Vísir - 09.04.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 09.04.1968, Blaðsíða 8
8 VI S IR . Þriðjudagur 9. april 1968. VISIR Útgefandi: Reykjaprent hf. ) Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson \ Ritstjóri: Jónas Kristjánsson / AðstoÖarritstjóri: Axel Thorsteinsson \ Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson (f Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson ) Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson l Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 / Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660 \ Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) (i Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands ) í lausasölu kr. 7.00 eintakið ( Prentsmiöja Vfsis — Edda hf. / Forsenda stórvirkjunar För alþingismanna á dögunum austur að Búrfells- ( virkjun hefur vakið töluverða athygli, enda mikið l skrifað um hana í dagblöðum. Fyrst var þetta aðeins ) fréttaefni, en síðan tóku við pólitískar hugleiðingar \ leiðarahöfunda. \ 4 Þjóðviljinn leggur áherzlu á, að ákvörðunin um Búrfellsvirkjun hafi verið tekin einróma á Alþingi. (' „Samningarnir við alúmínhringinn voru á engan hátt í tengdir þeirri ákvörðun“, segir blaðið. Rétt er, að / þingmenn samþykktu samhljóða lög um Landsvirkjun ) árið 1965. í þeim lögum eru ákvæði um tilgang Lands- \ virkjunar, stjóm hennar og verksvið. Þar er líka að ( finna heimildarákvæði um byggingu allt að 210 þús- ( und kílóvatta raforkuvers í Þjórsá við Búrfell. Það (f var um þetta, sem ágreiningur varð ekki milli þing- )/ manna. )) En þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa aldrei tek- / ið neina ákvörðun um Búrfellsvirkjun og allra sízt þá ) Búrfellsvirkjun, sem þeir voru nú að skoða í bygg- \ ingu. Heimildarákvæði landsvirkjunarlaganna var \ ekki hægt að hagnýta til stórvirkjunarinnar, sem nú ( er verið að reisa við Búrfell, fyrr en gerður hafði verið (/ samningurinn um álbræðsluna við Straumsvík. ) Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um stórvirkjunina við ( Búrfell var heldur ekki tekin fyrr en árið 1966, þegar ) álbræðslusamningurinn hafði verið gerður, þrátt fyrir ) mjög heiftarlega andstöðu þingmanna kommúnista og ) Framsóknar. Svo reynir nú Magnús Kjartansson, einn ( harðasti andstæðingur stóriðjunnar, að skríða í það ) skjólið, að stjómarandstaðan hafi þó ekki greitt at- ) kvæði á Alþingi gegn frumvarpinu um Landsvirkjun. \ Tíminn er enn kokhraustari og fullyrðir, að stórvirkj- ( unin hefði risið á sama tíma, þótt álbræðslan hefði ( ekki komið til sögunnar. ( Ef tekizt hefði að bregða fæti fyrir gildistöku samn- ( ingsins milli ríkisstjórnar íslands og svissneska ál- f/ fyrirtækisins, hefðu alþingismenn ekki getað skoðað (l þá stórvirkjun við Búrfell, sem þeir nú lýsa svo mik- v illi hrifningu yfir — fyrst og fremst vegna þess að ( framkvæmdimar em svo stórbrotnar og hrikalegar. ) Ef til vill hefðu þeir getað skoðað byrjunarfram- ) kvæmdir við minni virkjun í Þjórsá eða annars staðar. \ Miklir efnahagsörðugleikar hafa ríkt í þjóðlífinu í ( tíárft annað ár, og framundan virðast vera engu minni ( erfiðleikar. Atvinna er ótryggari en verið hefur um ( margra ára skeið. í ljósi þessa er hætt við, að hrifn- /( ing þingmannanna vegna byrjunarframkvæmda við ) smávirkjun hefði orðið allt önnur en í sólskininu ) hinn 3. apríl síðastliðinn við hina stórbrotnu Búr- \ fellsvirkjun. ( Frá sókninni til Khe Sanh. Vietnamstyrjöldín og gongur móln á stiórnmálavettvangi Bandarikjanna Breytilegar horfur — „allt getur gerzt"- i stjórnmálum „gerist oft hib óvænta" HVER verður næsti forseti Bandaríkjanna? Hver verður í kjöri fyrir demokrata? Hvernig sem allt velkist á innanlandsvettvangi eða í Ví- etnam, verður fyrri spurning- in ó vörum alira Bandaríkja- manna þar til úrslit eru feng- in, og hin síðari þar til full- trúar demokrata á þingi beirra í ágúst í Chicago, hafa valið forsetaefni flokksins. '^7'iðburðir seinustu daga hafa