Vísir - 26.03.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 26.03.1968, Blaðsíða 9
V í S IR . Þriðjudagur 26. marz 1968. Hiiðarsiagur af Holtavörðubeiði Vélsleðinn Gosi dregur Gusa og sleðánn með föggum ferðamanna niður Holtavörðuheiði. Margur fjallagarpur axlaði mal sinn þessa langþráðu sól- skinshelgi eftir margra vikna vetrardrunga og verkfalls- raunir, fyllti vagn sinn eldsneyti og flýði úr byggð. Sumir klifu fjöll, aðrir brugðu sér á skíði. — Svo eru aðrir sem espast við ófærðina og eru hvergi ánægðari en uppi á háfjöllum fjarri mennskum mönnum og helzt í kallfæri við veðurguðina og sjálf forlögin. Snjóþyngslin að undanfömu hafa gefið mönnum einkar góð tækifæri til ævintýra, þessa seinustu góudaga og enda ekki seinna vænna að skekja vetrarklæðin úr því einmánuður byrjar og vorið fer í hönd. ijíðastliðinn föstudagsmorgun hélt 14 manna hópur úr BsSillslla Það var kalt í tjaldinu og menn urðu að hella upp á með þykka glófa á lúkunum. Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði með tveimur snjóbílum Guö- mundar Jónassonar frá Forna- hvammi og inn á Tvídægru. Bílstjórar á snjóbílunum, sem kallaðir eru Gusi og Gosi, voru tveir og var annar þeirra hinn kunni fjallagarpur, sjálfur Guð- mundur Jónasson. Leiðangurs- menn voru því alls 16. Áætlun- in var að fara hringferð og halda sem leið liggur um Tvídægru og Arnarvatnsheiði, en síðan norðan Langjökuls til Hvera- valla. Síðan var áætlað að halda suöur Kjalveg og til Hvítárvatns, og sunnan við Jarlhettur til Hagavatns, en þaðan sunnan jökuls og til Þingvalla. Var áætlað.'þó veður héldust góð, aö koma þangað á mánudag, en að sjálfsögðu má alltaf búast við einhverjum töfum í vetrarferðum vegna veðra. Voru menn útbúnir til að gista tjöld eða skála eftir þvi serri verkast vildi, en allir ferða- langar voru vanir fjallaferðum. Er komið var inn á Tví- dægru gerði talsveröan skafbyl, og sóttist ferðin nokkuð seint, enda tók skyggni aö grána. Er á leið daginn magnaðist stórum fjúkið. Var þá komið að leitar- mannakofa við svokallaö Urð- hæöarvatn. Skáli þessi er stór braggi. Reyndist hann hálffull- ur af snjó. Þar eð nú var áliöið dags þótti hentast að tjalda i skjólinu inni í bragganum og sváfu menn þar af nóttina. Að morgni laugardags var komið miklu hægara veöur, kyrrð yfir fannbreiðum og glóbjart af sól. Var hin fegursta fjallasýn suð- ur til Eiríksjökuls og Lang- jökíils. Frost var nokkuð, 13—14 stig, og h'<rðfenni. Öll vötn eru þarna í klaka- dróma. Aögættu menn á einum stað, hvað þykk\»r mundi ísinn og var hann á annan metra. Jþegar nokkuð haföi veriö ekið á laugardag, vildi svo illa til, að annar snjóbillinn, Gusi, bilaöi. Þótti mönnum þá ekki skynsamlegt að halda lengra, þar eö ekki var hægt að kippa Gusa í liðinn þarna uppi á reginfjöllum og sneru ferðalangar til baka. Varð Gosi sfðan að draga sleöann með farangrinum og bilaða bílinn, Gusa. Er um tólf kflómetrar voru eftir niður á veginn á Holta- vörðuheiði, þá gaf Gosi sig einnig. Nú varð ekki lengra haldiö og gerðar ráöstafanir til að fá jarðýtu til að sækja báða snjóbílana ,enda færö til akst- urs eins og bezt varð á kosið. Þar eð menn sátu þröngt í bílunum og aðdragandi var að því, að jarðýtan kæmi, og til- tölulega var stutt niður á veg- inn, þá var ákveðið að menn tækju pjönkur sínar og gengju þaö sem eftir var til baka. Hugðust menn dvelja nóttina af í sæluhúsinu á Holtavörðu- heiði, þar til bílar kæmu að sækja þá. Var gengið í tveimur hópum og voru þrír í þeim fyrri. Er sá hópur kom á veginn var þar fyrir vörubfll, sem Guðmundur hafði í gegnum tal- stöð kallað til móts við þá á heiðinni. Einn hínnar þriggja beið nú félaganna í bflnum, en hinir tve/f, .fetuðu^ til sæluhúss- in§, þar sem áætlað var að gista. Seinni hópurinn kom skömmu síðar til bílsins, en þar eð sá bíll var á suöurleiö, varð úr, að hópurinn hélt til Fornahvamms, sem ekki var mjög löng Ieiö. Voru félögunum tveim gerð boö í gegnum síma, og héldu þeir til i sæluhúsinu. * ________________________________________ m ! | \ .1. n ■;v. Sæluhúsið var hálffullt af snjó og ferðalangarnir urðu að moka út áður en þeir tóku sér gistingu. Sumir leituðu fótgangandi til sæluhúss.... Göngufæri var ágætt vegna haröfennisins og stjörnubjart, þó skafbylur væri nokkur. J fyrradag voru menn því i góðu yfirlæti á báðum gisti- stöðunum. Þar eð nú hafði spillzt færðin á vegum, var ekki lengur fært að aka frá Fornahvammi og til sæluhúss- ins, gengu þeir félagamir tveir, sem gist höfðu sæluhúsiö niður. til Fornahvamms, sem er um 15 kílómetrar. Sóttist þeim ferðin vel, enda undan halla og veðri aö halda. Um klukkan sjö á sunnudag voru komnir bílar til að sækja hópinn til Fornahvamms og var komið um miðnætti til bæj- arins. Héldu menn gleði sinni, þrátt fyrir að orðið hafði að bregða út af fyrirfram gerðri áætlun. Enda mega ferðamenn vita aö margt getur útaf boriö, ekki sízt í vetrarferðum. I fyrrakvöld voru dugandi ýtumenn á leið með farartæki sitt inn á heiðina á móts við Guðmund og félaga hans. Ekki hafði Guðmundur setið iöjulaus þennan biðtíma, þvf að hann var kominn nokkuö áleiðis niður til vegar með Gosa, en miðaði seint, enda bfllÍQn illa gangfær. í morgun létu ferðalangar hið bezta yfir ferð þessari, og sögðu hana hafa verið hina hressileg- ustu, þó nokkuð hefði út af brugðið, því sem ætlað var, enda heíðu erfiðleikar einungis lent á Guðmundi og félaga hans, sem eiga vélaviðgerðir fyrir höndum. v

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.