Vísir


Vísir - 27.02.1968, Qupperneq 2

Vísir - 27.02.1968, Qupperneq 2
/ © England vann keppn- ina um meistaratitil innan Bretlands með jafnteflinu við Skota á Hamden Park á iaugardaginn var, en þar horfðu 134 þús. manns á geysispennandi leik, sem gerði það að verkum, að England, lið heimsmeist- aranna, mun keppa í Evrópubikarkeppni Lands- liða. Englendingar voru taldir vel að sigri komnir í keppninni, og jafn- tefli í leiknum í Glasgow var sann- gjarnt, en sigur Englands meö 2:1 hefði verið réttlætanlegur, alla vega voru Englendingar nær sigrinum en Skotar. Lengst af sóttu Englendingar, en þó voru Skotar hættulegri á tíma- bili, sérstaklega undir lok fyrri hálfleiks, eftir að Englendingar höfðu jafnað. Það voru Skotar, sem skoruðu fyrra markið í leiknum. Þaö skor- aði Lennox á 18. mínútu, en mark- ið var dæmt af, brotið hafði verið á markverðinum. Tveim mínútum síðar skoruðu Englendingar 1:0, það var Martin Peters, sem skoraði laglega með langskoti niðri í horn- iö án þess aö Simpson tækist aö handsama boltann. Á 39. mín. jöfnuöu Skotar loks. Það var John Huges, sem skoraði með fallegum skalla niöur í mark- hornið. Fjölmörg tækifæri áttu bæöi liö- in, og einkum þó Englendingarnir, en ekki tókst aö skora þrátt fyrir það. Bobby Charlton var tengiliður- inn í enska liðinu og átti stórkost- legan leik sem slíkur. Hann varö að yfirgefa völlinn vegna meiðsla i fyrri hálfleik, þegar nokkrar mín- útur voru eftir, en var aftur meö í seinni hálfleik og virtist þá búinn að ná sér. í Evrópukeppninni verða Spán- verjar keppinautar Englendinga í fyrstu umferð. KEPPNI LANDSLIÐA KILLY gerist kappaksturmaður! JEAN CLAUDE KILLY, - franski hraðakóngurinn virð- ist ekki vera ánægður með að ná 140 kílómetra hraða á klukkustund á skíðum, því nú hefur hann undirritað samning við fyrirtæki í Genúa á Ítalíu um að aka Chevrolet Corvette í hinum 24 tíma kappakstri í Le Mans. Killy er ekki reynslulaus sem ökumaður því á sfðasta ári vann hann ásamt Bemhard Cahier i hinum svonefnda túristaflokki í Tafga Florio-kappakstrinum og óku þeir félagar í Porsche 911 C. Eftir leikana í Grenoble sagði Killy að hann vildi og yrði að hætta skíðakeppni, því nú yröi hann að helga sig þvi verkefni að græða peninga í stað þess að tapa á því að vera íþróttamaöur. Lét hann þá í Ijós vonir um að geta orðið kappakstursmaður, og virðist honum því ætla að verða að ósk sinni nokkur snar- lega, og kappaksturinn, sem hann tekur þátt i er einhver h' -n frægasti sem fram fer. — Gordon Banks, enski markvörðurinn frægi, stekkur hér upp og slær boltann burtú af hættusvæðinu í leiknum á Iaugardaginn. Framlengja varð til að fá úrslit hjá Ármanni og Þór Þór vann Ármann naum- lega í 1. deildinni í körfu- knattleik um síðustu helgi í leik liðanna nyrðra. Skildu liðin jöfn eftir rétt- an leiktíma, — að vísu hafði Ármann eitt stig yfir eftir töflunni að dæma, én það reyndist rangt, þegar allt kom til alls, og sam- kvæmt leikskýrslunni voru þau jöfn, en taflan rangt færð um eitt stig. í framlengingunni tókst Einari Bollasyni aö sprengja af sér öll bönd og unnu Akureyringar meö 53:50. Leikurinn var allan tímann mjög spennandi og skemmtilegur, en Ármann hafði forystuna allan tím- ann, komst upp i 7 stiga forystu sem Akureyringum tókst þó að jafna undir lpkin. Áhorfendur Akureyringa eru mikill styrkur aö því er virðist. Kom þetta greinilega í ljós undir iokin, þegar þeir beinlínis höfðu áhrif á framkvæmd hinna mörgu vítakasta sem Ármenningar fengu. en hætt er við að Ármenningar hafi látið truflast af púi áhorfenda. Annars var Ármannsliöiö mun hittnara allan tímann, en Þórsarar óvenju slakir, ekki sízt fyrir það að Einarí Bollas/ni var haldið niðri aiian tímann þar til undir lokin að hann fékk notið sín. V í SIR . Þriðjudagur 27. febrúar 1968. Síðasta mínútan skar úr um sigurinní — og Rúmenar, bronsmennirnir úr siðasta HM h'ófbu heppnina með sér ÍSLAND tapaði rétt einu árabil verið í forustu- sinni landsleik í hand knattleik í gær í Búka- rest í Rúmeníu. Að þessu sinni var ekki ráð- izt á garðinn þar sem hann var lægstur frem- ur en fyrr, það voru Rúmenar, sem hafa um Geir Hallsteinsson skoraði 4 af mörkum islands í Búkarest sæti í handknattleik, sem sigruðu ísland naumlega með 17:15, — en í hálfleik voru íslend- ingar með 4 mörk yfir, 9:5. Það er ekki í fyrsta sinn, sem síðari hálfleik- ur hjá íslenzka landslið- inu bregzt. Hvers vegna? Rúmenar byrjuðu vel í leikn- um i gær, komust yfir í 1:0 og 4:1, en þá var eins og íslenzka liðið tæki öll völd í sínar hend- ur, og næstu 6 mörk skoruðu íslenzku leikmennirnir, staðan varð því 7:4 þeim í hag, en þá skora Rúmenar 7:5, og tvö síð- ustu mörk hálfleiksins skorar ísland, staðan var því 9:5 fyrir ísland f hálfleik, mjög hagstæð staða, sem hefði átt að verða betra veganesti næstu 30 mín- útumar en raunin varð á. I byrjun síðari hálfleiks koma 3 rúmensk mörk, en fram undir miðjan hálfleik er staðan jöfn, en þá fer að koma í ljós að Rúmenarnir hafa betra úthald, og þeir sigla rólega fram úr, hafa yfir 13:11 og 16:12. Ekki var þó endanlega búið að ganga frá íslenzka liðinu, þó allt virt- ist ætla að benda til þess. ísland skoraði sem sé næstu 3 mörk, staðan var orðin 16:15 og leik- urinn eins spennandi og einn landsleikur getur framast orðið. Ein mínúta var til leiksloka, — nú gat allt oltið á síöustu sek- úndunum. Það vom bronsmenn- imir frá síðustu heimsmeistara- keppni, sem höfðu heppnina með sér á heimavelli sínum, skoruðu síðasta markið og sigr- uðu 17:15. Mörk íslands skoruðu: Geir 4, Ágúst 3, Gunnlaugur 2, Öm 2, Ingólfur 2, Einar og Guðjón eitt hvor. ENGLAND — SKOTLAND 1:1 ENGLAND FER AFRAM I EVROPUBIKAR-

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.