Vísir - 20.02.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 20.02.1968, Blaðsíða 16
VISÍR Þriðjudagur SO. febrúar 1968. DRUKKNAR Á MÝRUM Sfðastliðinn sunnudag vildi það slys til, á bænum Sveinsstöðum í Áiftaneshreppi á Mýrum, að 2ja ára drengur drukknaði í brynning- arstampi í fiðsi. Tildrög slyssins voru þau. að drengurinn, sem hét Jón Ágúst, var með föður sínum Friðgeiri Friðjónssyni og afa úti í fiósi er heir sinntu kvöldverkum har og mun hafa verið vanur að fvlgja þeim til gegninga. Þar sem ekki hevrðist til barns- :ns um tíma fóru þeir að gæta •'ð bví m? fnndu það í einum brvnn ingarstampinum og virtist það b"fa stungið sér á höfuðið í stamp- inn. Haft var samband viö héraðs- lækninn í Borgarnesi, Þórð Odds- son og kom hann að liðnum á. a. g. þrem stundarfjórðungum, en þá var ekkert iífsmark meö drengnum. Blaðið hafði í morgun tal af Þórði og sagði hann, að foreidrar drengsins heföu bæði sótt náms- skeið í fyrra, þar sem þau hefðu lært að beita blástursaðferðinni og munu hafa reynt hana á drengnum en án árangurs eins og fvrr segir. Þórður sagði, að ekki hefði tekizt að ná vatninu upp úr iungum drengsins. Sem fyrr segir var Jón Ágúst son ur hjónanna á Sveinsstöðum og heitir móðir hans Sigríður Einars- dóttir. Þau hjón eiga tvö önnur börn, eldra og yngra en Jón heitinn var. Aukin ríkisúbyrgð á lánum til smíði Verkfræðingabók um vinnslu sjávarafla réttar umræöurnar, sem voru að loknu hverju erindi. Einnig eru í henni ýmsar töflur um fiskveiðar og fiskvinnslu. I heild spannar bók- in allar greinar fiskvinnslunnar og er því hið merkasta heimildarrit. Verkfræðingafélag íslands hefur gefið út í sérstakri bók erindi þau, sem flutt voru á ráðstefnu félags- ins um vinnslu sjávarafla. Bókin er 336 blaðsíöur í stóru broti. Hún hefur að geyma 23 erindi og orð- i skipasmíðastöðva |j Ver doktoi 3. itgerð I sína um „Fjölmæli" darmjölsfarmu oðinn til sölu - liggur i lestum Hans Sif, sem strandabi undan Rifi á Melrakkasléttu A’ Nú hefur veriö auglýstur til sölu síldarmjölsfarmur danska ■'kínsins Hans Sif, sem strandaði á skeri undan Rifi á Melrakka- Méttu 10. f^br. s.l. Hans Sif er um 1000 lestir aö stærð, skinið var- á aið frá Siglufirði, þar sem það iestaði 800 lestir af síldarmjöli. Talsmaður Sjóvátryggingarfél. íst. h.f. sagði blaðinu frá því, að vonir stæðu til að talsvert af farminum væri óskemmt, einkum það sem er á millidekki. Ekki kvaðst hann vita nákvæmlega um aðstæður til þess að bjarga því, sem bjargað verður af farminurn. ! Ríkisstjórnin hefur lagt fram á J Alþingi frumvarp, sem gerir ráö ' fyrir heimild til handa henni til þess að ábyrgjast allt að 40 milljón króna lán til byggingar dráttar- brauta og skipasmíðastööva — þó ekki meir en 60% af kostnaðar- veröi framkvæmda á hverjum stað, gegn þeim tryggingum, sem ríkis- stjórnin metur gildar. í athugasemdmii frumvarpsins er skýrt frá þvi, aö ineö lögum frá 20. maí 1965 hafi ríkisstjórninni verið heimilað að ábyrgjast allt að 30 millj. kr. lán vegna slíkra fram- kvæmda, en sú ábyrgðarheimild sé nú fullnotuð og vanti þó verulega upp á það, að lokið sé byggingu þeirra dráttarbrauta og skipasmíða stöðva, sem í smíðum eru í sam- ræmi við :'.