Vísir - 20.02.1968, Blaðsíða 13

Vísir - 20.02.1968, Blaðsíða 13
VI S IR . Þriðjudagur 20. febrúar 1968. 13 Ingólfur Gíslason. -'•* i'nfi VJSK9. Minningarorb. Fæddur 4. júní 1899. Dáinn 13. febr. 1968. 1 dag verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu Ingólfur Gíslason, kaupmaður, Öldugötu 5, Reykja- vík, Helgi Ingólfur Gíslason, eins og hann hét fullu nafni, fæddist árið 1899 austur á Eskifirði. For- eldrar hans voru Gísli Helgason, ættaður austan úr Breiðdal og kona hans Valgerður Freysteinsdóttir, frá Hjalla í Ölfusi. Ingólfur fluttist kornungur með foreldrum sínum til Reykjavíkur, þar sem faðir hans gerðist kaupmaður, en Gísli varð skammlífur maður. Stóð Valgerð- ur uppi með stóran bamahóp er hann lézt. Varð þá að ráði að Ing- ólfur og eldri bróðir hans, er Jón hét, fluttust til Vesturheims, til Kanada á fund föðursystur þeirra er bjó í Nýja íslandi. Þar hóf Ing- verzlunarskólg er foann stáíppSfegjsén var kallaður í; her- iiíít, ör hann hafði aldur til á 'fyrri heimsstyrjaldarárunum, þó ekki yrði hann né aðrir hinir yngstu fé- lagar hans sendir til vígvalla Evrópu. í striðslok kom Ingólfur heim til þess að finna móður sína og vitja fósturjarðarinnar og ílentist þá hér og hóf verzlunarstörf í Reykjavík, fyrst hjá Helga Magnússyni & Co., en hóf síðan rekstur skóverzlunar í félagi við Þórð Pétursson. Árið 1929 kvæntist Ingólfur Fanneyju Gísladóttur frá Lokin- hömrum f Dýrafirði. Ákváðu þau þá að flytjast vestur um haf og setjast að í Kanada þar sem Ing- ólfur var öllum hnútum orðinn kunnur frá fyrri árum. Hugðist hann þá stofnsetja verzlunarfyrir- tæki í Kanada. Dvöl þeirra varð samt ekki löng því á þessum miss- erum skall heimskreppan á og varð mörgum þung i skauti. Blés ekki byrlega fyrlr unga félitla menn að hefja rekstur fyrirtækja á þeim árum í Vesturheimi. Árið 1934 fluttu þau hjón til Islands með þrjú ung börn. Vann Ingólfur fyrstu árin á skrifstofu hér i bænum en árið 1936 stofnsettu þau hjón prjónastofuna Vestu og samnefnda verzlun að Laugavegi 40 í Reykja- vík. ÞVOIÐ OG BÖNIÐ BlLINN YÐAR SJALFIR. ÞVOTTAÞJÖNUSTA BIFREIÐAEIGENDA I REYKJAVlK SIMI: 36B29 Þótt það yrðu örlög Ingólfs að fást næ'r .alla æVi við yerzlun og skrifstofustörf, áttu þessi störf aldrei hug hans óskiptan, né full- nægðu athafnaþrá hans. Því var það að hann keyþti árið 1940 ný- býlí í Mosfelissvéit og hóf þár.bú- rékstur ásámt veVzlunarstörfiinum og: tveimur árum seinna keypti hann stórbýlið Selalæk á Rangár- völlum, jók þá, jörð að húsakosti og áhöfn og hóf þar aljumsyifa- mikinn búrekstur um nokkurra ára skeið. En það fór fýrir Ingólfi eins og rnörgum fleiri vestúrheimsför- um, að ævinlega 'átti hann tvö fóst- urlönd, sem tóguðu á vixl. Hinir miklu möguleikar landanna vestan Atlantshafsins freistuðu. Árið 1944 ákvað Ingólfur að selja allar eignir sínar hér og flytjast alfarinn vest- ur um haf og hafði 'gengið frá öllu þar að lútandi. En einmitt á þeim misserum þegar hildarleikurinn mikli náði hámarki sínu undir lok- in, bárust átökin að Ströndum ís- lands, og þjóðin varð fyrir miklum áföllum af völdum kafbátaaðgerða. Það þótti því hin mesta áhætta að flytjast yfir hafið með hóp af ung- bömum, og örlögin réðu því að þau hjónin Ingóifur og Fanney af- þökkuöu pantað far fyrir fjöl- skyldpna með Goðafossi í þeirri ferð er skipið átti ekki aftur- kvæmt úr, Kannski átti sá atbur.ð- ur sinn þát.t í því að eftir það hugðu þau ekki oftar á Ameríkuför. Næstu ár rak Ingólfur urnfangs- mikil kaupsýslustörf, heildsölu og bílaverzlun og reisti stórt hús yfir fjölskylduna, sem taldi nú 7 börn, vestur á Grenimel. En hugur hans undi sem fyrr aldrei við verzlunar- störf -.eingöngu. Árið 1948 flutti hanp úF,ftúýlfiaV.