sýnt ljóslega hve allt er flöktandi. Þegar Johnson til- kynnti ákvörðun sína — hina „ófrávíkjanlegu" — um að verða ekki í kjöri — var þaö af mörg- um taliö til mikilla stjórnmála- hygginda — er Kennedy símaöi Johnson um aö þeir störfuðu saman að þjóöareiningu. En sumir spyrja: Var Johnson enn hyggnari? Og nú heyrast raddir: Johnson verður í kjöri, ef það tekst að koma á friöi í Víetnam. Viðhorf Johnsons kann að eiga eftir að breytast aftur og fylgi hans að aukast, Eitt er víst: Nýr sóknarhugur í Suöur-Víetnam, sem Westmoreland talaði um, hefur stælt margan mann á ný, sem haföi misst alla trú á, að úr mundi rætast. En voru menn ekki hættir aö trúa á spár West- morelands? Að vísu margir, — en núna, þegar lauk tveggja daga fundi hans og Johnsons, var honum trúað, vegna þeirrar stað reyndar, að Khe Sanh var leyst úr herkvínni. Það er engum vafa undirorpiö, að áhrifin af þessum mikilvæga ávinningi, verða ekki vanmetin, þótt hann sé ekki til kominn vegna sigra í stórbardögum, því aö hið fjölmenna lið, sem sótti fram að sunnan til Khe Sanh, og opnaöi þjóðveg þangað, sem lokaður haföi veriö, átti aldrei í neinum stórbardögum. Og nú má spyrja: Var það vegna liösmunar og yfirburöa í lofti aö Noröur-Víetnamar hættu sókn við Khe Sanh og hörfuðu burt þaöan inn á afvopnuðu spilduna? Westmoreland segir, aö þeir hafi haft tvö herfylki á þessum slóðum. Það var talað um það í fréttum, að þessi tvö herfylki virtust hafa hörfað þegj andi og hljóðalaust norður á af ■■nr ■vsmssmírísrs&iLasmvijm vopnuöu spilduna. Þaö hefur títt veriö sagt í fréttum á undan- gengnum vikum, að Noröur-Ví- etnamar væru I þann veginn að hefja lokaáhlaup á Khe Sanh. Það er ekki enn komið í ljós hvað olli því, að þetta áhlaup var aldrei gert, — og nú hörfað, í landi Ho Chi Minhs hefur geis- að styrjöld í 27 ár. Mun honum ekki þykja mál að linna. — Hef- ur hann komið til móts við John- son forseta án þess að básúna það, að láta tvö herfylki draga sig í hlé í kyrrþey frá Khe Sanh- vígstöðvunum? 5S5^3ísTiSS hvort það er af stjómmálaleg- um eða hemaðarlegum ástæðum eða hvort tveggja. Það er eng- an veginn óhugsandi, að það eigi eftir að koma fram, að hér sé um einhverja tilslökun að ræða hjá Ho, til þess að koma til móts við Bandaríkjamenn, vegna þess að þeir hafi dregið úr sprengjuárásum á Norður-Víet- nam. Og gæti þá ekki orðið næsta skrefið, að Bandaríkin hættu alveg sprengjuárásunum á N.-V., eins og Ho hefur kraf- izt. En hvemig sem allt velkist mun það sem gerist í Víetnam hafa sín miklu áhrif á stjóm- málavettvangi Bandaríkjanna, eins og oft hefur verið að vikið áður. Og þá samtímis allt það, sem gerist og tengt er hinu nýja friðarfrumkvæöi Johnsons forseta. ,ALLT GETUR GERZT“ Mikla athygli hafa vakið sjón- varpsummæli Fulbrights er hann sagði eftir ákvöirðun Johnsons: „Það sem hefur gerzt kann að hafa þau áhrif, að menn sjái for- setann í allt ööra ljósi en áður“ — og að hann sagði, að hann ef- aðist ekki um einlægni hans, en tækist honum að fá frið í Viet- nam gæti allt gerzt, „og í pólitík getur alltaf gerzt þaö óvænta". Um Humphrey varaforseta og líkumar fyrir að hann taki þátt í forkosningakeppninni, er það frekara að segja, en áður hefur komið fram, aö undirbúningsat- huganir varðandi þátttöku hans f þeim forkosningum, sem fram- undan erú í sambandsríkinu Minnesota — heimaríki Mc- Carthys eru fyrir skömmu hafn- ar. George Meany leiðtogi hins volduga Sambands stáliðn- aðarmanna i Bandaríkjun- um. hefur lýst yfir fylgi við Humphrey. George Meany er og formaður verkalýðssamband- anna stóru í Bandaríkjunum AFL-CIO. — Formaöur Sam- bands bílaiðnaðarmanna, Walth- er Reuther, og hins vegar vin veittur Robert Kennedy. Bænd- ur og samvinnufélögin eru hlynt Humphrey, en hann talaöi nýlega á fundi Landssambands kornsamvinnufélaganna (Nati- onal Federation of Grain Doop- eratives) og var einróma skor- að á hann aö vera í kjöri. (Sumpart þýtt) — A. Th.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.