Vísir - 27.02.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 27.02.1968, Blaðsíða 5
V í SIR . Þriðjudagur 27. febrúar 1968. GEIR R. ANDiRSEN: * & HVERJIR FARA MEÐ VOLD A ISLANDI? Cem svar við ofannefndri spumingu, sem höfð er sem fyrirsögn, mætti setja: Allir. — Enginn. — Þetta er bezt útskýrt með því að taka til athugunar og fylgjast með viðbrögðum fólks síðustu mánuðina, eink- um frá því að raunverulega fór aö bera á afleiðingum verðfalls útflutningsins, svo og fyrir síð- ustu gengisfellingu og eftir að ljóst varð á hvem veg hún verkaði, eða réttara sagt, á hvem veg hún verkaði ekki. Ekki hefur liðið svo dagur, undanfama mánuði, að blöð eða útvarp birtu ekki kröfugerðir, áskoranir og alls kyns sam- þykktir undirritaöar af einstakl- ingum eða samtökum um íviln- anir til einstaklinga og félaga eða aukið rekstrarfé til handa fyrirtækjum, og lánsfé til handa væntanl., jafnvel hafa hótanir rekið endahnútinn til árétting- ar. Og ekki hefur verið látið sitja viö orðin tóm, hótanir hafa verið framkvæmdar og viðkom- andi fengið sitt fram. Engar krókaleiðir em famar 1 kröfugerðunum, þær em gerð- ar beint til ríkisstjómarinnar og úr ríkiskassanum á að greiða hverjum og einum, sem hefur nógu mikla óskammfeilni til að bera, til þess að krefjast slíks, jafnvel þótt fullkunnugt sé, að viðkomandi reki og hafi rekið gjaldþrota iðju lengi, og sé auk þess óhæfur til að standa fyrir rekstri. Það skeður alltof sjaldan, að hiklaust svar komi fram fyrir augu almennings frá stjómend- um landsins um algera synjun á fyrirgreiðslum til handa rekstr arlega dauðadæmdum fyrirtækj- um, sem engan arð hafa sýnt frá byrjun, eða til handa hinum ýmsu aðilum, sem hyggja á stórframkvæmdir með tvisýnum árangri. Það virðist stundum sem rík- isvaldið sé það eina í landinu, sem á að gera kraftaverk, hvemig sem á stendur og sem hægt sé að gera hverja kröfuna til á fætur annarri, með góðum árangri. — Maður les um hinar og þessár kröfugerðir til ríkis- valdsins eða heyrir langa áskor- unarlista lesna í útvarp, síðan heyrist ekkert um málið í nokk- um tíma, en um síðir er ljóst orðið, að viðkomandi krefjandi hefur fengið sína kröfu' upp- fyllta, því lesa má um nýjar stórframkvæmdir hins sama með tilheyrandi viðtali og mynd- birtingu. Enn er þv£ svarið við spurn- ingunni um það, hver með völd- in fari nokkuð á huldu. Nú nýskeð hafa öfyrirleitnustu samtök á landinu, samtök útgerðarmanna og frystihúsa- rekenda setið á rökstólum um það, á hvern hátt bezt væri að knýja fram lán og eftirgjafir til áframhaldandi starfsemi, án þess að nokkur skerðing kæmi tií hjá þeim sjálfum, eða breyt- ing á l’fnaðarháttum. — Eftir hótanir og framkvæmd þeirra hefur 'ríkisvaldið nú látið undan, að vlsu með nokkrum hömlum, enda létu útgerðarmenn og frystihúsaeigendur strax uppi nug sinn gagnvart þessari að- stoð, sögðu, sem sagt, að hún væri hvergi nærri nóg og héldu á lofti slagorðinu ,,ég vil meira. ég fæ aldrei nóg“. Nú hefur ríkisstjómin lofað upp í ermina, því eftir er að finna leiðir til að afla fjár til efndanna. — Varla er hægt að sjá fyrir hver þau ráö verða, en eitt er víst, nú er úr sögunni að tala um tímabundna erfiö- Ieika vegna verðfalls og sölu- erfiðleika, erfiðleikarnir eru orðnir langvarandi, svo lang- varandi, að enginn heilvita mað- ur er bjartsýnn á lausn, sem færir þjóöarbúinu neinar skyndi- tekjur til úrbóta í