Ík „'að Fitjakoti í Kjalarneshreppi, hafði hann nokkru áður keypt þá jörð og húsað upp á nýtt eftir bruna sem varð þar og þar bjuggu þau hjón með fjölskyldu sína til ársins 1961. Stundaði Ing- ólfur þar myndarbúskap um nokk- urra ára skeið og rak jafnhliða fyrstu árin kaupsýslustörf í Reykjavík og stofnaði síðan ásamt allmörgum bændum þar í grennd Kaupfélag Kjalarnessþings. . Á þessum árum fór að bera mjög á heilsuleysi því sem þjáði Ingólf öll síðustu ár hans og leiddi til þessað hann varð enn að bregða búi og flytja til þéttbýlisins. En þótt ýmis!egt.^a.í!fáM.^gengið á móti á þessum árum.og efni hans þorrið vegna langvarancli ' vanheilsu og erfiðra læknisaðgerða. var kjark- ur Ingólfs óbugáður. Enriþá einu sinni mátti hann'byrja á því áð brjóta' nýtt land. Kéypti hann litla verzíun sem hafði verið f niður- níðslu og með ódrepandi dugnaði og aðstoð konu sinriar tókst honum á fáum árum áð ' gera hana áð arðvænlegu fyrirtæki, en þá voru líka kraftarnir þrotnir. Veikindi hans ágerðust og’ eftir stutta legu á Landakotsspítala lézt hanri hinn 13. þ. m. Enda þótt f imanskráð upptaln- ing' á 'helztu -ævíatriðum Ingólfs sé býsna ófullkomin og gefi litla hugmýnd um störf hans um dag- ana, sézt þó af henni að hann var ! eriginn hversdagsmaður heldur var ; ævi hans litrík. þar sem skiptust | á skúrir og skin. Ingólfur var ungur maður' hið mesta glæsimenni og bjó vfir marg- víslegurn hæfileikum. sém nutu sín ekki kannski alltaf sem skyldi í amstri dægranna Hann var Skarpgáfaður og vel að sér.á sviði kaupsýslunnar, ágætlega lesinn I íslenzkum og enskum bókmenntum, hafði lifandi áhuga á allri menn- ingarstarfsemi. listum og stjóm- málum og .hafði fastmótaðar og á- i kvf.önár akoðanir á flestum mál-. um. ffölí hann þeim fram með skaphita jg diörfung hvar og við hv§rn sem var. Mörgum þótti hann óvæginn og harður i horn að taka þegar svo bar undir og víst var um það að skap hans var mik- ið, en hann hafði úngur orðið að takast á við heiminn og treysta einungis á eigin mátt. — — slíkt herðir til stáls þá skapgerð sem menn af hans gerð hafa. Hitt mun líka jafnsatt að fáir voru tryggari vinum sínum en Ingólfur og til hans yar gott að leita fyrir þá sem í einhverjúm bágindum áttu. Kona Ingþlfs Fanney Gísladótt ir mun hafa heitið því að gömlum góðum sið' íslénzkra kvenskörunga er hún b$pnunS gafst' Ingóífi, að eitt skyldi, ýfir'bæðl ganga., Hafa þau jafnan verið svo samstillt i gleði sem mótlæti að fátítt mun. Hefur hún jafnan kostað að búa manni sfnum og mörgu börnum gott og glæsilegt heimili sem ein- kenndist af rausn og stórmennsku hvort sem efni þeirra voru smá eða gnæg. Ingólfur Gíslason mun ekki hafa gengið þess dulinn hin sfðustu ár að hveriu dró með heilsu hans. enda þótt hann hafi átt erfitt með að sætta sig við að hverfa af svið inu fyrr en hann teldi sig svo hafa búið um hnútana að hann þvrfti ekki að hafa áhvggiur af framtið konu sinnar og barna. F.n bó að hann hafi hlotið að vita að endalokin voru ekki langt undan gekk hann til starfa nær til sfð ustu stundar með bví æðruleysi op beim ki-rki sem einkennir hið r«nna karlmenni. Þó hækki sól skyggir samt yfir er slíkir kveðja. EJS. Gólfteppi frá kr. 315.— fermeterinn. Grensásvegi 3 — Sfmi 23115. rökuœ að okkui nvere Konai tnúrriro og sprenglvfnnu t aúsgrunnum og ræ» um Lelgjum út loftpressur og vfbra sleða Vélaleiga Steindóre Slghvats sonar Álfabrekko við Suðurlands braut. slmi 30435 HÚSMÆDUR! • 'V ■ - .\í í—.i 1'... tSá..——.: er handbók HÚSMÆÐRANNA Þennan myndarlega kaupbæti fá nýir áskrif- endur að dagblaðinu Vísi, ef þeir greiða strax fyrstu tvo áskriftarmánuðina. í möppunni með „Vfsi í vikulokin“ hafið þér mikið safn af skemmtilegum matar- uppskriftum, leiðbeiningum um snyrtingu, tízkumyndum, ráðleggingum um heimilis- hald og fleira efni fyrir konur. DAG.BLAÐIÐ VÍSIR. Sími 11660.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.