Vísir - 20.02.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 20.02.1968, Blaðsíða 12
12 V1SIR y Þriðjudagur 20. febrúar 1968. KVTKKYNDASAGA EFTIR A- £>- QOTHRIE 3r. „Hvar er Dick?“ spurði Rebecca. „Hann er ekki væntanlegur fyrr en i morgunmálið". „Ekki ætlar hann þó að liggja úti í nótt, maðurinn, matarlaus dg alls- Iaus?“ „Hann Dick munar nú ekki mikiö um þess háttar smámuni“, svaraöi Evans glaðlega. „Ekki hann Dick Summers ... Hún bar þeim matinn. Lije var í sólskinsskapi. „Hann Dick ...“ end urtók hann með aðdáunarhreim og tók til við steikta fiskinn. „Kann ráð viö öllu, kemur öllu í kring. Við leggjurö af staö niður fljótið á morgun ...“ Hann þagnaði við af ásettu ráði. Naut þess að sjá undrunina og spurninguna í svip þeirra. „Ég hélt að það væri ekki neinn farkost að fá“, sagði Rebecca. ,Það er lika hárrétt". „Nú, en hvað þá?“ „Þú manst að Dick lét flá vís- undana, sem við felldum, og geyma húðirnar?" „Svona pabbi vertu ekki að draga okkur á þessu“, mælti Brown ie. „Ekki siglum viö á húðunum niður fijótið ....“ „Ekki beinlínis, lcannski, en að vissu leyti. Indíánar eiga nóg af barkarbátum, en ekki skinn í sþjör utan á skrokkinn á sér. Og vetur eru hér of kaldir til þess að gott sé að ganga klæðlaus ... Þeir vilja allt til vinna að fá vísundahúðirnar". „Þú ætiar þó ekki að láta okkur fara um borö i slíkar fleytur." spurði Rebecca óttaslegin. Hann hristi höfuöið, drýginda- legur á svipinn. „Hann Dick Summ ers .... hann lagði áherzlu á að viö tækjum til hhndinni, svo allt væri búið undir siglinguna niður fljót- ið ...“ „Þú ert að gabba okkur, Lije ... svei mér þá ...“ „Við gerum eins konar bátfleka". sagði Lije. „Tökum sundur vagn- ana og leggjum botn og hliðar á mil'li tveggja barkarbáta, og berum allt okkar hafurtask um borð. — Kannski getum við líka sett upp segl. Þá kemur nú skriður á skút- una...“ En hvað um þau hin?“ „Hin ... hver?“ „Fairmann og Byrd?“ „Það er þeirra vegna, að Dick kemur ekki heim fyrr en undir morgun. Hann er að kaupa barkar báta handa þeim líka. Það verður glæsilegur floti þegar við leggjum öll af stað ...“ „Heldurðu að þetta gangi,Lije?" „Vitaniega. Vildi að ég ætti mér aila hluti eins vísa. En þetta eigum við Dick einum allt að þakka. Búpeninginn verður að sjálfsögðu að reka niður með fijótinu. Vitið þið nokkuð hvað þau Mackshjónin ætlast fyrir?“ „Þau eru aö tala um að halda suður fyrir Hattarhöfða. Það hefur víst einhver vísað þeim á þann stað“, svaraði Rebecca. Þannig var skipzt á fréttum, og á meðan snæddu þeir feögar af beztu lyst. Rebecca reis á fætur til þess að ná í meira brauð, sætti lagi að verða Mercy fyrri til. Rebeccu var það alltaf sérstök á- nægja að sjá karlmenn taka hraust lega til matar síns. Þeir voru óð- ara búnir af diskunum, og hafði Mercy þó ekki skorið skammtinn við nögl sér. Að því búnu tróð Evans tóbaki í plpu sína, kveikti í með glóandi smáspreki, og blés ánægjulega frá sér bláum reykn- um. Lije brosti til Mercyar. „Þið eruð fátöluð 1 kvöld, ungu hjónin", mælti hann glettnislega. Mtrcy brosti eilítið, en Brownie sagði: „Maður fréttir ekki margt hjá beljunum ...“ Lije reis úr sæti. „Jæja, piltur minn, ég geri ráð fyrir að þér sé liðugra um hendumar en mál- 'beinið. Við ættum að fara að taka í sundur vagnana meðan enn er verkljóst". Þeir unnu af kappi fram í myrk- ur. Kváðust svo ætla að líta inn hjá nágrönnunum, en yrðu ekki lengi í burtu. Og nú, þegar Reb- ecca haföi lokið öllum störfum fyrir nóttina, settist hún við eldinn, starði I glæðumar, rifjaði upp atburði dagsins og naut hvíld arinnar. Að stundarkorni liðnu kom Mercy og settist hjá henni. Báðar þögðu ög nutu hvíldarinnar. Þann- ig leið drykklöng stund. Rebecca hafði aldrei fundið það eins glöggt og nú, hvað henni leið vel, þegar Mercy var návistum við hana. Verðandi móöir... ein- hvern veginn fann Rebecca það á þessari stundu, að hún þurfti ekki að spyrja til að vita vissu sína um það. Lije mundi fagna því, hann hafði svo mikið yndi af böm- um. „Jæja það fer að styttast til Oregon", sagði hún til að rjúfa þögnina, sem henni þótti helzt til löng orðin. Það varð nokkur þögn. „Mamma ...