Vísir - 26.03.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 26.03.1968, Blaðsíða 12
72 V í SIR . Þriðjudagur 26. marz 1968. il von. Jafnvel þótt hann kæmist að varðmanninum áður en hortum gæfist tími til aö bregða fyrir sig rifflinum, mundi hann reka upp óp og vara landa sína við. Corey staröi á ljóskúluna yfir hliðinu og ósjálfrátt fylgdi hann rrieð aug- unum raflínunni, sem hékk niður með hliðstaumum, en lá síðan með fram girðingunni alllangan spöl, að lítiili orkustðð, sem stóð 'þar ein 'sér. Þá skreiö Corey að girðingunni, þar sem kjarrið óx alveg að henni. Hann skar efri hlutann af grönn- um bambusteinung með sveðju sinni, gerði rauf ofan í hann, tókst að láta hann grípa utan um raf- línuna og draga hana út fyrir girð- inguna. Hann athugaði línuna gaumgæfi- lega. Hún var af ódýrri gerð, tveir einangraðir Vírar, en einangrunin brædd saman á hliðum. Hann Fyrir aðeins kr. 68.500.oo getið þér fengið staðiaða eldhúsinnréttingu í 2 — 4 herbergja ibúðir, með öllu tll- heyrandi — passa f flestar blokkaribýðir, Innifalið I verðinu er: 0 eldhúsinnrétting, klædd vönduöu plasti, efri og neðri skápar, ásamt kústaskáp (vinnupláss tæpir 4 mj. 0 ísskápur, hæfilega stór fyrir 5 manna fjölskyldu I kaupstaö. HuppjþvottavéK (Sink-a-matic) ásamt eldhúsvaski. Uppþvottavélin þvær upp fyrir 5 manns og að auki má nota hana til mfnniháttar tauþvotta. (Nýtt einkaleyfi). 0 eldarvélasamstæða með 3 hellum, tveim ofnum, grillofni og steikar- og bökunarofni. Timer og önnur nýtizkú hjálpartæki. 0 lofthreinsari, sem með nýrri aðferð heldur eld- húsinu lausu við reyk Og lykt. Enginn kanall — Vinnuljós. Allt þetta fyrir kr. 68.500.oo. (söluskattur innifalinn) Ef stööluð innrétting hentar yður ékki gerum við yður fast verðtilboð á hlutfallslegu veröi. Gerum ókeypis Verðtilböð f éldhúsinnréttingar f ný og gömul hús. Höfum einnlg fataskápa. staðlaða. - HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKfLMÁLAR - K mJLM m íiiss IIM K I RKJUHVOLI REYKJAVfK S f M I 2 17 16 klauf einangrunina gætilega með oddinum á sveðju sinni og skóf hana síðan af öðrum þræöinum. Meöan hann var að því, snart lín- an gaddavírsgirðinguna örlítið, en samt nóg til þess, að dósirnar, sem á hana voru hengdar, tóku að glamra lítið eitt. Vörðurinn við hlið- iö var ekki lengi að bregða við þótt syfjaöur sýndist, brá rifflinum óð- ara fyrir sig og skimaði allt í kring. Corey hafði aldrei verið sérlega trúhneigður maður, en nú varð hon um það ósjáifrátt á að biðja. Og sem svar við bæn hans fór dálítil gola um ásinn í sömu svif- um, dósirnar í giröingunni glömr- uðu hver í kapp við aðra og vörð- urinn fann gustinn leika um andlit sér. Og vöröurinn glotti, hallaði sér aftur upp að hliöstaumum og lygndi aftur augunum. Corey hét því með sjálfum sér að koma bet- ur fram við herprestinn á næstunni, ef um nokkuð á „næstunni" yrði þá að ræða. Hann sneri sér aftur að raflín- unni. Skóf einangrunina gætilega af þræðinum, og skar hann síðan sundur með einu hnífsbragði. Um leið varð myrkt við hliðið. Vörö- urinn bölvaði Iágt á japönsku, þetta voru lélegar ljóskúlur, og oft kom fyrir að þær brunnu út, svo honum fannst það ekkert grunsam legt í sjálfu sér. En nú varð hann að kalla á liðþjálfann fyrir bragðið, og vafalaust var liðþjálfinn að skemmta sér við einhverja vændis- drósina, og ekki að vita hvenær 'hann gæfi sér tíma til að skipta um ljóskúlu. Auk þess var hávaö- inn þar inni svo mikill, að með öllu óvíst að nokkur hevrði kallið, hugsaði varðmaðurinn, það gat því ■eins fariö svo, að hann yrði að standa þarna í myrkrinu fram á nótt. Og á meðan hann var í þess um hugleiðingum, var armi laumað hljóðlega fyrir kverkar honum og hert að, leiftursnöggt, svo hann kom ekki upp minnsta hljóði, sam tímis því að sveðjublaði var stung- ið*uridir vinstra herðablaðið og lag- inu fylgt fast eftir. Að því búnu batt Corey hann við staurinn með belti hans, svo ekki sáust þess nein merki spölkorn að, aö varð- maðurinn stæði þar steindauður. Þaö tók Corey svo ekki nema andatak að snúa saman sundur- skorna vírþráðinn og ljósið yfir hliðinu kviknaði samstundis aftur. Corey gat ekki að sér gert að dást að því hve varðmaöurinn hallaði sér eðlilega upp að staurnum. Há- reystin inni á skernmtistaðnum var jafnvel meiri en nokkru sinni fyrr. Það leyndi sér ekki, að þar ríkti gleði mikil og glaumur. Corey lá nokkurt andartak í runna skammt fyrir utan hliðið og athugaði sjálfan skemmtistaðinn eins nákvæmlega og unnt var