Vísir - 26.03.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 26.03.1968, Blaðsíða 8
8 VÍSIR . Þriðjudagur 26. marz 1968. Otgefandi: ,Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson ASstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar I56I0 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands I lausasölu kr. ,7.00 eintakiö Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Verkfallshugleiðingar I fyrri viku fjölluðu leiðarar Vísis nokkrum sinnum um nýafstaðið verkfall, ýmis einkenni þess og afleið- ingar, sem draga má margvíslegan lærdóm af. Blaðið benti m. a. á, að kjarasamningarnir, sem verkfallið leiddi til, mundu hafa töluverð áhrif til sam- dráttar í atvinnulífinu. Erfitt væri að spá um, hve þungvæg þessi áhrif yrðu, því að mörg önnur atriði hefðu áh'rif á greiðslugetu atvinnuveganna. Með því að leggja megináherzlu á vísitölubætur en ekki á at- vinnuöryggi hefði Alþýðusambandið bakað mörgum félagsmönnum sínum mikla áhættu. ' Einnig ræddi blaðið um nauðsyn þess, að þjóðfélag- ið setti lög sér til varnar í verkföllum, svo að það gæti varizt hugsanlegum skemmdarverkum, án þess að verkfallsrétturinn væri almennt skertur. Blaðið lagði til, að bönnuð yrði hindrun á starfsemi heilsu- gæzlunnar í landinu og á flutningi og sölu helztu nauðsynjavara almennings. Þetta er jafn eðlilegt og, að lögregla og slökkvilið mega ekki fara í verkfall. Hinum fámennu starfshópum, sem slíkt bann mundi snerta, má tryggja hliðstæðar hækkanir og aðrir fá. Þá fjallaði Vísir um aðdraganda verkfalla og lagði til, að báðir aðilar væru skyldaðir til að leggja gögn og greinargerðir um kröfur sínar fyrir hlutlausa stofn- uh, svo sem Kjararannsóknanefnd, til athugunar og umsagnar, áður en verkfall væri boðað. Með þessum hætti mætti vinna tíma og greiða fyrir samkomulagi fyrir verkfall. Þannig mætti spara báðum aðilum og þjóðfélaginu í heild mikið tjón. Loks lagði Vísir til, að svo yrði um hnútana búið, að verkföll væru ekki boðuð, nema meirihluti félags- manna hefði samþykkt það í skriflegri allsherjarat- kvæðagreiðslu. Þá gætu fámennar klíkur ekki att mönnum út í verkfall gegn vilja þeirra. Þessi stefna er raunar komin í framkvæmd í mörgum félögum. Til stuðnings þessum hugmyndum má benda á leið- araskrif Þjóðviljans á sunnudaginn. Þar var fjállað um ofangreind skrif Vísis á táknrænan hátt. Talað var um „sorablæ", „ýanstillingu", „n^zistadeild“ og „íhaldsvæl“. Eina röksemdin í öllum reiðilestri Þjóð- viljans var sú, að samdráttaráhrif kjarasamninganna væru minni en „óstjórn og öngþveiti, dáðleysi og ráð- leysi, og röng og hættuleg stjórnarstefna íhaldsins og Alþýðuflokksins“. í þessu kemur fram vanmáttug heift þess, sem engin rök finnur fyrir málstað sínum, eins og stundum má sjá hjá vanþroskuðum bömum. Það er von, að Þjóðviljinn veini, þegar stungið er á kýlinu. Vísir vonar, að hugleiðingar hans geti orðið um- l æðusrundvöllur hugsandi manna, þegar verkfallið er vegið og metið. Verkfallið hefur galopnað augu manna fyrir göllum núverandi skipulags. Tillögur Vísis miða að því að draga verulega úr göllunum, án róttækra breytinga. IB Öryggisráð Sameinuðu jijóð anna og innrásin í Jórdaníu Öryggisráö Sameinuðu þjóð- anna samþykkti ályktun í fyrra- kvöld sem fói í sér vítur fyrir hvers konar brot á vopnahlés- samkomulaginu sem gert var eftir