Vísir - 27.02.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 27.02.1968, Blaðsíða 10
10 V í SIR • Þriðjudagur 27. febrúar 1968. Oveður — »->■ 1. Síðu. þeirra dælur komnar í gagnið og uppteknar fram undir há- degi. Hringingar komu frá Kaplaskjólsvegi, Miklubraut, Hlemmtorgi, Hraunbæ, Básenda, Hvassaleiti og marga fleiri staði í bænum mætti nefna. „Þaö var hérna hnédjúpt vatn hjá okkur í nótt í kjallar- anum“, sagði einn þeirra, sem mátti þola þaö, aö vatn flæddi inn i íbúö til hans. Sigurður Guðmundsson, símam. Miklu- braut 9. „Við vorum nýbúin aö kaupa teppi á gólfin fyrir 20 þúsund krónur og þau fóru svona.“ Sigurður sagði, að vatnið hefði komið úr tveimur niður- föllum við húsið og fossaö nið- ur kjallaratröppurnar og inn um dyrnar. Skýringuna á þessu taldi hann vera þá, að gatan hefði verið áður eins og hafsjór, og þegar ristarnar voru teknar úr niðurföllunum i götunni og vatniriu hleypt niður, þá hefðu pípurnar ekki náð að flytja það allt í einu, því hefði vatnið kom ið upp úr niðurföllunum hjá hús inu, en þau eru við sömu æö. „Viö eru búin að þurrausa og þurrka upp núna. Ég er mann margur. Á þrjá uppkomna svni, sem komu og hjálpuðu ökkur og einnig hjálpaði okkur annað fólk í húsinu. Annars lagðist vatnið svo þungt á huröina, að ég gat rétt með harmkvælum opnaö hana, svo mikill var vatnselgurinn. Svipaða sögu og Sigurður hef- ur margur að segja, en það var pkki aðeins í íbúðir, sem vatnið flæddi, þótt þar væri skaðinn til finnanlegastur, heidur urðu ým- is fyrirtæki fyrir barðinu á vatnselgnum. Meðal annars flæddi inn í Umferðarmiðst., en þar urðu skemmdir sáralitl- ar. Tíðindamaður Vísis spurðist fyrir út á landi um vatnsaga, en einnig var veður hvasst í nótt og komst vindhraðinn upp í 11 stig í morgun á Akureyri, en ekkert illt hlotizt af. Á flest um stöðum hafði vatn komizt inn í hús, en hvergi mikil brögð að því, nema í Reykjavík og Hafnarfirði. Vestmannaeyjar: (lögreglan): Veörið er slæmt hérna núna og vindur sunnanstqeður. Ekki er okkur kunnugt um neinar meiriháttar skemmdir, né flóð af völdum vatnsagans. Eitthvað mun hafa verið um að bátar slitnuðu frá í nótt, • en enginn mun hafa skemmzt alvarlega. Enginn bátur réri í nótt og voru bátar að tínast aö fram til morguns, línubátar, trollbátar og loðnubátar. Hafnarfjörður: (lögreglan): Okkur er kunnugt um skemmdir af völdum flóða í tveim húsum, en þau eru vafa- laust fleiri sem fyrir skemmd- um hafa orðiö, en ekki verið til- kynnt til okkar. í öðru þessara húsa var ibúð í kjallara og var hnédjúpt vatn í íbúöinni. Dæla var fengin til að dæla vatninu og mun hún hafa undan. Vatnið sem flæddi í húsin er blandað aur og eru skemmdirnar því meiri en eila. Mikið hefur flætt um götur hér í Hafnarfirði og víða runnið úr þeim. Hefur orð ’ið að loka sumum þeirra, t. d. Suðurgötunni, við svokaliaða IUubrekku og Lækjargötunni við neðri brúna. Selfoss: (lögreglan): Það er ekki sérlega mikið vatnsmagn 1 Ölfusá miðað við venjulegar aðstæður, en hins- vegar mun vera talsvert vatns- magn hér efra, t. d. í Laxá í Hrunamannahreppi, en hún mun flæða yfir bakka sína. Hér var talsvert hvassviðri í nótt og hitinn fimm til sex stig. Ekki er okkur kunnugt um að vatn hafi flætt í íbúðanhús, enda virð ist þaö ekki safnast saman við húsin. Málarar — m-:y 16. siðu. Helzti hvatamaður að stofnun þess félags, sem nú hefir stanfað óslitið í 40 ár, var Einar Gíslason, og fékk hann til liðs við sig fimmt- án aðra málarameistara, svo að stofnendur urðu alls