Vísir - 26.02.1968, Side 10
m
V1SIR . Mánudagur 26. febrúar 1968.
Grlskir hérshöfðingjar
sendir i útlegðarvist
t frétt frá Aþenu segir, að
Andreas Hprchelmann hershöfð-
ingi, yfirmaður 20. skriðdrekaher-
iylkisins í Norður-Grikklandi er
Konstantfn konungur gerði hina
misheppnuðu byltingartilraun sína
í desember, hafi verið ger útlæg-
Vatnsagi —■
!»->• 1. Síðu.
og Smáraflöt. Viða lét vatnið sér
nægja að slökkva miöstöðvarelda
og „skola kjallarana aö innan“, eins
og maðurinn komst aö orði, en þó
náði vatnið inn £ eina íbúðina og
náði að fleyta lausum húsgögnum
og lá við að „dívanar o. fl. þess
háttar flyti út úr íbúöinni". Margir
Keflvíkingar stóðu því i austri og
notuðu skjólur, ásamt mótordælum
til að bjarga verðmætum frá
skemmdum. Áttu því margir ó-
næðissama nótt í Keflavík um helg-
ina.
Blaðið hafði einnig tal af Hjör-
leifi Óiafssyni, fulltrúa Vegagerð-
arinnar og spurði hann um ástand
veganna. Hjörleifur sagði að mikill
vatnsagi væri víða á vegum á Snæ-
fellsnesi hefði Bláfeldará, í Staðar-
sveit, flætt yfir veginn og væri
hann nú ófæe sem stæði. Víða stæði
vatn á vegum, en heflar reyndu að
ræsa það fram og lagfæra „vegina,
en þeir væru víða holóttir $á Suð-
urlandsundirlendi. Hiörleifur kvað
vegina ekki hafa skemmzt, enn sem
komið væri, af völdum úrkomunn-
ar, en á slíku væri ekki mikil
hætta fyrstu vikuna, en hins vegar
væri hætt við skemmdum ef þiö-
viðriö og úrkoman héldu áfram. Að
sjálfsögðu myndaðist aurbleyta og
hvörf í vegina, ef svo héldi fram
sem horfði, og yrði þá að tak-
marka öxulþunga bifreiðanna. —
Hjörleifur sagði, að þetta ætti
fyrst og fremst við um Mosfells-
sveitarveginn, en þar væri gífurleg
umferð.
Þegar blaðið spuröi Hjörleif um
ástand vega úti um landið, sagöi
hann að vegurinn um Holtavörðu-
heiði hefði verið ruddur fyrir helg
ina, en eitthvað hefði rennt i hann
síðan og væri tvfsýnt fyrir stórar
bifreiðir að fara um hann núna.
Hins vegar stæði til aö ryðja hann
á morgun og þá yrði að öllum lík-
indum fært til Akureyrar, en nokk-
uð er síðan Öxnadalsheiöi var rudd.
Oddsskarð var rutt í síðustu viku
og er nú fært um flesta vegi aust-
anlands, þó varla nema fyrir fjór-
hjóladrifsbíla sums staðar. Vegur-
inn í Axarfirði hefur vérið lokaöur
undanfarið, en þó hefur verið fært
milli Kópaskers og Raufarhafnar
undanfarið og nú stendur til að
ryðja veginn milli Þórshafnar og
Bakkafjaröar en það er jafnan gert
einu sinni í mánuði, vegna að-
drátta.
TIL LEIGU
Til lelgu nálægt miöbænum 1—2 j
herbergi með aðgangi að eldhúsi,
gegn þvi að gæta ungbams á dag-
inn. Reglusemi áskilin. Upplýsingar
í sfma 21589 eftir kl. 6.
ur tU Gohirae-eyjar, af öryggis-
ástæðum. Sagt er, að fknm aðrir
háttsettir liösforingjar verði sendir
til eyjarinnar til útlegöarvistar.
Trygve Brafteli í
boði AEþýðuflokks-
félags Reykjavíkur
Trygve Bratteli, formaður norska
Verkamannaflokksins, kemur hing
að til lands á fimmtudaginn í heim
sókn til Alþýðuflokksfélags Reykja
víkur. Heimsókn hans er í tilefni
30 ára afmælis félagsins, en þaö
varð 30 ára nú á laugardaginn.