“ mælti Mercv lágt. Það var I fyrsta skipti, sem hún ávarpaði tengdamóður sína þann- ig- „Já . .. Mercy", svaraði Rebecca innilega. „Ég mun eiga von á barni". „Að ■ hugsa sér ... hverjum mundi geta dottið slíkt I hug“, sagði Rebecca. „Það kalla ég gleöi- fréttir". Rebecca sneri sér að henni I myrkrinu, og þegar hún sá hana lúta höfði, sá hvernig ungar axlir hennar drúptu eins og undir of- urbyrði, varð henni það ósjálfrátt að vefja hana örmum og láta höf- uð hennar hvíia við barm sér. — „Hafðu ekki neinar áhyggjur, góða mín. Þetta verður okkur öllum til ánægju", sagði hún, lágt og blíð- lega. „Ég kveið svo fyrir að segja þér það .. Rebecca fann heitan andardrátt hennar leika um háls sér. Og allt I einu varð hún sjálf gripin kvíða, ótta við að Mercy mundi ekki geta stillt sig um að sýna henni fullan trúnað. Hún afréð að verða fyrri til og koma I veg fyrir það. Hún vildi ekki vita neitt. „Þú skil- ur það, góða mln, að við hljótum að fagna þvl, bæði gömlu hjónin, að eignast sonarbarn. Ég er ekki I neinum vafa um, að barn þitt og Brownie verður gott barn, og öll- úm til ánægju“. Mercy var háttuð, þegar hún heyrði að þeir feðgar komu heim að tjöldunum. Hún heyrði Brownie bjóða föður sínum góða nótt, heyrði mjúkt fótatak hans að tjald skörinni, sem hann lyfti eins hljóð- lega og honum var unnt, svo hún vaknaði ekki. Hún fylgdist með hverri hreyf- ingu hans, þótt rökkurmvrkt væri I tjaldinu, þegar hann afklæddi sig. Hún var að því komin að segja: „Ég er vakandi." Gæti hún einung is sagt það, mundi hún geta sagt meira. Þá gæti hún sagt honum að nú vissi Rebecca móðir hans leyndarmál þeirra, en þó ekki allt. Þá gætu þau ef til,vill rætt sam- an I fullri einlægni og allt yrði I i.lagi. I En hún gat það ekki. Hún mundi aldrei geta það, fannst henni. For- tfðin munui alltaf skilja þau að eins og ókleift fjall. Barnið, sem hún bar undir belti, þau mundu alltaf líta á það sem barn Macks, og hvorugt geta átt frumkvæðið að því að talast við I einlægni. Hún fann hann lyfta sænginni og smeygja sér upp I við hlið sér ... rétta úr sér og spenna hendur undir hnakka. En návist hans rauf ekki einmanaleikann. Hann var henni eins og framandi. Nóttin var hljóð og dimm. Hún lagði við hlustir eftir einhverju hljóði, sem næði eyrum hennar gegn um myrkrið, þögnina og ein- manaleikann, Hjartslætti næturinn- ar, sfnum eigin hjartslætti, andar- drætti hans ... Hún vissi að hann lá andvaka. Ef til vi'll starði hann út f myrkrið og barðist við sömu áhyggjur og hún, reyndi að sigrast á einmana- kennd sinni eins og hún. Hann var góður drengur, of góður handa henni, Rebecca var góð, Lije var góður. Hvað bar þá til, að hún þurfti að einangra sjálfa sig frá þeim, gat ekki einu sinni auðsýnt þeim þakklæti sitt? Hvað knúði hana til að haga sér eins og hún væri I rauninni ekki eiginkona Brownie og tengdadóttir þeirra? Það var ekki Brownie að kenna. Og eftir að þau voru gefin sam- an I hjónabandið, hafði hún ekki heldur unnið til þess, — að minnsta kosti vonaði hún að svo væri ekki. — Það var einungis það eitt um að saka, sem hent hafði hana áður en þau gengu I hjónabandið. Það var vegna bams- ins, sem hún bar undir belti. Þetta ófædda barn var þeim báðum yfir- sterkara I öllu sínu umkomuleysi. Heilsuvernd Síðasta námskeið vetrarins 1 tauga- og vöðvaslökun og önd- unaræfinaum fyrir konur og karla hefst miðvikud. 28 febr. Uppl. 1 sfma 12240. Vlgnir A’ndrésson. Þér getið sparað Með þvl að gera við bílinn sjálf ur. Rúmgóður og bjartur salur. Verkfæri á staðnum. Aðstaða til ’ð þvo, bóna og ryksuga bflinn. Nýja bflaþjónustan Hafnarbraut 17 — Kópavogi. THE WHITE MAM OD£S NOT THREATEN Uíí... HE WlSHES TO HELP US LEARN OF A LIFE BEYONÞ THE FOREST/ „Þið eruð fullorðnir, þið eigið að dæma „Hvíti maðurinn vili aðeins hjálpa „Þeir drepa son þinn, og samt ert þú um, hvort við eigum að lifa í friði eða okkur til að þekkja það sem er fyrir of- að verja þá.“ - Bíðið.“ ótta.“ — „Þetta er misskilningur, Zana.“ an skóginn.“ Eldhúsid, sem allar húsmœdur dreymir um Hagkvœmni, stilfegurd og vönduö vinna á öllu Skipuleggjum og gerum yður fast verðtilboð,. Leitið upplýsingu LAUOAVEOI 133 a|iql

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.