sextán. Þeir voru, auk Einars, Ósvaldur Knud- sen, Daníel Þorkelsson, Jón Jóns- son, Eiríkur K. Jónsson, Guðmund- ur Bjarnason, Ágúst Lárusson, Kristinn Andrésson, Helgi Guð- mundsson, Guðbergur Jóhannsson, Jón Hjaltalín Kristjánsson, ísleifur Jakobsson, Kristján Möller, Guð- mundur Filippusson, Hannibal Sig- urðsson og Sigurður Kr. Guðlaugs- son. Sex hinir fyrst töldu eru enn á lífi. Fyrstu stjórnina skipuðu þessir menn: Formaður Einar Gíslason, ritari Ágúst Lárusson og gjaldkeri Helgi Guðmundsson. Eins og gefur að skilja hefir starfsemi MMFR verið fjölþætt, en í aðalatriðum skiptist hún í tvo þætti — annars vegar hefir verið aukin og bætt menntun stéttarinn- ar, hins vegar bætt kjör þeirra, sem liafa valið sér málaraiðnina að ævistarfi. Stofnendur MMFR voru 16, eins og getið var í upphafi þessa máls, en nú eru aöalfélagar 82 talsins, og nærfellt tuttugu menn eru á aukaskrá. Félagið hefir alls kjörið sex heiðursfélaga, þar af tvo út- lenda forvígismenn málarasamtaka. Af þeim fjórum íslenzkum málara- meisturum, sem hlotið hafa þenna heiður, er nú aðeins einn á lífi, Einar Gíslason, fyrsti formaður fé- lagsins. Hinir látnu heiðursfélagar voru Kristinn Andrésson, Hannibal Sigurðsson og Guðbergur Jóhanns- son. 1 stjórn Málarameistarafélags Reykjavík eru nú þessir menn: Eormaöur Kjartan Gíslason, vara- formaður Óskar Jóhannesson, ritari Guðmundur G. Einarsson, gjald- keri Einar G. Einarsson og með- stjórnandi Sigurður A. Björnsson. Aðalfundur Glímufélagsins Ármanns verður haldinn mið- vikudaginn 28. þ. m. í 'fjarnarbúð og hefst kl. 21.00. Stjóm Glímufélagsins Ármanns. Nokkur notuð skrifborð, stólai, kollar, eldhúsborð, ísskápar og hillur til sölu á Grettisgötu 2a, 2. hæð. Til sýnis frá kl. 1 í dag, þriðjudag. ÁSBJÖRN ÓLAFSSON, heildverzlun. Flugvöllur — 16. sfðu. yrði til félagsins framkvæmda- stjóri og síðan héldi félagið námskeið og gæfi út bæklinga um ferðamálafyrirgreiðslu ýmiss konar. Allmargar tillagnanna náðu fram að ganga og þar á meðal ein þess efnis, að skorað væri á viökomandi aðila að gera Ak- ureyrarflugvöll að fullkomnum varaflugvelli fyrir millilanda- flug. Það kom fram á fundinum, aö f framtíðinni væri fyrirhugaö að efna til fleiri slíkra ráöstefna SMITH -CORONA 30 GERÐiR Stórkostlegt úrval rit-og reikni- véla til sýnis og reynslu i nýjum glæsilegum sýningarsal; ásamt Taylorix bókhaldsvélum og fullkomnum samstæðuni skrifstofu- húsgögnum SKRIFSTOFUTÆKNI Ármúla 3, slnil 38 900. um ferðamál af hálfu bæjar- stjórnarinnar, einnig eftir að Feröamálafélagi Akureyrar hefði aukizt þróttur. Verkfall — 1. Síðu. taka atvinnurekenda að semja um laun og vísitölubindingu og mun ríkisstjórnin því sennilega í sam- ræmi við þá yfirlýsingu, ekki taka frumkvæöið í þessari deilu um verðtryggingu launa. Allmörg verkalýðsfélög boðuðu vinnustöövun í gær, en að því er Snorri Jónsson, skrifstofustjóri ASÍ er búizt við að nokkur að- ildarfélög ASl muni boða verkföll í dag til viöbótar þeim félögum, sem þegar hafa boðað verkföll. Ef af yfirvofandi verkföllum verður, munu margar mikilvægar þjónustugreinar lamast, en í því sambandi hefur vakið sérstaka at- hygli, að félag aðstoðarstúlkna á sjúkrahúsum, Starfsstúlkna-félagið Sókn, hefur boðað verkföll. — Að því er Sigurður Helgason, skrif- stofustjóri á skrifstofu Ríkisspít- alanna, sagði í viðtali við Vísi í morgun, er ógerlegt að reka sjúkra- húsin án aðstoðarstúlknanna, enda hefur það aldrei gerzt, að þær hafi ‘farið í verkföll. — Framkvæmda- stjóri