Vísir - 27.02.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 27.02.1968, Blaðsíða 12
12 V í<61R . Þriðjudagur 27. febrúar 1968. Hann sat enn klofvega á dauð- Um fjandmanni sínum, þegar þá hina bar að. Þá fyrst var sem hann veitti því athygli hvað orðið var. „Við gátum ekki haldið kyrru fyrir, þegar við heyrðum skothrið- ina‘‘, sagði Wartel, lafmóður. Hann kipptist við, þegar hann sá hvar Davis höfuðsmaður lá og hélt hönd að síðu, að blóð seytlaði út á milli fingranna. „Guð minn góður ... Þeir hafa fellt hann!“ sagði hann og röddin titraði. Þetta var í fyrsta skipti, sem Grenier sá slíka sjón. Hann hefði helzt kosið að snúa sér undan og kasta upp, en tókst að harka það af sér með því að beita viijaþreki sínu til hins ýtrasta. Skelfingu lostinn fylgdist hann með því er Corey laut að höfuðsmanninum og lyfti upp öðru augnalokinu með fingurgómnum. „Hann er dauöur", sagði Corey hlutlaust. „Þið George og Ross jarö setjið lík höfuðsmannsins". Síðan sneri hann sér að leiðsögumannin- um, Manuel um leið og hann benti á lfkin af japönsku hermönnunum. „Þú gengur þannig frá þeim þarna, að ekki verði séð '■"""'ð en að þeir. hafi verið felldir af skæruliðum. Notaðu sveðju þína ...“ Filippseyingurinn glotti og gekk að líkunum með brugöna sveðju sína. Grenier leit undan. Hann hafði ekki kjark til að horfa á slíkar að- farir og eins var það, að hann ótt- aðist að félagar hans kynnu að sjá að augu hans voru tárvot. Það var ekki nema stundarbrot síðan Davis höfuðsmaður var á meðal þeirra og skipaði þeim fyrir með sinni rólegu, en ákveðnu rödd. Mikill maður vexti, holdskarpur og haröger, en um leiö mannlegur. Nú var hann blóði drifið lík. 1 rauninni var hann ekki framar til. Þetta var brjál- æðislegt, andstætt öllum veruleika en um leið hinn eini, sanni veru- leiki. Fram að þessu hafði Grenier litið á styrjöldina sem ægilega kvik- mynd — sveitir á hergöngu með fána og lúðra í broddi fyikingar. En þaö var ekkert ævintýralegt, enginn frægöarljómi í kringum lík- in þama í frumskógarrjóörinu. Hrjúf rödd Coreys vakti hann af þessari martröð: „Við böldum beint inn í skó'dm. Þiö Revnolds og Manuel, þið gangið á undan og kann ið leiöina. Emie gengur aftastur, en þú, Grenier, verður í miðjum bónnum. Fc víl að hú c-v senditæk- R¥Ð¥dRH k ÍIFRIIÐÍNA Þér veljið efnin, vönduð vinna. Gufuþvottur á mótor kostar kr. 250.00 Gufuþvottur, albotnþvottur.undirvagn kr. 600.00 Ryðvöm undirvagn og botn. Dinetrol kr. 900.00 Ryðvörn undirvagn og botn. Tectyl kr. 900.00 Ryðvörn undirvagn og botn Encis fluid kr. 600.00 Ryðvöm undirvagn og botn Olíukvoðun kr. 450.00 Alryðvöm. Tectyl utan og innah kr 3500.00 Ryðvarnarstööin Sp'italast'ig 6 FLJÓT OG GÓÐ ÞJÓNUSTA. ÓDÝR OG GÓÐ ÞJÓNUSTA ist við hvert hljóð og varð gripinn urðu það? Við verjotn þig og vernd- um, þú verndar senditækið. Er það ljóst?“ Grenier kinkaði kolli, en af svip hans mátti ráða, að hann skildi ekki neitt í neinu. Corey leit á armbandsúr sitt. „Við megum ekkert sekúndubrot missa til ónýtis", sagði hann. „Það eru ekki nema tveir dagar til stefnu“. Hann leit til þeirra, George og Ross. „Er gengið frá gröfinni?“ j spurði hann. Þeir kinkuðu kotti. Svo hurfu 'þeir lengra inn í frum- skóginn, þar sem þeir komu að nokkurri stundu liöinni á þröngan stíg. Grenier hafði augun fest á þeim sem fóru næstir á undan hon- um, herðabreiðir, harðgerðir náung- ar, sem gengu lotnir undir þungum byrðum skotfæra og skotvopna. Sjálfur var hann þeim framandi og þeir honum, eins og frumskógur- inn. Að þeirra eigin dómi var hann ekki einn af þeim — hann var þeim einungis ómissandi hluti af sendi- stöðinni, sem einhverra orsaka vegna var þeim dýrmætara en nokkuð annað. Hann þrýsti hinu ómetanlega tæki fastara að barmi sér, eins og hann bæri smábam í fanginu. Síðan reyndi hann að herða upp hugann, gera gys að sjálfum sér og einstæðingsskap sínum. „Hvaða erindi átt þú hrngað eigin lega, mömmudrengur?