Vísir - 26.03.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 26.03.1968, Blaðsíða 5
Ví SIR . Þriðjudagur 26. marz 1968. 5 „Óákveðið hver fær að eiga verðlaunapeysuna 44 segir Halldóra Einarsdóttir frá Kaldrananesi i Mýrdal sem fékk fyrstu verblaun fyrir herrapeysu i peysusamkeppni Álafoss Cíðastliðinn föstudag voru til- kynnt úrslit í peysusam- keppni, sem Álafoss efndi til, en hún fór fram á þann hátt, að auglýst var eftir peysum með frumsömdum mynstrum og skyldu peysumar sendar fyrir 1. marz. Síöan fékk dómnefnd peysumar í hendur og skilaði hun áliti sínu nú fyrir skömmu. Fyrir tilskilinn tíma bárust um 160 peysur, hvaðanæva af land- inu, og eftir 1. marz bárust einnig allmargar peysur, sem ó- faerð og verkföll höfðu tafið. Fyrstu verðlaun í peysusam- keppninni hlaut 26 ára gömul stúlka. Halldóra Einarsdóttir frá Kaldrananesi í Mýrdal, en hún prjónaði mjög fallega herra- peysu með svokölluðu raglan- sniði. Grunnliturinn var ljós- grár, en mynstrið var prjónað Út í svörtu, mórauðu og hvítu. Verðlaunin sem Halldóra fékk vom 10.000,00 krónur, en vænt- anlega verður hægt að kaupa uppskrift af peysunni innan skamms, en tilgangurinn með peysusamkeppninni er fyrst og fremst sá, að fá ný peysumynst- ur og nýjar peysuuppskriftir á markaðinn. Álafoss hefur um nokkurt skeið haft til sölu bæði hér heima og erlendis peysu- pakka með uppskrift og hæfi- legu magni af hespulopa og verður uppskrift Halldóru sett í slíka pakka. Kvennasíðan náði sambandi við Halldóru eftir að henni höfðu verið tilkynnt úrslitin og bað hana að segja lltillega frá peysu í samkeppnina, kven- peysu, og var' um tvo daga að prjóna hana. Hún var/mjóg ó- lík herrapeysunni, aðaliega prjónuð úr hvítum Iopa.“ , Hefur þú gert mjög mikiö af þvi að prjóna?" ,..Tá. Ég hef prjóna5 talsvert n itið, bæöi í véi og i hóndun- um. Mér fi inst sérlega gu.r að prjóná úr hespulopsnurn og miklu fljótlegra og þægilfgra en úr gamla lopanum. Hespuiopinn er miklu jafnari og sterkari, og það er mjög gaman að prjóna úr honum. Ég hef prjónað allmarg- ar peysur úr hespulopa, en ég man ekki nákvæmlega hvað þær eru margar." „Samdir þú sjálf mynstrin á þeim?“ „Nei, eiginlega ekki. Auðvit- að breytir maður oft uppskrift- unum eitthvað um leið og maður prjónar, en ég get ekki sagt að ég hafi samiö algerlega neina uppskrift fyrr en ég tók þátt í keppninni." „Hvernig varð þér við, þegar þú fékkst að vita að þú hefðir sigrað í keppninni?“ „Ég var alveg undrandi þegar Ásbjörn í Álafossi hringdi í mig og sagði að peysan mín hefði hlotið fyrstu verölaun. Ég kom svo suður til aö taka á móti verðlaununum, en peysuna fæ ég ekki alveg strax. „Og hver á nú að fá að eiga verðlaunapeysuna, þegar þú færð hana aftur?" „Það er alveg óákveöið enn- þá“, sagöi Halldóra að lokum. Hér sjáum við verðlaunapeysuna hægra megin, en vlnstra megin er Hálldóra sjálf, klædd í peysuna sem hlaut önnur verðlaun, en hana prjónaði Guðrún Jónasdóttir, Löngufit 38, Garðahreppi. upp á milli peysanna. Er nú í ráði að efna til slíkr ar samkeppni árlega í framtíð- inni og er ekki að efa að hún verður til að efla íslenzkan heim ilisiðnað. Þegar verðlaunin voru afhent sl. föstudag fengu blaðamenn að skoða peysurnar tíu, sem verð- launin höfðu hlotið. Voru það bæði herrapeysur og kvenpeys- ur, en það sem vakti kannski hvað mesta athygli var það að aðeins ein þar á meðal var prjónuð af reykvískri konu. Allar hinar peysurnar voru prjónaðar af konum úti á landi, doppótt með rúmfjalamynstri (mj ólkurhyrnumynstri). Eigandi: Guðfinna Bjarnadóttir, Austur- vegi 18, Vestmannaeyjum. Hneppt dömupeysa meö