Vísir - 20.02.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 20.02.1968, Blaðsíða 5
« 5 ’ ■ ; . Þriðjndagur 20. febrúar 1968. V Kvennas'iban heimsækir Judodeild Armanns, jbar sem fram fer kennsla / judo fyrir kvenfólk og einnig i svonefndum „kultur fysik" æfingum, sem miða að jbvi að yngja, styrkja og grenna likamann. — hin milda aðferð hefur verið mikil í judoinu, nema hvað kvenfólk veigrar sér dálítið við að sækja judotíma. Það heldur að judo sé eitthvað gróft og ruddalegt, en það er algjör misskilningur. Judo fyrir kvenfólk er talsvert ólíkt judoi fyrir karlmenn. Kvenfólkið ver sig raunverulega ekki, judoið byggist fyrst og fremst á mýkt og skjótri hugsun, og það er ákaflega liðkandi og yngj- andi fyrir allan líkamann", segir Jóhanna. „Éru þessar æfingar byggð- ar upp á sömu undirstöðuatrið- um og judoið?" „Flestar af þeim æfingum sem ég læt konurnar sem sækja æfingatfmana gera, eru sömu æfingarnar og við gerum áður en við byrjum að glíma í judo- tímunum. Og fyrir þær sem hafa hug á að læra judo er mjög gott að stunda æfingatím ana fyrst dálítinn tíma áöur en þáer byrja í sjálfu judoinu, en auðvitað sækja margar konur æfingatímana án þess að hafa hug á áð læra sjálft judoið." „Segðu okkur dálítið frá sögu judosins?" „Heimaland judosins er Japan, en sá sem endurvakti judoíþrótt ina á síðari hluta 19. aldar var Jugoro Kano, sem myndin hér er af“ og Jóhanna bendir, okkur á mynd, sem hangir uppi á vegg í æfingasalnum, af Japana, sem lítur út fyrir að vera um fimm- tugt, en er orðinn níræður á myndinni, eftir því sem Jó- hanna upplýsir okkur. „Fyrir svo sem 10 árum var judo næstum óþekkt fþrótt á Vesturlöndum, ið sérstakan matseðil fyrir f- þróttafólk. Allar voru konurnar sammála um að þær hefðu mjög gott af æfingunum og gufubaðinu. „Maður er svo hress og end- urnærður eftir þessa tíma og miklu úthaldsmeiri í verkunum heima fyrir", sögðu þær. Unnur Jónsdóttir leikfimi- kennari við Austurbæjarskólann hafði fylgzt með einum æfinga tíma hjá Jóhönnu og sagði hún okkur að sér virtust þessar æf- ingar mjög fullkomnar og byggj ast á þeim undirstööuatriðum, sem þýðingarmest væru í sam- bandi við alla likamsþjálfun, og greiniíegt væri að með því að stunda slíkar æfingar, fengi hver einasti hluti likamans sína þjálfun. „Hvað er nú framundan hjá ykkur í Judodeildinni?" spurð- um viö Jóhönnu. „Við eigum von á japönskum þjálfara f marz, og vonandi verðum við þá búin að koma upp sæmilega þjálfuðum hópi karla og kvenna, sem hann get- ur svo þjálfað énn betur. Við getum ennþá tekiö viö fleiri konum, bæði í judoið og í æfing arnar, og það skal tekið fram að konur á öllum aldri geta tek ið þátt í judoinu", sagði Jó- hanna að lokum. Við kvöddum nú konurnar þar sem þær voru að ljúka úr kaffibollunum, og vonandi eiga fleiri konur eftir að spreyta sig á judoinu, hressa þannig lík- amann og sálina, iðka skemmti lega fþrótt og um leið lært ým- is brögð til að verja sig ef á þarf að halda. Við spjölluðum nú litillega við konurnar, sem voru komnar úr gufubaöinu og búnar að fá sér kaffibol’ i. og hrökkbrauð, en þess skal getið, að Jóhanna ráð- leggur sérstakt mataræði, fyrir þá nemendur sína, sem hafa