ætlanir. Athuganir sem gerðar hafa verið, benda tii þess, að börf sé 35 millj kr. viðbótarábyrgðar til Jiess að unnt sé að ljúka framkvæmdum. Sá varnagli er bó sleginn, að miða heimildina við nokkru hærri upp- hæð, eða 40 rnillj. Laugardáginn 24. febrúar n.k. fer fram doktorsvörn við laga- deild Háskóla íslands. Mun Gunnar Thoroddsen, ambassa- dor, þá veria rit sitt „Fiölmæli“ fyrir doktorsnafnbót í lögfræði. Andmælendur af hálfu lal»adeik, ar verða ármann ivnævarr. há- skólarektor og dr. iur. Þörður Eyjólfsson, fyrrv. hæstaréttar- dómari. Doktorsvörnin fer fram í há- tiðacal Háskólans og hefst kl. 2 e.h. Gunnar Thoroddsen I æfingaflugi TVEGGJA Tveir bræður farast A slysstaðnum í gær. Flugvélin var mjög illa farin og hafði brak úr henni dreifzt um flugbrautina. Júlíus Tómasson. Rannsókn slyssins ólokib — vélarbilun ekki talin sennileg skýring á slysinu Q Tveir bræður, Júlíus Tómasson, 31 árs, og Gísli Tómas- son, 21 árs, fórust í flugslysi á Reykjavíkurflugvelli í gær, skömmu eftir að þeir höfðu tekið tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Piper Twin Comanche upp af vest-austur flugbraut- inni. Flugvélin hrapaði niður á gamla flugbraut, sem liggur til norðurs frá húsum Flugfélags íslands. Bræðurnir munu hafa látizt samstundis, enda var flugvélin mjög illa farin. Hún er talin gjörónýt. — Loftferðaeftirlitið hóf þegar rann- sókn á slysinu í gær, en að því er Sigurður Jónsson, forstöðu- maður Loftferðaeftirlitsins, sagði Vísi í morgun, er rannsókn hvergi nærri lokið. Vitað er að vinstri hreyfillinn var ekki í gangi, eða enginn kraftur var í honum, en hægri hreyfillinn hefur ekki verið undir krafti, þegar flugvélin hrapaði. Einn hreyfill á að nægja til að halda flugvélinni á lofti. Bræðurnir hófu flug sitt kl. 13.24 í gær og skýrðu þá flug- turninum frá því, að þeir ætluðu að vera í eina klukkustund á æfingaflugi yfir Reykjavíkurflugvelli. Júlíus, sem var flug- stjóri hjá Loftleiðum, var að kenna yngri bróður sínum, Gísla, sem hafði lokið einkaflugprófi og var að undirbúa sig undir atvinnuflug. Munu þeir hafa ætlað að æfa svokallað tækja- flug í þessa einu klukkustund. Það er því ekki óeðlilegt, að vinstri hreyfillinn var ekki í gangi, er vélin var að tak„ sig upp, því hugsanlegt er, að þeir hafi ætlað að æfa flugtak með einum hreyfli. Einn sjónarvotturinn að flugslysinu, Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flugfélags Islands, fylgdist með flugvélinni nær allan tímann frá því að hún tók sig á loft og þar til hún hrap- aði. Hann var staddur við þotu Flugfélagsins, þar sem hann fylgdist með sjónvarpsupptöku af Þjóðleikhússkórnum. — Sveinn skýrði tíðindamönnum Vísis svo frá, að þegar vélin hefði komið í lítilli hæð austur yfir aust-vestur-brautinni, hefði hann þegar séð að eitthvað var óeðlilegt. Flugvélin sveiflaðist til í loftinu og svo virtist sem flugmennirnir væru að reyna að ræsa vinstri hreyfilinn. Flugvélin kom í mjög lítilli hæð og fór rétt ofan við þotuna, þannig að um tíma óttaðist Sveinn að hún kynni að rekast á þotuna, sem hefði valdið mjög alvarlegu slysi, þar sem margt var um manninn umhverfis hana. 10. síða. Gísli Tómasson. ÁRA DRENGUR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.