Verður Trygve Bratteli heiðurs-
gestur félagsins í afmælishófi þess
á föstudaginn.
Trygve Bratteli á að baki lang-
an feril í stjórnmálalífi Noregs.
Hann varö fjármálaráðherra í
stjórn Gerhardens, en tók við for-
mennsku í Verkamannaflokknum,
þegar stjórn Gerhardsens fór frá
1965.
Sjónvarp —
m->- 9. síðu.
get ég ekki talið mér trú um
að hún sé sú lekabytta, sem
sumir vilja vera láta ....
.... Við vitum öll, að ein-
angrun landsins er rofin. Hver
mundi vilja kalla yfir okkur
landfastan hafís til að spyma
gegn þessari þróun? Og innan
fárra ára er alheimssjónvarp
möguleg staðreynd. Hvar stönd-
um við þá, ef rétt er sem fram
haldið er af sumum að við séum
nú þegar hætt komnir? Heim-
urinn er að verða ein heild, vís-
indin brjóta niður landamærin
á sama tíma og skammsýnir
I^ólitíkusar reisa múra. Ekki er
ég í neinum vafa um að vísindin
gangi meö sigur af hólmi í þess-
ari viðureign, mér er nær að
halda sem betur fer.“
„ Austri“ skrifaði í Þjóöviljann
grein, sem ber titilinn
„Hernám hugarfarsins". Þar
segir m. a.:
„Sá bandaríski hrammur, sem
lykur um ísland er klæddur í
silkihanzka; sumir láta sér vel
líka hvaö áferðin er mjúk, og
aðrir þykjast ekki einu sinni
finna fyrir átakinu. Þaö her-
nám, sem er hættulegast og af-
drifaríkast er hernám hugar-
farsins; hræðist eigi þá sem
líkamann deyða, en geta eigi
deytt sálina, var einu sinni sagt
í hernumdu landi. Fyrir rúmum
áratug kallaði Morgunblaðið
hernámið illa nauðsyn, sem bæri
að aflétta við fyrsta tækifæri;
nú er það orðinn sjálfgefinn
hluti af framtíðinni. Eitt sinn
var sagt að engir umgengjust
hernámsliðið nema stjórnmála-
menn og skækjur; nú er sjón-
varpi dátanna boðið inn á þús-
undir Islenzkra heimila, ekki
sfzt tfl að gleðja bðmm að sðgn.
Fyrlr nokkrum dðgum var þess
meira að segja getið í fréttum
útvarpsins sem einhvers á-
nægjulegs atburðar sem gerzt
hefði á dvalarheimili fyrir van-
gefin böm að hermenn vendu
þangað komur sfnar með sæl-
gæti fyrir jólin og hefðu nú síð-
ast gefið bömunum sjónvarps-
tæki sem hefði harft hin ákjós-
anlegustu áhrif þar ekki síður
en á Bessastöðum."
Þetta em dæmi um, hversu
skiptar skoðanir manna em á
Keflavíkursjónvarpinu, en
skoðanakönnunin sýnir þó betur
en blaðagreinar ritstjóra og
framámenn, hver vilji fólksins
er.
Hafnarframkv. —
»»-> 16. síðu.
unni er gert ráð fyrir að vöru
skemmur rísi, svo og aörar
byggingar tilheyrandi sjávarút-
veginum. Framkvæmdir við
hina nýju hafnargerð hófust vor
ið 1966 og er gert ráð fyrir að
þeim Ijúki eftir fjóra til fimm
mánuði. Einhvern næsta dag
mun birtast viðtal við sveitar-
stjórann f Höfn, hér í blaðinu,
en fréttaritari Vísis á staðnum
hafði það viðtal og ennfremur
birtast myndir með viðtalinu
sem fréttaritarinn tók fyrir blað
ið.
Verkföll —
m->-1. siðu.
ur meirihl. fékkst fyrir þessari
heimild. Atkvæðagreiðslan hef-
ur aftur á móti haft þau áhrif
að ekki verður tekið á móti
loðnu í Vestmannaeyjum, þar til
úr rætist.
