Vísir - 27.02.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 27.02.1968, Blaðsíða 3
HSTR . ÞrlOjudagur 27. febrúar 1968. i 'T r V „ÞETTA ER EKKI SKRIFSTOFU- VINNA#/ JFjað er eitthvað í manninum .. Útgerðarmaöur, sem filosof erar um flest milli himins og jarðar með viðeigandi tilvitnun- um í ryðgaðan lærdóm sinn — Sonur hans, sem er aö fara með gamalgróið útgerðarfyrirtæki ættfeðranna í hundana, drekkur viskí á meöan konan hans rifj- ar upp gömul nliðarspor. — Dóttir útgerðarmannsins, sem læsir. sig stundum inni I svefn- herbergi — tengdasonur á leið til Perú á vegum Sameinuðu þjóðanna.... Svo eitthvað sé sagt um persónur leiksins, sem Leikfélag Reykjavíkur frumsýn- ir á morgun, „Sumarið 37“ eftir Jökul Jakobsson. Fáir leikritahöfundar hérlend ir faafa fengið aðrar eins viðtök ur leikhúsgesta og Jökull. Þetta er fjórða léikrit faans, sem sett er á svið í Iðnó. Fyrri verk hans „Pókók“, „Hart í bak“, og „Sjó- Fjölskyldumynd handa „Karólínu frænku“. Frá vinstri: sonurinn, Helgi Skúlason, tengdadóttirin, Helga Bachmann, tengda- sonurinn, Þorsteirtn Gunnarsson, útgerðarmaðurinn, Þorsteinn Ö. Stephensen, dóttirin, Edda Þórarinsdóttir. leiðin til Bagdad" hlutu öll mjög góöa aðsókn, ekki sízt „Hart í bak“, sem var sýnt 200 sinnum alls og hefur engin leiksýning gengið svo lengi faér á lahdi. öll gerast leikritin í Reykja- vík, einnig þetta. Andrúmsloftið er hins vegar annað i þessu nýja leikriti. Það gerist á fínu heim- ili og lýsir innbyrðis átökum fjölskyldunnar, sem þar býr. „Sumarið ’37‘‘ hefur verið í æfingu hjá Leikfélaginu síðan í haust með nokkru hléi. — Og leikritið varð ekki endaplega til fyrr en langt var íiðið á æfing- ar. Raunar sagði höfundurinn, er Visir hitti hann lítillega að máli eftir æfingu, að hann hafi verið að skrifa þetta leikrit í nokkur ár — i ýmsum myndum. Þetta væru orðnir margir ættliðir. — Lokagerð þess ætti sínar ömm- ur og langömmur. Þegar byrjað var að æfa tvo fyrri þættina í haust, voru aö- eins til drög að tveim þeim seinni. — Þaö er ákaflega gott og raunar nauðsynlegt að geta próf að þetta allt á sviðinu, sagði Jökull. Hvort hann hefði skrifað þaö úti i Grikklandi. — Ég vann talsvért af því þar. — Það er seinlegt að vinna þetta. Þetta er ekki skrifstofuvinna. Myndsjáin er frá æfingu á föstudaginn var. — Þess má géta að þetta er þriðja íslenzka nýsmíðin fyrir leiksvið, sem Leikfélagið tekur til sýningar í ár: — Koppalogn, Jónasar Áma- sonar h.efur verið sýnt viö góða aðsókn siðan um jól.— Sjókarl- inn okkar, barnaleikrit eftir Odd Björnsson, sem fengið hef- ur góðar viðtökur yngstu leik- húsgestanna. Það er eitthvað í manninum Hely; Helga í hlutverkum sínum. Selja einn togarann enn, ekki nema það þó... (Ljósm. B.G.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.