Vísir - 27.02.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 27.02.1968, Blaðsíða 1
 J í ‘ . ■■ / /I/ //, ' ■ '/’s " : : VISIR 58; árg. — Þriðjudagxir 27. febrúar 1968. — 49. tbl. SJÓMENN OG ÚTGERÐAR MENN SÖMDU í NÓTT — Samkomulag náðist eftir 7 klukkustunda sáttafund i nótt ■ Samkomulag náðist um bátakjarasamningana á fundi útgerðarmanna og sjómanna með sáttasemjara í nótt. Fundurinn hófst kl. 20.30 í gærkvöldi og lauk kl. liðlega 3 i morgun. Sáttaumleitanir hafa staðið síðan um áramót eða í u. þ. b. tvo mánuði, án þess að sjómenn hafi nokk- urn tíma boðað verkföll. Samkomulagið nær til sjó- manna og útgerðarmanna í Reykjavík, Hafnarfirði, Suð- urnesjum, Snæfellsnesi, Akra nesi og við Eyjafjörð, en ekki til þessara aðila á Vestfjörð- um, Vestmannaeyjum og á \usturlandi. — Það er Ijóst að vertíðin mun ekki stöðv- ast af völdum ofangreindra aðila á svæðinu, sem sam- komulagið nær til, heldur munu aðrar stéttir ef til vill stöðva vertíðina ef til verk- falla kemur, sem þegar hafa verið boðuð og eiga að hefj- ast á tímabilinu 4.-6. marz. Samkomulag náðist um að hækka líf- og slysatrygginguna úr 200 þús. í 400 þús. kr. — Þá verður togveiöiprósentan til á- hafnarinnar hækkuð úr 32.5% í 33% á togveiðiskipum 150— 500 lestir að stærð. Undirmenn á bátunum munu fá 1100 kr. í fatapeninga á mánuði, er hluturinn nær ekki samanlagðri kauptryggingu og fatapeniiigum á mánuði. Nokkrir sáttafundir höfðu verið haldnir með samningsaðil- um, eftir að deiluaðilar höfðu vísað málinu til sáttasemjara, en áður höfðu nokkrir viðræðu- fundir verið haldnir með samn- ingsaðilum. Festingamar undir biðskýli strætisvagnanna við Tungu létu undan í ofsarokinu í nótt. t Biðskýli takast á fíæðir inn í kjallara I ' Vcmdræði vegnu leysinga, úrkomu og hvassviðris Þeim, sem vanir eru að nota strætisvagnabiðskýlið við Nóatún, brá í brún í morgun, pegar þeir sáu ekkert skýlið lengur. Nú kynni einhverjum að koma til hugar, að óráð- vandir menn hefðu tekið skýlið traustataki, annað eins hef- ur svo sem skeð. En því var ekki fyrir að fara. Sá sem sökina átti á hvarfi skýlisins var sjálfur líári, enda muh h n hafa farið um mestallt landið með miklum hraða síðastliðna nótt og náði allt að 12 stigum þegar hann fór hraðast hér í höfuð- borginni. Að venju fór hann hraðast yfir Vestmannaeyjar — Um vestanvert landið fór hann með um það bil 9 stiga hraða og 10 til 12 stiga hraða hjá Hvallátrum og Mánárbakka. Hjá Gjögri fór hann með 11 stiga hraðf og njá af þessu sjá, að sá gamli hefur viljað koma sem víðast við, á sem skemms*um tíma. Kári hægði talsvert á sér er hann fór um áustan og norð- austanvert landið, enda mun hann hafa hugað að hreindýrum í leiðinni, en bithagar peirra skjóta nú kollinum upp úr frer- anum. I Úrkoma var víða mikil á land inu i nótt og í morgun og sagði Jónas Jakobsson veðurfræöing- ur blaðinu, að hún heföi verið mect á Þingvöllum, eða 58 mm. I Reykjavík var úrkoman einn- ig mjög mikil, eða 31 mm. í 'Kvígindisdal var hún 38 mm og 28 mm í Stykkishólmi og víða var hún um 20 mm, enda hafði freðin jörðin ekki undan að svelgja þetta magn á svo skömmum tíma og fengu því stöku hús óvæntan sopa í iður sín. Hiti var víða 4 til 7 stig á Iáglendi, en hlýjast var á Siglu- nesi, 10 stig og 8 stig voru á Ógerlegt að reka sjúkrahúsin í verkfalli starfsstúlknanna Allt athafnalif og bjónustustarfsemi st'óðvast Búast má v/ð l'óngu verkfalli Almenningur er nú far- inn að búa sig undir lang- varandi verkföll, þ. e. tvær vikur eða lengur, því allt útlit virðist nú vera fyrir, að verkföll þau, sem boð- uð hafa verið, skelli á n. k. mánudag og leggi alla starfsemi í fjötra. — Um 40 verkalýðsfélög innan ASÍ hafa þegar boðað verk föll, en í þeim eru um það bil helmingur af 35 þúsund launþegum innan Alþýðu- sambands fslands. Deilunni um verðtryggingu launa v,.r í gær vísað til sáttasemjara ríkisins, Torfa Hjartarsonar, þar sem enginn árangur varð á þriðja fundi fulltrúa atvinnurekenda og 7 manna undirnefndar ASÍ í gær. Ríkisstjórnin lýsti því yfir, þegar lög um vísitölubindingu launa voru afnumin, fyrir jól, að það væri á verksviði launþegasamtaka og sam- »->- 10 síöa. loft og vatn Galtarvita og Hornbjargsvita. Við spurðum veðurfræðinginn hverju það sætti, að hiti væri svo mikill á þessum „norðlægu slóðum“, og sagöi hann það stafa af háum fjöllum sunnan við þessa staði, sem suðlægur vindurinn steypti niður af og hitnaði svona í hamsi við það. Að lokum sagði Jönas Jakobs son, aö lygna mundi síðdegis hér sunnanlands og hægja í kvöld og nótt og einnig mætti búast við minnkandi úrkomu. Leysingarnar og rigningarnar síðustu daga hafa valdið nokkr um vandræðum, því að veðurum skiptin urðu svo snögg, að þótt frost hyrfi úr yfirborði jarðar, þá er enn frost undir niðri og hindrar það frárennsli vatns eft ir venjulegum leiðum. Víða hafa myndazt stórar tjarnir, eða þá vatnsflóð hefur leitað sér farvega éftir öðrum leiðum en gert héfur verið ráð fyrir, og jafnvel flætt inn i kjall ara".úðir fólks af götunum og valdið spjöllum. 1 Reykjavík vöknuðu margir íbúar upp við vondan draum í nött, þegar þeir fundu, að vatn var farið að streyma inn til þeirra í kjallarana. Sum staðar var vatnselgurinn svo mikill, að fólki stóð stuggur af, því það fékk varla við neitt ráðið og dugðu fötur og vaskaföt skammt. Hringt var í lögregluna og slökkviliðið eftir aðstoð víða að úr bænum, en flestir urðu að bjargast upp á eigin spýtur. Þrír aðilar í bænum leigja út dælur og í morgunsárinu voru allar 10. síða. Við Bæjarháls hafði í morgun myndazt mikil tjörn sem bílamir ösluðu yfir. \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.