“ tautaði hann og reyndi að brosa. En honum tókst það ekki. Annar kafli. FYRSTI DAGURINN. Tveim stundum fyrir dögun gaf Corey undirforingi merki um að numið skyldi staðar. Landjgöngulið I arnir gerðu sér ból í laufþykkninu ! og féllu óðara I fastan svefn, en j Manuel, Filippseyingurinn, stóð . vörð. Jafnvel Grenier, sem skelfd- ; ist við hvert hljóð og varð gripin í viöbjóði þegar hann sá skor- I dýr, sem skriðu um föt þeirra í I leit að nöktum hörundsbletti, þar j sem þau gætu komið við bitkrók- 1 . um sínum og blóðsugurönum — j | jafnvel hann var eteinsofnaöur um ] i leið og hann var lagztur útaf, svo I örmagna var hann. En hvíldin varð ekki löng. Manuel vakti þá í sólar- upprás, og þeir héldu göngunni á- fram, röktu krókóttan götuslóðann klukkustund eftir klukkuistund, með Manuel í fararbroddi. Loks gaf Corey merki u(m að stanza. Leiðangursmenn tóku sér sæti, leystu af sér byrðamar og fengu sér árbít. Grenier fékk sér að drekka en var svo þreyttur, að hann hafði ekki lyst á mat. Svo dró hann af sér skóna og smeygði sér úr sokkunum. Corey og Wartell kveiktu sér f sígarettu. Corey athugaði landa- bréfið. „Ég geri ráð fyrir að við séum sloppnir úr bráðustu hætt- unni“, sagði hann. „Ef þeir -jap- önsku heföu orðiö okkar varir, mundi svæðið hérna þegar vera orðið krökkt af hermönnum. Hvað heldurðu um það Wartell?" Wartell starði inn í grænmyrkt laufþykknið, og það var auðséð á svip hans og augnatilliti, að hon um féll ekki umhverfið. „Jú, ætli það ekki“, sagði hann og dró viö sig svarið. „Ég get samt ekki með neinu móti séð að skásett augu stari stöðugt á mann gegnum lauf- ið“ Þeim varð báðum litið þangað, sem Grenier sat og virtist önnum kafinn við að telja á sér tærnar og athuga þær. Wartell gretti sig. — „Tuttugu eru á þér tær og fingur, teldu betur, vesalingur", mælti hann lágt. „Vesalingur... já, það er því miður ekki fjarri sanni“, andvarp aði Corey. „Því miður, fyrir hann og okkur“. „Hann venzt þessu, og þá lag- •>"t hann', sagði Wartell. „Hann lagast aldrei. Fyrir fimm árum hefði hann ekki dæmzt tækur í herinn. Nú er hann sendur af stað í hættuför, þar sem vitað er að þ”?utreyndir menn munu fá sig 'hillkeypta. Hvað vit er í slíku?" „Ekkert. Við skulum vona að hann reynist betur en útlit hans bendir til”. sagði Wartell. „Ver getur hann víst ekki reynzt“. Corey reis á fætur og teygði sig. Granier sneri sér að þeim félög- um sínum, Maccone, Reynolds, Ross og Manuel. „Strákar“, sagði hann. „Þið eigið víst ekki neitt gott til að bera á fæturna?" Þeir fjórmenningar störðu hver á annan. „Er honum alvara?“ spurði Ross lágt. Grenier strauk á sér ristarnar. „Ég er bókstaflega að drepast f fót unum",' kveinaði hann. „Ég er ó- vanur svona langri göngu". ÞV0IÐ 0G BÖNIÐ BlLINN YÐAR SJALFIR. ÞVOTTAÞJÖNBSTA BIFREIÐAEIGENDA I REYKJAVlK SIMI: 36529 iy EDGA.R RjCE ' mr~ TÖO LONG HAVE X BURROUGHSy AOVENTUKEP IN 5TKANGE LANDS VELP THt CHANGES tETUKNEP •T LANO Of HO/v\E! NEVEK TIME NO MATTER HOW LONG X HAVE BEEN AWAY! BE5T TO THE ALL Glassléttan, - sem aldrei breytist Það verður gott að koma heim. Ég hefi verib of lengi í burtu, það er kominn tími til að snúa til bezta staðar- hversu Iengi sem ég er að heiman. ins, — heim. Mackone glotti. „Viltu ilmandi smyrsl eða bara venjuleg?" spurði hann hæðnislega. Hinir hlógu lágt. Grenier roðnaði. Það var auð- séð aö hann reiddist. Hann gekk til Mackones, þar sem hann sat. Kreppti hnefana. „Jú, við erum aldir upp við þetta í sjóflughem- um“, sagði hann. „Heitt bað kvölds og morgna og ilmandi smyrl.“ Þér getið sparað Vleð bvl að gera við bílinn sjálf ur. Rúmgóður og bjartur salur. Verkfæri á staönum. Aðstaða tíl aö þvo, bðna og ryksuga bflinn. Nýja bílabjónustan Hafnarbraut 17 — Kópavogi. Sími 42530. Frá Jfeklu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.