Verzlunarmenn héldu samn-
ingafundi með atvinnurekend-
um á laugardaginn. Sverrir Her-
mannsson, formaður Landssam-
bands ísl. verzlunarmanna,
sagði I viðtali við Vísi í morg
un, að hann vildi engu spá um,
hvort verzlunarfélögin boðuðu
verkföll. Það færi eftir þróun
mála i þessari viku. Sverrir
sagði, að það heföi komið í Ijós
á fundinum á laugardaginn, að
verðtrygging launa væri ekkert
bannorð i eyrum atvinnurek-
enda og hefði orðiö samkomulag
um það meginstéfnuatriði, að
laun skyldu vera verðtrvggð að
öllu jöfnu, þó að atvinnurekend
ur t'Idu það óframkvæmanlegt
nú. Samkomulag varð um að
skipa undirnefnd til að ræða
vísitölumálin og heldur hún
sinn fyrsta fund kl. 5 í dag.
Hans Sif —
»->■ 1- Síðu,
um, en aftur á móti höfðu yfir-
breiðslur yfir lestir færzt úr stað,
svo að einhver sjór hefir komizt
í lestirnar. Þegar björgunarmenn
komust um borð í skipið torveldaði
ísing þeim starfið, og urðu þeir að
vinna talsvert við að höggva hana
f ourtu.
Björgunarmenn voru á tveimur
bátum, Glað, 36 tonna bát frá Húsa
vík, og Ólafi Bekk, 155 tonna bát
frá Ólafsfirði. Séxtán manns sam-
tals fóru frá Húsavík, en þeim
bættist nokkur liðsauki frá Rauf-
arhöfn og Ólafsfirði.
Skipið Hans Sif er tæplega
tveggja ára gamalt, smíðað £ Hol-
Iandi, eitt af 17 skipum hins danska
skipafélags. Það mun hafa verið
tryggt fyrir 2,7 millj. d. kr., en fyrir
áramót munu eigendur skipsins
hafa lækkað vátrygginguna um 600
þús. d. kr.
Fulltrúi frá hinu danska vátrygg-
ingafélagi reyndi að komast út i
skipið á laugardag, en það tókst
ekki þrátt fyrir að veður væri gott,
en til að hægt sé að komast um
borð þarf vindátt að vera af suöri
eða rétt austan við.
Mikið af alls konar tækjum ó-
skemmdum er um borö i skipinu,
og verða þau að líkindum boðin
út seinna í vetur.
Sitmarið 37 —
16. síöu.
son og dótturina Edda Þórarins-
dóttir. — Er það fyrsta meiriháttar
hlutverk hennar hjá Leikfélaginu,
en hún útskrifaðist úr Leiklistar-
skóla L.R. í vor sem leið. — Þor-
steinn Gunnarsson lýkur hins vegar
prófi frá skólanum í vor og hefur
áður farið með stórhlutverk hjá
Leikfélaginu.
Næsta verkefni Leikfélagsins er
Hedda Gabler Ibsens og hafa æf-
ingar á því verkefni staðið nokkrar
vikur, leikstjóri er Sveinn Einars-
son, en titilhlutverkið leikur Helga
Bachmann. Með önnur hlutverk
fara Jón Sigurbjörnsson, Guð-
mundur Pálsson, Guðrún Ás-
mundsdóttir, Helgi Skúlason, Áróra
Halldórsdóttir og Þóra Borg.
Nýlega var svo byrjaö að æfa
gamanleikinn „Leynimel 13“ eftir
Þrídrang, sem er dulnefni þeirra
kunnu leikhúsmanna Indriða
Waage, Emils Thoroddsen og Har-
alds Á. Sigurðssonar. — Þetta er
smellinn „farsi“, sem leikinn var
í Fjalakettinum í byrjun stríðsins
og fékk þá mjög góðar viðtökur.
Leikstjóri verður Bjarni Steingríms-
son. . .ætlað er að frumsýna „Leyni-
melinn" með vorinu.