bráð. Auðvit- að er hægt að þykjast bjartsýnn og haga sér eins og þeir, sem fjölmenna í biðraöir bankanna á morgnana til að fá lán fyrir' næstu útborgun starfsfólks síns, en þess konar bjartsýni á ekkert skylt við raunveruleikann, og þær raunhæfu aðgerðir að draga saman seglin og vinsa úr þá einstaklinga og fyrirtæki, sem sýnt hafa og sannað að arð- vænleg eru, en gera hin upp án tafar, svo ekki sé haldið áfram að sóa fé til einskis. Nú er andúðin 'og tortryggnin orðin svo megn hjá almenningi í garð þeirra, er fást við útgerð, að hér eftir mun enginn taka mark á útburðarvoli þeirra eða þótt greiða þurfi vegatollinn, sem gildir þó báðar leiðir? — Sannleikurinn er sá, að ef nokkr ir möguleikar væru á að gera sams konar ak'veg annars stað- ar um landið, ætti strax að hefjast handa og skattleggja síðan umferðina, en fyrirsjáan- legt er nú, að næstu árin verður ekkert af slíkum framkvæmd- um, svo neinu nemi, því miður, og er það ekki hvað sízt vegna þess, aö þjóðin er ósamstæð innbyrðis og óráöþæg, ef svo má að orði komast, þ.e. getur ekki sætt sig við, að neinn á- kveðinn meirihluti ráði gangi mála, jafnvel þótt viðkomandi stjórnendur hafi verið kosnir lögmætri, lýðræðislegri kosn- ingu, til þess að fara með fram- ítvæmdavald á þann bezta við- unandi hátt, sem mögulegt er á hverjum tíma. Vitaö er, að fyrir síðustu gengisfellingu var stór hópur manna, sem beinlínis vænti gengisfellingar sem allsherjar hjálparmeðals vegna einka- skuldasöfnunar eöa rekstrar- skulda, voru jafnvel búnir að liti til samskipta við aðrar þjóð- ir og sem nánar er vikið að hér á eftir, Á meðan. stjórnarvöld láta dragast að taká ráðin í sínar hendur og sýna áþreifanlega fram á, í þess orðs fyllstu merk- ingu, að mark verði ekki tekið á kröfugerðum þeim, sem í upp- siglingu eru, heldur staðið föst- um fótum fyrir í varðveizlu þess, sem þegar hefur verið bjargað og þeir fáu sjóðir, sem til eru verði ekki tæmdir til að uppfylla kröfur ævintýra- manna, verður að líta á sem sannleika ummæli þau, er einn ungur nýskipaður ræðismaöur landsins erlendis lét eftir sér hafa um viðhorf sitt til innan- landsmála á Islandi, en á þeim hneyksluðust margir, eins og frægt er orðið, og óþarfi að end- urtaka, en heyrt hef ég marga mæta menn segja, að þeir væru þessum ummælum algerlega sammála, eins og nú sé umhorfs í landinu. Cem dæmi um það annars veg- ar, hve óskammfeilnin get- Hugleiðingar um ufdrifurík örlög smáþjóður, sem bersf innbyrðis við sjúlfu sig — Sundruð og ómótuð ufsfuðu ulmennings gugnvurt erlendum ríkjum kveinstöfum, allra sízt, þegar vitað er, að þeir menn hafa aldrei til þessa látið í þaö skína, að þeir skammti sér naumar, þegar ver árar, eða augljósir erfiðleikar steðja að. — Engir hafa verið jafn óskammfeilnir í bankaviöskiptum og þessi út- gerðaraðall og engum hefur ver- ið veitt eins líkulegar yfirdráttar heimildir í lánastofnunum, jafn- vel út á blekkingar einar, og engin stétt hefur haldið sig rík- mannlegar en þessir sömu menn. — Það er því engin furöa, þótt fólk taki ekki lengur mark á kappræðufundum þessara manna um lánsfjárkre'ppu og um aukna aðstoð ríkisins til fram- halds þessum endalausa tap- rekstri. Einhver forsvarsmaður þess- ara samtaka kom fram £ einu opinberu viðtalinu fyrir stuttu og minntist þá á ÁHÆTTU- VEXTI, sem þessi hópur manna hefur reiknað sér i rekstrinum. Hvaða vextir eru þetta eiginlega, hve