Vísir - 26.03.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 26.03.1968, Blaðsíða 1
■ Nú hefur verið leitað í hverjum krók og kima allt bæjar- landið, vestan frá Suðurgötu austur að Elliðaárvogi og suður í Fossvog, að Haraldi litla Bjarnasyni, 3 ára, sem hvarf að heiman frá sér að Gullteigi 18 um kl. 14 í gær. ■ Leitarflokkar ganga nú fjörur og Ieitað er á 2 bátum sjó, en fjórir froskmenn úr björgunarsveitinni „Ingólfi“ leita í sjónum við Laugarnes, undan fjörunni, þar sem stíg- vél Haralds litla fundust í gærkvöldi, en einnig er leitað úr þyrlu. DRENGURINN ENN OFUNDINN EFTIR TÓLF STUNDA LEIT Mnj Leitað úr þyrlu, úr bátum og af köfurum við Laugarnesfjörur, bur sem stigvélin fundust Þúsundir manna hafa nú tekið þátt í leitinni og hefur nálega hverjum steini verið velt við á öllu bæjarlandinu. — Drengsins var saknað að heiman nokkru eftir kl. 2 í gærdag en þá hafði hann farið út að leika sér. Síðast sást hann á Sund- laugavegi um kl. 14.30, en kona nokkur taldi sig hafa séð dreng, sem lýsing Haralds ætti við, uppi í Mávahlíð síöar um dag- inn. Haraldur var klæddur bláköfl- óttri úlpu í bláum buxum og bláum stígvélum, en með gráa húfu á höfði. Foreldrarnir, Bjarni Sigfússon og Aðalheiður Haraldsdóttir, til- kynntu lögreglunni hvarf drengs ins um kl. 16.30 og skipulögð leit var hafin um kl. 20 í gær- kvöldi. I leitinni tóku þátt björgunar- sveitir Slysavarnafélagsins f Reykjavík, Kópavogi, Hafnar- firði og hjálparsveitir Skáta f > io dða »«-;.... w ... ;• Fjórir froskmenn úr „Ingólfi" Ieituðu f sjónum við Laugarnes, en margir fleiri voru reiðubúnir. ' Leitað var úr bátum með fjörunni. ísinn að f jarlægjast fyrir öllu Norðurlandi — Austlæg átt hefur hrakiö isinn frá i nótt ÞOTA FERST í LANDHREPPI Flugmaðurinn bjargaðist i fallhljf — sveif 8 km. og lenti órugglega 70 km. frá flakinu Greinilegt er að hafísinn er nú að hverfa frá landi í bili, o« í morgun bárust Veðurstofunni ís- fregnir frá ailmörgum stöðum allt frá Horni og austur að Sléttu og segir í beim flestum að ísinn sé ört að fjárla*gjast landið, enda komin austan og suð-austanátt fyrir öllu Norðurlandi. ísinn var oröinn land- fastur við Horn og Sléttu f gær og um bað bil að loka algerlega sigl- ingaléiðum. Má bví segia að aust- anáttin hafi biargað miklu f bili, en ef norðanáttin hefði verið áfram hefði fsinn fyrirsjáanlega lokað öll 7 vilja kaupa Ægi Gunnar Bergsteinsson hjá Land- helgisgæzlunni veitti blaðinu þær upplýsingar í morgun, aö alls hefðu borizt sjö tilboð, sem nú eru í athugun hjá dómsmála- og fjár- málaráðunéyti. Ekki er unnt að segja fyrir um hverju tilboðanna verður tekið, því að þótt tilteknar séu ýmsar fjár- hæðir frá hálfri milljón upp í 800 þúsund, fela tilboðin í sér ýmis skilyrði, en áður en langt um líð- ur mun þó verða ákveðið, hverju tilboöanna verður tekið. um siglingaleiðum fyrir Norður- landi. ísspöng lokaði höfninni í Gríms- ey f gærdag, en í skeyti þaðan í morgun segir að nú sjáist aöeins smáísjakar á reki hratt undan vindi til vest-norð-vesturs. 8 vindstig voru þar í morgun og vindur aust- suð-austlægur. Höfnin var þó enn full af ís og höfðu allir bátar ver- ið settir á land. í fsfregn frá Skoruvík í morgun segir að ísinn sé að mestu horfinn, en nokkrir dreifðir ísjakar sjáist þó ennþá. Biaðið hafði samband við Raufar- höfn í morgun, og var allur ís horf- inn þaðan, utan örlítið hrafl, en í gærdag var þar mikill ís. Á Mán- árbakka var enn töluverður ís í morgun en í ísfregn frá Siglunesi segir að það sem landfast var af ís í gær, hafi nú losnað og reki frá landi. Á Kjörvogi voru í morg- un smáísjakar dreifðir á firöinum og nokkrir jakar landfastir norðan- megin fjarðarins. Islaust var að sjá úti á flóanum. Á Hrauni á Skaga hefur fsinn rekið frá landi, en ísrönd sést til hafsins. Á Horn- bjargsvita sést enn hvaðanæva í ís- en hann er víðast hvar að losna frá landi og stórar vakir myndast hér og þar og er mikil hreyfing á ísnum. Siglingaleið er þar ennþá ógreiðfær. Ekki er gert ráð fyrir norðanátt á næstunni, en spáð hvassviðri og suð-vestanátt með kvöldinu. Herflugvél frá Keflavíkurflugvelli fórst í. gærkvöldi á 7. tímanum í svonefndum Fellsmúla, sem er í suðurenda Skarðsfjalls í Land- hreppi. Flugvélin var á venjulegu eftirlitsflugi, þegar vélarbilun átti sér stað að því er segir í tílkynn- ingu frá varnarliðinu í gærkvöldi. Flugmaðurinn i vélinni, sem er af geröinni F-102 komst út úr vél- inni'Og lenti í um 10 km. fjarlægð frá vélinni, — hafði svifið um 8 km. í fallhlíf sinni. Fólk á bæjum í nágrenninum horfði á flugmann inn svffa rólega til jarðar, en hann lenti hinum megin við Fellsmúla. Lögðu menn þegar af stað til að hyggja að flugmanninum, sem reyndist ómeiddur, þegar að var komiö. Um 8-leytið í gærkvöldi ræddi Vísir viö hreppstjórann á Skarði, Guðna Kristinsson, en flugvélin fórst röskan kílómetra frá bænum. Hann sagöi1 að geysileg sprenging hefði oföið, þegar vélin steyptist til jarðar og væri flakið dreift yfir 10. síóa msm Tvær þotur af F-102 gerð hefja sig til l'lugs af Keflavíkurflugvelli. (Ljósmynd BS)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.