Vísir - 27.02.1968, Side 16

Vísir - 27.02.1968, Side 16
•y ' VISIR Þriðjudagíir 27. febrúar 1968. Samtök mólara- meistara 40 öro Um þessar mundir eru rétt fjöru- tíu ár liðin frá stofnun Málara- meistarafélags Reykjavíkur, en fé- lagið var stofnað 26. febrúar 1928. Petta var þó ekki fyrsta félagið, sem málarameistarar í Reykjavík stofnuðu, því að áriö 1917 hafði félag með sama nafni verið stofnað, en það varð ekki gamalt. Var þaö lagt niður eftir þrjú ár, og eru gerðabækur þess týndar, svo að fátt er vitað um starfsemi þess. 1» 10. síða. Samþykkt á röðstefnu ferðamálamanna á Akureyri: Fullkomim varafíugvöllur fyrir millilandafíug verði á Akureyri Akureyringar hafa hug á að taka á sig rögg og gera átök í ferðamálum og um helgina var efnt til ferðamála ráðstefnu á Akureyri sem bæjarstjðrinn, Bjarni Einars- son boðaði til, og sóttu hana um 50 manns — aiit saman fólk, sem starfar við ferða- mannafyrirgreiðslu eða skyld fyrirtæki. Á ráðstefnunni voru flutt 4 erindi um ýmsa þætti ferða- mála, sem snerta Akureyri, en síðan fóru fram frjálsar umræð- ur, sem urðu fjörugar. Nokkrar ályktunartillögur voru lagðar fram, sem lutu einkum að höf- uðtilgangi ráðstefnunnar — end- urvakningu Feröamálafélags Akureyrar. Það félag var stofnað fyrir nokkrum árum og stóð að bygg- ingu Skíðahótelsins, en hefur að undanförnu legið í dái. Sá meginandi ríkti á ráð- stefnunni, að menn vildu stuðla að eflingu Ferðamálafélags Akureyrar, svo það gæti orðið forystuaðili og tengiliður f ferðamálum á Akureyri. Ráðinn »-> 10. síða. Emar Gisiason, fyrsti formaður Málarameistarafélags Reykjavíkur og núverandi fprmaöur, Kjartan Gísiason. Brennuvargur á Hásavík? Rannsókn á sex brunum, sem orðið hafa bar á sk'ómmum tima 9 Vissa er nú fengin fyrir því, að tíðir eldsvoðar, sem Húsvík- ingar hafa mátt þola í vetur — sex sinnum frá því í lok september s.l. — stafa flestir af mannavöldum og leikur grunur á, að jafnvel í öllum tilfellum sé um íkveikju að ræða. © Rannsókn hefur staðið yfir í brunamálum þessum, sem hvergi hlauzt þó neitt sérlega mikið tjón af, þótt um timburhús væri að ræða í öllum tilvikum, vegna skjótra viðbragða slökkviliðsins, sem ávallt náði að slökkva eldana í tæka tíð, áður en þeir breidd- ust út. Það þykir orðið alveg öruggt, aö f þrem eða fjórum til- fellum, þar sem kviknaði í beituskúrum og verbúðum, hafi verið um íkveikju af mannavöldum að ræða. , Enn er ekki búið að rannsaka til fullnustu tvo síðustu brunana, en í síðustu viku kom upp óldur í Bifreiðastöð Húsavíkur og brann þá hálf rafmagnstafla í húsinu og þilið, sem hún stendur viö. Héldu menn í fyrstu, að eldurinn hefði Máaudagsblaðið ekki komið át í 5 vikur — Kemur bráðlega út, fjölbreyttara og ; stærra, segir ritstjórinn i Margur hefur saknað þess, aö Mánudagsblaðið hefur ekki ; komið út undanfarnar fimm vik- i ur. — Ekki eru fyllilega ljósar 1 ástæður fyrir þessum töfum á | útkomu blaðsins, en ýmsir hafa i verið að gera því skóna, að 1 bíaðið væri hætt að koma út. Vísir hafði samband við Agn- ar Bogason, ritstjóra þess í gær ! og sagði hann að blaðið væri nú | væntanlegt á næstunni. Hefði i hann í hyggju að stækka það og 1 pvka fjölbreytni þess. — Yröi | bao gert í tilefni tuttugu ára af- i mælis blaðsins, en það var stofnað í október 1948. Cg hef- ur komið nokkuð reglulega út síðan. — Er það elzta starfandi biað sinnar tegundar hér í borg. stafaö út frá töflunni, en komust síðan aö því, að gluggi hefði veriö brotinn í húsinu og fleira benti til þess að brotizt heföi verið þar inn nóttina, sem eldurinn kom upp. Vaknaöi þá grunur um, að þar hefði einnig verið um íkveikju að ræða. Þar áður haföi eldur komið upp í gamalli vöruskemmu Kaupfélags Þingeyinga og var þá mest brunnið i kringum eina rafmagnsdós, sem gaf ástæðu til að ætla, að út frá henni ætti eldurinn upptök sín, en í ljósi hinna brunanna hafa einnig vaknað grunsemdir um þennan. Biti, sem rafmagnsdósin stóð á, hefur