Vísir - 09.04.1968, Side 2
V í S IR . Þriðjudagur 9. apríl 1968.
Polar Cup — áhorfendur í Laugar-
dal geta gert sitt til að
□ Eiginlega skortir flest
nema áhugann hjá körfu-
knattleiksmönnum okkar
þessa dagana eins og nokk-
ur undanfarin ár. Körfuknatt-
ieikur er nýleg íþróttagrein
til þess að gera í okkar „ak-
urlendi“ iþróttanna. Og nú
hafa körfuknattlelksmenn
ráðizt í stærsta fyrirtæki
jysk
ISLAfdD 1968
w
sitt til þessa, að halda Polar
Cup-keppnina, sem er Norð-
urlandamót í körfuknattleik,
hér í Reykjavík, og hefst
þetta mikla mót á laugardag-
inn í íþróttahölllnni, og er
ekki að efa að í aðgerðaleysi
páskanna verði þessi keppni
„ljós punktur“, sem áhuga-
menn um íþróttir notfæra
sér.
Áhugi körfuknattleiksmanna*
hefur verið einstakur, segir
Magnús Björnsson, starfs-
mannsstjóri Flugfélags íslands,
okkur í stuttu rabbi. Magnús
hefur veriö formaður í undir-
búningsnefndinni, en nefndin
skipaði á sínum tíma 5 undir-
nefndir, sem hafa starfað mjög
vel. Þaö var sama hvar þeir
báru niður, körfuknattleiks-
mennirnir, allir vildu hjálpa til
eins og frekast varð á kosið.
Og nú er allt tilbúiö, —
íþróttahöllin tilbúin og jafnvel
verið aö koma upp 30 sek.
klukku, sem er nauösynleg, en
hún tekur tímann á hverri sókri-
arlotu, sem ekki má standa
lengur en í 30 sekúndur. í
Gagnfræðaskóla verknáms er
verið að koma fyrir rúmum
handa 1 landsliðsmönnum Norö-
urlandaþjóðanna, — og von-
andi eru þau af stærri geröinni,
því í þessum hópi eru ekki færri
en 7 leikmenn sem eru 2 metrar
eða hærri, en 26 eru yfir 1.90
á hæð!
íslendingar hafa staðið sig
með prýöi í þessari keppni und-
anfarin ár og engin ástæða til
að ætla annað en svo verði
einnig nú, — þ.e. ef piltarnir
fá þann stuðning, sem áhorf-
endur geta veitt þeim með því
að hvetja þá, bæði með því að
fylia áhorfendapallana pg eins
með því að láta heyra í sér.
Sennilega verður keppnin viö
Norðmenn og Dani hörð, — og
það er opinbert leyndarmál að
þeir hafa fullan hug á að velgja
Svíum undir uggum, enda þótt
það lið sé satt að segja ekki á-
rennilegt með meðalhæð leik-
manna 194.2 sentimetra.
Polar Cup stendur fram á
mánudag, en þá lýkur keppn-
inni. Nánar verður sagt frá
mótinu í blaðinu á morgun.
Húrra fyrir handholta
••••••••••••••••••••••••••••••••••*••••••••••••
SMÁIR, — jafnvel miðað
við fólksfjölda!
Það ætti okkur að vera vel í minnl þann 1. júlí n.k., þegar
blásið verður til knattspyrnulandsleiks við V.-Þjóðverja í
Reykjavík, að gestirnir koma frá landi þar sem 2.345.973 leikmenn
eru til á skrám, — og að auki 30.193 dómarar — 73.753 liö frá 15.380
félögum. Við hins vegar státum af um 2000 knattspymumönnum,
35 dómurum, 150 liöum frá 40 félögum. Þetta má m. a. lesa í nýút-
kominni ársskýrslu VEFA, Evrópusambandi knattspyrnumanna.
1 skýrslunni segir, að Rússar séu efstii á blaði meö þátttakendur
f þessum vinsæla leik, með 3.8 milljónir leikmanna — 180 þús. dóm-
ara, 127 þús. lið en aðeins 37 félög.
Á Norðurlöndum eru Danir með 180 þús. leikmenn, — 1800 dóm-
ara, 5300 knattspyrnulið og 1500 félög, Svíar koma næstir og eru
tölurnar hjá þeim í sömu röð: 140.000 — 3600 — 6000 og 3050.
Norðmenn: 60.000 leikmenn, — 1056 dómarar — 3300 lið og 1150
félög. Finnland: 25.984 leikmenn 1100 dómarar, 1735 lið og 610 félög.
