Vísir - 26.03.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 26.03.1968, Blaðsíða 3
# s sm ■ ■ ‘VÍSIR . Þriðjudagur 26. marz 1968. Það fennti upp í gluggakisturnar.... Fennt í hliðið og hátt upp dyrnar. á Göturnar í Eyjum voru eins og heimskautaslóðir. v«mw íwJC wu Kaprí norðursins" i snjo TTann snjóar jafnt í Antark- tíku og Eyjum. Sannkölluð heimskautaveðrátta hefur geng- ið yfir Vestmannaeyjar, jjessa „Kaprí norðursins“, svo að þar muna menn ekki annað eins. Fárviöri gekk yfir bæinn með hríðarbyljum og segja fróðir menn að vindhraðinn hafi nálg- azt skæðustu hvirfilbylji. — Hríðarhófið var svo mikið þar á tíma, að ekki var hundi út sig- "andi, hvað þá öðrum, enda héldu eyjaskeggjar sig lengst af inni meöan ósköpin gengu yfir. Skólum var lokað og fólk varð innlyksa þar sem það var statt, kannski á öðrum bæjum. Þá er veðrinu slotaði og menn leituöu útgöngu úr húsum sín- um, var það ekki í alla staði svo auðvelt, þar sem stóra skafla hafði skafið fyrir dyr og glugga. Nam snjódyngjan víða við þakskegg og einn bær upp undir fjalli var gjörsamlega á kafi og urðu glöggir menn að taka mið af kennileitum, sem upp úr stóöu til að komast að honum með rekum. Bjuggu þar fulloröin hjón og var gerður út leiðangur til þess að grafa niður aö húsdyrum þeirra. Á föstudagsmorgun, þegar mestum snjó haföi kyngt niður fópu menn um götur bæjarins á ytum og hruðu það mesta af sköflunum, svo að fiski yröi komið til vinnslu í frystihúsum. Hófst síðan snjómokstur við hvers manns dyr og bærinn vaknaði smám saman til lífsins eftir ósköpin. Þeir eyjaskeggjar eru að vísu vanir veðrum stórum, enda mælast mestir vindar hér um slóðir á Stórhöfða. Hins, vegar eru þeir óvanir slíkum snjó- þyngslum. Þar festir snjó varla um langa vetur þó að allt sé á kafi f fönn uppi á íslandi. — Muna elztu karlar ekki öllu stærri skafla í Eyjum, nema ef ver^ skyldi fannaveturinn 1928 og var hann þó öllu minni þessu. Veður hefur nú gengið yfir, komið blíðskaparveður og sól- bráð í Eyjum. Láta Vestmanna- eyingar .slíkar hamfarir lítið á sig fá, enda ýmsu vanir, bæði ís og eldum. Þannig var komið farkostum eyjaskeggja . ---------!------------------------ SINFÓNIUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Skólatónleikar í Háskólabíói miðvikud. 27. marz kl. 10.30 og kl. 14.00 og fimmtudag 28. marz kl. 14.00. Börn, sem eiga áskriftarmiða að tónleikum 27. febrúar komi á tónleikana miðvikudaginn 27. marz kl. 10.30 (ekki fimmtud. 28. marz eins og stendur á miðanum) og börn, sem eiga áskriftarmiða 26. febrúar kl. 14.00 komi nú miðvikud. 27. marz kl. 14.00 Aðgöngumiðar að tónleikunum fimmtudaginn 28. marz kl. 14.00 eru seldir í skólunúm og í Ríkisútvarpinu Skúlagötu 4. y

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.