verið sagaður sundur og sendur til efnarannsóknar. Þykir Húsvíkingum illt til þess að vita, að þeirra í meðal gangi laus, ef, til vill, einn eða fleiri brenr.ivárgar. HREINDÝRIN KOMIN í HAGA Hefur ótrúlega litið fj'ólgað jbrátt fyrir friðunina, segir Egill Gunnarsson, eftirlitsmaður Hreindýrin eru nú aftur komin á haga og hafa flest flúið byggðina, en mikið var um hreindýraferðir niðri á Fliótsdalshéraði fyrr í vet- ur, meðan jarðbönn voru sem mest. Egill Gunnarsson, hreindýraeftir litsmaður á Egilsstöðum í Fljóts- daishéraði, sagði í samtali við Vísi í morgun, aö hreindýrin hefðu kom iö óvenju snemma niður til byggða í ár. Ekki kvaðst hann álíta aö þau væru verr haldin en endranær. — Svellalögin hefðu farið verst með þau, en snjóþyngslin væru þeim ekki meira til baga en venjulega um þetta leyti. Egill kvaðst ekki álíta að mörg dýranna hefðu drepizt I harðind- unum, þó alltaf kæmi fyrir að eitt og eitt færist. Hreindýrin hafa sem kunnugt er verið friðuð undanfarin ár, vegna þess að stofninn hefur lítið aukizt og veiðin var á tímabili orðin meiri en aukningin. Egill sagði að dýr-unum virtist samt fjölga ótrúlega lítið, þrátt fyrir friöunina, hverju svo sem væri um að kenna. — Eina skýring in á þessu væri hið illa árferði, sem kæmi að sjálfsögðu niður á þessum skepnum, ekki síður en öðrpm. Egill sagöi að sjáifsagt væru r.okkur dýr enn þá niðri á Héraði, en mörg dýranna hefðu leitað til fjalla aftur, enda væri betri hági á heiðum upp en víða i byggðinni eins og nú væri. Hann sagði að yfirleitt þýddi ekkert að gefa dýr- Talsvert ufsamagn virðist nú vera við suðurströndina Talsverð ufsagengd er nú við suðurströndina og hafa trollbátar frá Vestmannaeyjum einkum drýgt afla sinn með honum síðustu dag- ana. Hafa sumir fengið af honum dágóðan afla. Einn netabátur að austan Svein- björn Sveinbjörnsson frá Neskaups- stað kom inn til heimahafnar í gær með 70 tonn af ufsaf sem hann hafði fengið við Ingólfshöfða. — Hafði hann fengið þennan afla í þremur lögnum. Allmargir Austfjarðabáta hafa stundað netveiðar í vetur. Fjórir eru á netum frá Neskaupsstað og 1 á útilegu meö línu. Er þaö ný- mæli að stærri bátar þeirra Aust- firðinga stundi vertiðarróðra frá heimahöfnum. Fáir bátar voru á sjó í gær vegna brælu Bátar sem voru á Breióafirði urðu að leita vars yfir heigina, ýmist inni á Rifi, eða Pat- reksfirði. — Bátarnir fóru út aftur í nótt að vitja ufn net sín í firðin- um, sem nú fer að verða þéttriðinn netatrossum að venju. Þar hefur þó fremur lítið fiskazt ennþá. Afli hefur verið einna skárstur á netin í Víkurál. Þar hafa Vestfjárðabátar unum út á gaddinn, því þau snertu ekki/við því nema þau væru algjör lega að niðurlotum komin. - fflin llMÉÉjÉByfcBii —. C' ..........gM fengið þetta 12—20 tonn í róöri. — Línuaflinn hefur verið steinbíts- blandaður síðustu daga og fara Vestf. áreiðanl. að leggja fyrir hann sérstaklega. Línubátar vestra hafa verið með 8—12 tonn i róðri. Syðra fá þeir öllu minna, eöa 5—8 tonn í róöri og er það þó skárri línuafli en yfirleitt er við að búast hér um þetta leyti. Menn búast viö góöum neta- afla, þegar loðnan gengur vestur fyrir landið næstu vikurnar, en þá má jafnframt búast við að línu- aflinn hverfí alveg. ; Kaffisopinn verður nú 14.1% t 1 dýrari en verið hefur til ( ;þessa ... Kaffið hækkaði í gær Þaö er orðið dýrt að Helia ; upp á könnuna. Kaffið hækkaði i í gær um 3,25 krónur pakkinn. 1 Kílóið af venjulegu kaffi kostar i nú í smásölu 105 krónur, en i kostaöi áður 92.00 krónur. — Þessi hækkun kom til fram- I kvæmda í gær. Að því er verð lagsstjóri tjáöi Visi í morgun ; mun aðalástæðan fyrir hækk- uninni vera hækkun á 5kaffi er- ' iendis frá. / Fyrir helginá hækkuðu fisk- < i niðursuðuvörur í verði um 15%. 5 1 Ástæðan fvrir þessari hækkun ; er fyrst og fremst hærra fisk- i verð og einnig kemur þar til 1 greina hækkun á umbúðum. /wwwwwwvwww

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.