Vísir - 09.04.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 09.04.1968, Blaðsíða 9
VISIR . Þriðjudagur 9. april 1968. „Menn skulu símtala í skýrum róm... 66 — segir i fyrstu simaskránni, sem gefin var út á Islandi — Spjallað v/ð Hafstein Þorsteinsson, ritstjóra simaskrárinnar. JVæst biblíunni er engin bók jafnmikið notuð og síma- skráin, og sjálfsagt er síma- skránni að jafnaði miklu meira flett en hinni heilögu bók. — íslenzka símaskráin er raunar mjög merkileg bók, þar sem hún mun vera ein vandaðasta bók sinnar tegundar, sem gefin er út um víða veröld. Það mun líka vera fátítt úti í heimi, að fleiri manns hafi atvinnu af því að búa til fallegar umbúöir ut- an um símaskrána, jafnvel þótt bandið á okkar íslenzku símaskrá sé líklega þaö vandaö- asta sem til er. Ritstjóri þessara góðu bókar er Hafsteinn Þorsteinsson, skrif-. stofustjóri hjá Bæjarsímanum, og datt okkur í hug að gaman væri að spjalla við hann um ritstjórastörf hans og síma- skrána. ið vera ritstjóri við símaskrá er talsvert ólíkt öðrum rit- stjórnarstörfum, en sízt vanda- minna. Prentvillur í símaskrá eru miklu alvarlegri en prent- villur í blaði eða bók. Þeir sem hafa lent í því aö símanúmer þeirra hafi ruglazt í síma- skránni, vita þaö manna bezt. Einn maður var svo óheppinn að númer hans var skráð hjá embættismanni einum í borginni og vesalings símeigendinn, sem var sjómaöur og notaöi síma sárasjaldan sá sig tilneyddan að fé sér sjálfvirkan símsvara, sem tilkynnti að þetta væri hjá herra............sjómanni, en ekki hjá herra ............. em- bættismanni. Nóg um það. — Við bregð- um okkur niður í Landssíma- hús og hittum þar Hafstein Þorsteinsson, símaskrárrit- stjóra þar sem hann situr viö skrifborð sitt, með óteljandi út- gáfur af símaskrám, innlendum og erlendum, í stórri hillu bak við sig. — Við biðjum Hafstein að segja okkur dálítið frá sögu símaskrárinnar. „'C'yrsta símaskráin, sem getið er um, var prentuð í Ameríku árið 1878, eða fyrir 90 árum. Það var skrá yfir fyrstu 50 símnotendur þar í álfu, og var hún birt í dagblaði. — Fyrsta símaskráin, sem prentuð er á ísiandi, var gefin út 1. marz 1905 af Talsímahlutafé- lagi Reykjavíkur, en það var stofnað 5. október 1904. Skrá þessi var 8 síður í litlu broti og var hæsta númerið í bök- inni 95, sem Sveinn Sigfússon, kaupmaður á Lindargötunni hafði. Símanúmer 1, 2 og 3 hafði Thomsensmagasín i Hafn- arstræ(inu. Nú, fyrsta sima- skráin,' sem gefin var út af Landssíma íslands og Talsima- hlutafélagi Reykjavíkur var prentuð 1907 og eru því rétt 60 ár liðin síöan Landssíminn gaf út sína fyrstu skrá.“ Til þess að gefa fólki hug- mynd um hvernig fyrsta síma- kráin leit út ætlum við aö birta hér smáklausu úr henni. Þess skal getið að „talfærin", sem nefnd eru eru símtóliö og sím- inn sjálfur: „REGLUR um notkun talfæranna. Sá, er ætlar aö símtala, snýr hringingarsveifinni á talfæri sínu þrjá hraða snúninga, tekur síð- an máltólið af króknum, sem það hangir á, heldur því að eyranu og bíður, þar til er mið- stööin gegnir. Þá segir hann skýrt talsimanúmer þess, er er hann vill tala við. Miöstöðin hefir eftir honum númerið og HPafsteinn Þorsteinsson, ritstjóri símaskrárinnar á skrifstofu sinni. Bækurnar í hillunni eru íslenzku símaskrárnar frá upphafi. segir þvínæst: „til“, ef sá, er númerið á, er ekki á símtali við annan. Sé hann heima og heyrir hringinguna, gengur hann aö talfæri sínu, tekur máltólið af króknum án þess að hringja, og getur nú talið byrjað. Ef sá, er númerið á, er á símtali viö annan, svarar mið- stöðin: „á tali“ og getur þá ekki oröið af símtali við hann í það sinn. Að loknu símtalinu hengja viötalsmennirnir máltólin á krókana og snúa hringingar- sveifunum tvo hraöa snúninga. Menn skulu símtala í skýr- um róm, en ekki hærra en þeim er lagið. Er hæfilegt, að talopið sé 2—3 þumlunga frá munni taldanda, en hlustar- opinu skal halda fast að eyr- anu. Það er einkar-áríðandi, að menn hringi ekki oftar en til hefir verið tekið, þvi að önnur hringing merkir jafnan, að mið- stöðin skuli rjúfa sambandiö.“ 17ins og við sjáum á þessu hefur margt breytzt á þessum 60 árum frá því byrjað var aö nota síma á íslandi. Nú heyrir maður aldrei talað um að símtala, hvað þá að nota „talfærin" — a. m. k. ekki i þeirri merkingu sem hér er tal- að um. „Eru n’okkrar stórfelldar breytingar á símaskránni á döf- inni núna?" spyrjum við Haf- stein. „Ja, við erum að athuga núna með að fara yfir i svokallað „Listomatic“ eða „Fotolist"- Þessar stúlkur vinna við að prófarkalesa símaskrána. Frá vinstri Margrét Sveinbjörnsdóttir, Helga Ágústsdóttir, Sigríður Oddsdóttir og Guðlar.g Kristinsdóttir. kerfi, en það er notað á Norð- urlöndum. Á þann hátt væri hægt aö stytta útgáfutíma bók- arinnar í 2—3 mánuði. Þá eru allar leiðréttingar færðar inn jafnóðum, og þá yrði bókin alltaf til i handriti. Möguleikam- ir á villum ættu aö minnka til muna.“ „Verður broti bókarinnar breytt, með tilkomu „Listo- matic“ eða „Fotolist“-kerfisins?“ „Nei, ég geri ekki ráð fyrir að við breytum brotinu strax. Margir eiga dýrar skinn- eða taumöppur utan um símaskrána, og það myndi kosta talsverða fyrirhöfn og peninga fyrir alla aðila, ef brotinu yrði breytt." „Ég sé á þessum Noröur- landaskrám, sem era hér í hill- unni hjá þér, aö þær eru all- mikið frábrugðnar íslenzku skránni". „Já, þær eru mjög ólíkar, bæði hvað pappír, útlit og raun- ar innihald snertir. Mannanöfn- unum er raöað á allt annan hátt en hérna hjá okkur. Hjá Svíum og Dönum er raðað eftir eftir- nafni, sföan titli en ekkert eftir skfrnarnafni. Hjá Norömönnum er eftirnafnið fyrst og síöan skírnamafnið. í þessum skrám er Ifka mikið af auglýsingum og höfum við mikið verið aö velta fyrir okkur, hvort við ættum að taka upp auglýsingar í símaskrána," sagði Hafsteinn. Við þökkum fyrir spjallið og kveðjum Hafstein og starfs- fólk símaskrárinnar. Strandferðaskipin sntiðuð með tilliti til íslenzkra hafna — segir Guðjón Teitss. forstj. Skipaútgerbar rikisins ■ Nú er að hefjast smíði tveggja 1000 lesta strandferða- skipa á vegum Skipaútgerðar ríkisins og hefur samningur verið gerður við Slippstöðina á Akureyri um smíðina. Verður annað skipið samkvæmt þeim samningi tilbúið eftir 16 mán- uði en hitt eftir tvö ár og fjóra mánuði. ■ Blaðið átti nú á dögunum stutt viðtal við Guöjón Teits- son, forstjóra Skipaútgerðarinnar, meðal annars vegna gagn- rýni, sem komið hefur fram vegna losunar og lestunarútbún- aðar hinna nýju skipa. T grein f tímaritinu Ægi, marz hefti er vikiö að þvf aö skip þessi séu ekki smíðuö sam kvæmt nýjustu