dúsk um í mynstri. Eigandi: Rúna Gísladóttir, Vogagerði 6, Vog- um. Herrapeysa með felldu háls- máli, símynstruð. Eigandi Guö- laug Þorgilsdóttir, Eyrargötu 25, Siglufirði. Herrapeysa með rúllukraga, símynstruð. Eigandi: Sigríð- ur Sveinsdóttír, Grund, Borg arfirði eystra. Hneppt dömupeysa með mynst urbekk. Eigandi: Nína ísberg, Selvogsgrunni 12, Reykjavík. Hneppt dömupeysa með kraga Kaðlaprjón í boðung. Eigandi: Rakel Grímsdóttir, Grenivöllum 32, Akureyri. Hneppt hettupeysa með axla- mynstri; Eigandi: Elín Kristins- dóttir, Lindarflöt 26 Garðahr. Herrapeysa með bárumynstri á hliðum ög öxlum, en einlitt stykki að aftan og framan og ermar einlitar. Eigandi: Sigrún Guðbjarnardóttir, Böðvarsg. 5, Borgarnesi. Fjórðu, fimmtu og sjöttu verðlaun hlutu þessar peysur, en þær eru allar mjög fallegar og vel gerðar. Það er eftirtektarvert að hvítur grunnlitur virðist njóta mikilla vinsælda. því þv£ hvernig hún vann verð- launapeysuna. „Ég ákvað litina á peysuna og reyndi að gera mér grein fyrir mynstrinu, svo að ég þyrfti sem minnst aö rekja upp, og þegar til kom þurfti ég aldrei að rekja neitt upp. Ég get eig- inlega sagt að ég hafi fundið mynstrið upp jafnóðum, en þó þannig, að ég var alltaf búin að ákveða hvað ég ætlaði að gera næst.“ „Hvað varstu lengi að prjóna p>eysuna?“ „Ég get nú ekki sagt um það nákvæmlega, því að ég nriónaði hana í ígripum á milli annarra verka. Ég sendi aðra Þess skal getið aö allar peys- urnar sem hlutu verðlaun verða til sýnis á næstunni I glugga verzlunarinnar Álafoss í Banka strætinu. Dómnefndin sem valdi úr peys unum var skipuð þeim Hauki Gunnarssyni, frá Rammagerð- inni, EHsabet Waage frá Bað- stofu Ferðaskrifstofu ríkisins, Gerði Hjörleifsdóttur og Sigrúnu Stefánsdóttur, báðum frá ís- lenzkum heimilisiðnaði. Sigrún þekkir mjög vel til um íslenzka ullarvinnu, svo og allir þeir sem í dómnefndinni voru og var það einróma álií þeirra að samkeppn jn hafi tekizt sérlega vel og að mjög erfitt heföi verið að gera en tvær voru prjónaðar af kon- um sem búa í Garöahreppi. Von andi verða flfeiri reykvískar kon ur á meðal þeirra sem verðlaun fá £ næstu peysusamkeppni, en hér ætlum við að lokum að birta nöfn þeirra sem verðlaun hlutu, ásamt stuttri lýsingu á peys- unum. 1. vferðlaun kr. 10.000.00. Herra peysa meö raglar.sniði. Eigandi: Halldóra Einarsdóttir, Kaldrana nesi, Mýrdal, V-Skaft. 2. verölaun kr. 5.000.00. Dömu- jakki, fleginn með 3 krækjum. Eigandi: Guðrún Jónasdóttir, Löngufit 38, Garöahreppi. 3. -10. verðlaun kr. 1.00.00. Dömupeysa með rúllukraga, Þessar peysur hlutu 9. og 10. verðlaun, en þær vöktu verð- skuldaða athygli, einkum sú sem fékk 10. verðlaun, en hún er mjög sérkennileg. íslenzka skyrið í heimspressunni Jslenzka skyrið hefur komizt f heimspressuna beggja vegna Atlantshafsins síðustu vik urnar, þó að visu sé umdeilt hvort um raunverulegt íslenzkt skyr sé að ræða £ skrifum banda riska stórblaösins „The New York Times“. Hins vegar er eng um blöðum um það aö fletta að f norska blaðinu „Afteriposten" er um islenzkt skyr að ræða, en það hefur verið kynnt á land- búnaðaryiku i Noregi, sem nú stendur yfir, en Helga Magnús dóttir frá Blikastöðum kynnir þar ýmsan íslenzkan mat og gerö hans. Viröist skyrið hafa vakið hvað mesta athygli, en einnig talar blaðið um þann gamla íslenzka sið að geyma mat i mysu eöa „súr“, en í Nor- egi var matur aðeins geymdur i saltvatni, þar sem skyrmysa þekktist þar ekki. Helga á Blika stoðum mun kynna íslenzkan mat um 1 klukkutíma á dag þar til landbúnaðarvikunni lýk- ur 31. þ.m.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.