ríkisspítalanna hefur boðað -forvígismenn Sóknar á sinn fund í dag, þar sem reynt verður að semja við félagið. Matvörudreifing mun stöðvast ef til verkfallanna kemur og að því er Stefán Bjömsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, er ekki útlit fyrir annað en alveg taki fyrir mjólkurdreifingu, ef af verkföllun- um veröur. „Það verður ekki fyrr en nær dregur þessum ósköpum, sem hægt verður að kanna, hvort haegt veröur aö fá undanþágu fyrir mjólk handa ungbörnum", sagði Stefán í morgun. — öll starfsemi Mjólkursamsölunnar mun stöðvast, þar sem bæði mjólkurfræðingar og afgreiðslustúlkur í mjólkurbúðun- um hafa boðað verkföll. Öll dreifing olíufélaganna mun stöðvast, en s* '.rfsmenn þeirra hér í Reykjavík eru í Dagsbrún. Ekki liggur ljóst fyrir ennþá, hvort unnt verður að fá undanþágu til að af- greiöa olíu til húsakyndinga. ef til verkfalla kemur. Félög, sem þegar hafa. boöað verk-föll eru:‘ KAUP-SALA Hvítur, síöur kjóll nr. 12 til sölu. Ónotaöur. Væri hægt að nota sem brúöarkjól. Selst ódýrt. Sími 22814. i-iM i i i i i n i i.i 11111111 n i i i i im 11 Æ\allett LEIKFIMl ~ JAZZ-BALLETT Frá DANSKIN Búningar Sokkabuxur Netbuxur Dansbelti Margir litir Allar stærðir Frá GAMBA Æfingaskór Svartir, bleikir, hvitir Táskór Ballet-töskur I IIIIIIIMI I I I I I I S(MI 1-30-76 I II I I I I I I I II II BELLA Blessuö vertu ekki aö hafa á- byggjur þó að !>ú hafir gleymt að skrúfa fyrir gasið, ég er alveg handviss um að ég gleymdi að skrúfa fvrir eldhúskranann. riLKYNNINGAR Kve.ifélag Hallgrímskirkiu heldur fvrsta fund sinn í hinu nýja félagsheimili i norður- álmu kirkjunnar fimmtudaginn 29. febrúar kl. 8.30 e.h. öldruðu fólki f söfnuðinum sérstaklega boðið. Strengjasveit úr Tónlist arskólanum leikur. Svava Jakobsdóttir rithöfundur flytur frásögubátt. Báðir sóknarprest- arnir flytia ávarn Kaffi fGen.e ið um nnrXnrdvr'l Stiórnin. í Reykjavík: ASB (félag afgreiðslustúlkna i mjólkurbúðum), Bakarasveinafélag íslands, Bifreiðastjórafélagið Sleipn ir, Bókbindarafélag Islands, Félag bifvélavirkja, Félag blikksmióa, Félag ísl. kjötiðnaðarmanna, Félai. járniðnaðarmanna, Hið ísl. prent arafélag, Iðja félag verksmiðjutoiK.v í Reykjavík, Málarafélag ReyKja víkur, Mjólkurfræðingafélag Is lands, Nót, sveinafélag netagei,.' manna, Starfsstúlknafélagið sokii Sveinafélag húsgagnabólstrai a Sveinafélag húsgagnasmiða, Sve-n: félag pípulagningarmanna, Sveind félag skipasmiða. Trésmiðateuii Reykjavíkur, Verkakvennafélagn Framsókn og Verkamannafélaau Dagsbrún. Þetta eru alls 21 félag og ol stærstu launþegafélög i Reykjavif en Verzlunarmannafélag Reykja víkur, sem er eitt hið stærsta hefui ekki boðað verkfall enn sem kom ið er. — Nokkur smáfélög hafa ekk boðað verkföll. en líklegt er að eitt hvert þeirra hafi gert það án besí að vitneskja ligg; fyrir um það Utan Revkjavíkur: Öll verkalýðsfélögin í \rnes sýslu ,Félap byggingariðnaðar manna Járnsmíðafélagið, Verka lýðsfélag Hveragerðis. Þór. Verka lýðs- og sjómannafélagiö Biarmi Bára Ökuþr.-. Verkalvðsfélai Akraness Bílstjórafélag Akurevrar Eining á Akure\'ri Tðia á Akureyr’ og Hafnarfirði. Verkalýðsfélag Norðfirðinga Aldr á Sauöárkróki Vaka Siglufirði. Verkalýðsféiar Vestmannaeyja, Verkalýðs- og sjó mannafélag Fáskrúðsfirði, Árvakur Eskifirði. Verkalýðsfél, Raufarhafn- ar, VeJ-kalýðsfélag Borgarness og Verkalýðsfélagið Baldur á Isafirði, sem er fyrsta verkalýðsfélagið á Vestfjörðum, sem boðar verkfall. b«B»!»»SSW«l rfíHKœ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.