hug á að grennast og fylgist með þyngd þeirra. Hefur hún samið matseöil í samvinnu við mann sinn, Jónas Bjarnason lælíni, og hafa þau einnig sam- Hér sjáum við frú Jóhönnu Tryggvadottur, þar sem hún er aö kenna svonefndar „kultur fysik" æfingar. wOg nu losum við okkur við aila keppmna", segir Johanna. pigt, offita, sljóleiki, svefn- leysi, vöðvabólga, hver kannast ekki við þessa kvilla? Iákjega eru fáir, sem ekki hafa einhvem tíma kennt þeirra óg margir þjást stöðugt af einhverj tm þeirra. En hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir sKka kviTla? Langflestir læknar ern sammála um það, að fyrsta skilyrðið til að koma í veg fyrir slfka kvilla sé hæfileg og holl hreyfing og hollt mataræöi. Til að verða sér úti um góða hreyfingu fvrir líkamann eru til ýmis ráð. Karlmenn stunda í- þróttir, sund, golf, tennis, skíða ferðir, fótbolta eða eitthvaö þvílíkt. En hvað með konumar? Þeirra helzta hreyfing er oftast fólgin í gólfþvotti og uppvaski og þó að þær vildu gjaman stunda iþróttir að staðaldri, vill það oft verða erfitt sökum anna á heimilinu, og einnig vilja margar konur aðeins verða sér úti um góðar líkamsæfingar, sem hjálpa þeim til að halda líkamanum ungum og hraustum en ekki stunda íþróttir að stað- aldri. Leikfimi og líkamsþjálfun er því í mörgum tilfellum heppi- legri fyrir konur, og er úr margs konar leikfimikennslu að velja hér í Reykjavik. 1 Judo- deild Ármanns fer fram kennsla í svo nefndum „kultur fysik“ æfingum, sem miöa að því að styrkja, grenna og yngja líkam- ann, og eru æfingarnar byggð- ar upp á undirstöðuæfingum fyrir judo, svo og á ýmsum fomum austurlenzkum líkams- æfingum, sem hressa upp á lik amann og sálina, og hjálpa til að ná góðri afslöppun. Vistarverur Judodeildarinnar aö Ármúla 14 eru mjög skemmtilegar. Þar er vistleg setustofa, þar sem nemendur geta fengið sér kaffisopa og hrökkbrauð, og þar er einnig gufubaðstofa, æfingasalir og búningsklefar. Við hittum þar að máli frú Jóhönnu Tryggvadóttir, en hún leiðbeinir I æfingatímum fyrir kvenfólk, auk þess sem hún kennir judo, en hún er bezt menntuð íslenzkra kvenna í þeirri iþrótt. Jóhanna leyfði okkur nú að fylgjast með einum æfingatima, en þar voru samankomnar kon- ur á ýmsum aldri. Byrjað var á ýmsum æfingum, sem styrkja fætuma og síðan var farið í gegnum æfingarnar, sem styrkja og mýkja afflan likam- ann, jafnvel tærnar og fingurnir glevmdust ekki. Síðan voru gerðar ýmsar aust urlenzkar afslöppunaræfingar, eins konar jogaæfingar, sem taldar eru mjög heppilegar til að gera áður en fólk þarf að taka mikið á, andlega eða lík- amlega, og eru t. d. Iþrótta- menn taldir hafa mjög gott af slíkum æfingum. Eftir æfingatímann fara all- ar konurnar í gufubað, síðan í steypibað og fá sér þvi næst kaffi ásamt hollu og góðu hrökk brauði með osti í hinni vist- legu setustofu og láta fara vel um sig og slappa af. „Við fengúm þetta húsnæði til umráða í haust, og aðsókn ■.v.-.v.-.\v%va<nv.wxw:^<-í<^4>1ívv:\v.'.v.v.vav.';v;v^^sWX<«^'í.'.ÍSÍÍÍ:í:::>S'Í en vinsældir judosins hafa vax- ið ár frá ári síöan. Oröið judo þýðir raunverulega hin milda aðferö,“ segir Jóhanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.