kröfum um lönd unar og losunartækni, sem meðal r.nnars er fólgin í því að vörunum er lyft um borð f skipin í gegnum lúgur á síöun um með vörulyfturum — Skip sem búin eru þessum hliðarlúg um, svokölluð „Pallet-skip“ („pallet containers") hafa mjög ratt sér til rúms erlendis meðal annars í nágrannalöndunum: — Noregi, Danmörku. Þýzkalandi og vfðar. Guöjón sagði að ástæðan til að þessi íslenzku strandferða- skip hefðu ekki verið búin slík um hliðarlúgum væri einfald- lega sú, aö til þess þyrfti sér- staka aðstöðu í höfnum. Sú aö staða væri ekki til í íslenzk- um höfnum, vegna hins mikla munar á flóöi og fjöru (sem er 20—22 fet víðast hvar hér vest an lands og sunnan.) Sagöist Guðjón hafa kynnt sér þessa nýju þróun mjög ræki lega undangengin ár og safnað að sér miklu efni þar að lútandi og það hefði verið ákveðið að vandlega fhuguðu máli að hafna þessum útbúnaði. Víða erlendis hafa verið geröar kostnaðar- samar breytingar á höfnum til þess að hægt væri að afgreiða slík „containers — skip“ og hefði komið fram mikil gagn- rýni á þennan útbúnað vegna gífurlegs kostnaðar, sem honum er samfara. — Þannig hefðu Norömenn til dæmis komizt að dýrkeypptri reynslu eftir 10 ára tilraunir með þannan útbúnað og væri aðstaöa þar þó yfirleitt allt önnur en hér. Tjá sagði Guðjón að tillögur hinna norsku ráðgjafa, sem hér dvöldust meira og minna á vegum Ríkisskips árin 1960-63 þeirra capt. M. Markussen og Erik Heirung, verkfræðings heföu ekki komið að þeim not- um, sem upphaflega var ætlað vegna þess hve ókunnir þeir voru aðstæöum hér á landi. Þeir áttu að athuga og > a tillögur um endurskipulagningu vöru- flutninga Skipaútgeröarinnar. Sagði Guðjón að þeir hefðu ekki tekið tillit til hafnarskilyrða úti um land, þegar þeir vora að semja áætlun sína um ferðir strandferðaskipanna. Þannig hefðu þeir ætlað t.d. að gera Djúpavog að mikilvægri upp- skipunar og vörugeymsluhöfn. En sjófarendum kæmi saman um að hafnarskilyrði þar væru mjög slæm fyrir stærri skip. Þá hefðu hinir norsku sérfræö ingar ekki tekið tillit til hins mikla munar á flóði og fjöru, en sumar þær bryggjur, sem strandferöaskipin leggjast að eru gjörsamlega á þurru á fjör um og verður að sæta sjávar- föllum ti! þess að komast að þeim. Tillögur sérfræðinganna um vöruhús fyrir Ríklsskip hefði ekki heldur verið hægt að fram kvæma, en þeir lögðu í fyrst- unni til að byggð yrði vöru- skemma á Grófarbryggjunni. — En slíkt hefði aldrei komiö til mála, þar sem athafnaplássið á bryggjunni er þegar æöi þröngt. Þá heföu þeir lagt til aö byggð yrði skemma vestan við Grófarbryggjuna, en sú tillaga varð heldur ekki framkvæman- leg vegna þess hve slíkt hús myndi kreppa að umferð þar um. T'' uðjón sagöi ennfremur að unnt yrði aö flytjá pallaðar vörur í hinum nýju strandferða- skipum, og vörar í sérstökum kössum og hefði Skipaútgerðin fengið sér nokkra slíka kassa nú þegar. Þannig yröi hægt aö flytja alla smærri vöru en allan þungavarning og stærri stvkki yröi að flytja á venjulegan hátt. Þá sagði Guðjón að f ráði væri að skipin hefðu lyftara um boró til þess að flytja ««runa tt> f lestum og jafnvel kæmr ix. greina að nota slíka lyftara við losun og lestun úti á landi, þar sem aðstæða væri til þess. h—nWHWI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.