þaö- an. Ekki var nein lifandi vera sjá- anleg þar úti. Corey renndi sér sem næst varðmanninum inn um hliðið og hvarf úr ljósbjarmanum inn í rökkrið innan giröingarinnar. Hann smaug hljóðlega framhjá nokkrum byggingum, nam andar- tak staðar undir viðarhlaða þar sem myrkan skugga bar á, og var nú kominn að sjálfu tehúsiriu, þar sem ijós skein út um hverja smugu. Hann gat ekki annað en dáð fegurð bvggingarinnar, þótt hún væri ekki ^tór. Það var eins ; og örsmáum hluta af því, sem feg- ’ urst var í Japan, hefði verið komið j fyrir þarna uppi í fjöllum á Fil- | ippseyjum — japanski garðurinn j kringum húsið, brúin, sjálft húsið ; reist á stoðum i tjörn, sem gra-fiö hafði veri til, blikandi Ijósglamp- arnir í lygnu, myrku vatninu. Með fram allri byggingunni lágu við- arsvalir með handriði. Hann gat greint lágar raddir karla og kvenna gegnum háréystina, það leyndi sér ekki að gleðin þar inni fyrir varð stöðugt innilegri. Skammt frá garðshliðinu stóðu tveir japanskir foringjabílar. Letilegur hermaður hallaði sér upp að öðrum þeirra og reykti sígarettu. Corey hugleiddi hvort hann ætti að drepa hann, en fannst sem hann hefði þegar freistað heppn- innar öllu meira en skynsamlegt gat talizt, svo hann hvarf frá því aft- ur. Hann laumaðist því framhjá honum í víðum sveig og komst þannig inn í sjálfan japanska garð- inn, þar sem hann læddist hálf- boginn á milli rósarunnanna, stöð- ugt nær aðaldyrum tehússins. Hann heyröist fótatak nálgast eftir malarstígnum og lagðist flat- ur bak við runnann. Hann virti fyrir sér japanska „skósteininn" úti fyrir dyrunum, helluna, þar sem gestir skilja eftir skó sína að japanskri siðvenju. Það mátti sjá það á skófatnaðinum, að tveir háttsettir liðsforingjar voru gestir tehússins í kvöld, auk margra undirforirigja. Og fótatakið sem hann heyrði, reyndist vera tveggja nýrra gesta, sem báðir voru liðs- foringjar, og skildu skó sína eftir úti á hellunni, þegar þeir gengu inn í fagnaðinn. Þegar þeir voru horfnir inn, lædd ist Corey meðfranj veggjum nokk- urn spöl. Samkvæmt japanskri venju, voru veggirnir ekki annað en allavega litur ríspappír, strengd- ur á viðarramma, sem skjóta mátti til að vild. Þannig var líka inni í húsinu, þar mátti breyta öllu skipu lagi í einni andrá að kalla, meö því aö renna þessum römmum i aðrar skorður. Þannig var unnt að draga tjí hluta af útveggjum svo sólskin og hreint loft streymdi inn í herbergin. Gat það verið, j hugsaði Corey með sér, að þetta , byggingarlag ætti rætur sínar að rekja til þess, að japanska þjóðiri væri í heild haldin ákafri innilok- ' unarkennd, eftir að hún hafði ver- ið afkróuð á litlum eyjum öldum saman. Eða var það hreinlæti þeirra og ást á sólskini og fersku lofti? Skammt frá einu horni hússins hafði hlera verið rennt eilítið til. Corey gægöist varlega inn um glufuna. Það leit út fyrir að það : væri aðalsamkomusalurinn, sem \ hann sá þar inn í. Þar sátu jap-, anskir foringjar með krosslagðar fætur á gólfi kring um stórt, af- langt borö á lágum fótum og drukku hrísgrjónabrennivín, sem þeim var borið óspart af tveim þokkadísum í geishaklæðum. Yfir- leitt er geishan ekki vændiskona, heldur er henni eingöngu ætlað að ganga um beina og skemmta gest- um tehúsanna með söng, hljóðfæra leik og skemmtilegum’ viðræðum. En þessar stúlkur voru víðs fjarri heimalandi sínu og siðvenjum bar. Corey sá að einn af foringjunum greip í skikkju annarrar stúlkunnar og svipti til faldinum, svo sást að hún var nakin undir. Hinir foringj- arnir fengu ofsalegt hláturskast, þegar stúlkan reyndi að \“r'ja skikkjunni aö sér, en foringinn, sem bersýnilega var mjög drukk- inn, skellti henni á gólfiö, þar sem þau kútveltust og leið þá ekki á löngu að hún var svipt þessari einu spjör. IIÖRÐUR EIMRSSOK HÉRAÐSDÓMSLÖGMAÐUR M í I.I ’O T> I > C.' S SK RIFSTOFA j án ðtu 5. — Slmi 10033. MnnMtnuiimituHmi hm f^allett LEIKFIMI JAZZ-BALLETT Frá DANSKIN Búningar Sokkabuxur Netbuxur Dansbehl jfc- Margir litir AMar staerðir Frá GAMBA Æfíngaskór Svartir, bleiWr, baítír Taskór Ballet-töskttr 1 ^^allettfjúðm E R Z L U M 1 M SÍMI 1-30-76 MIMÍMIU M 111! 111141( IT W M4 14 ívíÍiSiiÍÆ'i Jane fór í þessa átt með stóru öpun- um, en þeir myndu aldrei gera maka Tarzans mein. Korak fylgdi henni, en spor hans virð- ast nýrri. Ég er fljótari með því að sveifla mér í trjánum. „Hvar er kona Tarzans?“ — „Tarzan . .Tergash tók Tarzans konu.‘ ffenwood ■» CHEF Frá Tíeklu uwwaaifa I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.