I landi heimsmeistaranna, Englendinga, eru 750 þús. knáttspymu-
menn virkir, 15000 dómarar, 70.000 lið og 25.250 félög, en í Skot-
landi, hjá helzta keppinaut Engiendinga og nágranna, eru 50 þús.
knattspymumenn, 2000 dómarar, 3000 lið og 2500 félög, segir í
skýrslu UEFA.
Það kemur sem sé í ljós, að við emm smáir í knattspyrnunni, —
jafnvel miðað við fólksfjölda.
Fáir áhrifamenn í stjómmálum
hafa sýnt eins lofsveröan áhuga á
íþróttum hér á landi eins og þeir
Gylfi Þ.' Gíslason og Geir Hall-
grímsson, borgarstjóri. Hafa þeir
meö ráðum og dáð stutt viö bak
íþróttamanna og sýnt áhuga sinn
í verki.
Það vakti hrifningu manna á
sunnudaginn, þegar menntamála-
ráðherra bað áhorfendur að hylla
landsliðið i handknattleik fyrir
hinn glæsilega sigur, — sannar-
lega vel til fundið af ráðherranum
og hafði margur orö á eftir leik-
inn.
Myndin er tekin af ráðherranum,
þar sem hann heilsar handknatt-
leikskempunni Per Theilmann,
sem nú er liðsstióri Dananna. Bak
Verða Framarar íslandsmeistarar þeg-
ö. annað kvöld?
— eða tekst KR að stöðva jbó?
■ Það kann að fara svo,
að Framarar haldi í
sitt páskafrí sem ÍS-
LANDSMEISTARAR í
handknattleik. Þetía er
undir leik þeirra við KR
annað kvöld komið. Vinni
Fram, hafa þeir 15 stig og
getur þá ekkert félag náð
þeim, því Haukar og FH
geta mögulega fengið mest
14 stig í keppninni.
Það er víst enginn vafl á því
að Framarar hafa að undanförnu
orðið aö horfa upp á „dökka
skugga“ á leiktímabili sínu, —
leikir liðsins hafa ekki verið sann-
færandi, og flestir eru á þeirri
skoðun að „spútnikliðið" Haukar
úr Hafnarfirði tefli nú fram bezta
llðjnu í 1. deild, — enda þótt það
eigi ekki fyrir liðinu að liggja að
vei*ða í efsta sætinu betta ár.
Fram hefur unnið tvo siðustu
leiki með litlum yfirburðum og
ekki sýnt örygglð. sem elnkennt
hefur liðið. KR hefur hins vegar
sýnt að þar eru erfiðir mótherjar
á ferð. KR hefur og án efa áhuga
á að krækja sér í tvö aukastig ef
mögulegt er, — og það getur
, vissulega gerzt. Einnig hafa KR-
I ingar áreiðanlega áhuga á að mót-
\ inu ljúki „kki svo skyndilega, —
| vilja heldur aukaleiki, sem mundu
jafnframt færa þeim drjúgar auka-
tekjur, þegar ágóðahlutanum verö-
ur skipt.
Hinn leikurinn annað kvöld er
| milli Víkings, faiiliðsins og Hauka.
Víkingar hafa náð allt of litlu úr
leik sínum í vetur, en bað er aldrei
að vita hvað gerist annað kvöld.
Enginn leikur er unninn fyrirfram,
— það skyldu menn muna.
— jbp -
viö þá sést Gísli Blöndal, sem lék
sinn fyrsta landsleik þennan dag.
— Til gamans: Dönsk blöð minnt-
ust á landsleikinn í gær, — en
aðeins lítillega!
Enn jafntefli
hjá liverpool
og West Brom
Það virðist erfitt að fá úrslit í
leik Liverpool og West Bromwich í
ensku bikarkeppninni, en liðin
leika um sæti í undanúrslitum
keppninnar. Leikur liðanna í gær-
kvöldi í Liverpool endaði með
jafntefli, 1:1, eftir að framlengt
hafði verið.
Það var miðherjinn Tony Hately,
sem skoraði fyrir heimaliðið eftir 24
mínútur, en þá dró Liverpool lið
sitt til baka og lét West Brom-
wich sækja. Það gerði það að
verkum að vinstri útherii West
Bromwich skoraði á 68. mínútu
með skalla.
Næsti leikur fer fram á hlut-
lausum velli óg mætir sigurvera’--
inn Birmingham í undanúrslitun-
um.
pesrsæswm