Stríðsfangi er ekki gott. Það skiptir ekki máli hvar. Sé .art ár í landinu kem- ur það fyrst niður á fanganum. — Hann er aðeins númer — ekki nafn. sem skiptir máli. Hann er sigraður óvinur, sem ekki getur setið við borð sigur- vegarans, ef einhvern skortir. mig: „Ef þú tekur ekki í nef- iö, Gerhard, verður þú aldrei íslendingur Nú tek ég í nef- iö og er íslendingur. TTvað segir þú um starf þitt á Hótel Sögu? — Áður en ég fór aö vinna þar hafði ég verið tvö ár hús- vörður i fiskiðjunni í Vest- mannaeyjum. en svo kaus ég að færa búsetu mína til Reykja- vfkur, kom f Bændahöllina og hitti þá hjá Flugfélagi Islands Fékk ég vinsamlega en nei- kvæöa höfuðhneigingu. — Gekk svo í næstu dyr og var vísað til dyra. í þeim dyrum stend ég ennþá — Hvernig fellur þér við Is- lendinga? — Þetta er ágætt fólk á margan hátt, en mér finnst ýmsir vera kærulausir um of og vanta „respekt" Ég verð bess oft var. að menn láta sig litlu skipta skyldur mfnar og virða lftt cðlilega umgengnis- hætti — eru f mfnum augum ósiðlátir, á þaö jafnt við um konur sem karla. „Þessar regl- ur gilda ef til vill f Hamborg, en við höfum vanizt öðru hér á ís]andi.“ sagði eitt sinn við mig kona. sem ég fór fram á að sýndi venjulega heimsborg- ara háttvísi. Mér fannst hún Ifta svo á, að hún væri einráð á Hótel Sögu — ef til vill f heim- inum. — Drekka íslendingar illa? — Alltoif margir sýnist mér að ekki kunni að umgangast vín — virðast lfta á það sem vatn, þegar búið er aö opna flöskuna. Þetta er k nnski eðlilegt, þeg- ar um er að ræða unga, og 1 dag hömlulitla þjóð. Þ.M. — Já, 1945, þann 12. maí. Þá var stríðinu lokið í Berlín og Rússar innikróuðu alla þýzka hermenn. Við vorum síðasta herdeildin sem gafst upp. Ég var búinn aö eiga von á því allt frá árinu 1944, að við mundum tapa styrjöldinni. Og þótt óvissa og huglæg áþján fylgdi því að vera tekinn til fanga af óvina- þjóð, þá var sem að því væri nokkur léttir, að þessari hörm- ungargöngu var lokið. — En fangabúðalífið hjá Rússum? • N, ' ' o / < ----Þetta var í höfuðborg Lettlands, að við vorum teknir, en strax að liðnum þrem dögum vorum við fluttir til Mictau. Þar var okkur safnað saman f stórt íþróttahús og vorum við þar í hálfan mánuð. Aöalfæða okkar var hirzegrautur með svfnsspiki. Ekki er hægt að segja, að viö værum soltnir eða kaldir og ekki urðum við fyrir neinum líkamsmeiðingum þarna. Að liðnum hálfum mánuöi fórum viö með gripalest beint ti\ Moskvu, ferðin tók tvær vikur. Á leiðinni var hitinn 40°—45°. Þetta var hreint kvalræði. Þorst- inn ætlaði alveg að drepa mann og lítið úr því bætt. Auk þess voru þrengslin svo mikil, að það var næstum þvi að hver sæti á öðrum. Tjegar á leiðarenda kom, sá ég Moskvu í fyrsta sinn. Þrátt fyrir það undir hvaða kringumstæðum ég kom þama,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.