Tóp og fjör —
1»—> 16. síðu.
stöðukoná, sem afhenti Guöjóni
stærðar blómvönd frá starfs-
fólkinu. Yfirlæknirinn. Guð-
mundur Karl Pétursson, flutti
afmælisbarninu skörulega árn-
aðarósk við þetta tækifæri.
Síðan sungu viðstaddir: „Táp
og fjör og frískir menn, finnast
hér á lanf’ enn“!
Guðjón frá Finnastööum hef-
ur óbilað minni, en heyrnin er
farin að bila og fyrir þrem ár-
um hætti hann geta lesið, vegna
sjóndepru. Hann hefur lengst af
ævinni verið á Finnastöðum,
síðustu áratugina hjá Katli syni
sínum. sem þar býr myndarbúi.
Þegar athöfninni í Fjórðungs-
sjúkrahúsinu lauk. fór gamli
maöurinn á stjá, klæddist og bjó
sig til bæjarferðar. en eftir há-
degi dvaldi hann hjá öðrum
syni sínum, Þorvaldi brúarsmið
á Akureyri, þar sem margt ætt-
in^ia var saman knmið, allt nið-
ur í fimmta ætL’:ð
Þriðji sonur Guðjóns, Þórir,
er Iátinn fyrir nokkrum árum.
Konu sína, Andreu Margréti
Árnadóttur. missti Guðjón fyrir
40 árum, eftir 35 ára hjúskap
BPLLA
Vilduð þér gjöra svo vel að
rýma til í kringum plötuspilarann
yðar, fröken Bella.
Tilkynning.
Sá sem hefur tekið 9 bandhesp
ur og 1 knippi úr syðri forstof-
unni á Bergstaðastíg 17, geri svo
vel og láti þær aftur á sinn stað
Sé hann þurfamaður og geti gefið
sig fram vill eigandi bandsins
góðfúslega gefa honum helmine
þess eða annað í þess stað.
Vísir 26. febrúar 1918.
fllKYNNíNGAR
Kve.ifélag Hallgrímskirkju
heldur fvrsta fund sinn í hinu
nýja félaesbe'mdi i norður
álmu kirkiunnar fimmtudagin'-
29. febrúar k’ 8 30 e.h Ö'rin'?
fólki 1 söfn”ðinum sérstaklp'-
boðið St.reneiasveit úr T<sr>u<"
arskólanum leikur S”av-
Takobsdóttir rifhöfnndur f'"‘
frásöpuhátf Báðir sðkrar—e--
arnir flvtia ávarn Ksff! —
:ð urn norðurHvr' S(i-—
Árshátið Siálfsbiargat i Rewi
vík verður i Tiarnarhúð 9 mar
n.k
SÖ.T’
Asgrimssafn Bergstaðastrn
M p- onið sunnuHa"=> nr'ð'uH''
w fimmtiiH"„a frá kl I 30
Listasafn Einars lónssonar e
lokað um Oákveðinri ríma
Landsh^'mcatn talands Sá*na
húslnu við Hverfisi»ötu
l.estrarsalm er oninn alla virka
daga kl 10- ’? 13- 19 og 20- 7'
nema lauaardaea kl 10—1? ■
13—19
s« l»»r er nnínn alls v»n/
dana kl 13 — 15
%
Borgarbökasafr Revkiavíkur
Aðalsafn Þin*»holtssrræti ?9A
i'mi 12308 Mánud -föstud kl
9—12 og 13 — 22 Laugard kl
9—12 og 13—19 Sunnud kl 1'
-19
Jtibúln Hólmgarði 34 og Hots
vallacötu 16. Mánud — föstud kl
16—19 Á mánud er útlánadeilri
fyrir fullorðna i Hólmgarði 34
opin til kl 21.
------------------- t -------------------------
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö
viö andlát og jaröarför eiginmanns míns,
ÞÓRÐAR JÓNSSONAR
bifreiðarstjóra.
Sérstakar þakkir færi ég Vörubílstjórafélaginu Þrótti
og gagnfræðaskólasystkinum hans.
Fyrir hönd vandamanna
Sigriður Þorvarösdóttir.
Steypuhrærivél til sölu
Til sölu lítið notuð og vel með farin hálf-
tunnu steypuhrærivél.
Uppl. í síma 32392.