mörg pró- sent eru þeir og hvaðan kemur fordæmi um þessa vextí og hvaðan leyfi til að reikna sér þá? — Þessu væri fröðlegt að vita deili á. Það er ekki að undra, þótt litiö sé í alvöru fram á veginn og svipast um eftir nokkrum möguleikum á fjöl- breyttari atvinnuháttum, sem m. a. gætu leyst af hólmi útgerð- ina að mestu leyti. Allir eru nú sammála um aö vel sé af stað fariö, þar sem álverksmiðj- an er I undirbúningi, svo og kisilgúrverksmiðjan, þótt deilur stæðu um tíma um nauðsyn þessara framkvæmda, en það er orðið siður hérlendis að deila meira og minna um alla ný- breytni, jafnvel þótt fyrirsjáan- legt sé, að hún gefi þjóðarbú- inu árð. — Eða hver vildi i dag vera án nýja Keflavíkurvegar- ins. af þeim, sem eiga að nota. lýsa yfir á opinberum vettvangi, að hún (gengisfeliingin) væri það eina rétta, áður en ákvöröun brezku stjómarinnar var kunn. Siöan, eftir aö gengisfelling hér var tikynnt og hliðarráð- stafanir vegna hennar, finna sömu menn allt til foráttu þess- um aðgerðum og nú á þann veg, að taka hafi átt til athug- unar hverja starfsgrein fyrir sig, og allt að þvi skrá sérstakt gengi fyrir hverja einstaka. Cíðustu fréttir um fyrirhugað- ar hótanir AÍþýðusam- bandsins um aö fylgja eftir kröfum sínum með verkfalli 1. marz eru óhugnanlegar og næst- um vitfirrtar, því ljóst er, að ef af slíkum aðgerðum verður og þjóðin öll tekur ekki á sig þær byrðar, sem framundan eru líða ekki margir mánuðir, þar til að lokauppgjöri kemur um til- veru þjóðarinnar sem sjálfstæðr- ar. — Dæmi em um aðrar þjóð- it, mannfleiri og meö meiri möguleiká en ísland þó hefur, sem hafa orðið að lúta í lægra haldi vegna innbyröis togstreitu og ósamkomulags og loks orðið að gefast upp og tengjast ann- arri stærri að nokkm eða öllu. Um þessi alvarlegu mál verð- ur ríkjandi stjóm nú að taka fasta og raunhæfa ákvörðun og standa síðan með henni, án þess að láta bilbug á sér finna, og ekki láta einstaka starfshópa eða eiginhagsmunasamtök setja stólinn fyrir dymar á þeirri leið, sem farin er hverju sinni til lausnar aösteðjandi vanda, en falla að öðrum kosti og kemur bá annað stærra til með að falla um leiö, því vitaö mál er, að þannig er málunum komiö, að það er ekki á færi sundrungar- aflanna, sem hlupust brott frá stjórnarstörfum á sínum tíma aö taka upp þráðinn hér og sporna við fæti, einkum með til- ur gengið langt hjá fámennum hópum um kröfugerðir, og híns vegar um það, hve linlega af- stöðu stjómarvöld taka til mála, er Keflavíkursjónvarpið, sem almenningur hafði til afnota hér á Suðurlandi, öllum aö kostn- aðarlausu og öllum til ánægju, en engum til ama. Afstaða þeirra tveggja ráðherra, sem mest koma þar við sögu um meöferð mála er æsta aumkunarverð, með því að láta fáliðaðan hóp of- stækismanna þvinga sig til að gefa fyrirheit um að vinna að lokun stöövarinnar fyrir fullt og allt, þótt þeim aðgeröum hafi verið þrásinnis mótmælt og þær hafi verið framkvæmdar í óþökk almennings, nærri því á öllu Faxaflóasvæðinu. — Þetta kostaði ekki fé úr ríkis- sjóði, og var þvi engin ástæða til fyrir ráðherra að taka málið upp á nokkum hátt, eða fyrir almenning að láta það afskipta- laust, þótt fámenn öfgasamtök með sjálfskipaða menningar- frömuði með staðnaðan þroska f fararbroddi vilji skammta þjóðinni að sjá ög heyra, sam- kvæmt einræðis-fyrirmynd. — Skorar allur almenningur nú á viðkomandi ráðherra að taka