júnístyrjöldina í fyrra. Fundurinn kom saman til þess að ræöa innrás ísraels á fimmtudag í fyrri viku, og var hann haldinn aö kröfu Jordaniu. Fundinum varð aö fresta þrí- vegis og fóru aðalviðræöur fram milli funda. Arabaríkin héldu því fyrst fast fram, að víta bæri aðeins innrásina, en fulltrúar vestrænna þjóöa vildu ekki hvika frá því, aö víturnar inni- fælu einnig aðvörun vegna hryðjuverkaárása. Ályktunartillagan var sam- þykkt einróma og er í henni að- vörun um, að ef áframhald verði á ofbeldisaðgerðum, muni ráöið grípa til róttækari að- gerða. Fulltrúi ísraels sagöi, að Israel hafnaði ályktuninni, þar sem innrásin hefði verið gerð til sjálfsvarnar. Það viröist nokkurn veginn augljóst, að manntjón og her- gagnatjón ísraelsmanna var meira en þeir bjuggust við, enda kom innrásin Jórdönum ekki óvænt. Um þetta \er deilt í ísrael, en það er tekiö fram af þeim sem skipulögðu árásina og þeim, sem tóku ákvöröunina (stjórnin), að þaö hefði veriö gert af ásettu ráði, að boöa hana fyrirfram, svo aö ljóst væri, að um skyndi hefni- leiðangur væri að ræða, á bæki- stöðvar skæruliöa Fatah, en ekki á Jórdaníuher eöa Jórd- aniu. Abba Eban utanríkisráðherra ísraels kom til London í viku- lokin síðustu og ræddi við Roy Jenkins fjármálaráðherra Bret- lands — um fjárhags- og efna- hagsmál o. fl. og vafalaust einnig Israel og nálæg Austur- lönd. Frá London fer Jenkins í dag tii viöræðna í Haag, Briissel og Luxembourg. Meginmark í innrásinni I fyrri viku var bærinn Karameh, sem ísraelsmennsegja hafa verið höfuðstöð Fatah-samtak- anna, en það eru þau, sem þjálfa skæruliða til hermdar- verkanna. Hussein Konungur hefir lagt áherzlu á, að innrásarherflokk- arnir hafi verið knúðir til und-‘ anhalds, ef þeir hefðu „brotizt í ,gegn“ í Karameh, hefðu þeir haldið áfram sókn, sagði konungur, en almennt er litið á þetta sem áróður, — tilgang- urinn hafi verið aö sýna skæru- liðum og þeim, sem stjórna þeim, í tvo heimana — — Innrásin hefir aukið líkurnar fyrir, að' haldinn verði iarabísk- ur „toppfundur", þ. e. að þjóð- höfðingjar Arabaríkjanna komi saman á fund, en hugmyndin er Husseins og málið hans bar- áttumál. Boðað hafa komu sína æðstu menn eftirtalinna landa: r„yptalands, Saudi-Arabíu, Yemen, Suður-Yemen, Kuwait, Súdan og Libanon. Yfirleitt er talið, af þeim, sem skrifa um ■ Sameinuðu þjóðirnar og ofangreind átök, að ekki sé við mikilli framtakssemi af þeirra hálfu að búast. — reynsl- an hafi sýnt óvefengjanlega, að þær geti litlu til leiöar kom- ið til að hindra stórátök þjóða eða þjööabrota milli, ályktanir þeirra séu ekki virtar, og á stund um gerist það eins og nú, aö margra mánaöa tilraunir til að koma á samkomulagi, fari út um þúfur, vegna þess að einhver þjóð — þótt hún sé aöili að Sameinuðu þjóðunum — fer sínu fram, ef nauðsyn er talin krefja, eins og ísrael nú. Hugmyndinni um gæzlulið Sameinuðu þjóðanna við Jordan hefir skotið upp, en margir efast um, að það mundi geta aðhafzt mikið, ef til nýrra stórátaka kæmi og yrði þá hlutverk þess, að senda skýrslur þegar ísra- elsnienn og Jordanir skjóta af fallbyssum hverjir á aöra yfir áha Jordan, en menn búast frekar við áframhaldi á slíkum aðgeröum — og ef til vill öðrum miklu alvárlegri. Það blæs byrlega fyrir hugmynd Husseins um arabískan þjóð- höfðingjafund.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.