upp þráðinn, þar sem hann var, áður en Keflavíkursjónvarpinu var lokað og hefja frjálsar út- sendingar á ný, án þess að taka hið minnsta tillit til öfgaafl- anna. Annað dæmi um óskamm- feilnina er það, að þegar minnzt er á að skera niður fjölskyldu- bætur með t.d. einu eða tveim börau n, til þess annars vegar að spara ríkisútgjöld og hins vegar til að hafa úr meiru að dreifa til þeirra, sem raunveru- lega þyrftu á aðstoð að halda, ætlar allt um koll að keyra af hamslausum kröfugerðum um, að hver haldi sinu, sem hann hefur áður haft. Sannlevkurinn er hins vegar sá, að aldrei hefðu neinar fjölskyldubætur átt aö eiga sér stað meö þeim hætti sem nú eru, og er raunar skylda hvers manns, sem heilbrigður er aö hann sjái um sín böm sjálfur, en þurfi ekki að þiggja ríkisstyrk. til uppeldis í heima- húsum. — Þessi dæmi sýna glögglega, hver það raunvem- lega er, sem ræöur gangi mála, fáliðaöur hópur kröfufrekra of- stækismanna, sem stjórnarvöld fá.ekki viö ráðið, eða vilja ekki einhverra hluta vegna ganga í berhögg við, nema I orðaskaki f þingsölum. 'p'inn er sá þáttur, sem fróð- legt er að ræöa í sambandi við afkomu lands og þjóðar og er raunar rannsóknarefni i sjálfu sér, en það er afstaða landsmanna gagnvart hinum ýmsu erlendu þjóðum, sem við höfum átt hvað mest samskipti og viðskipti við síðastliðna ára- tugi. Það er óvefengjanleg stað- reynd, að afkoma þjóðarinnar byggist að stórum hluta á því, að eiga sem bezt samskipti við allar þær þjóðir, viðskiptaleg og menningarleg. —Þessu er raun- ar fariö á sama hátt og fyrir- tæki, sem hefur aflað sér hóps viðskiptamanna, hverjum verð- ur að sýna fyllstu tillitssemi og kurteisi í samskiptum og líður ekki einstaka starfsmönnum, fulltrúum eða afgreiðslumönn- um að spilla fengnú sambandi með óráðvendni eða beinni eða óbeinni andúð í umgengnis- háttum, enda er þjóðfélag ekki annaö en stækkuð mynd af fyr- irtæki, sem við eigum aö venj- ast aðeins meö mismunandi stjórharfyrirkomulagi. Bandaríkin em sú erlend þjóö, sem óumdeilanlega hefur sýnt Islandi hvað mestan skiln- ing og stuðning efnahagslegan, svo og hvað mesta kurteisi og nærgætni i almennum samskipt- um, enda þjóðin öll, þótt blönd- uð sé af þjóðflokkum einhver sú urngengnisbezta og heilsteypt asta, sem um getur. Sést það bezt á því, hve langt sú þjóð hefur náö efnahagslega og tækni lega, boriö saman við hinar eilíft sundruðu og stríðandi þjóðir í Evrópu. Tvisvar hafa Bandaríkjamenn komið sárþjáðum, sveltandi og stríðandi þjóðum Evrópu til hjálpar á örlagastund, þegar þær voru að þrotum komnar vegna styrjaldarreksturs og ekki látið þar við sitja, heldur bein- línis reist viðkomandi þjóðir, vinveittar sem óvinveittar upp úr rústunum á ný, bæði með tæknilegri aðstoð og beinum matargjöfum og síðar með stór- felldum lánum. Þaö er því kaldhæðni forlag- anna, aö siðar, í þessum fyrmm sundurtættu löndum skuli fyrir- finnast einstakir menn og hópar manna, sem ala á úlfúð og jafn- vel hatri í garð bandarísku þjóð- arinnar og hafa aö yfirskiiii stjómmálastefnu Bandarikjanna annars vegar, og hins vegar, a. m. k. eins og á stendur í dag, styrjöldina í Viet-Nam. — Bandaríkin höfðu alveg sömu stjórnmálastefnu, þegar þeim var fagnað sem bjargvættum Evrópu í heimsstyrjöldinni fyrri og síðari, jafnvel í sjálfu upp- hafsríki styrjaldarinnar, þegar 13. síða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.